Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 11 Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs afhent í gær „Viðurkenning og hvatn- ing til að halda áfram“ HVATNIN GARVE RÐLAUN Rannsóknarráðs Islands voru veitt í gær. Dr. Ingibjörg Harðardóttir matvælaefnafræðingur hlaut verð- launin að þessu sinni, en 16 ungir vísindamenn voru tilnefndir. Ingi- björg hlaut eina milljón króna auk viðurkenningarskjals, og veitti For- Verðlaunin veru afhent í tilefni af aðalfundi RANNÍS sem haldinn var í gær, og er þetta í áttunda skiptið sem þau eru veitt. Fyrst voru þau veitt árið 1987 af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Atvinnudeild háskólans tók til starfa. Dómnefnd- ina skipa fyrri verðlaunahafar sem um. Við mat á verðlaunahafa er meðal annars tekið tillit til námsfer- ils, sjálfstæðis, frumleika og árang- urs í vísindastörfum, ritsmíða, einkaleyfa og starfa á alþjóðavett- vangi. Einnig er mikilvægt að sú þekking sem verðlaunahafmn hefur aflað sér með rannsóknum sínum seti Islands hr. Olafur Ragnar Grímsson henni verðlaunin. „Þessi verðlaun eru fyi’st og fremst hvatning fyiir mig til þess að halda áfram á sömu braut, og til að halda áfram grunnrannsóknum í næringarfræði og þeim rannsókn- um sem ég hef verið að vinna að á áhrifum lýsis á bakteríusýkingar," sagði Ingibjörg þegar Morgunblað- ið náði tali af henni við athöfnina í gær. „Eg er að reyna að ráða mér að- stoðarmann á skrifstofuna og verð- launin hjálpa mér til dæmis við það, en fyrst og fremst er þetta viður- kenning og hvatning til að halda áfram.“ Góð áhrif lýsisríkrar fæðu Rannsóknin sem Ingibjörg stund- ar um þessar mundir snýst um það að kanna hvort það að hafa drukkið lýsi hafi áhrif á hvernig líkaminn bregðist við sýkingum. Niðurstöður benda til þess að áhrif lýsisríkrar fæðu séu jákvæð og hjálpi til við verndun gegn sýkingu og neikvæð- 'um áhrifum hennar. Frekari rann- sóknir eru í gangi til að staðfesta þau áhrif sem komið hafa fram. Ingibjörg er matvælaefnafræðingur og kennslustjóri rannsóknatengds framhaldsnáms í læknadeild Há- skóla íslands og lauk doktorsnámi frá Cornell-háskóla í Bandaríkjun- um. Enginn samningur milli Veður- stofu og Sjónvarps MAGNÚS Jónsson veðurstofu- stjóri áréttar að Veðurstofan sem slík hafí ekki sagt upp neinum samningi við Sjónvarpið þó að fjór- ir veðurfræðingar stofnunarinnar hafí sagt upp sínum samningum og hætti frá og með næstu mánaða- mótum að flytja veðurfréttir í Sjónvarpinu. Magnús segir að enginn samn- ingur hafi verið milli Veðurstof- unnar og Sjónvarpsins. Hins vegar hafi verið gert munnlegt sam- komulag þegar Sjónvarpið hóf út- sendingar, þess efnis að veður- fræðingar hefðu aðgang að gögn- um Veðurstofunnar til þess að vinna veðurspána, sem þeir færu síðan með á eigin forsendum og eigin vegum í Sjónvarpið, utan síns vinnutíma á Veðurstofunni. Sér- stakir samningar hefðu verið í gildi nokkur undanfarin ár milli Sjónvarpsins og einstakra veður- fræðinga sem sjá um veðurfrétt- irnar þar. Hvað varðar ráðningu tveggja af þeim fjórum veðurfræðingum sem nú fara frá Sjónvarpinu yfir á Stöð 2 segir veðurstofustjóri að Stöð 2 greiði Veðurstofunni um- samda upphæð íyrir ákveðna þjón- ustu og aðgang að gögnum. „Svo er það algerlega fyrir utan þennan samning hvort Stöð 2 fær ein- hverja veðurfræðinga og borgar þeim sérstaklega fyrir að koma og kynna veðrið,“ segir hann. eru tíu talsins en sum árin hafa verðlaunahafar verið tveir, annar úr raunvísindum og hinn úr hugvísind- leggi eitthvað mikilvægt að mörkum til íslensks samfélags og stuðli að nýjungum eða nýsköpun. Morgunblaðið/Kristinn OLAFUR Ragnar Grímsson veitir dr. Ingibjörgu Harðardóttur mat- vælaefnafræðingi „Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs" í gær. Dagur bókarinnar - Alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar - Að tilstuðlan UNESCO er 23. apríl tileinkaður bókinni og höfundarrétti um allan heim en þessi dagur er íslendingum minnisstæður sem fæðingardagur nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Kiljans Laxness. Af þessu tilefni stendur Bókasamband íslands fyrir ýmsum uppákomum. Á dagskrá verður meðal annars: Kl. 9.00 Listasafn íslands. Upplestur á Njálu þar sem allir eru velkomnir að taka þátt. Jón Böðvarsson hefur lesturinn en síðan tekur hver við af öðrum uns sögunni hefur verið lokið. Handrit með góðu letri verður á staðnum en lesarar mega koma með sína eiginn Njálu og vilji erlendir gestir taka þátt lesa þeir úr þýðingum á sínu móðurmáli. Búist er við að lesturinn standi í 14 klukkustundir. Kl. 14.00 Oddif Háskóla íslands. Málþing um listgagnrýni í fjölmiðlum í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Hl. Fyrirlesarar verða átta. Opnar umræður verða í lok þings. Kl. 14.00 Rölt um skáldaslóðir í Reykjavík og á Akureyri. Jón Böðvarsson, íslenskufræðingur, leggur upp frá Unuhúsi í Reykjavík og leiðir göngu um Kvosina og Þingholtin. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, gengur frá Nonnahúsi á Akureyri og út í bæinn. Kl. 14.00 IMorræna húsið. Verðlaun verða veitt í smásagna- og Ijóðasamkeppni fyrir börn og unglinga sem haldin er í minningu Halldórs Kiljans Laxness. Kl. 14.00 Hátíðarsalur Háskóla íslands. Vésteinn Olason flytur erindi á vegum Hollvinafélags heimspekideildar sem hann nefnir Halldór Kiljan Laxness og forníslensk sagnahefð. Kl. 20.30 Gunnarshús, Dyngjuvegi 8. Dagskrá um þýðandann Halldór Laxness þar sem lesið verður úr þýðingum skáldsins. Inn á milli fléttast frásagnir af viðtökum verkanna og viðhorfum Halldórs til höfundanna sem eru Hemingway, Gunnar Gunnarsson, Brecht og Voltaire. w Stjórn Bókasambands íslands er skipuð fulltrúum frá samtökum og félögum sem hagsmuna eiga að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Bókavarðafélag íslands - Félag bókagerðarmanna - Félag íslenskra bókaútgefenda - Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana - Hagþenkir - Rithöfundasamband íslands - Samtök gagnrýnenda - Samtök iðnaðarins. Menntamálaráðuneytið styrkir Bókasamband íslands á Degi bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.