Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 33 HJÓNIN Bragi Einarsson og Karen Melik i stofunni sinni, þar sem veggir eru þaktir málverkum eftir okkar helstu málara. í þessu horni þarna eru mest áberandi myndir eftir Gunnlaug Blöndal, sem Bragi keypti margar í Danmörku. A borðinu eru rauðar alparósir, sem Bragi hefur ræktað í 38 ár. ÓÞEKKTI túristinn. Ein af myndum Braga. Kjarvals. Tvær af myndum hans sem hanga í stofunni eru úr hennar fjölskyldu. En allh- veggir ei-u þaktir málverkum og þar mikl- ir dýrgripir eftir marga af okkar meisturum. Fjölmargar myndir eftir Kjarval, Gunnlaug Blön- dal - sem Bragi hefur keypt frá Danmörku, m.a. frummyndina Kona með greiðu sem þekkt er af eftirprentunum og kortum - Alfreð Flóka, Finn Jónsson, Höskuld Björnsson, Eggert Guð- mundsson, Brynjólf Þórðarson o.fl. Allar ófalsaðar með rekjan- lega sögu segir Bragi kíminn, enda íyrir daga meintra falsara. En eig- ið málverkasafn ætlar Bragi að gefa fólki kost á að sjá í Eden á sýningu á afmæl- inu, enda gefst fólki ekki oft færi á slíkum myndum af einkaheimilum. Því má skjóta hér inn í að mynd- listarmenn hafa síðan 1972 fengið að sýna í Eden, einkum eftir stækk- unina 1986. Alltaf biðröð eftir að fá að sýna, því það kostar ekkert. Listafólkið kemur inn og sýnir og selur í eigin nafni. Bragi segir það borga sig beinlínis því allir sem sýna eru með hóp af vinum og kunningjum í kring um sig og þeir auglýsa sig og skapa vissa umferð á staðnum. Margir selja bara vel þarna. Það blandast ekkert inn í reksturinn. Oþekkti túristinn Þama í stofunni standa líka upp við vegg nokkrar teiknaðar myndir eftir Braga sjálfan, sem hefur gaman af að föndra, eins og hann kallar það. Byrjaði endur fyrir löngu á þvi að teikna fólk á alla auða bletti á Mogg- anum í kaffítímanum og kallaði það að fullhanna Moggann. Má oft á veggjum Edens sjá myndir eftir hann af þekktum mönnum. Nýlega byrjaði hann að gera myndir af því sem hann kallar „Óþekkti túristinn", en þær hefur hann gert fyrir áhiif erlendra manna sem hann sér í Eden í 20 mínútur. Og myndir af óþekkta túristanum ætlar hann líka að hengja upp í Eden í tilefni afmælisins. Fjölskyldan í Edensgarði Við röltum yfir garðinn og erum aftur komin í Eden. „Við verðum að standa undir nafninu og freista fólks svolítið í aldingarðinum Eden“, seg- ir Bragi kíminn þegar spurt er um nafngiftina á staðnum hans. Hann kvaðst í upphafi hafa leitað lengi að nafni sem útlendingar skildu líka. Og Eden var auðvitað gróðursæll garður. Hann bar heitið undir Ki-ist- ján Eldjárn, fonnann nafnanefndar, sem lagði blessun sína yfir það. Sagði nafnið Eden jafngamalt kristni í landinu. Fjölskyldan sýnist öll hafa áhuga á rekstrinum. I Eden hittum við Olgu dóttur Braga, sem kveðst hvergi annars staðar hafa unnið, og soninn Einar Björn, ásamt unnustu hans Rachel Árnadóttur. En Einar er að hálfu með eigið fyrirtæki í sambandi við internetþjónustu, sem kemur sér vel því Eden er þar með söludeild fyrir ullarvörur sem boðn- ar eru líka í bæklingum og skila sölu á vetrum þegar minnst er. Og einka- sonurinn af seinna hjónabandi, André Berg, er að koma heim úr skólanum og slæst í hópinn. „Hér er alltaf nóg að starfa“, segir Bragi. „Þetta er mjög krefjandi og ég fínn orðið iyiTi- því sjálfur að fyrir- tækið hefur tekið alltof mikið af mín- um tíma. Það hefur komið niður á fjölskyldunni. Við erum að vísu sam- an á vinnustað, en það er lítið um frí- tíma. Þetta er sjö daga vinna allan ársins hring, við að undirbúa helg- amar á virkum dögum og svo kemur aðaltörnin þegar aðrir fara í frí.“ Bragi hefur verið hjúasæll. Elsti starfsmaðurinn hefur verið hjá hon- um frá 1967. Valgerður Jóhannes- dóttir hefur verið ráðskona í kaffí- teríunni frá 1972, ótrúleg kona og jarðýta til vinnu, segir hann. Sagt er að enginn hætti þarna fýrr en hann fer á elliheimili. Þó er það ekki ein- hlýtt, því Þormóður Torfason er kominn í ellisambýli á Selfossi og kemur samt stundum akandi til vinnu í Eden. Afmæli á sumardaginn fyrsta Bragi miðar 40 ára afmælið við þann dag þegar hann fékk hita í húsin og byrjaði ræktunina á sumai'- daginn fyi'sta 1958. Hefur jafnan verið haldið upp á stærri afmælis- daga. Síðasta vetrardag var uppá- koma, sem sagt hefur verið frá ann- ars staðar. Og sjá má forustusauð- inn Jeltsín, sem hefur fengið sama- stað í Eden. Fleira stendm- til á af- mælisdaginn, enda eru þá jafnan margir á ferð. í Eden má oft á morgnana sjá spekinga ræða málefni heims- byggðarinnar við eitt borðið. Þar gjarnan komnir rithöfundarnir Ind- riði Þorsteinsson og Gunnar Dai, sem búa í Hveragerði og eiga það til að koma í morgunkaffí. Sitja jafnvel til hádegis og draga fleiri að. „Gunnar er búinn að sitja hjá mér í 20 ár, enda á hann hér hús sem hann notar að sumrinu. Ekkert er það til sem hann getur ekki rætt og fróðlegt að fylgjast með. Þeir Indriði eru mjög ólíkar týpur, en báðir skemmtilegir. Þetta er mikið punt í tilverunni," segir Bragi „og hefur verið mjög fræðandi og menntandi, eins og að hafa prívat kennslustundir. Oft er kvartað undan því að ég vinni of mikið og gefí þessu of mik- inn tíma. En mér hefur bara alltaf fundist að ef maður er að gera það sem maður hefur gaman af þá er vinnan ævintýri lífsins," segir Bragi og verða það lokaorðin. LANCOME oo >—i Pd Ómótstæðilegt tilboð frá LANCÖME Rénergie taska Primordiale taska Bienfait Fluide kr. 2.950 í stað 5.100 kr. kr. 3.600 í stað 5.890 kr. kr. 2.700 í stað 3.550 kr. Líttu við á næsta 'J LANCÖME útsölustað. Takmarkað magn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.