Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS li ts w c Dýraglens *WMA, FálA&S, PP51FIS) yKtU/QÍ tONUNGUF. £>ýe- ANNA Æve kOM/NN T?L 4E> FJl Sá/g. A£> Grettir Tommi og Jenni .. hún getur &/ndi& mÚS hi/Qrsem ercL métt/num. /yieð dinzmhaiciorídi \sis- /ndalegum rannzbksuj/ri, SáJ/tjurr, og heppnL getar L * /áex, 22- öiriirirvC Ljóska Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Leikskóli við Seljaveg Frá Árna Þór Sigurðssyni: í MORGUNBLAÐINU á fimmtudag birtist lesendabréf þar sem gerð er athugasemd við áform um að reisa tveggja deilda leikskóla í færanlegu húsnæði við Seljaveg. Þar er látið að því liggja að ákvörðunin um leikskól- ann hafi verið tekin í hita kosninga- baráttunnar og sé illa ígrunduð. Sjálfsagt er að leiðrétta þetta og koma á framfæri nokkrum stað- reyndum um leikskólann við Selja- veginn. Aform hafa verið uppi um að byggja leikskóla á þessari lóð í mörg ár. Ekki aðeins á þessu kjörtímabili heldur miklu lengur og í síðasta aðal- skipulagi sem sjálfstæðismenn unnu og samþykktu, meðan þeir voru í meirihluta, var umrædd lóð við Selja- veg merkt fyrir leikskóla. Það þarf því ekki að koma nokkrum á óvart að ráðist skuli í leikskólabyggingu á lóð- inni. Sú ákvörðun tengist ekki kosn- ingunum framundan. Gamli vesturbærinn er meðal þeirra hverfa þar sem brýn þörf er fyrir aukið leikskólarými. Svo hefur reyndar verið um margra ára skeið, eins og íbúar í vesturbænum þekkja manna best. Það sem staðið hefur í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í viðunandi úrbætur er einkum sú staðreynd að í hverfinu eru auðar lóðir af mjög skornum skammti eins og kunnugt er. Umrædd lóð við Seljaveg, sem lengi hefur verið frá- tekin fyrir leikskóla, er því marki brennd að ríkið á um helming lóðar- innar, þann hlutann sem liggur að Landhelgisgæsluhúsinu. Til þess að byggja hefðbundinn 3ja deilda leik- skóla þarf borgin að kaupa lóð ríkis- ins, a.m.k. hluta hennar, til viðbótar við þann hluta sem borgin á. Samn- ingaviðræður hafa staðið yfir með hléum milli borgar og ríkis um kaup borgarinnar á hluta ríkisins i senni- lega ein 9 ár án árangurs. Því miður hefur ríkið dregið lappirnar mjög í þessum viðræðum og þegar Dagvist barna var að lokum farið að leiðast þófið var tekin ákvörðun um að reisa tveggja deilda leikskóla á þeim hluta lóðarinnar sem borgin á. Akveðið var að byggja færanlegt húsnæði, þannig að hægt væri að nýta það annars staðar síðar ef frambúðarlausn íynd- ist á lóðamálum við Seljaveg. Þessi ákvörðun var vel ígrunduð og tekin samhljóða í bygginganefnd skóla og leikskóla. Vegna athugasemda um aðkomu að leikskólanum verður að koma fram að ekki er unnt að svo komnu máli að hafa aðkomu um Ananaust, sem sannarlega væri besti kosturinn, vegna þess að ríkið á þann hluta lóð- arinnar. Því er gert ráð fyrir aðkomu á tveimur stöðum, annars vegar frá Seljavegi og hins vegar frá Vestur- götu. Takist samningar við ríkið um lóðamál verður unnt að breyta að- komu með litlum tilkostnaði þannig að hún yrði frá Ananaustum. Vona ég að þessar línu skýi'i þá ákvörðun að reisa tveggja deilda leik- skóla við Seljaveg og leysa um leið brýnustu þörf í gamla vesturbænum fyrir aukið leikskólarými. Jafnframt vona ég að íbúar og foreldrar geti sæst á aðkomuleiðir að leikskólanum um Seljaveg og Vesturgötu meðan enn er leitast við að ná samningum um varanlega aðkomu um Ananaust. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON borgarfulltrúi og formaður stjórnar Dagvistar barna. Ferdinand Smáfólk ASK YOOR. D06 IF ME WANTS TO 60 OV£R TO Ulfar í sauðargæru - Um Landsbankamálið Frá Brynleifi H. Steingrímssyni: ÞAÐ er kaldhæðin staðreynd að ekki er hægt með einu orði að lýsa yfir furðu sinni og fyririitningu á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um hið svokallaða Landsbankamál. Að gera einn mann eða jafnvel tvo að skuggaböldrum þjóðarinnar, er og verður aldrei kallað annað en nornaveiðar. Ég hlustaði á umræðu þá sem fór fram á Alþingi Islendinga og varð við það furðu sleginn. Hvernig gat það gerst að á þessum vfrðulega vettvangi væru menn vegnir og léttvægir fundnir, og það í nafni siðgæðis ef ekki heilagrar þrenningai'? Tveir þeiira þingmanna sem tóku þátt í þessari umræðu skrýddu sig þó ekki búningi heilagrar vandlæt- ingar, forsætisráðherra og prestur norðan úr Skagafii’ði. Davíð Oddsson benti þingheimi réttilega á að ráðist væri að störfum manna sem ekki gætu svarað fyrir sig, en Hjálmar Jónsson vitnaði í Nýja testamentið og taldi að sá ætti að kasta fyrsta steininum, sem syndlaus væri. Þótti honum greinilega ástæða til þess að benda samþingmönnum sínum á þetta svona rétt eftir dymbilviku. Upphaflega snerist Landsbanka- málið um Bálk hf., þetta óumdeilda hlutafélag Sverris Hei-mannssonai' og fleiri og viðskipti þess við bank- ann. Þau viðskipti eru að mati undir- ritaðs hæpin og með öllu óþörf en ekki lögbrot enda endurskoðendum kunn. Endurskoðandi gerir oft at- hugasemd við það, sem honum finnst miður fara en ber skylda til að opin- bera lögbrot og fjárdrátt. I dag er þetta mál orðið að allt öðru og mun alvarlegra máli. Það snýst um það hvort Sverrir og félag- ar hafi misfarið með fjármuni sem þeim var trúað fyrir. A það verðm' hér enginn dómur lagðm'. En öll er- um við saklaus þar til sök hefur sann- ast. I dag hefur dómstóll götunnar tekið sér dómsvald í hönd og það sem verra er Alþingi Islendinga, en áfell- isdómar sem þar eru uppkveðnir af ræðumönnum birtast svo til öllum landsmönnum með sjón- eða útvarpi. Þinghelgi þingmanna reynir meira á siðgæðiskennd þeÚTa en þeir virðast sumir hverjir átta sig á. Það er ekki ætlun mín með þess- um fáu línum að gera annað en vekja athygli á ofangi'eindum sjónarmið- um. Störf Sverris Hermannssonar í Landsbanka íslands eru hjúpuð bankaleynd. Ollum landsmönnum ætti að vera í fersku minni greinar þær sem birtust í Morgunblaðinu um útlánatöp bankans vegna fyrirtækis sem nú er ekki til. Vegna þeirra tapa riðaði bankinn til falls. Hver það var sem stýrði því björgunarstarfi veit ég ekki en þar þurfti áræðinn og ákveðinn mann til starfa. Hann gæti í mínum huga hafa verið Sverrir Hermannsson frá Ögri. BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON, læknir, Selfossi. Spurðu hundinn þinn hvort hann langi til að fara í skemmtigarðinn og leika sér ... Verður úthlutað verðlaunum? Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.