Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 39 LISTIR Nýir möguleikar RITSTJÓRAR orðstöðulykils: Ömólfur Thorsson, Bergljót S. Kristjáns- dóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson (aðalritstjóri). „Hver hefur ekki verið krossfestur?“ BÆKUR IVIargmiðlunardiskur ÍSLENDINGA SÖGUR Orðstöðulykill og texti. Ritstjórar Texta: Bragi Halldórsson, Jón Torfa- son, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Ritstjórar orðstöðulykils: Bergljót S. Kristjánsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson (aðalritstjóri), Guðrún Ingólfsdóttir og Örnólfur Thorsson. Tölvuvinnsla og frágangur geisla- disks: Urlausn-Aðgengi hf. Umsjón með tölvuvinnslu oig forritun: Axel V. Gunnlaugsson. Utgefandi: Mál og menning 1998. ÞAÐ ER mikill fengur að þessari margmiðlunai-útgáfu á íslendinga sögunum, ekki síst fyrir þá sem stunda rannsóknir á þeim. Diskurinn inniheldur texta allra sagnanna og orðstöðulykil. Textinn er hér birtur eins og hann er prentaður í þriggja binda útgáfunni sem kom út hjá Svörtu og hvítu 1987 með fáeinum leiðréttingum. Orðstöðulykillinn er hins vegar afrakstur nokkurra ára vinnu hóps fræðimanna við að tölvu- taka texta sagnanna, en ritstjórar hans eru Bergljót S. Kristjánsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson (aðalritstjóri), Guðrún Ingólfsdóttir og Örnólfur Thorsson. Auk orðstöðulykilsins er á diskinum merkingarflokkuð skrá nafnorða í sögunum í umsjón Guð- rúnar Ingólfsdóttur og skrá yfír sér- orð, það er orð sem koma einungis fyrir í einni sögu, og samstæður, það er orð sem koma fyrir í tveimur sög- um, í umsjón Ömólfs Thorssonar. Þessi síðamefnda ski'á er hins vegar ekki fullunnin og er því aðeins til bráðabirgða. Vissulega er hægt að lesa sögurn- ar í þessari útgáfu en búast má við að flestir kjósi heldur að grípa í bók til þess að gera það, að minnsta kosti enn sem komið er. Textinn er líka birtur með heldur smáu letri til þess að vera þægilegur til iestrar í langan tíma. En notagildi þessarar útgáfu felst miklu frekar í þeim nýju möguleikum sem hún gefur þeim sem stunda rannsóknir á ís- lendinga sögunum. Þannig er hægt að leita uppi hvert orð í sögunum og sjá í hvaða umhverfí þau koma fyr- ir, öll dæmi um orðið í öllum sögun- um birtast á skjánum. I orðstöðu- lyklinum er orðmyndum raðað í stafrófsröð og greinarmunur innan hverrar orðmyndar ræðst af um- hverfí, það er stafrófsröð þess sem á eftir kemur. Þetta auðveldar not- endum, eins og til dæmis þeim sem vinna að stílfræðirannsóknum á sögunum, að fá yfírsýn yfír föst orðasambönd, formúlur og þess háttar. Tiltekin orð er síðan hægt að skoða á þeim síðum sem þau koma fyrir á og sjá þau þannig í samhengi sögunnar. Einnig er hægt að slá inn setningar eða orðasam- bönd, ef svo ber undir. Til glöggvunar á notkunarmögu- leikum disksins má taka lítið dæmi. I Egils sögu er sagt frá því þegar Egill Skallagrímsson drepur Atla hinn skamma með því að bíta hann á barkann. Frásögn þessi virðist svo vera endurtekin í Hávarðar sögu Is- firðings, með nokkuð breyttum áherslum þó. Þar er það ekki nein hetja á borð við Egil sem vinnur verkið heldur ragmennið og ræf- ilstuskan hann Atli í Otradal. Frá- sögnin í Egils sögu lýsir hreysti og atgervi hetjunnar en frásögnin í Hávarðar sögu er hreinn útúrsnún- ingur á hetjuímyndinni, virðist með öðrum orðum vera hrein paródía á frásögn Eglu (orðalag er að nokkru hið sama, aðstæður eru svipaðar, nafnið Atli kemur fyrir í báðum frá- sögnunum o.s.frv.). En nú er spurt: Skyldi einhver svipuð frásögn koma fyrir í öðrum sögum? Eftir að hafa slegið inn orðunum „bíta á bark- ann“ og láta forritið leita í sögunum koma átta færslur upp á skjáinn og í sex þeirra er sagt mjög svipað (hvað varðar orðalag og aðstæður) frá drápi þar sem maður bítur ann- an á barkann. Auk fyrmefndra dæma eru tvö úr Finnboga sögu ramma, eitt úr Jökuls þætti Búa- sonar og eitt úr Harðar sögu og Hólmverja. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt með Hávarðar sögu að vera ungar, yngri en Egla. Vissulega vekur þetta upp nokkrar spurningar um skyldleika og áhrif, um paródíska tilburði höfunda yngri Islendinga sagna sem mætti segja að benti til skáldsöguvitundar þeirra, um stíl og stílþróun og fleira. I þessu eina dæmi er því ým- islegt sem mætti skoða betur. Við fyrstu sýn koma ekki fram neinir stórvægilegir annmarkar á diskinum þótt kvarta megi yfir smá- vægilegum göllum eins og þeim að uppflettiorð í dæminu hér að fram- an eru ekki feitietruð þegar maður skoðar þau á síðu, sem væri auðvit- að tímaspamaður. Hér er heldur ekki hægt að gera neina heildarút- tekt á diskinum og notkunannögu- leikum hans, en hann er góður í við- kynningu, ef svo má segja, einfaldur í notkun. Þótt menn hræðist slíka útgáfu eilítið, bókarinnar vegna, er full ástæða til þess að fagna því að hún er komin á markað fyrir al- menning, einkum og sér í lagi fræð- anna vegna. Þröstur Helgason KJUREGE J Alexandra Argunova heldur myndlistarsýningu í Grafar- vogskirkju á 19 verkum sem unnin era í efni (application) og mosaík. Sýningin er haldin á jarðhæð Graf- arvogskirkju og verður opin fram í júní. Kjuregej Alexandra er fædd í Jakútíu í norð-austur Síberíu. Hún lauk söng- og leiklistarnámi í Moskvu 1966 og kom það sama ár til íslands. Kjuregej hefur starfað með mörgum leikhópum erlendis og hérlendis. Hún hefur fengist við ýmis myndlistarform, en hin síðari ár einkum unnið með tækni sem nefnist „application“ eða mynd- sköpun í efni og er hún brautryðj- andi á því sviði hérlendis. Hún hefur þróaað með sér per- sónulegan stíl í þessari grein þar sem fléttast saman áhrif ættjarðar- innar í austri og heimkynnanna norður í Atlantshafi. Kjuregej hefur haldið fjölda sýn- inga frá árinu 1984. Vatnaskógur Sumarbúðir KFUM Skráning er hafin á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla). Opið kl. 8-16. Einnig er skráð í síma 588 8899 og 588 1999. Skráum í dag frá kl. 10-16! Flokkaskrá sumarsins er á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Munið kaffisölu Skógarmanna í Aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í dag kl. 14-18. Skagfirska söngsveitin með vortón- leika í Lang- holtskirkju HINIR árlegu vortónleikar Skag- firsku söngsveitarinnar í Reykjavík verða haldnir í Langholtskirkju fímmtudaginn 23. apríi, sumardag- inn fyrsta og laugardaginn 25. apríl og hefjast báðir tónleikarnir kl. 17. Á efnisskránni verða ýmis inn- lend og erlend kórlög, einsöngs- og tvísöngslög, m.a. flytur kórinn Hall- elúja-kórinn úr Messíasi eftir F.G. Handel og lokakórinn úr Matteusarpassíunni eftir J.S. Bach. Einsöngvarar eru þau Guðmundur Sigurðsson tenór og Kristín Sigurð- ardóttir sópran. Kórstarf Skagfírsku söngsveitar- innar hefur verið öflugt í vetur. í kómum eru um það bil 80 félagar. Starfsárinu lýkur með utanlands- ferð og er ferðinni heitið til Prag, Búdapest, Salzburg og Vínarborgar þar sem haldnir verða tónleikar. Stjómandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Sigurður Marteinsson. www.mbl.is Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 014 • Akranes: Bitver, i: 431 1935 * ísafjörður: Bílasata Jóels, s: 156 1712 Keflavík: B.G. Bil.ikri'nglan, s: 421 12’»o * igilsstðöir: Oíta og Búvélasatan. 471 2011 H O N D A 12 8 h e s t ö f t Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Innifalið í verði bílsins v 2.01 4 strokka 16 ventla láttmálmsvél v' Loftpúðar fyrir ökumann og farþega V Rafdrifnar rúður og speglar v ABS bremsukerfi v' Veghæð: 20,5 cm s Fjórhjóladrif v' Samlæsingar V Ryðvörn og skráning s Útvarp og kassettutæki V Hjólhaf: 2.62 m v Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- Síml: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.