Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 68
t 68 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson DAVIÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir unnu til fjórðu verðlauna í foxtrott tangókeppni 12-14 ára. Löng og ströng vika í Blackpool IIAIVS Blackpool Towerballroom f Blackpool BARNA- OG UNGLINGAKEPPNI 6-12 ára böm og 12-16 ára ung- lingar kepptu f standard-dönsum og suður-amerískum dönsum. Keppnin fór fram 13.-18. aprfl. LAUGARDAG fyrir páska hélt stór hópur íslenskra dansara utan, var ferðinni heitið til Blaekpool á Englandi, þar sem ein stærsta og virtasta danskeppni fyrir böm og unglinga er haldin ár hvert. Keppni þessi er geysilega sterk og koma pör frá öllum heimshom- um til að taka þátt í þessari miklu dansveizlu. í meginatriðum er keppt í tveimur flokkum; flokki bama 6-12 ára og flokki unglinga 12-16 ára. Islenzku pörin í yngri flokknum voru 14 en í þeim eldri voru 16 pör. Keppnin hófst á mánudeginum og lauk á laugar- deginum þar á eftir, það gefur því augaleið að þessi vika er löng og ströng, sérstaklega fyrir þá sem yngri em. Hér er ætlunin að rekja árangur íslenzku paranna dag frá degi. Mánudagur: Yngri pörin kepptu einungis í Cha cha cha þennan fyrsta dag keppninnar og komust öll íslenzku pörin í aðra umferð nema tvö, 6 pör fóm áfram í þá þriðju og í 24 para úrslit komst eitt íslenzkt par, þau Davíð Már Steinarsson og Sunneva Sirrý Ólafsdóttir. í>að var írskt par sem fór með sigur af hólmi í þessari keppni. Eldri hópurinn dansaði einnig einn dans þennan fyrsta dag og var það vínarvals. I aðra umferð komust 11 íslenzk pör og í þá þriðju komust 4 pör. Eitt par komst í 24 para úrslit, en það voru þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. Þriðjudagur: Yngri pörin áttu stóran dag, þar sem þau áttu að dansa 4 standard- dansa. Þessi keppni var geysilega hörð og spennandi. Einungis 5 ís- Morgunblaðið/Jóhann Arnar Arnarson FRA landakeppni 12-16 ára dansara, þar sem íslenzka liðið hafnaði í 6. sæti. Fánaberi er Ásta Bjarnadóttir. Liðið skipuðu Skapti Þóroddsson og Ingveldur, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Osk Reynisdóttir, og Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir. lenzk pör komust í aðra umferð og síðan ekki söguna meir. Eftir mjög spennandi úrslit vom það Danimir Sonnie Fredie Pedersen og Jeanne Aunel sem stóðu uppi sem sigur- vegarar. Þennan dag var boðið uppá keppni fyrir pör 12-13 ára og var keppt í tveimur dönsum, cha cha cha og rúmbu. íslenzku pörin vora 7 og komust 6 þeirra áfram í aðra umferð og 3 í þá þriðju, sem vora 24 para úrslit. Það vora þau Hrafn Davíðsson og Anna Claessen, Dav- íð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Guðni Kristins- son og Helga Dögg Helgadóttir. Tvö síðamefndu pörin komust í undanúrslit 14 para. Það vora Pav- linic systkinin sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa keppni. Hópur 12-16 ára keppti einung- is í samba og komust öll íslenzku pörin áfram í aðra umferð. í þá þriðju komust 7 íslenzk pör og áfram í þá fjórðu komust 4 pör. Eitt íslenzkt par komst í 24 para úrslit en það vora þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. Bretamir Mark Leek og Rachel Heron unnu sam- bakeppnina. Að mínu mati vora mörg pörin sem komust í undanúr- slit og úrslit f þessum flokki ekki sterkustu pörin, þama voru að mínu mati nokkur brezk pör sem ekki áttu heima í undanúrslitum, pör sem áttu ekki einu sinni heima í 24 para úrsiitum. Á meðan sátu geysilega sterk pör, t.d. frá Rúss- landi, Litháen, jafnvel Islandi, úti í kuldanum og horfðu á beinlínis lé- leg pör, sem komust í úrslit. Einnig var boðið uppá liða- keppni á þriðjudeginum fyrir 12-16 ára pörin og eftir harða keppni við Rússa stóðu Bretar uppi sem sigurvegarar. íslenzku pörin stóðu sig mjög vel en höfn- uðu í 6. sæti. Miðvikudagur: Yngri hópurinn keppti einungis í jive þennan daginn og komust 13 þeirra í aðra umferð. í þá þriðju komust 5 pör og í 24 para úrslit komust 4 íslenzk pör, þau Vigfús Kristjánsson og Signý Jóna Tryggvadóttir, Baldur Kári Eyj- ólfsson og Sóley Emilsdóttir, Jónatan Amar Orlygsson og Morgunblaðið/Jóhann Arnar Amarson Hér eru þeir Norðurlandabúar sem skipa International-Ólympíuliðið. F.v Jónatan og Hólmfríður, Björn og Ea (Dk), Gunnar Hrafh og Sigrún Ýr, fsak og Halldóra og Rasmus og Tanja (Dk). Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, voru ekki í Blackpool. Hólmfríður Bjömsdóttir og Frið- rik Ámason og Sandra Júlía Bem- burg. Tvö síðastnefndu pörin komust í undanúrslit 12 para og stóðu sig með mikilli prýði. Eldri hópurinn átti stóran dag fyrir höndum, en það var keppnin í standard-dönsunum. Það voru 14 íslenzk pör sem komust áfram í aðra umferð og 5 í þá þriðju. I fjórðu umferð komust 2 íslenzk pör og létu íslenzku pörin sér Jjað nægja þann daginn. Það vora Ital- ir sem sigruðu tvöfalt í þessari keppni. Fimmtudagur: Yngri hópurinn keppti einnig í einum dansi á fímmtudeginum og var keppt í vínarvalsi. í aðra um- ferð komust einungis 6 íslenzk pör. Yngri hópurinn keppti einnig í liðakeppni fyrir pör 11 ára og yngri og hafnaði í 6. sæti. Það vora aftur Bretar sem unnu þessa liðakeppni. Eldri hópurinn átti annan stór- an dag fyrir höndum en á fímmtu- deginum var keppt í öllum suður- amerísku dönsunum. Af íslenzku pöranum komust 14 í aðra umferð og 5 í þá þriðju. Einungis tvö ís- lenzk pör komust í 48 para úrslit. Ekki komust íslenzku pörin lengra að sinni, sem var mjög ósann- gjamt, svo ekki sé nú meira sagt. Hér var það sama upp á teningn- um og hafði verið fyrr í vikunni, fullt af Bretum í 24 para úrslitum og undanúrslitum. Fólk var orðið hrætt um að það yrðu Bretar sem myndu standa uppi sem sigurveg- arar, en svo fór ekki því það vora Rússar sem unnu mjög verðskuld- að til 1. verðlauna. Föstudagur: Annar stór dagur fyrir yngri keppendur, sem kepptu í 4 suður- amerískum dönsum. Þetta hefur nú verið talið til okkar sterkustu greina, en einungis komust 4 ís- lenzk pör áfram í aðra umferð og eitt þeirra í þá þriðju. Reyndar var pöranum fækkað um helming eftir fyrstu umferðina, sem er geysilega mikill niðurskurður. Það voru Irar sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við danska parið Sonnie og Jeanne. Eldri hópurinn keppti í jive þennan næstsíðasta dag Black- poolkeppninnar. Af íslenzku pör- unum komust 9 í aðra umferð, 4 í þá þriðju og 2 pör fóra alla leið í 12 para undanúrslit, það voru Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr og ísak Hall- dórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir. Það vora Slóvenar sem bára sigur úr býtum í jive- keppninni. Laugardagrur: Yngri hópurinn 12 ára og yngri keppti í enskum valsi og komust fímm pör í 2. umferð. Þennan dag var boðið uppá keppni 12-13 ára í foxtrot og tangó. Þrjú pör fóra í 24 para úrslit þau Hrafn Davíðsson og Anna Cla- essen, Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir sem komust í undanúrslit og svo svo fór eitt par fór alla leið í úrslit það vora þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir og unnu þau til fjórðu verðlauna. Það er einn bezti árangur sem íslenzkt par hefur náð í standard-dönsum í Blakcpool. Hópur 12-16 ára dansaði quickstep þennan dag. 12 pör fóra í 2. umferð og 6 pör fóra í 3. um- ferð. Snorri Engilbertsson og Dór- is Ósk Guðjónsdóttir fóru í 24 para úrsht ásamt Gunnari Hrafni og Sigrúnu Ýr. Það er alltaf gaman að fara til Blackpool að sjá bestu bama og unglingadansara í heiminum það var þó eitt sem skyggði á í þetta sinn en það var hversu pólitízkir dómaramir voru. Það var greini- legt að bresku pörin nutu góðs af því að það vora einungis breskir dómarar á gólfinu og að mínu mati vora úrsht og undanúrslit dómur- unum til skammar. Ég get ekki ímyndað mér hvemig dómaramir geti verið stoltir af sinni dóm- gæslu. Annars dönsuðu íslensku pörin ágætlega, mörg hver mjög glæsilega en fengu ekki þá umbun sem þeir áttu skilið. Jóhann Arnar Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.