Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 LISTIR Bók er best vina Alþjóðadagur bókarinnar er í dag, sumardaginn fyrsta. Af því tilefni ræddi Orri Páll Ormarsson við Þröst Helgason, ______----------------7--------- formann Bókasambands Islands, og Gísla Sigurðsson, formann Hagþenkis, sem segja bókina, sem fyrr, lifa góðu lífí, þótt samkeppnin um athygli fólks hafí stóraukist á öldinni sem senn er úti. Undarleg er íslensk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. - Stephan G. Stephansson í bókunum liggur sál aldanna, sagði Thomas Carlyle. Þetta vita engir betur en íslendingar, sjálf bókaþjóðin, enda er sál norrænna þjóða falin í íslenskum bókum en hvorki því fólki sem nú lifír á Norð- urlöndum né á Islandi sjálfu, svo sem Arnas Amæus segir í Islands- klukkunni. Svo langt vilja ef til vill ekki allir ganga en ljóst má vera að fátt, ef nokkuð, hefur veitt þjóðinni jafnmikinn innblástur í gegnum tíð- ina, í uppgangi sem andstreymi, og einmitt bókin - þessi besti vinur mannsins. Alþjóðadagur bókarinnar er nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Ber hann upp á dánardag skáldjöfra á borð við Cervantes og Shakespeare, sem margir telja mestan meðal skálda, en jafnframt fæðingardag Halldórs heitins Laxness. Ætti það að færa daginn enn nær okkur Is- lendingum en Laxness var ekki ein- ungis fremsti rithöfundur aldarinn- ar hér á landi, heldur jafnframt einn svipmesti maður sinnar tíðar. Mað- ur sem þjóðin leit lengst af upp til - bar á höndum sér. Svo mikla þýð- ingu höfðu - og hafa - verk hans fyrir þroska hennar, þrek og þraut- seigju til að yrkja land sem æðri máttarvöld hafa ekki kosið að fara um mjúkum höndum. Það er að tilstuðlan Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, að Alþjóðadagur bókar- innar er haldinn hátíðlegur en hug- myndin mun vera komin frá Spán- verjum, sem um áratugaskeið hafa tileinkað bókinni einn dag á ári. Er dagurinn um leið helgaður hags- munum og réttindum höfunda hug- verka. En hver er tilgangurinn? „Maður er oft spurður hvers vegna verið sé að halda dag bókar- innar, eins og þess þurfi,“ segir Þröstur Helgason, formaður Bóka- sambands Islands, en Bókasam- bandið annast framkvæmd dagsins hérlendis. „Hvað okkur Islendinga varðar er svarið hins vegar einfalt: Það þarf að halda bókinni á lofti. Ástæðan er sú að íslensk þjóð, ís- lensk menning, stendur á henni - bókin er grundvöllur alls í okkar samfélagi." Menningin byggð á bókum Gísli Sigurðsson, formaður Hag- þenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, talar í svipuðum anda. „Menning okkar Islendinga, og Vesturlandabúa almennt, er byggð á þekkingu sem safnast hef- ur upp í bókum. Öll okkar tilvera er reist á því að þetta fyrirbæri, bókin, skuli hafa verið fundin upp en þróun bókarinnar, frá handritum til prent- aðra bóka, hafði afgerandi áhrif á þróun vestrænna samfélaga. Afger- andi áhrif á miðlun upplýsinga.“ Þröstur gerir tengsl framfara og bóka einnig að umtalsefni og nefnir Upplýsingarmenn á 18. öld sem gott dæmi um menn sem lagt hafí höfuðáherslu á bókmennt. „Hið prentaða orð var þeirra öflugasta vopn - og hefur verið síðan - í bar- áttunni við menntunarleysi og nesjamennsku hvers konar.“ Við lifum á tímum örra breytinga. Samkeppnin um athygli fólks fer sí- fellt harðnandi, útvarpið, sjónvarp- ið, hljómbandið og myndbandið hafa iyrir margt löngu vaxið saman við vestræna menningu og nú er svo komið að takmarkaður er tölvulaus maður. Margmiðlunarbyltingin hef- ur með öðrum orðum gjörbreytt samfélagi okkar, þannig að ekki verður aftur snúið. Mitt í stormin- um hefur bókin staðið og nú þegar logn er í nánd er ekki annað að sjá en hún standi enn, stöðug sem fyrr. Eða hvað? „Margmiðlunin var síðasta ógnin við bókina," segir Þröstur. „Hún virðist hins vegar miklu frekar hafa komið upp að hlið bókarinnar í stað þess að kaffæra hana. Bókin lifír, sem fyrr, góðu lífi!“ Gísli kveðst ekki heldur sjá að Morgunblaðið/Júlíus ÞRÖSTUR Helgason formaður Bókasambands íslands og Gísli Sig- urðsson formaður Hagþenkis í góðra vina hópi. bókin sé á undanhaldi, þótt fólk hafí tileinkað sér nýja þekkingu. „Enn eru menn á því að besta leiðin til að miðla upplýsingum sé að gera það munnlega, þrátt fyrir mikla þróun í tölvutækni, og enn gefa menn út bækur.“ Engu að síður mætti margt betur fara. „Svo ég tali frá sjónarmiði höf- unda fræðirita hefur komið í ljós, nú þegar upplýsingaöldin er brostin á, og menn keppast við að tölvuvæða upplýsingar, að við höfum trassað að taka saman þær upplýsingar sem við búum yfir um íslenskt samfélag, sögu þess og þróun. Fyrir vikið eru þær ekki tiltækar svo hægt sé að matreiða þær, þannig að almenn- ingur hafi gagn af,“ segir Gísli. Styrkja þarf útgáfu fræðirita Skýringin er, að mati Gísla, sú að í menningarpólitík þjóðarinnar hafí ekki verið lagt upp úr því að styðja við bakið á höfundum sem eru í að- stöðu til að taka saman og miðla fræðilegu efni. „Stuðningur við skapandi rithöfunda og vísinda- menn, sem sinna frumrannsóknum, hefur löngum verið með ágætum en þeir sem vilja skrifa almenn fræði- rit hafa ekki aðgang að styrkjakerfí af neinu tagi. Þessa sér mjög áþreifanlega merki í íslenskri bóka- útgáfu og íslenskri þekkingaröflun. Okkur finnst því við hæfi að nýta þetta tækifæri, alþjóðadag bókar- innar, til að hnykkja á því að koma þurfi á fót hliðstæðum sjóðum fyrir sjálfstætt starfandi höfunda fræði- rita og höfundar skáldverka hafa aðgang að.“ Segir Gísli þennan slæma aðbún- að, sem höfundar fræðirita búa við hér á landi, hafa valdið því að Is- lendingar hafi lent á eftir nágranna- þjóðunum á þessu sviði. „Löndin í kringum okkur hafa ekki síður lagt sig eftir því að ýta undir útgáfu á fræðiritum en fagurbókmenntum. Þess ber þó að geta að þar eru að- stæður yfirleitt aðrar, þar sem markaðurinn getur staft© undir út- gáfu af þessu tagi, sem hann getur tæplega gert hér á landi.“ Annar ljóður sem Gísli og Þröst- ur sjá á ráði bókaþjóðarinnar er virðisaukaskatturinn sem settur var á bækur árið 1993 eftir skammvinnt skattleysistímabil sem kom í kjölfar afnáms söluskattsins sem áður var. Er virðisaukaskatturinn 14%. „Það er klassískt baráttumál að berjast fyrir niðurfellingu söluskatts á bók- um. Honum var aflétt um tíma fyrr á þessum áratug og við það kom fjörkippur í bókaútgáfu. Stjómvöld sáu hins vegar fljótt ofsjónum yfir þessu og settu skattinn á aftur.“ Að sögn Gísla kemur skattur þessi harðast niður á „viðkvæmum ritum í útgáfu“, sem hann kallar svo, sem seljast hægt en örugglega. Slík rit, öðrum fremur, veigri menn sér við að gefa út við núverandi að- stæður. „Þetta er auðvitað bagalegt enda megum við, miðað við þá vöm sem íslensk menning er í nú um stundir, síst við því að gefa út færri bækur. Bækurnar eru vörn lands- ins.“ Segjast félagamir ekki sjá nein teikn á lofti um að breytinga sé að vænta. Að vísu sé nýr maður sestur í stól ráðherra fjármála og með nýj- um mönnum komi oft nýir siðir. „Því er ekki að neita að við berum von í brjósti um að nýr fjármálaráð- herra láti til sín taka á þessum vett- vangi. Okkur þykir í það minnsta ástæða til að taka málið upp aftur,“ segir Þröstur. Baráttumálin em mörg á Al- þjóðadegi bókarinnar. Enn eitt mál- „ÞÁ ÞÓTTI honum hart um höggva, því að þar var yndi hans, sem bækurnar voru,“ segir í Sturlungu um Ingimund prest Þorgeirsson, er bókakista hans var fyrir borð drepin úti fyrir Homströndum haustið 1180. Sennilegt má þykja að helzta un- aðsbótin í bókum Ingimundar prests hafi verið hómilíur og heilagra manna sögur - þýðingar helgar og annað guðsorð. Einhveiju sinni, þegar ég var um tvítugsaldur, greip ég í fisk- vinnu hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur. Þar vann við umstöflun, saltmokstur og annað sem til féll hverju sinni, útslitin gömul kona, svo bogin í baki af striti að hún var nær gengin í vinkil. Hún tók mikið í nefið, en í öllu var fas hennar hreinlátt og hæversklegt. Yrði andartaks hlé á aðburði tók hún mig stundum tali, hallaði sér fram á skófluna og sagði: Dagur bókarinnar Ávarp eftir Þorstein frá Hamri Mikil guðs gjöf em bækurnar. Þar var auðheyrilega yndi hennar sem bækurnar vom: hljóðlát nautn í einvem að vinnu- degi loknum. Fráleitt var að ímynda sér þessa konu sem ein- stæðing. Stundum lét hún mig heyra bjóra úr söguþræðinum sem það sinnið átti hug hennar allan. Þegar ég minnist þessarar gömlu konu minnist ég líka ósjálfrátt Ingimundar prests. Bók er í vitund okkar að öllum jafni einungis bók, hlutur sem við grípum til í fróðleiks skyni og skemmtunar, sögur, Ijóð, fræði; ung fáum við hana í hendur og hún fylgir okkur að meira eða minna leyti upp frá því, nokkurn veginn eins og ekkert sé. En þeim okk- ar, sem hafa beinlínis dálæti á bókum, vitr- ast stöku sinn- um hið nánast yfirþyrmandi eðli og inntak þeirra. Ekki bara þetta „eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum“, heldur einnig hin ögrandi nánd við manninn: heilu veggina þétt- setna, iðandi, kvika af hugsun- um, viðbrögðum mannlegs heila. Þarna er kröm hans og kvöl, gleði og gaman, hugsjónir, ham- ingjuleit og trú. Skjámenning, tölva, veraldar- vefur og aðrir hraðboðar okkar tíma hafa slegizt í för með mann- inum til frambúðar, og er það vel, sé farsællega á haldið. Ekk- ert í öllum þessum flýtisauka óþolinmæðinnar kemur þó í stað- inn fyrir yndi Ingimundar prests og gömlu konunnar í Bæjarút- gerðinni: þá sérstöku leiðsögn orðsins um mennska stigu, sem góð bók hefur að bjóða; ígrund- að, hugsað tungutak og annan menningarþokka sem hún ein hefur til að bera, hið ytra sem innra. Þar með er auðvitað ekki sjálfgefið að hún geti umsvifa- laust sagt okkur „hvert Norður- hlíðarstígurinn liggur", svo vitn- að sé til hinnar gömlu góðu sögu, Ferðin á heimsenda; það getur kannski enginn mannlegur mátt- ur, hversu mjög sem til er reynt. ið sem Þröstur og Gísli leggja áherslu á, er að halda bókinni að ungmennum en samkvæmt könnun- um færist fjöldi þeirra sem aldrei líta ótilneyddir í bók jafnt og þétt í vöxt í yngsta aldurshópnum. „Við viljum gera bækur að aðlað- andi valkosti fyrir ungt fólk - mót- vægi við sjónvarp, myndbönd og tölvuleiki," segir Gísli. „Bækur geta nefnilega líka verið góð afþrejdng, góð skemmtun. Aðalatriðið er að ungt fólk lesi - hvað það les skiptir minna máli.“ Þröstur færir bókmenntakennslu í grunnskólum í tal í þessu sam- hengi - sem virðist, að hans mati, helst til þess fallin að fæla börn frá lestri bókmennta. Það nái vitaskuld engri átt. „Að mínu mati þarf að færa þessa kennslu í nútímalegra horf, þannig að bókmenntirnar verði meira spennandi og aðlaðandi fyrir börnin." Ábyrgð foreldra En ábyrgðin liggur víðai-. Þröstur segir þátt foreldra í bókmenntaupp- eldinu til að mynda oft gleymast. „Nýjustu kenningar í uppeldisfræð- um segja að mikilvægt sé að for- eldrar kunni að leika sér með börn- um sínum til þess að þau þroskist eðlilega. Ég held að það hljóti að vera jafnmikilvægt að foreldrar kunni að njóta bókmennta, og reyndar lista yfirleitt, með bömum sínum. Það er með öðrum orðum brýnt að foreldrar lesi fyrir og með bömum sínum. Böm verða nefni- lega að læra að njóta bóka.“ Gísli segir bókasöfn jafnframt hafa stóru hlutverki að gegna í bók- menntauppeldinu. „Bókasöfn eru mjög fysilegur kostur fyi'ir ungt fólk og það er ánægjulegt að heim- sóknir þess þangað hafa, samkvæmt könnunum, færst í vöxt á undan- fömum áram og misserum. Hið mikilvæga starf sem þar er unnið virðist því vera í góðu horfí.“ Endalaust er hægt að breyta og bæta. En þegar öllu er á botninn hvolft era Gísli og Þröstur ánægðir með stöðu bókarinnar, þegar ný öld, nýir tímar, eru í aðsigi. Þeir líta því björtum augum til framtíðar. „Við íslendingar höfum ekkert að óttast," segir Gísli. „Saga okkar, bókmenntaarfurinn, gerir það að verkum að bókinni verður seint rutt úr vegi hér á landi. Við þurfum ekki nema að líta á bækur frá miðöldum, sem okkur þykja enn merkilegar og glæsilegar, því til staðfestingar. Við þurfum ekki heldur að óttast að tölvan komi í stað bókarinnar. Hún er vissulega ágæt til síns brúks, hvað upplýsingaöflun varðar, en kemur aldrei í staðinn fyrir gott safn handbóka. Þá er það allt önnur nautn að sitja með skáldskap á bók en að lesa hann á tölvuskjá. Um það er engum blöðum að fletta." Þröstur tekur í líkan streng: „Þótt við gerum ekki annað en halda í horfinu sýnist mér framtíð bókarinnar vera mjög björt. Hún hefur staðið af sér ásókn tækninnar á þessari öld og styrkst, ef eitthvað er. Bókin, þetta einstaka fyi-irbæri, virðist hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Svo verður væntanlega um ókomna tíð!“ Dagur bókarinnar Dagskrá 9.00. Njálulestur í Listasafni Islands. 14.00. Málþing um gagnrýni í Odda, Háskóla íslands. 14.00. Rölt um skáldaslóðir í Reykjavík (Unuhús) og Akur- eyi'i (Nonnahús). 14.00. Barnabókaverðlaun afhent í Norræna húsinu. 14.00. Vésteinn Ólason flyt- ur erindi um Halldór Kiljan Laxness í Hátíðarsal Háskóla Islands. 20.30. Þýðandinn Halldór Laxness í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. 20.30. Franskt bókmennta- kvöld á Súfistanum, MM á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.