Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Umræður um Goethe-stofnunina í Reykjavík á þýzka þinginu Stuðningi stjórnvalda við nýj a stofnun heitið TALSMAÐUR þýzku ríldsstjómarinnar skýrði frá því í þinginu í Bonn í gær, að í Reykjavík yrði komið á fót stofnun sem tæki við hlutverki Goethe-stofnunarinnar, sem lokað var um síðustu mánaðamót. I svari stjómarinnar við íyrirspum Annette FaBe, þingmanns Jafnaðarmannaflokksins (SPD), sem Helmut Scháfer, þingmaður Frjáls- lynda demókrataflokksins (FDP) og ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, las upp, kom fram að mikill áhugi væri fyrir því hjá þýzkum stjóm- völdum að viðhalda góðum menningartengslum við Island, og að þau myndu styðja hina nýju stofnun fjárhagslega. Engar tölur nefndar „Hann sagði hins vegar ekkert um það hvenær ný stofnun tæki til starfa, hann nefndi engar töl- ur og lét heldur einskis getið um hvað nánar til- tekið stæði til,“ sagði Annette Fafie í samtali við Morgunblaðið. „Hann gaf heldur ekkert svar við spurningu. annars þingmanns um viðbrögð við þingsályktunartillögu Alþingis [þar sem lokun Goethe-stofnunarinnar er hörmuð].“ Faíie sagði talsmann stjómarinnar hafa heitið því að gefa skriflegt svar við spurningum hennar um væntanleg fjárframlög í þessu sambandi, sem ekki fengust svör við í gær. Heyrzt hefur nefnt að stjórnin sé reiðubúin að leggja 75.000 mörk, um þrjár milljónir króna, til þeirrar starfsemi sem komið yrði á fót í Reykjavík í stað Goethe- stofnunarinnar, og fór FaBe fram á skýr svör við þessu. Rekstur Goethe-stofnunarinnar kostaði um 350.000 mörk árlega. „Jákvætt er að koma á fót nýrri stofnun, sem tekur við hlutverki Goethe-stofnunarinnar; enn er gengið út frá því að Reykjavíkurborg sé reiðu- búin að veita félagi sem stæði að hinni nýju stofn- un stuðning. Einna mikilvægast er að þýzk stjómvöld hafa heitið fjárstuðningi,“ sagði þing- maðurinn. „Stjómin hefur orðið þess vör að í Þýzkalandi er líka mikill áhugi fyrir því að stofn- un sem taki við af Goethe-stofnuninni hefji starf- semi í Reykjavík." Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýzkalandi, var á þingpöllum í Bonn og fylgdist með umræðunni. Sagði Ingimundur í samtali við Morgunblaðið að sér hefði komið á óvart hve margir þingmenn tóku til máls, en auk Annette Fafle beindu fjórir aðrir þingmenn munnlegum viðbótarspurningum til talsmanns stjómarinn- ar. Einnig sagði Ingimundur að allnokkuð væri liðið síðan upphæðin 75.000 mörk heyrðist nefnd í sambandi við þetta mál, en sú staðreynd að talsmaður stjórnarinnar hefði í svörum sínum í gær ekki nefnt neina upphæð gæfi tilefni til að vona að niðurstaðan verði sú að ákveðið verði að verja hærri upphæð en þessari til stuðnings þýzkri menningarstarfsemi á Islandi. Lögregla leitar nagla- dekkja HINN 15. apríl s.l. áttu bif- reiðaeigendur að hafa tekið nagladekkin undan bílum sín- um. Samkvæmt könnun lög- reglu aka fjölmargir enn á nagladekkjum þrátt fyrir sumarveður og enga þörf fyr- ir neglda hjólbarða. Lögreglan í Reykjavík væntir þess að menn noti næstu daga til að taka nagla- dekk undan bílum sínum svo að engin nagladekk sjáist eftir næstu helgi. I næstu viku mun lögreglan í Reykjavík byrja að hafa afskipti af þeim sem þá aka enn á negldum hjólbörðum. „Vert er að hafa í huga að kostnaður við umfelgun þarf ekki að vera mikill og betra að leggja í þann kostnað en að eiga á hættu að fá sektir sem gætu orðið hærri,“ segir í til- kynningu frá lögreglunni. Bjargaði þýsk- um ferðamönnum TVÆR þýskar konur á óbreyttum bílaleigujeppa sátu fastar nálægt bílastæðinu vestan við Dettifoss á sunnudag og var það aðeins fyrir til- viljun að aðrir ferðalangar komu auga á þær. Hafsteinn Halldórsson, starfsmað- ur Fjallasýnar á Húsavík, var í skoð- unarferð með nokkra ferðamenn þegar hann kom auga á konurnar. Hann hafði verið í sex jeppa ferð daginn áður og heldur að konumar hafi náð að fylgja frosinni slóð þess hóps snemma á sunnudagsmorgun. Svo þegar snjór fór að bráðna í sól- inni eftir því sem leið á daginn hafi þær fest bílinn og hvorki komist lönd né strönd. Æthiðu að halda áfram Hafsteinn var á bakaleið frá fossin- um þegar hann kom auga á konum- ar. Hann dró þær upp úr skafli og þvert ofan í ábendingar hans um að fylgja sömu slóð til baka þá vildu þær halda áfram. Það kom þó strax í ljós að það var ekki hægt og það endaði með því að Hafsteinn dró þær upp á vegamót þaðan sem þær áttu að geta fylgt slóð sinni suður á Austurlands- veg. Þar skildi leiðir en Hafsteinn var í miðri skoðunarferð með sinn hóp og hélt í norðurátt. Hann fékk þó bíl til að koma úr Mývatnssveit og sjá til þess að konurnar kæmust upp á þjóðveg. Hafsteinn fékk síðan þær fréttir að bíllinn hefði ekki komist til þeirra fyrr en á miðnætti og þá höfðu þær fest sig aftur, þá ekki komnar nema hálfa leið upp á þjóðveg. Þeim var hjálpað þangað og héldu síðan sína leið. Sumarslóði fær jeppurn Hafsteinn segir að konumar hafi ekki verið með nein fjarskiptatæki og þær hafi ekki áttað sig á að slóðinn sem þær fóm inn á er sumarslóði og þá aðeins fær jeppum. Þeim hafi ekki verið grein fyrir því á bflaleigunni að það væru margir vegir ófærir á þess- um árstíma. Þá hafi enginn vitað um ferðir þeirra. „Það var svolítið skrítið að sjá þær þama vegna þess að á þessum tíma árs er allt í snjó og ekki möguleiki fyrir nokkum mann að vera þarna nema á öflugum bíl eða sleða. Fyrir tilviljun náðu þær að fylgja slóð þeirra sem höfðu verið þama daginn áður en guð má vita hvenær þær hefðu fundist hefðum við ekki verið þarna. Það em mjög fáir sem em þama á ferð,“ sagði Hafsteinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ slysstaðnum við Áburðarverksmiðjuna Klemmdust milli rútu og bíls við Áburðarverksmiðjuna ÞRÍR menn slösuðust í árekstri við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi í gærmorgun. Voru þeir að stíga út úr rútu á stæði við verk- smiðjuna þegar aðvífandi bfl var ekið á kyrrstæðan bfl sem hentist á mennina. Slysið varð klukkan 7.42 í gær- morgun. Samkvæmt upplýsing- um iögreglunnar kom bfll inn á athafnasvæði verksmiðjunnar og mun bflstjórinn hafa fengið flogaveikikast og misst stjóm á honum. Rakst bfll hans á kyrr- stæðan bfl sem hentist af miklum krafti á mennina sem vom við rútuna og urðu á milli bflsins og hennar. Tveir mannanna slösuðust mikið en sá þriðji heldur minna. Fjórir sjúkrabflar vom sendir á vettvang og fluttu þrír þeirra hina slösuðu á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HRUNIÐ og kletturinn sem eftir stendur og horaið á bflastæðum Hótels Víkur. Enn hrynur grjót við Víkurþorp Vík. Morgunblaðið. VORIÐ er sá tími þegar mest hætta er á grjóthruni úr fjöllum landsins. Þegar frost fer úr jörðu losnar um kletta sem frostið hefur losað yfir veturinn. Víkurbúar hafa ekki farið var- hluta af þeim veðrabrigðum sem hafa verið í vetur, frost og þíða á vígsl í allan vetur. Stórt stykki hrundi úr Reynisfjalli rétt vestan Víkurþorpsins í vetur og nú í vik- unni hrundi klettur úr berginu ca. metra norðan við Hótel Vík. Eftir stendur mun stærri klettur sem er ca. 20-30 metra hár og 6-8 metra breiður sem gæti valdið hættu ef hann hryndi öllum að óvörum. Sigurður Jónsson yfirmaður ferðaþjónustusviðs KÁ sem rekur Hótel Vík í Mýrdal segir að klettur- inn sem eftir stendur sé sprunginn frá berginu. Hann segir að klettur- inn verði felldur hið fyrsta til að fyr- irbyggja að hann valdi tjóni og verði það verk unnið í samvinnu við Mýr- dalshrepp. Enginn hætta er á því að sjálft húsið skemmist. Fyrírspurn um málefni Lindar Tíu daga frestur FINNUR Ingólfsson, viðskipta- ráðherra, segir að gefinn sé ákveðinn frestur í þingsköpum Alþingis til að svara fyrirspum- um og hann muni reyna að svara fyrirspum Astu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur, alþingismanns, um málefni Lindar, innan þess frests. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er gefinn tíu daga frest- ur til að svara skriflegum fyrir- spumum. Fyrirspum Astu Ragnheiðar er í tíu liðum og fjallar um málefni Landsbank- ans og fjármögnunarfyrirtækis- ins Lindar hf. Mótmæla eiturútburði FUGLAVERNDARFÉLAG íslands skorar hefur skorað umhverfisráð- herra að heimila ekki notkun eiturs til að drepa fugla eins og æðarbænd- ur hafa krafist. „Umrætt eitur, fenemal, er ákaf- lega þrávirkt og því hættulegt öðr- um fuglum og spendýmm sem kom- ast í eiturdauða fugla, eins og mörg dæmi em um hér á landi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.