Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 59
: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 59 AÐSENDAR GREINAR ■ Virðing Alþingis Dæmið strax, svo þér verðið síður dæmdir sjálfir ÞAÐ skiptir sjálfsagt ekki miklu máli álit | mitt á Alþingi og störf- | um þess. Þó stendur gömlum þingmanni í | tvo áratugi ekki á sama um viðgang þess og fulltrúa þjóðarinnar þar. Til þessa hefur mér verið hugsað að undan- fórnu þegar ég hefí séð bregða fyrir dómum nokkurra þingmanna á um mig og málefni mig varðandi. Þetta eru ° þingmennirnir Pétur ( H. Blöndal, Sturla Böðvarsson, Hjálmar Arnason, Gunnlaugur Sigmundsson og Einar Guðfinnsson. Allir þessir menn þykjast eiga mér grátt að gjalda nema Sturla Böðvarsson sem talar í barnaskap sínum. Auðvitað hrökkva menn í keng af 4 hræðslu þegar sjálfur Pétur H. Blöndal þingmaður gengur fram fyr- I ir skjöldu á sannleiksleitandi síðum | DV eða Dags og vitnar um siðleysi í fjármálum. Ef ég man rétt er þetta sami maðurinn og harðast barðist á liðnu ári gegn fjármagnstekjuskatti og var raunar valinn í sérstaka nefnd til að fjalla um málið. En hin sterka siðferðiskennd þingmannsins í fjármálum skipaði honum að skipta strax um skoðun þegar honum var I boðið að fella nær alveg niður skatta 3 af arði hans af öllum hlutabréfunum f sem hann sefur á. á í morgunútvarpi fyrir tveim til ’ þremur vikum voru leiddir firam tveir gæðingar úr þingsölum og kynntir sérstaklega sem stjórn- arþingmenn, sem hefur sjálfsagt verið til að auka mikilvægi þeirra í augum manna. Þetta voru þeh- Hjálmar Arnason framsóknar- þingmaður af Suður- nesjum og Sturla Böðvarsson sjálfstæðis- maður úr Stykkishólmi. Enda voru þeir ekki hjátækir sér í andsvör- um og úrskurðum. Töldu báðir fráleitt að fyrirtæki í eigu ríkisins stunduðu að bjóða við- skiptamönnum til lax- veiða. Slíkt ætti ekki að eiga sér stað og löngu úr sér genginn ósiður. Stjórnendum ríkisfyrirtækja bæri að fara með almannafé af stakri kostgæfni og ýtrustu sparsemi, og voru í orði hinir skörulegustu. Eg bið fyi'ir góðar kveðjur til vin- ar míns Sturlu Böðvarssonar með kæru þakklæti fyrir síðast. Ég hef ekki hitt hann síðan við vorum báðir saman boðsgestir í Þverá í Borgar- firði í ágústbyrjun í fyrra og þurft- um hvorugir að borga veiðileyfi né veitingar. Raunar var hann gestgjafi minn þar sem hann á sæti í stjórn fyrirtækis sem bauð, tilnefndur í stjórnina af Finni Ingólfssyni, enda ríkið lengst af meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. Hafi sú stefna verið mótuð að þingmenn og ráðherrar hætti að þiggja boð til laxveiða hvort heldur sem í hlut á ríkisfyrirtæki eða einka- Hafí þingmenn og ráð- herrar hætt að þiggja boð til laxveiða, segir Sverrir Hermannsson, hefur sú stefna ekki komið til framkvæmda nema hjá Finni á sumri komanda. fyrirtæki, þá er það ný stefna sem ekki hefur frétzt af fyrr, enda ekki komið til framkvæmda nema hjá Finni á sumri komanda. Hjálmar Arnason er vaskur maður til vopna sinna. Hann bauðst til þess á síðasta ári að hjálpa Landsbankan- um við að koma eignum bankans á Suðumesjum í lóg, skipum og veiði- heimildum. Að vísu krafðist hann þess að þessar eignh- yrðu seldar í kjördæmið hans með 240 milljón króna afslætti, en fékk því ekki ráðið. Fyrir þá upphæð mætti sjálfsagt leigja allar laxveiðiár Islands í eitt eða tvö ár, en hins vegar ekki vitað hvað hægt væri að kaupa mörg at- kvæði fyrir upphæðina. Gunnlaugur Sigmundsson fór mikinn í kröfum sínum um afsögn bankastjóra Landsbankans. Gunn- laugur þessi var eitt sinn fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands. Einn góðan veðurdag ákvað stjórn þess félags að selja nokkurt magn hlutabréfa. En í heimild til framkvæmdastjórans var engin Sverrir Hermannsson heimild til þess að Gunnlaugur seldi sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Þetta gerði hann þó og er talinn hafa hagnazt af aðferðinni um álíka upp- hæð og Landsbankinn varði í lax- veiði sl. fimm ár. Allt löglegt en spurninguna um siðferði tók stjórn Þróunarfélagsins svo hastarlega upp að það gaf Gunnlaugi kost á að segja upp starfi sínu hvað hann gerði, því annarra kosta átti hann ekki völ. Af sjálfsdáðum fann hann að sjálfsögðu enga hvöt til þess, enda glögg- skyggnari á annarra syndir. Og hver skyldi nú hafa átt þessa fjármuni sem þingmaðurinn sölsaði undir sig með þessum hætti? Einar Guðfinnsson skrifar upp á kaup í DV enda vettvangur sem hæfir honum. Hann telur sig, sem vonlegt er, miklu hæfari til að stjórna þjóðarskútunni en skipum frá Bolungarvík, sem er að vísu enn- þá ósannað mál, sem m.a. má sjá af því að hann er ekki enn þá farinn að standa við kosningaloforð sitt frá ‘95 um að hann myndi aldrei styðja rík- isstjórn sem stæði að fiskveiðistjórn- un eins og sú stjórn gerir er nú situr við völd. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafði hið mesta ónæði af manni þess- um á árunum. Einar nuddaði í hon- um í hálft ár um að Landsbankinn gæfí sér eftir háa fjárhæð sem hvíldi á höllinni hans vestra. Auðvitað tók Kjartan þetta hlutverk ekki að sér en ég tjáði honum einnig að slíkt kæmi auðvitað ekki til greina. Síðan hefur Einar þingmaður Vestfjarða ekki heilsað undirrituðum og leitað leiða til að koma á hann höggi, sbr. greinar hans varðandi sölu hluta- bréfa Landsbankans í Samskipum. Strangheiðarlegri manni en Kjartani Gunnarssyni í öllum við- skiptum hef ég ekki áður kynnzt, né jafngrandvörum í hvívetna. Hann gætti þess stöðugt að halda aðskild- um störfum sínum hjá stjórnmála- flokki og störfum í þágu bankans. Svo mjög að mér þótti á stundum nóg um. En kostgæfni hans og sam- vizkusemi í störfum fyrir Lands- banka Islands má alls staðar finna stað óvefengjanlega. Ég nefni t.d. lausn lífeyrismála fyrirtækisins við formbreytinguna en þar vann hann afreksverk fyrir starfsfólkið og fjár- hag bankans. Mér er sérstaklega minnisstæð frammistaða Kjartans í viðureign- inni við Eimskipsmenn, Hörð og Indriða. Þeir sóttu það pólitískt með miklu offorsi að ég hætti rekstri Samskipa og gerði fyrirtækið gjald- þrota. Kjartan stóð við hlið mér eins og klettur og bifaðist ekki þótt fast væri á sótt. Næsta ræða sem ég heyrði Hörð forstjóra flytja fjallaði um mikilvægi samkeppni í siglingum. Þá flaug mér í hug að sagt var að Robespierre hinn franski hefði endað allar ræður sínar á að tala um dyggðina. Að ekki var gefið eftir í þessu máli hefur munað Landsbankann hund- ruðum milljóna króna. Það er svo annað mál að þeir Eim- skipsmenn snarhættu að bjóða mér í laxveiðar í Þverá, einhverjar dýrð- legustu veiðiferðir sem um getur. Slíkur var mannfagnaðurinn í mat og drykk að yfirtak var. Og sérstak- ur þjónn sem elti mann um árbakk- ana með heitt kaffi og kruðerí. Þarna var ekki aldeilis verið að eyða fjármunum skattborgaranna heldur bara okkar hluthafanna. Sl. sunnudag ætlaði kona mín að lyfta huganum í hæðir þar sem hún dvelur á sjúkrahúsi og hlusta á út- varpsmessu. Kemur hún niður þar sem séra nokkur í Njarðvíkurkirkju er að tala af stólnum og segja iðrun- arlausri eiginmannsskepnu hennar til syndanna í Jesú nafni. Einhvern tíma í tómi ætla ég að leggja leið mína í kirkju guðsmanns- ins og heyra og sjá með eigin augum hvernig hann les Biblíuna sína. Höfundur er fv. bankastjórí. Í i Í i í i o k k u r a p r í 1 Gæddu þér á ljúffengu lambakjöti um páskana. Á veitingahúsum okkar verður ferskt og ófrosið lambakjöt í sérstöku öndvegi dagana 7.-26. apríl. Njóttu þess að borða betra lambakjöt í hlýlegu umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 91. tölublað (23.04.1998)
https://timarit.is/issue/130492

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

91. tölublað (23.04.1998)

Aðgerðir: