Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 45
Leiðtogar Ameríkuríkja gefa fyrirheit sem erfítt getur reynst að standa við
sérfræðisviðs.
Til þess að upplýst umræða um
tæknivísindi geti átt sér stað þurfa
blaðamenn og fjölmiðlafólk að hafa
þekkingu á þessum sviðum, því það
þarf kjark og þekkingu til að standa
uppi í hárinu á vísindamönnum,
læknum og tæknimönnum.
Oftrú á framfarir
Skúli: Ef við viljum lýðræðislega
umræðu um tæknivísindi er hún
tímafrek. Við erum, hins vegar, oft
svo óþolinmóð og það má ekki
hægja á framkvæmdum eða á rann-
sóknum því þá er verið að koma í
veg fyrir framfarir. Til þess að
sannfæra almenning um að tækni-
vísindi séu á réttri leið er oft talað
um framfarir. Hvenær sem menn
nefna orðið framfarir fyllist ég efa-
semdum. Hver er mælikvarðinn á
framfarir? Koma þær öllum til
góðs? Ef við setjumst niður og
hugsum málið þá er ekki víst að
þessar svokölluðu framfarir séu
alltaf til bóta. Við ættum því að
temja okkur meiri virðingu fyrir
fortíðinni og því sem þegar hefur
verið vel gert í stað þess að einblína
fram á veg.
Eru kostnaðurinn og
umhverflsspjöllin þess virði
Elvira: Ég get nefnt nýlegt dæmi
um lagningu járnbrauta í Þýska-
landi. Nú tekur það tvo og hálfan
tíma að fara með lest milli Berlínar
og Hamborgar, fyrr á öldinni tók
það tvo sólarhringa. Nú stendur til
að koma upp hraðlestarkerfi
(Transrapid) sem veldur því að
koma þarf fyrir nýjum lestarteinum
sem mun verða dýrt og spilla um-
hverfinu. Með þessu nýja lestar-
kerfí mun það taka líklega einn og
hálfan tíma að skjótast þarna á
milli. Það finnst öllum mjög gott að
hægt sé að stytta ferðatímann en
eru kostnaðurinn og umhverfis-
spjöllin þess vh'ði? Þessum spum-
ingum er iðulega vikið til hliðar.
Einnig er mikOvægt að gera sér
grein fyrir því hvað við stöndum
vanmegnug frammi fyrir vandamál-
um af völdum tæknivísinda gagn-
stætt því sem margir vísindamenn
halda fram og vitum í raun lítið um
hvað framtíðin mun bera í skauti
sér.
Náttúran í vísindum
- Skilningur okkar á náttúrunni
hefur einnig breyst mikið á undan-
förnum áratugum.
Skúli: Tæknin og náttúran eru í
mörgum tilfellum komin í eina
sæng. Þegar jámbrautir vora fyrst
lagðar hlutust mörg slys af því
menn voru að læra á nýja tækni.
Nú eru smíðuð tæki sem herma eft-
h’ raunveruleikanum og slysum.
Flugmenn eru þjálfaðir á nýjar þot-
ur í hermum, en ekki í raunveruleg-
um vélum. Hvað er orðið raunveru-
legt? Það sama er uppi á teningnum
í ýmsum raunvísindum til dæmis
þegar hermt er eftir náttúrunni í
tilraunum í tölvum á sviði eðlisfræði
og líffræði. Þannig hefur tæknin
gert samband okkar við náttúruna
margræðara en áður.
Elvira: Undanfarið hefur mikið
verið rætt um verndun náttúrunnar
og mikilvægi þess að alls kyns
óþveiTÍ sé hreinsaður. En hvemig
_________ skilgreinum við hreina
náttúru? Hvað þarf að
hreinsa mikið stórfljót
eins og Rín? Maðurinn
hefur notað og búið í
náttúrunni um langan
aldur og það getur verið erfitt að
segja til um hvað sé af hans völdum
og hvað ekki. Við höfum mótað
náttúruna frá örófi alda og það er
því varla til nokkur óspillt náttúra.
Við lok tuttugustu aldarinnar verð-
ur fátt um svör, sé spurt hvað er
óspillt eða hrein náttúra. Ekki síst
vegna þess að með hjálp tæknivís-
inda smíðum við í auknum mæli ný
efni, tól og tæki, auðgum umhverfið
með fjölskrúðugum úrgangi og okk-
ur dreymir um að stjórna náttúru
okkar sjálfra.
n gagn-
>g upp-
imræðu
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar leiðtogafund ríkja Ameríku í Chile um síðustu helgi.
Háleit loforð
um framfarir
Reuters
Fundur leiðtoga 34 Ameríkuríkja fór fram í
Santiago í Chile um liðna helgi. Ásgeir
Sverrisson segir frá samþykktum leiðtog-
anna og viðbrögðum við þeim.
LÍKT og við mátti búast
skilaði leiðtogafundur 34
Ameríkuríkja frá sér fjöl-
mörgum loforðum og há-
leitum yfirlýsingum. Og eins og svo
oft áður þegar slíkar samkundur
stórmenna eru haldnar hafa við-
brögðin reynst heldur f þá átt að leið-
togarnir hafi gefið loforð sem þeim
muni reynast erfitt að standa við. Þó
er alls ekki við hæfi að fullyrða að
fundur þessi hafi engu breytt. Sam-
þykkt var að hefja viðræður um
stofnun Fríverslunarsvæðis Amer-
íkuríkja (sem á spænsku nefnist Ar-
ea de Libre Comercio de las Amér-
icas eða ALCA) auk þess sem drög
voru lögð að nánu samstarfi á sviði
menntamála og í glímunni við eitur-
lyfjavandann. Þá hyggjast nTdn í
sameiningu vinna að því að treysta
lýðræðið í sessi og síðast en ekki síst
fengu málefni Kúbu verulega um-
fjöllun.
Fundinn sem fram fór í Santiago i
Chile sóttu leiðtogar 34 „lýðræðis-
ríkja“ í Ameríku en fulltrúum Kúbu
var ekki boðið til hans á þeim for-
sendum að þar ríkti einræðisstjóm
kommúnista undir stjórn Fidels Ca-
stro. Fundur sem þessi er engin
tjaldsamkunda: með Bill Clinton
Bandaríkjaforseta komu um 1.000
manns auk þess sem honum fylgdu
sex herþyrlur og heilt loft-
vamaflaugakerfi. Þá var Hillary
kona forsetans og með í fór.
Kúba í brennidepli
Líkt og áður við slík
tækifæri höfðu embættis-
menn að mestu lokið við
vinnu þeirra texta sem
fundarmenn hugðust
samþykkja áður en þeir komu saman
í Santiago. Af þessum sökum gafst
leiðtogunum tækifæri til að ræða
málefni þessa heimshluta vítt og
breitt. Málefni Kúbu bar einna hæst
en leiðtogar Mexico, Kanada og Bar-
bados sögðu á fundum með Clinton
forseta og Madelaine Albright, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir
hygðust jafnvel fara þess á leit að
Kúbu yrði aftur veitt aðild að Sam-
tökum Ameríkuríkja. Hugmyndir um
að rjúfa að nokkru þá einangrun sem
Kúba hefur sætt undir forustu
Bandaríkjamanna féllu í heldur
grýttan svörð hjá bandarísku sendi-
nefndinni. Frú Albright sagði í
blaðaviðtölum á sunnudag að hún
teldi engar líkur á því að Kúba fengi
á ný slíka aðild.
Því hafði verið spáð að ríkin í Ró-
mönsku Ameríku hygðust jafnvel
rísa upp gegn forustu Bandaríkja-
stjórnar hvað varðar afstöðuna til
Kúbu en þær getgátur reyndust ekki
á rökum reistar. Einna mest bar á
frumkvæðisvilja af hálfu Kanada-
manna en Jean Chretien, forsætis-
ráðherra Kanada, gerði heyrinkunn-
ugt að hann hygðist sækja Kúbu
heim síðar í þessum mánuði. Verður
það fyrsta heimsókn forsætisráð-
herra Kanada til eyjarinnar í 21 ár.
Nokkrir leiðtoganna vísuðu þó til
Kúbu í ræðum sínum og sérstaka at-
hygli vakti er Femando Henrique
Cardoso, forseti Brasilíu, bar lof á
frammistöðu stjómar Castros á sviði
mennta- og heilbrigðismála og hvatti
hann til viðlíka afreka á lýðræðis-
sviðinu þannig að unnt yrði að segja
að álfan öll viðurkenndi gmndvallar-
kennisetningar þess stjómarforms.
Ljóst er að Bandaríkjamenn sæta
vaxandi þrýstingi um að rjúfa ein-
angrun stjórnar Castros og að svo
verður áfram.
ALCA
í lokayfirlýsingu fundarins sem er
átta blasíður er vikið að því að sam-
þykkt hafi verið að hefja viðræður
um myndun Fríverslun-
arsvæðis Ameríkuríkja
(ALCA) þannig að það
geti orðið að vemleika ár-
ið 2005. Viðræður þessar
munu hefjast í Miami í
BandaiTkjunum í maímánuði en síð-
an verða þær fluttar til Panama.
Hér ræðir um gríðarmikið og
metnaðarfullt verkefni. George
Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti,
lagði til að slíkt svæði yrði stofnað í
ræðu sem hann flutti árið 1990. Hug-
myndin kveður á um myndun svæðis
sem ná mun allt frá Alaska til Eld-
landsins. í löndunum 34 búa um 750
milljónir manna og yrði þetta því
stærsta markaðssvæði í heimi hér.
A fundinum lýstu leiðtogarnir yfir
áhyggjum sökum þess að Clinton
forseta hefði ekki tekist að fá nauð-
synlegt umboð frá þinginu í Was-
hington til að hefja slíkar viðræður.
Þar er um að ræða sérstakt umboð
sem forsetinn telur sig þurfa til að
ganga til samningaviðræðna um
myndun fríverslunarsvæða en í
Bandaríkjunum eru fjölmargir þing-
menn þeirrar hyggju að slíkt feli í
sér ákveðna áhættu fyrir bandarískt
efnahagslíf og vísa til þess er Banda-
ríkjamenn þurftu að koma Mexico til
hjálpar til að forða gjaldmiðli lands-
ins frá algjöru hruni innan ramma
NAFTA-samstarfsins svonefnda.
Bandarískir embættismenn sem
fundinn sóttu kváðust sannfærðir um
að forsetanum myndi takast að
beygja þingheim í þessu efni og töldu
samþykktir á borð við þær sem leið-
togarnir staðfestu fallnar til að gera
þingmönnum ljóst að full alvara
byggi að baki. Leiðtogarnir tjáðu
Clinton forseta að þeir litu svo á sem
boltinn væri hjá honum.
Virtir efnahagssérfræðingar í
Rómönsku Ameríku hafa hins vegar
á síðustu dögum lýst yfir áhyggjum
sökum þess að fullnægjandi trygg-
ingar liggi ekki fyrir í þessu efni af
hálfu Bandaríkjamanna. Hefur því
verið haldið fram að ráðagerðir um
myndun ALCA geti allt eins farið út
um þúfur takist forsetanum ekki að
fá fram samningsumboð af hálfu
þingsins næstu 12 mánuðina eða svo.
Ekkert hafi komið fram í Chile sem
gefi tilefni til að ætla að Clinton muni
síðar takast það sem honum hafi ekki
tekist að knýja í gegn fram til þessa.
200 milljónir fátækra
Að þessu frátöldu blasir við að
helsta hindrunin í vegi fríverslunar-
svæðis þessa er almenn fátækt í Ró-
mönsku Ameríku og mikil misskipt-
ing auðsins. Um 200 milljónir manna
draga fram lífið undir fá-
tæktarmörkum í álfunni.
í Rómönsku Ameríku á
þessi lýsing við um 175
milljónir manna en íbú-
arnir eru alls um 470
milljónir. Sú fátækt sem þá er vísað
til verður tæpast í efa dregin. Sam-
kvæmt þessari skilgreiningu hafa
viðkomandi upphæð sem svarar til
tveggja Bandaríkjadala (um 140
króna) til framfærslu á degi hverj-
um.
Tvöföld framlög
til menntamála
Sýnt þykir að berjast þurfi skipu-
lega gegn fátæktinni eigi ALCA-
svæðið að skila þeim árangri sem að
er stefnt. Leiðtogarnir lögðu blessun
sína yfir ýmsar samþykktir sem ætl-
að er að bæta og jafna lífskjörin.
Þannig mun Alþjóðabankinn tvöfalda
framlög sín til menntamála í álfunni
á næstu þremur árum og verða þau
samtals um 45 milljarðar Banda-
ríkjadala. Markmiðið var sagt það að
öll börn í álfunni ættu kost á skyldu-
námi og um 75% á námi á framhalds-
sviði árið 2010.
Aukin framlög til heilbrigðismála
Þá er og í ráði að stórauka framlög
bankans til heilbrigðismála enda
verða þau aðalumræðuefnið á næsta
leiðtogafundi Ameríkuríkjanna, sem
nú munu fara fram með reglulegu
millibili. Fyrsti slíki fundurinn var
haldinn í Bandaríkjunum árið 1994
en þá höfðu slíkar samkundur legið
niðri í heil 27 ár.
John F. Kennedy, þáverandi
Bandaríkjaforseti, myndaði „Fram-
farabandalagið" svonefnda með
nokkrum rílgum Rómönsku Amer-
íku árið 1961 og var tilgangurinn
ekki síst sá að einangra Kúbu og
vinna að framþróun lýðræðis í þess-
um heimshluta. Leiðtogamir 34 sam-
þykktu ýmsar yfirlýsingar í þessu
skyni og sérstaka athygli vakti að
stofnað verður nýtt ráð innan Sam-
taka Ameríkuríkja til að fylgjast með
því að fjölmiðlafrelsi ríki. Víða í þess-
um löndum hafa fjölmiðlar verið
beittir þrýstingi en það er raunar
mjög misjafnt eftir löndum. Frá ár-
inu 1994 hafa rúmlega 200 fjölmiðla-
menn verið myrtir í álfunni oftast
vegna skrifa sinna um spillingu og
eiturlyfjabaróna. Á síðustu misser-
um hefur mest borið á slíkum kúgun-
um í Kólombíu auk Perú.
„Bandalag gegn
eiturlyQum"
Fundarmenn samþykktu að
mynda með sér svonefnt „Bandalag
gegn eiturlyfjum“, sem virðist kveða
á um nánara samstarf á þessu sviði
en Bandaríkjamenn hafa mjög þrýst
á stjómir margra ríkja í Suður-Am-
eríku um að herða baráttuna gegn
eiturlyfjasmyglurum. í Rómönsku
Ameríku er sú skoðun útbreidd að
Bandaríkjamenn hafi sýnt heldur
takmarkaðan skilning á aðstæðum í
ríkjum þessum auk þess sem þrá-
faldlega hefur verið bent á að rót
vandans sé eftirspurn eftir eiturlyfj-
um í Bandaríkjunum. Markmið
Bandaríkjamanna virðist vera að ríki
sem staðin eru að eiturlyfjasmygli
verði beitt refsiaðgerðum í nafni
bandalagsins nýja í stað þess að þar
verði um að ræða einhliða aðgerðir af
hálfu Bandaríkjastjómar.
Aðrar yfirlýsingar af hálfu leiðtog-
anna þóttu margar hverjar misjafn-
lega sannfærandi. Þeir hvöttu tU
aukinar þátttöku kvenna í stjórnmál-
um álfunnar (á meðal leiðtoganna 34
var aðeins ein kona-forseti dvergrík-
isins Guyana) og ítrekuðu nauðsyn
þess að umhverfisvernd væri í há-
vegum höfð (Santiago de ChUe er ein
mengaðasta borg í heimi hér).
Spurt um efndir
Viðbrögð fréttaskýrenda í Róm-
önsku Ameríku virðast almennt vera
þau að niðurstöður leiðtogafundarins
hafi ekki komið á óvart. Leiðtogarnir
hafi látið háleitar yfirlýsingar frá sér
fara en óvíst verði að teljast hvort
þær verði efndar. Nefnt er þessu til
sannindamerkis að óljóst sé í mörg-
um tilfellum hvort í ráði sé að láta
nýtt fjármagn renna til þeirra verk-
efna sem hér hefur verið
tæpt á eða hvort þar verði
einungis um að ræða til-
færslu á fjármunum.
Á hinn bóginn verður
vart dregið í efa að sögu-
leg skref vora stigin á leiðtogafund-
inum í Santiago og ætla verður að sú
áhersla á samrana og samvinnu sem
nú virðist hafa skapast samstaða um
verði varanleg. Þá fer og ekki á milli
mála að áhugi ráðamanna í Banda-
ríkjunum á málefnum þessa heims-
hluta fer vaxandi og má það ef til vill
heita eðlilegt. Gríðarlegir möguleik-
ar blasa við á efnahagssviðinu í Ró-
mönsku Ameríku auk þess sem lengi
hefur verið vitað að John F. Kenn-
edy er fyrirmynd og átrúnaðargoð
Clintons forseta.
Ráð fylgist
með fjölmiðla-
frelsi
Fátæktin
helsta hindr-
unin