Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
SIF tekur í notkun
nýja birgða- og
þjónustumiðstöð
Morgunblaðið/Ásdís
HIN nýja birgða- og þjónustumiðstöð SIF hf. var aðeins um eitt ár í byggingu, en
hún er um 5.600 fermetrar að flatarmáli.
SÍF hf. hefur tekið í notkun nýja
birgða- og þjónustumiðstöð í Hafn-
arfírði. Húsið stendur á lóðinni
Fomubúðum 5, á hafnarbakkanum
við Suðurhöfnina. Birgðastöðin
leysir af hólmi birgðastöð SÍF hf. á
Keilugranda 1 í Reykjavík. Fram-
kvæmdir við húsið hafa staðið í um
eitt ár, en Geir Sigurjónsson, salt-
fiskverkandi og stjómarmaður í
SIF hf., tók fyrstu skóflustunguna
að birgðastöðinni í Hafnarfirði
hinn 22. mars 1997.
Birgðastöðin í Hafnarfirði er um
5.600 m2 Rúmmál hússins er um
43.000 m3. Lóð hússins er um
12.000 m2. Birgðastöðin er byggð
úr límtré og yleiningum frá fyrir-
tækinu Límtré hf. á Flúðum. I hús-
inu er fullkomið kælikerfi frá kæl-
ismiðjunni Frosti hf. Hillurekkar
em frá Ofnasmiðjunni hf. Aðal-
verktaki hússins er Olafur og
Gunnar ehf. byggingarverktakar.
Aðalhönnuður hússins er Stefán
Hallsson. Eftirlit af hálfu verktaka
var í höndum Forsjár ehf. verk-
fræðistofu FRV.
í nýju birgðastöðinni í Hafnar-
firði verður svipuð starfsemi og áð-
ur var rekin á Keilugranda 1 í
Reykjavík, en húsrými allt betur
skipulagt fyrir starfsemina. I
fyrsta lagi er um að ræða kæli-
geymslu þar sem hægt er að
geyma um 3.000 tonn af afurðum. I
öðra lagi er í húsinu umbúða-
geymsla, en SIF hf. stendur í um-
fangsmiklum innflutningi á umbúð-
um fyrir framleiðendur sína. I
þriðja lagi er vinnslu-, flokkunar-
og pökkunaraðstaða fyrir saltfisk.
í fjórða lagi eru síðan skrifstofu-
og starfsmannaaðstaða, sem er
eins og best verður á kosið. Hin
gamla birgðastöð SIF hf. á Keilu-
granda 1 í Reykjavík uppfyllti ekki
fjölmörg skilyrði Fiskistofu til fisk-
vinnslufyrirtækis og hefði þurft að
kosta miklu til að koma húsinu í
lag.
Róbert B. Agnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SIF, segir mikil
áherzla hafi verið lögð á að húsið
félli vel inn í hina fallegu bæjar-
mynd Hafnarfjarðar, en byggingin
er hæst um 13 metrar. „Margir
hafa haft það á orði að húsinu svipi
að mörgu leyti til ráðhússins í
Reykjavík, sem segir meira en
mörg orð um að þokkalega hafi til
tekizt við val á húsagerð birgða-
stöðvar félagsins," segir Róbert.
Mikið hagræði
„Mörg undanfarin ár hefur SIF
hf. flutt út um helming þeirra salt-
fiskafurða sem félagið sélur með
kæliskipinu ms. Hvítanesi. I fyrra
festi SIF hf. síðan kaup á Hvítanes-
inu. Skipið hefur lestað mest af salt-
fiskinum í Hafnarfii’ði. „Það er því
mikið hagræði að því að hafa birgða-
stöð SIF hf. á hafnarbakkanum og
auðveldar til muna lestun Hvíta-
nessins," segir Róbert B. Agnars-
son. SÍF hf. hefur undanfarin ár að-
allega geymt afurðir sínar á þremur
stöðum, í birgðastöð sinni á Keilu-
granda 1, í kæligeymslu Eimskips í
Sundahöfn og í kæligeymslu Sam-
skips á Holtabakka. Nú er stefnt að
því að geyma allar birgðir SÍF hf. af
blautverkuðum saltfiski á einum
stað, sem mun skapa hagræði og ör-
yggi við móttöku, geymslu og út-
skipun.
Betri þjónusta en áður
„Flestir saltfiskframleiðendur
sem selja afurðir sínar til SIF hf.
era staðsettir á Suðumesjum.
Flutningur á bh-gðastöð SÍF hf. frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar mun
stytta til muna þá vegalengd sem
þeir þurfa að aka afurðum sínum,
auk þess sem þeir sleppa við tíma-
frekan akstur í gegnum þéttbýlið á
höfuðborgarsvæðinu. Við hjá SIF
teljum mikið hagræði af því að taka
í notkun þetta nýja og glæsilega
hús, ekki aðeins fyrir félagið sjálft,
heldur einnig framleiðendur, sem
viðskipti eiga við okkur. Við sjáum
fram á að geta veitt þeim enn betri
þjónustu en áður í hinni nýju
birgða- og þjónustustöð SÍF,“ seg-
ir Róbert B. Agnarsson.
Plötufrystitæki
Óska eftir að taka á leigu plötufrystiskáp.
Tilboð sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins,
merkt: „S-4346“ fyrir 30. apríl nk.
Einhvers
staóar hefst
leióin að
settu marki
Oskum keppendum á
Andrésar Andar leikunum
góós gengis og bjartrar
framtíóar í brekkunum.
SAMSKIP
Leiðin að settu marki
og slógdælur Frárennslissíur
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000
Fax: 540 7001 • Netfang: mm@falkinn.is
Sluðlum að
hreinna umhverfl