Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRAGI Einarsson átti sér draum, sem hann stefndi að með ótrúlegri þrautseigju meðan slíkir draumórar þóttu ekki björgulegir. Strax í æsku lét hann sig dreyma um blómarækt og síðar á Ameríkuárunum um veitingahús eins og hann sá þar úti við vegina, þó þannig að fyndist leið til að þau yrðu undir þaki á Islandi. Það lá ekki beint við þegar hann var dreng- ur að alast upp á Isaílrði að einblína á plönturæktun. Þar var ekki mikill gróður og varla hægt að setja niður plöntu á eyrinni, sem sjórinn gekk stundum yfir, svo drengurinn varð að láta sér nægja að fíkta við blóma- rækt í glugganum hjá móður sinni. Faðir hans, Einar Þorbergsson, réri á trillu og systkinin voru 8, svo mik- ið mæddi á móður hans Sigríði Valdimarsdóttur. Hún var völva hússins, átti sig sjálf, og var í hans huga lengi akkeri lífsins, sagði Bragi þegar blaðamaður furðaði sig á þessum „óeðlilega" draumi stráksins í sjávarplássinu. Bragi gat aldrei hugsað sér fisk eða sjó, enda sjóveikur mjög. Og foreldrar hans virðast hafa látið sér það vel líka. Kannski hefur fóður hans líka einhvern tíma dreymt í laumi um gróður og sveit, því síð- ustu 20 árin var hann, til dánardæg- urs á 95. aldursári, að vinna við ræktunina hjá Braga í Hveragerði, svo ákafur að varð að stugga honum úr vinnunni undir miðnætti. Settist þar að eftir lát konu sinnar. „Hann naut þess líka vel, því á staðinn komu svo margir gamlir kunningjar að vestan. Hann hafði verið í af- greiðslu í kaupfélaginu eftir að hann hætti sjósókn og þekkti þar alla. Og nú var þetta fólk að flytja suður“, út- skýrir Bragi. Sjálfur hélt Bragi unglingur suður á land eins og margir jafnaldrar hans. Og varð næturgestur í ókunnu plássi alla ævi. Arið 1948 fór hann í Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Var þá búinn að vera tvö sumur hjá Stef- áni Arasyni á Syðri-Reykjum þar sem hann kynntist gróðurhúsum. Hann var aldrei í vafa um hvað hann vildi - rækta blóm. Eftir skólann fór hann með flokki manna að stand- setja garða í Reykjavík. En þá var vinnan oft búin í júlflok og þeir hálf- atvinnulausir á eftir. Bragi greip þá til þess veturinn 1952 að leigja í eitt ár garðyrkjustöð í Reykjakoti (Menntaskólaselinu) og átti þai- nöt- urlega aðbúð. Hafði varla ofan í sig eins og hann lýsti skemmtilega í síð- asta jólablaði Hvergerðingsins, sem hann og Knútur Bruun ritstýra og skrifa fyrir Sjálfstæðisfélagið Ingólf. Þar rifjar hann oft upp fyrstu frum- stæðu daga Hveragerðis. Hann hætti því í bili í garðyrkjunni og fór í vinnu suður á Keflavíkurflugvöll þar sem hann keyrði trukk fyrir verk- takafyritækið Hamilton. Og í fram- haldi til Ameríku, enda bara áfangi á leiðinni í garðyrkjuna. Alparós, alparós ... Bragi fór til New York í árslok 1954 og réði sig til manns, sem ræktr aði árlega tvær milljónir alparósa, þetta fallega rauða blóm sem við höf- um verið að dást að í blóma í gróður- húsinu í Eden. Bragi hefur ræktað þar alparós síðan 1960. Það vor kom Hollendingur dag einn inn í Eden. Var á leið til Ameríku að selja lauka og plöntur, stansaði á Islandi þar sem hann tók sér bflaleigubíl og sá þama gróðurhús við veginn. Hann var m.a. með sölumennsku fyrir fyr- irtæki í Belgíu sem ræktar alparósir. Bragi fór að kaupa af því stofninn að haustinu og rækta áfram og hefir gert það í 38 ár. Ekki líkaði Braga reksturinn hjá húsbónda sínum í New York, sem hann sagði að hefði nálgast þræla- búðir. Svo hann var þar ekki lengi, en flutti sig út á Long Island, til fólks sem var með garðavinnu og verktakavinnu á því sviði. Var þar meira og minna í tvö ár. Hann keypti sér bfl og kveðst hafa lært mest af því að fara víða, aka um öll Bandaríkin og sjá fyrir sér margvís- lega hluti. Þá kveðst hann hafa verið kominn með þá hugmynd að ef hann færi heim aftur til að setjast að, þá mundi hann einhvem tíma í framtíð- inni stofna stað, sem væri bæði með blómasölu og veitingar. Hann hafði séð mikið af útiveitingatöðum í þessu góða veðri og sá fyrir sér að ef hægt væri að búa til brúklegt um- Afdrifaríkast var þó kannski að Bragi kynntist þetta sumar konu, Steinu Dúu Björnsdóttur. Þau ákváðu að gifta sig svo hann var bú- inn að binda sig þegar vegabréfsá- ritunin til Bandaríkjanna loks kom. „Þá sótti ég um lóð langt út úr bænum, við gamla þjóðveginn aust- ur áður en hann var færður. Fékk þarna heilmikið land. Maður heyrði að fólk taldi hættulegt að vera þarna því grjótkast frá stóram bílum mundi brjóta allar rúður“, segir Bragi. En hann var að sækjast í að vera þar sem hægt væri að sameina ræktun og sölu úr húsunum. Valdi sér stað við gatnamót Þorlákshafn- arvegarins. Umferðin var þó varla meiri en af mjólkurbflum og vörubfl- um á veturna og Hellisheiðin var oft lokuð tímunum saman. Því var þetta svo torsótt og auður í garði ekki meiri en svo að tíu ár liðu áður en hann hafði efni á því einu að bæta við sælgætissölu. Hann reisti fyrst 500 fermetra gróðurhús og seldi eig- in tómata og gúrkur og líka fyrir ná- grannana uppi í þorpinu. Var þarna næstum einyrki, með átta ára dreng til hjálpar fyrsta árið. Hafði jafnvel áhyggjur að geta ekki borgað hon- um, því bið var á að það sem sáð var skilaði sér í sölu. Þarna varð hægt sígandi lukka. Löngu síðar fékk Bragi lán til að byggja við húsið á þessu sama landi, sem er hálfur annar hektari að stærð. Og starfsemin er komin í 4000 fermetra húsnæði. A vetrum er þar 14-15 manna starfslið, en á sumrin hefur starfsfólk lengi verið 40-45 manns. Bragi kveðst alltaf hafa haft veitingareksturinn í huganum og ætl- aði 700-800 fermetra viðbótina sem hann byggði 1970 undh veitingasölu. Þó liðu enn 2-3 ár þar til hann hafði efni á að nýta það undir greiðasölu. Þá hætti hann að mestu við græn- metið og fór að rækta pottaplöntur, sem hefur verið grannurinn síðan. Hann ræktar í gróðurhúsunum 200- 300 tegundir, sem hann selur mest sjálfur. Þó á hann hlut í sölufélaginu Blómamiðstöðin í Reykjavík, sem þeir stofnuðu 1961 í einum litlum Skodabíl til að sjá um dreifingu í búð- ir. Nú er það öflugt fyrirtæki sem sér um mestalla dreifingu. Og það getur verið hagkvæmt fyrir Braga að rækta meira en hann selur af ein- hveiju í einu og gerir það þá gegnum Blómasöluna. En í Eden þarf hann fyrst og fremst fjölbreytni í söluna. Þessi starfsemi byggist auðvitað auk umferðarinnar á jarðhitanum, sem í upphafi var þó takmarkaður þama úti á enda leiðslunnar. Kom fyrir að fraus í húsunum. En þá var 1963 borað í nánd hola, sem gaf strax á 600 m dýpi 160 stiga gufu og bjargaði svæðinu, bæði hjá Braga og öðram. Þótt umferðin hafi aukist svona gífurlega, svo að upp undir 20 rútur geta staðið í hlaði þegar mest er að sumrinu og kannski 5000 ferðamenn og allt upp í 7 til 10 þúsund geti litið inn á góðum helgum að sumrinu, frá föstudegi til sunnudags, þá segir Bragi veturinn ennþá þannig að hann beri sig ekki, enda þarf tals- verðan mannskap, og það étur af sumarhýranni. Samt er hann með mat allan ársins hring, opið grill, kaffiteríu, ísdeild, sjoppu, söludeild fyrir túristana og blómadeild. Opið til kl. 7 á vetrum, á vorin til 9 _og sumrin til 11 á kvöídin alla daga. Áð- ur var aðeins lokað á jóladag og ný- ársdag, en nú gengur það ekki leng- ur. Ferðaskrifstofur með hópa fara fram á að opið sé. Svo nú er enginn frídagur eftir hjá Braga. Yeglegt málverkasafn Við höfum setið í stofunni heima hjá Braga, en milligengt er af vinnu- staðnum og heim yfir samtengdar lóðirnar. Kona hans Karen Mellk ber okkur góðgerðir og bregður sér svo í uppgjörið sem hún hefur á hendi. Hún sér um túristadeildina með fjölbreyttum varningi, sem Bragi segir að taki inn helminginn af tekjunum. 100 molakaffibollar gefa 16 þús. kr. tekjur en ein peysa selst á 5-25 þúsund krónur. Bragi segir að Karen hafi komið til íslands til að finna prins á hvítfextum hesti, en ekki fundið prins heldur hvítfext- an eiginmann. Karen er sagnfræð- ingur, fædd og uppalin í New Jers- ey. Faðir hennar er bandarískur en móðirin íslensk. Afi hennar var Bjargmundur bróðir Jóhannesar Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRAGI Einarsson í Eden fyrir framan kaffiplöntu sína milli bananaplantna í skálanum - sannkallað Bragakaffí. FREISTAÐ VIÐ VEGINN Þegar hann Bragi Einarsson settist á sumardaginn fyrsta fyrir 40 árum að við þjóðveginn til að freista vegfarenda með grænmeti og veitingum var umferð ferðafólks sáralítil og slíkt „veitingahús ---------------------7-------------—------------------------- við veginn“ óþekkt á Islandi. Nú fær Elín Pálmadóttir að heyra að svo vel hafí freistaranum tekist 1 Eden að þar koma þúsundir ferðamanna á góðri helgi og ekki líðst lengur að loka þar svo mik- ið sem á jóladag eða nýársdag. FJÖLSKYLDAN f gróðurhúsinu, þar sem maður fær nú vorið í æð í litríkum blómum. Bragi, sonurinn André Berg, eiginkonan Karen Mellk, dóttirin Olga Björk, sonurinn Einar Björn og unnusta hans Rakel Árnadóttir. hverfi á íslandi þá væri hægt að sameina þetta. Hann var búinn að skrifa þetta niður hjá sér í kompu, sem hann á enn. Forlögin egndu fyrir Braga með gulrót Þetta jrði framtíðarmúsik, ef af yrði. Hann ætlaði að vera úti í 4-5 ár, en þurfti að koma heim til að endurnýja vegabréfsáritun sína. Beið þess að fá hana í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík þegar mað- ur nokkur vildi leigja honum tvö gróðurhús í vesturbæ Hveragerðis og hann ákvað loks að slá til í þrjá mánuði. Komið var fram í mars og of seint fyrir gúrkur og tómata, svo hann setti bara niður gulrætur. Þeg- ar svo kom að því að setja gulræt- urnar á markað, þá brá svo við að hann gat einfaldlega selt þær veg- farendum beint. Húsin stóðu við svokallaða Skáldagötu af því hve margir rithöfundar og skáld bjuggu þar, Gunnar Benediktsson, sr. Helgi Sveinsson og Kristmann Guðmunds- son. Plöntugarðurinn hans Krist- manns var svo frægur að fólk streymdi í götuna, sem raunvera- lega hét Framskógar, til að skoða hann - og keypti gulrætur hjá Braga í leiðinni. Löngu seinna áttaði Bragi sig á því að forlögin höfðu ver- ið að hengja þessa gulrót fyrir fram- an nefíð á honum til að freista hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.