Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 56
t' 56 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR A ií&J Heilsugæslan í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa: Heilsugæslulæknar Um er að ræða þrjár stöður heilsugæslulækna, tvær stöður frá 1. október og ein staða frá 1. nóvember nk. Ennfremur er óskað eftir tveimur læknum til afleysinga í júlí- og ágúst- mánuðum í sumar. Krafist er sérfræðiviður- kenningar í heimilislækningum. Starfskjör eru samkvæmt gildandi ákvæðum um launakjör heilsugæslulækna. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskasttil starfa í heilar eða hlutastöðurtil framtíðarstarfa og afleys- inga yfir sumarmánuðina. Um er að ræða al- menn hjúkrunarstörf við heilsugæslu, svo sem við heimahjúkrun, skólaheilsugæslu og ung- barnavernd. Launakjör em samkvæmt sam- ningum Hjúkrunarfélags fslands. Læknaritarar Læknaritarar óskast til starfa í heilar eða hluta- stöðurtil framtíðarstarfa og afleysinga í sumar. Sjúkraskráning ertölvuunnin á Medicus forritið og væntanlega síðar á þessu ári á Sögu for- ritið. Krafist er löggildingar sem læknaritari og einhver reynsla er æskileg. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Móttökuritarar og gjaldkerar Móttökuritarar óskast til starfa í heilar og hluta- stöðurtil framtíðarstarfa og afleysinga. Störfin felast einkum í símasvörun og tímaskráningu sem ertölvuunnin, vinnu við spjaldskrá, al- menna afgreiðslu og móttöku þjónustugjalda og uppgjörs í lok vinnudags. Viðskiptamennt- un eða reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörf- um er æskileg. Launakjör eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknarfresturertil 10. maí nk. Um störf starfsmanna heilsugæslu- stöðva gilda lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónsutu og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Heilsugæslan í Kópavogi er reyklaus vinnustaður. c. Frekari upplýsingar um störf og kjör eru veittar af framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Kópavogi, Birnu Bjarnadóttur, í símum 554 0400 á dagvinnutíma og GSM 895 6500. Umsóknum ber að skila til framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Kópavogi. Umsóknareyðublöð eru fáanleg i afgreiðslu stöðvarinnar og æskilegt er að þau séu notuð en ekki skilyrði. Varðandi umsóknir ■ heilsugæslulækna bera að skila þeim á þar til gerðum eyðublöðum: „Greinargerð vegna umsóknar um læknisstöðu" að ósk stöðunefndar. Öllum umsóknum verður svarað skriflega eftir að um þær hefur verið fjallað og ráðning staðfest. Eldri umsóknir eða fyrirspurnir um störf óskast endurnýjaðar. Heilsugæslan í Kópavogi er staðsett í húsnæði í Fannborg 7—9 og síðar á þessu ári verður tekið í notkun annað húsnæði til viðbótar við Hagasmára í Kópavogsdal. Starfsmenn stöðvarinnar eru nú um 50 talsins í 35 stöðum og eru ráðnir við Heilsugæsluna í Kópavogi. Heilsugæslan í Kópavogi, Fannborg 7—9, pósthólf 140, 200 Kópavogur. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Laus störf Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa eða handavinnu- , leiðbeinanda á föndurstofuna á Litlu-Grund. Einnig vantar starfsfólk í vaktavinnu, bæði 100% störf og hlutastörf, og til afleysinga í sumar vantar okkur bæði hjúkrunarfólk og ófaglært starfsfólk í heilsdags- og hlutastörf. Upplýsingar veita starfsmannastjóri og hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 552 6222 frá kl. 10.00-12.00. REYKJANESBÆR SÍMI 421 6700 Kennarastöður í Reykjanesbæ Grunnskólakennarar Reykjanesbær vill ráða til sín hæfa, áhugasama og trausta kennara og efla þá í starfi. Hér er vel búið að grunnskólum og skólaþjónusta í örri uppbyggingu, sem sér m.a. um sálfræði- og ráðgjafarþjónustu, fræðslufundi og endur- menntunarámskeið. Aðbúnaður og vinnuað- staða í grunnskólum bæjarins er góð. Þá hefur tekið gildi sérstakt samkomulag Reykjanesbæj- arvið grunnskólakennara umforeldrasamstarf og launakjör, sem eru verulega umfram al- menn launakjör grunnskólakennara. Njarðvíkurskóli 1. —10. bekkur Almenn bekkjarkennsla, hannyrðir, heimilis- fræði og tónmennt. Sími 421 4399. Holtaskóli 7. —10. bekkur Almenn bekkjarkennsla, danska og líffræði og námsráðgjöf 50%. Sími 421 1135. Myllubakkaskóli 1.—6. bekkur Almenn bekkjarkennsla 1,—3. bekk, tónmennt og heimilisfræði. Sími 421 1450. Umsóknarfrestur ertil 6. maí nk. Upplýsingar um stöðurnar veita skólastjórar viðkomandi skóla. Allar umsóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. Ný sundlaug í Grafarvogi • Vilt þú taka þátt í uppbyggingu og þróun á nýjum vinnustað? • (þrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu og starfsmann á kvennaböð. • ( byrjun maí verðuropnuð ný almennings- sundlaug við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi, Dalhúsum 2. Umsækjendur, sem standast hæfnispróf sundstaða, sbr. öryggisreglu- gerð fyrir sundstaði, ganga fyrir um störf. • Umsóknarfrestur ertil og með þriðjudegin- um 28. apríl nk. • Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður íþróttamiðstöðvar í Grafarvogi í síma 510 4600 en umsóknum skal skila til starfsmannastjóra ÍTR, Fríkirkjuvegi 11,101 Reykjavík á eyðublöð- um sem þar fást. • Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykja- víkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. • ÍTR leggur mikla áherslu á fræðslu og sí- menntun fyrir sitt starfsfólk. Snyrtivörusala og kynningar Fyrirtæki i Hafnarfirði óskar eftir starfskrafti. Förðunarmenntun eða kunnátta æskileg. Æskilegur aldur ekki yngri en 25 ára. Reyklaus vinnustaður. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „S - 4371", fyrir 1. maí. Tækjastjórar Óskum eftir að ráða tækjastjóra á malbikunar- vélar, valtara og traktorsgröfu. Einungis umsækjendur með full réttindi og reynslu koma til greina. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf., sími 565 2030. IÐNSKÖLINNI REYKJAVfK Lausar stöður Lausar eru til umsóknar stöður kennara í eftir- töldum greinum: Ein síaða í hársnyrtiiðn. Tvær stöður arkitekta í hönnun. Ein staða í klæðskurði. Ein staða í múrsmíði. Ein staða í prentsmíði. Ein staða í prentun. Fimm stöður í rafeindavirkjun, stunda- kennsla kemurtil greina. Þrjár stöður í rafvirkjun, stundakennsla kem- ur til greina. Tvær stöður í stærðfræði og eðlisfræði.. Átta stöður í tölvugreinum, stundakennsla kemurtil greina. Auk þess er laus hálf staða við launavinnslu og starfsmannahald. Ráðning í öll störfin erfrá 1. ágúst 1998. Laun samkvæmt launakerfi opnberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir viðkomandi kennslu- stjóri eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til ritara skólameistara fyrir 7. maí 1998. Ollum umsóknum verður svarað. Grunnskólakennarar /sérkennarar Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík, næsta skólaár. M.a. vantar bekkjarkennara á yngsta stigi og miðstigi. Sérkennara vantar í fullt starf. Enskukennara vantar í fullt starf í unglingadeildum skólans. Reynt er að útvega niðurgreitt húsnæði. Flutningsstyrkur er greiddur. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli. Vel er að skólanum búið í nýju húsnæði. Nánari upplýsingar veita Haíldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, og Gísli Halídórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur er til 17. maí. BIFREIÐASKOÐUN Bifvélavirkjar Við leitum að liprum og áhugasömum bifvéla- virkjumtil sumarafleysinga í skoðunarstöðvar okkar á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur að um framtíðarstörf verði að ræða. Þeir, sem hafa áhuga á því að vinna á vinnu- stað sem býður upp á fyrsta flokks vinnuað- stöðu og góðan starfsanda ættu endilega að ræða við þjónustustjóra á Hesthálsi 6—8 í Reykjavík (ekki í síma) sem allra fyrst. Starfsfólk óskast Hard Rock Café í Reykjavík, óskar eftir að ráða starfsfólktil starfa í eldhús. Viðkomandi þarf að vera með reynslu í matargerð. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 18 ára. Tekið verður á móti umsækjendum á Hard Rock, föstudaginn 24. apríl á milli kl. 15.00 og 18.00 Ekki verðurtekið á móti umsóknum í gegnum síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.