Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 71 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Vígsla safnaðar- heimilis í Sand- gerði - sr. Hjört- ur Magni kveður söfnuðinn NÝJA safnaðarheimilið í Sandgerði verður vígt nú á sumardaginn fyrsta við guðsþjónustu kl. 16. Sóknarprestur, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, mun þjóna fyi’ir altari og prédika en herra Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup í Skálholti vígir safnaðarheimilið og helgar muni þess. í lok guðsþjónustu verð- ur getið um gjafir sem borist hafa en að lokinni guðsþjónustu er boðið til kaffisamsætis í samkomuhúsinu í Sandgerði. Sóknarprestur, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, mun kveðja söfnuðinn í guðsþjónustu sunnudaginn 26. apríl kl. 11 í Ut- skálakirkju og kl. 14 í Hvalsnes- kirkju. Skátamessa á Akranesi SKÁTAMESSA verður í Akranes- kirkju í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 11. Hálftíma áður verður lagt af stað í skrúðgöngu til kirkjunnar frá Skátaheimilinu við Háholt. Löng hefð er fyrir skátamessu á þessum degi á Akranesi. Avarp eldri skáta flytur Bragi Þórðarson bókaútgef- andi og rithöfundur. Lítið barn verður borið til skírnar. Umræða um gildismat í Keflavíkurkirkj u KEFLAVÍKURKIRKJA gengst fyi'ir málþingi um gildismat laugar- daginn 25. apríl. Þetta málþing er liður í fræðslustarfi kirkjunnar sem verið hefur blómlegt undanfarin misseri. I laugardagsumræðu um gildis- mat munu þau dr. Arnfríður Guð- mundsdóttir guðfræðingur, Arthúr Björgvin Bollason heimspekingur, Hjálmar Arnason alþingismaður, Salvör Nordal heimspekingur og dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir pró- fessor hafa framsögu og ræða um gildismat, hvað breyti gildismati og hvort hægt sé að breyta gildismati. Umræðunni stýrir Lára G. Odds- dóttir guðfræðingur. Dagskráin hefst á laugardags- morgun kl. 10.30 en henni lýkur kl. 14.30. Boðið verður upp á léttan há- degisverð í hádegi. Aðgangur er ókeypis. Barnaguðsþjón- ustuferð Grafar- vogskirkju FERÐ á vegum Grafarvogskirkju, barnaguðsþjónustuferð, verður far- in laugardaginn 25. apríl nk. Farið verður til Keflavíkur og kirkjan þar heimsótt. Farið verður í rútum frá Grafarvogskirkju kl. 10. Pylsur og gosdrykkir í boði sóknarnefndar. Allir hjartanlega velkomnir. Skátamessa í Hallgrímskirkju SKÁTAMESSA verður í Hall- grímskirkju á sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11 f.h. Séra Sigurð- ur Pálsson mun þjóna til altaris. Organisti verður Hörður Áskels- son. Skátakórinn undir stjórn Steingríms Þórhallssonar mun leiða sönginn. Að aflokinni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykja- víkur á 3ju hæð Skátahússins við Snorrabraut 60. Skátar munu ganga í skrúð- göngu frá Skátahúsinu eftir SnoiTabraut, niður Hverfisgötu, upp Frakkastíg, niður Laugaveg og síðan upp Skólavörðustíg að Hallgn'mskirkju. Skrúðgangan leggur af stað kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9-10 ára. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Opið hús föstu- dag kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrir- bænastund föstudag kl. 12.10. Fyr- irbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn fóstudag kl. 10-12. Tónleikar Kirkjukórs Laugarneskirkju kl. 20. Stjómandi og organisti Gunnar Gunnarsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30- 17.30 í Ártúnsskóla. Æsku- lýðsfundur eldri deildar kl. 20.30- 22. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffiveitingar og djús fyrir börnin. Æskulýðsfé- lag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrh’ 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 11 kyrrðarstund á Hraunbúð- um, lokasamvera. Kl. 17 TTT starf fyrir 10-12 ái-a börn. Hjálpræðisherinn. Kvöldvaka kl. 20.30 vegna sumardagsins fyrsta. Mikið verður sungið og spilað. Fermingar Vegna mistaka birtust ekki öll nöfn fermingarbarna sem fermast í Mosfellskirkju sumardaginn fyrsta kl. 13.30. Beðist er velvirðingar á því. Birtist því listinn aftur í heild sinni. Fermd verða: Ágúst Ingi Friðriksson, Brattholti 1. Bergdís Björk Sigurjónsdóttir, Dverghplti 14. Berglind Ýr Ai’adóttir, Björtuhlíð 9. Davíð Örn Friðriksson, Brattholti 1. Ingunn Hólm Vilhjálmsdóttir, Miðholti 1. Magnús Óskar Guðnason, Fagrahvammi. Margrét Gunnarsdóttir, Reykjavegi 65. Sigrún Edda Sigurjónsdóttir, Akurgerði 28. Svavar Melberg Pálsson, Hraðastöðum 5. www.mbl.is FRÉTTIR Aðalfundur Parkinson- samtakanna AÐALFUNDUR Parkinson- samtakanna á íslandi verður haldinn í félagsheimili Ás- kh’kju laugardaginn 25. apríl kl. 14. Venjuleg aðalfundar- störf. Hugfang hf. kynnir tjárita, tæki sem hægt er að tengja við tölvu og hljóðgervil sem talar. Þetta tæki getur hjálp- að fólki sem á við málörðug- leika að etja. Dr. Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir verður gestur fundar- ins. Rannsóknir hennar á Parkinsonveiki á Islandi hafa verið i gangi sl. tvö ár og vak- ið athygli erlendis. Hún kynn- ir bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sínum á fundin- um. Sjúklingar sem ekki hafa tekið þátt í rannsókninni en hafa hug á því gefi sig fram á endurhæfingadeild Landspít- alans. Dr. Sigurlaug kemur heim til þeirra sem ekki kom- ast vegna veikinda sinna. Fræðslui’it sem kom út fyr- ir 11. apríl, dag Evrópusam- taka Parkinsonsjúklinga, verður selt á fundinum og kostar 1.250 kr. Á undan kaffiveitingum verður einsöngur og píanó- leikur. Allir félagsmenn og gestir eru velkomnir. Morgunblaðið/Kristinn Salatbar Eika ÞAÐ hefur verið nóg að gera á Salatbar Eika í Pósthússtræti sem var opnaður nú í vikunni. Hér undirbúa starfsstúlkur þessa nýja veitingastaðar allt fyrir að- alörtröðina, sem hefst um hádeg- isbil, dag hvern, að sögn Eiríks Friðrikssonar veitingamanns. Opið hús í leikskól- um í Selja- hverfi BÖRN og starfsfólk leikskól- anna í Seljahverfi verða með opið hús laugardaginn 25. apríl nk. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heim- sókn. Leikskólamir fimm í Selja- hverfi hafa formlegt samstarf um ýmsa árvissa viðburði s.s. öskudag, opið hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóðhátíðar. Leikskólarnir verða opnir sem hér segir: Leikskólinn Seljakot v/Rangársel er opinn kl. 10.30-12.30, Seljaborg v/Tungusel kl. 10.30-12.30, Jöklaborg v/Jöklasel kl. 11-14, Hálsaberg v/Hálsasel kl. 11.30-14.30, Hálsakot v/Hálsa- sel kl. 11.30-14.30. Erindi um veiru- og bakteríudrep- andi lyfjahlaup HALLDÓR Þormar prófessor flyt- ur fyrirlestur á vegum Líffræði- stofnunar Háskólans um þróun á veiru- og bakteríudrepandi lyfja- hlaupum föstudaginn 24. apríl. Fyr- irlesturinn verður haldinn í stofú G- 6, Grensásvegi 12. kl. 12.20. Miklai’ ft-amfarir hafa orðið í þró- un veirulyfja á undanfórnum árum og þá ekki síst í þróun lyfja gegn HIV veirunni. Lyf gegn HIV hafa þó enn ýmsa annmarka og eru ekki læknandi, þótt þau lækki veirumagn- ið í líkamanum og hefti framgang sjúkdómseinkenna. Þau eru auk þess mjög dýr og nýtast ekki í fátækum löndum þar sem tugmilljónir ein- staklinga eru sýktar. Mikil áhersla er því lögð á aðgerðir til þess að koma í veg fyrir smit og hefta þannig útbreiðslu sjúkdómsins. Á Rannsóknastofu í frumulíffræði og veirufræði við Líffræðistofnun Háskólans, og á rannsóknastofu Þórdísar Kristmundsdóttur, pró- fessors í lyfjafræði lyfsala við Há- skóla Islands, hefur undanfarin ár verið unnið að rannsóknum og þró- un á veiru- og bakteríudrepandi lyfjahlaupum er innihalda einglyser- íð af kaprínsýru (tíu kolefna fitu- sýra) sem virkt efni, og sem drepa herpesveirur, HIV og klamydía- bakteríur í miklu magni á stuttum tíma. Fyiárlesturinn fjallar um gerð og virkni þessara lyfjahlaupa. Morgunblaðið/Þorkell RAGNHILDUR Sigurðardóttir, sem hlaut styrk til doktorsverkefnis, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Rannveig Rist, for- stjóri Islenska álfélagsins, og Gísli Már Gislason prófessor, sem tók við styrknum fyrir hönd Þóru Ellenar Þórhallsdóttur prófessors. ISAL styrkir umhverf- ismál og rannsóknir ÍSLENSKA álfélagið hefur veitt tvo styrki til rannsóknaverkefna á sviði umhverfismála og rann- sókna á náttúru landsins. Styrkirnir voru veittir þeim Ragnhildi Sigurðardóttur, nátt- úrufræðingi, Torfufelli II í Eyja- íjarðarsveit, og Þóru Ellen Þór- hallsdóttur, prófessor við Há- skóla fslands. Ragnhildur fékk einnar millj- ónar króna styrk til doktorsverk- efnis við Yale háskóla en verk- efni hennar ber yfirskriftina „Áhrif gróðurs á hraða og heild- aruppsöfnun kolefnis í íslenskum vistkerfum". Þóra Ellen fékk 200 þúsund króna styrk til verkefnisins „Rannsóknir á æxlunarlíffræði og nýliðun íslensku hálendisflór- unnar.“ Málþing um vinnuna SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Islands gengst fyrir málþingi um vinnuna laugardaginn 25. apríl kl. 13 í Odda, stofu 101. Heiti málþingsins er: Er vinnan að drepa okkur? Á málþinginu er ætlunin að skoða þann hlut sem vinnan á í lífi okkar. „I stað þess að einblína á vinnuna undir efnahags- legu sjónarhorni, eins og oftast er gert, verður leitast við að greina þá sálrænu, tilvistarlegu og trúarlegu þætti sem ætla má að eigi stærstan þátt í því að móta viðhorf okkar til vinnu. Þessir þættir gætu varpað ljósi á það hvers vegna vinna skipar svo stóran sess í lífi flestra Islend- inga,“ segir í frétt frá Siðfræðistofn- un. Frummælendur verða fjórir; Geir Sigurðsson, heimspekingur, sem nefnir erindi sitt Meinlæti og vinnu- dýi’kun: Tilbrigði við stef eftir Weber; Vésteinn Lúðvíksson, rit- höfundur nefnir erindi sitt Vinnu- fíkn; Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son heldur erindi er nefnist Ofur- vinna í ljósi kristinnar trúar og Jón Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjavíkurborg, flytur erindi sem nefnist Vinnan í lífinu og lífið í vinn- unni. Að framsöguerindum loknum verða umræður. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.