Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR ÞÓR
GUÐMUNDSSON
+ Eiríkur Þór
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
3. júní 1964. Hann
lést í Forsæti í Vest-
ur-Landeyjum 9.
apríl siðastliðinn og
fór útfór hans fram
frá Seljakirkju 20.
apríl.
Það var á skírdag
sem skyndilega
þyrmdi yfir og fregnin
barst um að Eiríkur
Þór bróðursonur minn
væri látinn. Nú hefur höggið riðið
á í okkar fjölskyldu. Eins og hendi
sé veifað er lífi hans í þessari jarð-
vist lokið. Okkur finnst hastarlega
að vegið og erum illa minnt á hve
lífsins þráður er brothættur. Hug-
arangrið og sársaukinn eru óbæri-
leg. Með ógnarlegu afli steðjar
maðurinn með ljáinn fram og við
fáum ekki rönd við reist. Atburður
hefur gerst sem er óskiljanlegur
og erfitt er að sætta sig við. Van-
máttur og reiði takast á og okkur
finnst lífið óréttlátt. Margar
spumingar vakna í hugum okkar
en fátt er um svör. Lát Eiríks er
ótímabært og við skiljum ekki dul-
in rök tilverunnar. Lífsgangan er
oft grýtt og margt er hulið sem við
mætum á þeirri göngu. Best er að
vita sem minnst um hvað framund-
an er, takast á við þann vanda sem
að steðjar hverju sinni. Stundum
tekst það ekki, verður óyfirstígan-
legt.
Ar og dagar líða og hverfa 1 tím-
ans straum, en bjartar minning-
amar lifa og leiftra óskipulega um
hugann. Hver og ein þeirra er lítill
ljósneisti í myrkrinu og munu
brátt sameinast í einn geisla og í
skærri birtu hans ljómar fólskva-
laus mynd Eiríks Þórs.
Upp í hugann koma löngu liðnar
myndir af góðum dreng. Það var
sumar í lofti þegar Eiki fæddist.
Hann var einn af þessum krökkum
sem allir hrífast af og öllum þótti
afar vænt um. Fyrstu þrjú árin bjó
hann með foreldrum og eldri bróð-
ur í húsi ömmu og afa í Langa-
gerði. Samgangurinn var mikill við
þá frændur þessi ár því ég var þá
unglingur og bjó á sömu hæðinni
og litla fjölskyldan. Vorið 1967
fluttust þau að Torfastöðum í
Biskupstungum og hófu þar bú-
skap. Þar með var lagður grund-
völlurinn að ævistarfi Eiríks því
hann fékk strax mikinn áhuga á
hestum, og voru hestar líf hans og
yndi æ síðan. Hestamennskan
varð hans lifibrauð. Hann var svo
lánsamur að geta sameinað áhuga-
mál sitt og lífsstarf.
Eg sé fyrir mér lítinn hnokka
sitjandi á hestbaki,
stuttir fótleggimir ná
rétt niður fyrir hnakk-
setuna, áhuginn er
mikill, hann situr eins
og klettur. Dugnaður
og kraftur einkenndu
Eika strax sem bam,
en hann var dulur í
skapi og flíkaði ekki
tilfinningum sínum.
Hann lagði alla sína
orku í hestamennsk-
una, hann keppti oft á
hestum og fór iðulega
heim með verðlaun, og
eru þau orðin mörg á liðnum áram.
Hann þótti frábær við hestatamn-
ingar og hefur haft afskipti af
mörgum bestu hestum landsins.
Er Eiríkur lést hafði hann búið í
Forsæti í Rangárvallasýslu í tæpt
ár ásamt Dísu sambýliskonu sinni
og dóttur þeirra Huldu Katrínu.
Vora þau með stórt hrossabú sem
var í uppbyggingu og rekið af
miklum myndarbrag.
Lítil yndisleg stúlka hefur misst
fóður sinn tæplega tveggja ára
gömul. Hvernig á að útskýra fyrir
litlu barni að pabbi er farinn og
kemur ekki aftur?
Tilvitnun úr Spámanninum:
„Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með táram, hugsið ekki um dauð-
ann með harmi eða ótta. Eg er svo
nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf.
ókunnur.)
Með þessum orðum vil ég kveðja
elskulegan frænda minn. Elsku
Dísa, Hulda Katrín, foreldrar,
bræður og allir sem eiga nú um
sárt að binda vegna fráfalls hans,
missir ykkar er mikill, engin orð
geta linað sársaukann í hjörtum
ykkar og sárin gróa aldrei en von-
andi hlotnast okkur styrkur til að
læra að lifa með sársaukanum.
Kristín Gísladóttir og fjölskylda.
Elsku Eiki frændi. Ég trúi því
ekki enn að þú sért dáinn og farinn
frá okkur fyrir fullt og allt. Lífið
verður óskiljanlegt á svona
stundu. Hjartað fyllist af þungri
sorg og söknuði.
Oteljandi minningar streyma
fram í hugann. Ég veit ekki hvar
skal byrja né hvar skal enda. Ég
minnist uppvaxtarára okkar á
Torfastöðum þar sem ég var alin
upp að hluta með þér og bræðrum
þínum. Þið bræðumir vorað alltaf
svo samrýndir og tókuð mig í hóp-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
Erfidrykkjurw
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u Sími 562 0200 ..
ílIIIITTTTTin
LEGSTEINAR f Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágryti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 587 1960, fax 587 1986 1
inn með ykkur. Þið vorað eins og
bræður mínir. Ég var eina stelpan
og auðvitað stundum strítt, en allt
í góðu gamni. Það var svo mikið
sprellað og brallað á þessum árum,
og þessi tími verður mér ógleym-
anlegur.
Þeir voru ófáir útreiðartúrarnir
sem vora famir, ég og Siggi bróðir
þinn að reyna að stæla eftir þér
reiðmennskuna, sem tókst nú mis-
vel upp. Þú varst fyrirmyndin okk-
ar. Oft vorum við búin að bögglast
á einhverjum hestinum og ekkert
gekk, þá settist þú á bak og birtist
þá þessi líka ágætis hestur eftir
allt saman. Enda hafðir þú gott lag
á öllu sem að hestum sneri. Mér er
minnisstæður reiðtúr þar sem við
vorum með afa, pabba þínum og
fleiram. Ég rúllaði af, festist í öðra
ístaðinu og Stjami gamli rauk af
stað heimleiðis með mig í eftir-
dragi. Þá kom sér vel að eiga hest-
færan, hugrakkan frænda og mér
þótti það mikið afrek að þér skyldi
takast að stoppa Stjarna, þú varst
svo sannarlega hetja dagsins.
Ég man þegar þú varst að reyna
að kenna mér reglurnar í körfu-
bolta, það gekk hálfbrösuglega
þrátt fyrir óþrjótandi þolinmæði
þína og ljúfmennsku. í heyskapn-
um á sumrin voruð við öll á fullri
ferð að hjálpa til, þið bræður keyr-
andi traktorana fram og til baka.
Ég var hálfspæld yfir að fá ekki að
keyra eins og þið, en fékk að sitja í
hjá þér eða Gísla. Mér fannst það
alltaf svo notalegt.
Þótt samverustundunum hafi
fækkað með áranum eins og gerist
og gengur, hittumst við alltaf öðra
hvora, oft í sumarbústaðnum hjá
mömmu þinni. Þá vorað þið þar
bræðurnir með fjölskyldurnar.
Bömin drógust alltaf að þér, enda
þú mikil barnagæla. Það var alltaf
svo gaman á þessum stundum,
mikið spjallað, hlegið og sungið há-
stöfum. Það er erfitt til þess að
hugsa að dóttir þín litla, hún
Hulda Katrín, skuli ekki hafa þig
sér við hlið í framtíðinni. Hún sem
var stoltið þitt stóra. En við sem
eftir eram munum deila með henni
minningum okkar um þig.
Elsku Eiki minn. Það er af svo
mörgu að taka, en með þessum fá-
tæklegu orðum kveð ég þig með
söknuði og þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Ég veit að við munum
hittast aftur seinna, á þeim stað
þar sem þú ert nú með elskulegum
afa okkar. Ég mun ávallt geyma
minninguna um þig í hjarta mínu
og hugsa til þín. Blessuð sé minn-
ing þín, minn kæri frændi.
Elsku Dísa, litla Hulda Katrín,
Kata, Mummi, Rúnar, Siggi, Gísli
og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja
ykkur öll á þessari miklu sorgar-
stund og um alla framtíð. Minning-
in um góðan dreng lifir.
Guðrún Yr.
Andlát fólks ber að með ýmsum
hætti, oftast er aðdragandinn
nokkur, ferli sem hefur eðlilegan
endi, eða jafnvel líkn eftir langvinn
og erfið veikindi. Þegar andlát ber
að í skyndingu standa samferða-
menn eftir ráðvilltir og tómið skil-
ur eftir spurningar sem aldrei fást
svör við, nístandi sársauki umlyk-
ur vitundina og trúin á lífið og
lífstilganginn fær nýjar og áður
óþekktar meiningar.
Fréttin af fráfalli Eiríks Guð-
mundssonar kom öllum í opna
skjöldu. Félaginn sem var stór
partur af lífi svo margra er skyndi-
lega horfinn og eftir stendur tóm
sem aðeins verður fyllt með löng-
um tíma og mörgum góðum minn-
ingum um mætan dreng.
Þó svo að Eiríkur sé nú fallinn
frá á þeim aldri sem flestir era á
þegar þeir era að hefja starfsferil
sinn á hann að baki ótrúlegan feril
sem einn fremsti tamningamaður
landsins í hartnær tvo áratugi.
Innan við tíu ára gamall var hann
orðinn vel þekktur meðal hesta-
manna sem undrabamið á Torfa-
stöðum og á unglingsáram var
hann áberandi á öllum stórmótum
sem sýnandi kynbótahrossa.
Langt innan við tvítugt var hann
orðinn einn eftirsóttasti tamninga-
maður landsins og goðsögn sem
jafnaldrarnir litu upp til og reyndu
að líkja eftir. Það kom því engum á
óvart þegar hann var ráðinn for-
stöðumaður Stóðhestastöðvar rík-
isins í Gunnarsholti aðeins 23 ára
að aldri. I Gunnarsholti ávann Ei-
ríkur sér fljótt virðingu og vin-
sældir í vandasömu starfi, enda
var fagmennska hans og natni í
öllu sem leit að umhirðu, tamningu
og þjálfun hrossa einstök og ekki
spillti íyrir hlýlegt viðmót sem
mætti gestum sem komu til stað-
arins. Eiríkur varð fljótt mjög
áhrifamikill leiðbeinandi í hrossa-
rækt og reiðmennsku. Sóttu
hrossabændur og tamningamenn
sér fyrirmyndir í Gunnarsholt því
þar vora hlutimir ævinlega eins og
best þekktist. Þegar ríkið hætti
rekstri Stóðhestastöðvarinnar
haustið 1995 hóf Eiríkur ásamt
sambýliskonu sinni Hjördísi
Ágústsdóttur rekstur tamninga-
stöðvar að Heiði á Rangárvöllum
og vora þau þar í tvö ár. Á þessum
tíma leituðu Hrossaræktarsamtök
Suðurlands margoft til Eiríks með
tamningar og aðstoð við að koma
af stað starfsemi í Gunnarsholti
eftir að samtökin tóku við rekstri
stöðvarinnar. I því starfi var Ei-
ríkur ávallt bóngóður og fús að
miðla reynslu sinni til að gera veg
staðarins og hrossaræktarinnar
sem mestan. Fyrir ári fluttu Eirík-
ur og Hjördís ásamt dóttur sinni
að Forsæti í V-Landeyjum þar
sem þau hafa keppst við að byggja
upp glæsilegt hrossaræktarbú og
virtist framtíðin brosa við þeim
þegar hin hræðilega ógæfa dundi
yfir.
Hrossaræktendur á Suðurlandi
þakka góðum dreng samfylgdina
og votta Hjödísi, Huldu Katrínu og
öllum aðstandendum sína dýpstu
samúð við óbærilegan missi.
Fh. Hrossaræktarsamtaka Suð-
urlands,
Jón Vilmundarson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Það er erfitt að þurfa að viður-
kenna þá staðreynd að Eiríkur
Guðmundsson hafi kvatt lífið hér á
jörðu, að hann sé ekki lengur á
meðal okkar. Maður í blóma lífsins
sem var fremstur meðal jafningja í
hestamennsku, virtur og dáður.
Minningar hrannast upp frá
æskudögum á Torfastöðum allt
þar til hann tók formlega í notkun
glæsilegt hesthús í vetur ásamt
sambýliskonu sinni, Hjördísi. Þau
buðu vinum og kunningjum til
fagnaðar af þessu tilefni að For-
sæti. Líf þeirra virtist komið á
traustar undirstöður, bjart
framundan á góðri bújörð.
Það vora margar ferðirnar sem
farnar vour að Torfastöðum í
heimsókn til foreldra hans, Katrín-
ar og Guðmundar, og ekki þurfti
að spyrja að móttökunum. Það var
ánægjulegt að fylgjast með upp-
vexti og þroska fjögurra sona. Ei-
ríkur var ekki hár í loftinu þegar
hann fór að sitja hest og fljótt kom
að þvi að hann gerði það öðrum
betur. Ég minnist þess þegar hann
aðeins átta ára gamall lagði gæð-
ing til skeiðs svo aðdáun vakti í
barnakeppni á velli þeirra Logafé-
laga við Hrísholt. Eiríkur aflaði
sér reynslu og þekkingar á sviði
hestamennskunnar, var meðal
annars um tíma við tamningar hjá
þeim kunna hestamanni Sigurbirni
Bárðarsyni í Reykjavík.
Ungur var Eiríkur valinn til að
veita Stóðhestastöð ríkisins í
Gunnarsholti forstöðu sem er mik-
ið ábyrgðarstarf. Þeirri stöðu
gegndi hann í 9 ár af mikilli sam-
viskusemi og dugnaði. Ég veit að
allir sem samskipti höfðu við hann
á þessum tíma bera honum þá
sögu. í höndum hans urðu baldnir
folar að góðum gæðingum. Sýning-
ar á þeim, sem mörgum era
ógleymanlegar, bára gleggstan
vott um það hve snjall hann var,
hvað honum var lagið að laða fram
þá bestu kosti sem íslenski hestur-
inn hefur uppá að bjóða. Hvar sem
hann fór með hesta var eftir hon-
um tekið.
Eiríkur var dulur maður að eðl-
isfari og hlédrægur, bar tilfinning-
ar sínar ekki á torg. „Hugur einn
það veit er býr hjarta nær“ segir í
Hávamálum. En hann var einnig
glettinn og hlýr vinum sínum.
Trausta og hlýja handtakið verður
alltaf minnisstætt. Við höfum
misst einn okkar fremsta hesta-
mann í blóma lífsins. Það er skarð
fyrir skildi þegar svo góður dreng-
ur og snjall fellur frá.
Farðu vel vinur og hafðu þökk
fyrir það sem þú varst mér allt frá
þinni barnæsku. Friður guðs varð-
veiti þig. Eftirlifandi sambýliskonu
og ungri dóttur votta ég djúpa
samúð sem og öllum öðram honum
nákomnum.
Sigurður Sigmundsson.
Við fráfall Eiríks vinar míns er
margs að minnast frá liðnum ár-
um. Minnisstæðast hefur þó verið
að fylgjast með Ein'ki þegar hann
sat hest. Það er þvílík unun að sjá
þegar maður og hestur urðu eitt.
Þvílík snilli sem Eú-íkur sýndi í
samskiptum við hesta, allt lék í
höndunum á honum og rósemi og
innsýn fylgdu Eiríki hvar sem
hann var.
Lengst stýrði hann Stóðhesta-
stöð Búnaðarfélags Islands í
Gunnarsholti. Þar tókst hann á við
mjög krefjandi verkefni. Með
krafti sínum, kunnáttu og eljusemi
hófu Eiríkur og samstarfsfólk
hans Stóðhestastöðina til meiri
vegs og virðingar en nokkra sinni.
EÚTkur var hafsjór af fróðleik
um hesta og allt sem þeim viðkom,
og mjög fús að miðla af þekkingu
sinni.
Það var alltaf ánægjulegt að
heimsækja Dísu og Eirík bæði í
Gunnarsholt og að Heiði, og fylgj-
ast með þeim bæði í hestamennsk-
unni og við hundaræktunina og
eftir miklar annir við húsbyggingu
hlökkuðum við Ásta til að heim-
sækja þau á nýja heimilinu þeirra
að Forsæti í Landeyjum, þangað
sem þau voru flutt ásamt litlu
Huldu Katrínu, eftirlæti allra. Það
var eins og allt væri fullkomnað,
og þess vegna er harmurinn meiri
og sorgin sárari, þegar fór sem
fór.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við Ásta til Dísu og Huldu
Katrínar, til foreldra Eiríks og
fjölskyldunnar allrar og við biðjum
Guð að gefa ykkur styrk til að
takast á við ykkar miklu sorg.
Svafar Magnússon.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.