Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 43 Furðufjöl- skyldan á sumarferð FURÐUFJÖLSKYLDAN, götu- leikhús/spunaleikhús, ætlar að ferðast um á sumardaginn fyrsta og heimsækja einhverjar félags- miðstöðvar. Leikararnir Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverris- dóttir sjá um að gæða persónur Furðuleikhússins lífi. Furðuleikliúsið er einnig að helja æfingar á nýju leikriti sem heitir „Sköpunarsaga“ og bygg- ist á sköpunarsögu Biblíunnar. Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningar á „Mjallhvít og dverg- arnir sjö“ og „Hlini Kóngsson" hjá Furðuleikhúsinu. Furðuleik- húsið er ferðaleikhús og getur ferðast hvert á land sem er með þessar sýningar. Nýjar bækur • NÝ ÞÝÐING Gunnars Dal á söguljóðinu um Gilgamesh kemur út í tilefni alþjóðadags bókarinnar. Bók- ina nefnir Gunnar Fyrsta ljóð heims- ins - söguljóðið um Gilgamesh. Söguljóðið um Gilgamesh er elsta ljóð heimsins. Það gæti verið fimmt- án hundruð áraum eldra en Hó- merskviður. Talið er að þetta ljóð hafi verið vel þekkt á þriðja árþús- undinu fyrir Krist. Ljóðið er upprunnið í landinu milli fljótanna, Mesópótamíu. Babýloníu- menn fengu þetta ljóð sem arileifð og það barst víða um hinn gamla heim. Eftir að Gamla testamentið og Hómerskviður verða heimsbók- menntir virðist þetta ljóð falla úr tísku, gleymast og jafnvel týnast al- veg. En það fannst aftur á 19. öld og er á ný að taka sinn fyrri sess meðal bóka. Skýringar á þessu Ijóði á ýmsum tungum eru þegar orðnar töluverðar bókmenntir. Fræðimenn hafa sýnt fram á hvernig þetta ljóð tengist norrænni, grískri og rómverskri goðafræði. Ahrif þess á Gamla testa- mentið eru augljós. I kynningu segir: „En þetta fyrsta ljóð heimsins höfðar ekki fyrst og fremst til fræðimanna. Það er góður og myndauðugur skáldskapur sem höfðar í ótrúlega ríkum mæli til okk- ar sem nú lifum árþúsundum síðar. Og enn eru yrkisefni þessa gamla skálds hin sömu og yrkisefni okkar, sársaukinn er sá sami og leitin, draumurinn og vonin eru enn á sín- um stað í tilveru manna sem eru að sigla inn i þriðja árþúsundið eftir Ki-ist.“ FYRSTA LJÓÐ HEIMSINS - söguljóðið um Gilgamesh er 136 bls. í bandi, prentuð í Solnaprent og Flat- ey sá um bókband. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa/íslendinga- sagnaútgáfan. Bókin kostar 1.980 kr. INNRA ÖRYGGI BMW 3 línan með 2 loftpúðum 9 9 B&L Suðurlandsbraut 14, sfmi 575 1210 FURÐUFJÖLSKYLDAN, götuleikhús/spunaleikhús. Stórsveit Reyjavíkur í Ráðhúsinu STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkomandi laugardag kl. 17. Flutt verður fjölbreytt stórsveitartónlist, sömbur, sveiflunúmer og ballöður, útsetningar eftir Toshiko Akiyoshi, Bob Brookmeyer, Bob Mintzer og fleiri. Einnig mun kanadíska djass- söngkonan Tena Pamler sem starfað hefur hérlendis undanfarin tvö ár flytja með hljómsveitinni nokkrar af klassískum perlum djassbókmennt- anna. Kynnir á tónleikunum verður Ólafur Stephensen, en stjórnandi hljómsveitarinnar er Sæbjörn Jóns- son. Aðgangseyrir er enginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.