Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SIF tekur í notkun nýja birgða- og þjónustumiðstöð Morgunblaðið/Ásdís HIN nýja birgða- og þjónustumiðstöð SIF hf. var aðeins um eitt ár í byggingu, en hún er um 5.600 fermetrar að flatarmáli. SÍF hf. hefur tekið í notkun nýja birgða- og þjónustumiðstöð í Hafn- arfírði. Húsið stendur á lóðinni Fomubúðum 5, á hafnarbakkanum við Suðurhöfnina. Birgðastöðin leysir af hólmi birgðastöð SÍF hf. á Keilugranda 1 í Reykjavík. Fram- kvæmdir við húsið hafa staðið í um eitt ár, en Geir Sigurjónsson, salt- fiskverkandi og stjómarmaður í SIF hf., tók fyrstu skóflustunguna að birgðastöðinni í Hafnarfirði hinn 22. mars 1997. Birgðastöðin í Hafnarfirði er um 5.600 m2 Rúmmál hússins er um 43.000 m3. Lóð hússins er um 12.000 m2. Birgðastöðin er byggð úr límtré og yleiningum frá fyrir- tækinu Límtré hf. á Flúðum. I hús- inu er fullkomið kælikerfi frá kæl- ismiðjunni Frosti hf. Hillurekkar em frá Ofnasmiðjunni hf. Aðal- verktaki hússins er Olafur og Gunnar ehf. byggingarverktakar. Aðalhönnuður hússins er Stefán Hallsson. Eftirlit af hálfu verktaka var í höndum Forsjár ehf. verk- fræðistofu FRV. í nýju birgðastöðinni í Hafnar- firði verður svipuð starfsemi og áð- ur var rekin á Keilugranda 1 í Reykjavík, en húsrými allt betur skipulagt fyrir starfsemina. I fyrsta lagi er um að ræða kæli- geymslu þar sem hægt er að geyma um 3.000 tonn af afurðum. I öðra lagi er í húsinu umbúða- geymsla, en SIF hf. stendur í um- fangsmiklum innflutningi á umbúð- um fyrir framleiðendur sína. I þriðja lagi er vinnslu-, flokkunar- og pökkunaraðstaða fyrir saltfisk. í fjórða lagi eru síðan skrifstofu- og starfsmannaaðstaða, sem er eins og best verður á kosið. Hin gamla birgðastöð SIF hf. á Keilu- granda 1 í Reykjavík uppfyllti ekki fjölmörg skilyrði Fiskistofu til fisk- vinnslufyrirtækis og hefði þurft að kosta miklu til að koma húsinu í lag. Róbert B. Agnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SIF, segir mikil áherzla hafi verið lögð á að húsið félli vel inn í hina fallegu bæjar- mynd Hafnarfjarðar, en byggingin er hæst um 13 metrar. „Margir hafa haft það á orði að húsinu svipi að mörgu leyti til ráðhússins í Reykjavík, sem segir meira en mörg orð um að þokkalega hafi til tekizt við val á húsagerð birgða- stöðvar félagsins," segir Róbert. Mikið hagræði „Mörg undanfarin ár hefur SIF hf. flutt út um helming þeirra salt- fiskafurða sem félagið sélur með kæliskipinu ms. Hvítanesi. I fyrra festi SIF hf. síðan kaup á Hvítanes- inu. Skipið hefur lestað mest af salt- fiskinum í Hafnarfii’ði. „Það er því mikið hagræði að því að hafa birgða- stöð SIF hf. á hafnarbakkanum og auðveldar til muna lestun Hvíta- nessins," segir Róbert B. Agnars- son. SÍF hf. hefur undanfarin ár að- allega geymt afurðir sínar á þremur stöðum, í birgðastöð sinni á Keilu- granda 1, í kæligeymslu Eimskips í Sundahöfn og í kæligeymslu Sam- skips á Holtabakka. Nú er stefnt að því að geyma allar birgðir SÍF hf. af blautverkuðum saltfiski á einum stað, sem mun skapa hagræði og ör- yggi við móttöku, geymslu og út- skipun. Betri þjónusta en áður „Flestir saltfiskframleiðendur sem selja afurðir sínar til SIF hf. era staðsettir á Suðumesjum. Flutningur á bh-gðastöð SÍF hf. frá Reykjavík til Hafnarfjarðar mun stytta til muna þá vegalengd sem þeir þurfa að aka afurðum sínum, auk þess sem þeir sleppa við tíma- frekan akstur í gegnum þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Við hjá SIF teljum mikið hagræði af því að taka í notkun þetta nýja og glæsilega hús, ekki aðeins fyrir félagið sjálft, heldur einnig framleiðendur, sem viðskipti eiga við okkur. Við sjáum fram á að geta veitt þeim enn betri þjónustu en áður í hinni nýju birgða- og þjónustustöð SÍF,“ seg- ir Róbert B. Agnarsson. Plötufrystitæki Óska eftir að taka á leigu plötufrystiskáp. Tilboð sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „S-4346“ fyrir 30. apríl nk. Einhvers staóar hefst leióin að settu marki Oskum keppendum á Andrésar Andar leikunum góós gengis og bjartrar framtíóar í brekkunum. SAMSKIP Leiðin að settu marki og slógdælur Frárennslissíur Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: mm@falkinn.is Sluðlum að hreinna umhverfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.