Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 43

Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 43 Furðufjöl- skyldan á sumarferð FURÐUFJÖLSKYLDAN, götu- leikhús/spunaleikhús, ætlar að ferðast um á sumardaginn fyrsta og heimsækja einhverjar félags- miðstöðvar. Leikararnir Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverris- dóttir sjá um að gæða persónur Furðuleikhússins lífi. Furðuleikliúsið er einnig að helja æfingar á nýju leikriti sem heitir „Sköpunarsaga“ og bygg- ist á sköpunarsögu Biblíunnar. Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningar á „Mjallhvít og dverg- arnir sjö“ og „Hlini Kóngsson" hjá Furðuleikhúsinu. Furðuleik- húsið er ferðaleikhús og getur ferðast hvert á land sem er með þessar sýningar. Nýjar bækur • NÝ ÞÝÐING Gunnars Dal á söguljóðinu um Gilgamesh kemur út í tilefni alþjóðadags bókarinnar. Bók- ina nefnir Gunnar Fyrsta ljóð heims- ins - söguljóðið um Gilgamesh. Söguljóðið um Gilgamesh er elsta ljóð heimsins. Það gæti verið fimmt- án hundruð áraum eldra en Hó- merskviður. Talið er að þetta ljóð hafi verið vel þekkt á þriðja árþús- undinu fyrir Krist. Ljóðið er upprunnið í landinu milli fljótanna, Mesópótamíu. Babýloníu- menn fengu þetta ljóð sem arileifð og það barst víða um hinn gamla heim. Eftir að Gamla testamentið og Hómerskviður verða heimsbók- menntir virðist þetta ljóð falla úr tísku, gleymast og jafnvel týnast al- veg. En það fannst aftur á 19. öld og er á ný að taka sinn fyrri sess meðal bóka. Skýringar á þessu Ijóði á ýmsum tungum eru þegar orðnar töluverðar bókmenntir. Fræðimenn hafa sýnt fram á hvernig þetta ljóð tengist norrænni, grískri og rómverskri goðafræði. Ahrif þess á Gamla testa- mentið eru augljós. I kynningu segir: „En þetta fyrsta ljóð heimsins höfðar ekki fyrst og fremst til fræðimanna. Það er góður og myndauðugur skáldskapur sem höfðar í ótrúlega ríkum mæli til okk- ar sem nú lifum árþúsundum síðar. Og enn eru yrkisefni þessa gamla skálds hin sömu og yrkisefni okkar, sársaukinn er sá sami og leitin, draumurinn og vonin eru enn á sín- um stað í tilveru manna sem eru að sigla inn i þriðja árþúsundið eftir Ki-ist.“ FYRSTA LJÓÐ HEIMSINS - söguljóðið um Gilgamesh er 136 bls. í bandi, prentuð í Solnaprent og Flat- ey sá um bókband. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa/íslendinga- sagnaútgáfan. Bókin kostar 1.980 kr. INNRA ÖRYGGI BMW 3 línan með 2 loftpúðum 9 9 B&L Suðurlandsbraut 14, sfmi 575 1210 FURÐUFJÖLSKYLDAN, götuleikhús/spunaleikhús. Stórsveit Reyjavíkur í Ráðhúsinu STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkomandi laugardag kl. 17. Flutt verður fjölbreytt stórsveitartónlist, sömbur, sveiflunúmer og ballöður, útsetningar eftir Toshiko Akiyoshi, Bob Brookmeyer, Bob Mintzer og fleiri. Einnig mun kanadíska djass- söngkonan Tena Pamler sem starfað hefur hérlendis undanfarin tvö ár flytja með hljómsveitinni nokkrar af klassískum perlum djassbókmennt- anna. Kynnir á tónleikunum verður Ólafur Stephensen, en stjórnandi hljómsveitarinnar er Sæbjörn Jóns- son. Aðgangseyrir er enginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.