Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Alúð og sönggleði Nýkomin sending af mexikóskum sveitahúsgögnum. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. Mörkinni 3 • sími 588 0640 E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.if • www.rosef.de •www.zanoffa.it i • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it ? • www.kartell.it • www.fiam.it i • www.fontanaarte.it TONLIST Digraneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru kórlög eftir innlcnda og erlenda höfunda. Samkór Kópavogs ásamt Auði Gunnarsdóttur, sópran og Claudio Rizzi, píanóleikara. Sljórnandi Dagrún Hjartardóttlr. ÞAÐ er til merkis um gildi tón- listarinnar fyrir þessa þjóð hve margir taka þátt í söngstarfi vítt og breitt um landið. Hlutfallslega eru kórarnir flestir úti á landi en kórar í þéttbýli láta ekki heldur sitt eftir liggja. Daginn fyrir síðasta vetrar- dag blés Samkór Kópavogs til tón- leika í Digraneskirkju og fékk til liðs við sig Auði Gunnarsdóttur, sópran, og ítalska píanóleikarann Claudio Rizzi. Á efnisskrá voru kór- lög frá ýmsum tímum eftir íslenska og erlenda höfunda, einnig verk úr söngleikjum og óperum. Fyrri hluti efnisskrárinnar var einkum eftir íslensk tónskáld. Tón- leikarnir hófust á lögunum Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson og Jeg elsker dig eftir Jón Þórarinsson, bæði í útsetningu Björgvins Þ. Valdimarssonar. Auður Gunnars- dóttir söng einsöng með kórnum í Tvö ný verk eftir Snorra Sigfús frumflutt TVÖ NÝ tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson verða frumflutt á tónleikum í Norræna húsinu kl. 12.30 á laugardaginn kemur. Tónleikunum lýkur kl. 13. Annað verkið, fyrir einleikspíanó, mun Snorri sjálfur leika en hitt, sem samið er fyrir einleiksflautu, verður flutt af Martial Nardeau. Flautuverkið, sem Snorri seg- ir að sé aðalverk tónleikanna, nefnist Partita. Er það samið sérstaklega með Martial Nar- deau í huga og tileinkað honum. „Martial átti stórafmæli í fyrra, varð fertugur, og er verkið samið af því tilefni. Það er alltaf jafn gaman að semja fyrir Marti- al því honum er fátt, ef nokkuð, óyfirstíganlegt í flautuleik," seg- ir Snorri. Partita er í tíu samtengdum köflum og kveðst Snorri hafa leitast við að semja það í „einum síðara laginu. Næst söng kórinn fjögur erlend lög: Að lindum, franskt lag frá 16. öld, Fann ég á fjalli eftir ungverska tónskáldið La- jos Bárdos og síðan tvö norræn lög: Vögguljóð á vetri eftir Tove Knut- sen og Næturljóð eftir Evert Taube. Efnisskránni fyrir hlé lauk með fjórum lögum eftir Jón Ás- geirsson: Vorvísu, Vorum hinsta degi, Fyrirlátið mér og Lokakór úr Þrymskviðu. Auður söng Vorn hinsta dag með kómum og var flutningurinn hinn ágætasti. Eftir hlé kvað við nýjan tón. Þá söng kórinn lög úr West Side Story eftir Bernstein, Tonight og Maria, þá söng hann Nú vetur dvín úr Showboat eftir Kirm og Þú ert aldrei einn á ferð úr Carousel eftir Rodgers. Lagið úr Showboat var sérlega vel sungið; kórinn komst á flug og áheyrendur gleymdu sér um stund í þessum lifandi vorsöng. En kórinn hafði ekki sagt sitt síðasta orð: eftir fylgdu þrjú lög úr Carmínu búrönu eftir Carl Orff: Swaz hie gat umbe, Chume, chum, Geselle min og Were diu werlt alle min. Þar reyndi heldur betur á þol- rif stjórnandans í örri og sveigjan- legri hrynjandi; kórinn söng lögin frábærlega vel undir öraggri stjórn Dagrúnar Hjartardóttur. dramatískum boga“. „Ég vona að það hafi tekist.“ Píanóverkið er hið fjóröa í röð verka sem Snorri kýs að kalla Portrett. Er það í einum kafla. Yrkir tónskáldið þar um ákveðn- Tónleikunum lauk með þremur óperuverkum: Auður Gunnarsdóttir söng Casta diva úr Normu eftir Bellini, þá söng kórinn Veislukórinn úr Luciu di Lammermoor eftir Don- izetti og loks sameinuðust allir flytj- endur í Heia in den Bergen úr Tsj- ardasfurstynjunni eftir Kalman. Þessi verk eru alls ekki einfóld í flutningi en voru engu að síður sungin af miklu öryggi. Samkór Kópavogs er skipaður hátt á fimmta tug söngfélaga. Kór- inn hefur góðan hljóm, raddbeiting er óþvinguð og flutningur allur lif- andi. Hann söng alla efnisskrána ut- anbókar sem er til fyrirmyndar og textaframburður var mjög góður. Allir þessir þættir gerðu tónleika Samkórsins mjög ánægjulega og bera vinnubrögðum stjórnandans fagurt vitni. Auður Gunnarsdóttir hefúr skipað sér á bekk með okkar fremstu söngkonum; hún söng Casta diva sérlega glæsilega og var kórnum líkt og vítamínsprauta í öðr- um lögum sem hún söng. Claudio Rizzi píanóleikari setti ferskan svip á tónleikana með ítölsku tempera- menti sínu; hann átti ekká minnstan þátt í að vekja þá alúð og sönggleði sem ríkti á tónleikum Samkórsins í Digraneskirkju. ar persónur en velur, sem fyrr, að láta nöfn liggja milli hluta. Por- trett nr. 4 var samið í febrúar og mars síðastliðnum en Snorri von- ast til að röðin eigi eftir að vinda upp á sig á næstu misserum. Gunnsteinn Ólafsson Morgunblaðið/Kristinn MARTIAL Nardeau flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson tónskáld og píanóleikari verða ekki við matarborðið í hádeginu á laugardag enda bókaðir á tónleikum í Norræna húsinu. I i I í I ) ) ] :í ‘t I Ert þú að verða sköllóttur? Eða er hórið farið að þynnast? i Þefta er ekki hárkolla! Við leysum það með Apollo hári, sem verður hluti af þér allan sólarhrinainn. Áhugasamir hafi samband í síma: 552 2099, Apollo hárstúdíó, 453 6433, Pýramídinn, 474 1250, Hársnyrtist. Herta. Viltu nýtt útlit? Viltu meira hár? Jarn Petersen, Apollo sérfræðingur, kynnir Apollohár og Megaderm við hárlosi í Reykjavík 29.-30. apríl og 3. maí, á Sauðárkróki 1. maí, á Reyðarfirði 2. maí. ttAIR APOLLO hárstúdíó, Hrlngbraut 119, Reykjavík. ■SySTEMS Sími 552 2099. Burtfararpróf í Fella- og Hólakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 26. aprí kl. 20.30. Tónleikamir eru burtfararpróf Berglindar Maríu Tómasdóttur, flautuleikara frá skólanum. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leik- ur með á píanó. Auk þeirra koma fram Ögmundur Þór Jóhannesson gítar, Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir víóla og Kristín Lárusdóttir selló. Á efnisskrá eru Sónata í e-moll efitr MWV 1034 eftir J.S. Bach, Image fyrir einleiksflautu eftir Eugéne Bozza, Bordel 1900 eftir Astor Piazolla, Kvartett í D-dúr KV 285 fyrir flautu og strengi eftir W.A. Mozart og Chant de Linos eftir André Jolivet. Burtfararpróf í Fella- og Hólakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík í Gerðubergi, laugardaginn 23. apríl kl. 17. Tón- leikarnir eru burtfararpróf Áka Ásgeirssonar trompetleikara frá skólanum. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Auk þeirra koma fram Helga A. Jónsdóttir, blokkflauta, Kristín Lárusdóttir, selló, Hallveig Rúnarsdóttir, sópr- an, og Steingrímur Þórhallsson, orgel. Á efnisskrá eru Sonata a 3 (1610) eftir Giovanni Paolo Cima, Ur „7 Arie con Tromba Sola“ (ca. 1700) eftir Alessandro Scarlatti, Sónata (1957) eftir Kent Kennan, Tower Music (1988) eftir Þorkeí Sigur- björnsson og Einleiksverk (1998) eftii’ Áka Ásgeirsson. Guðrún og Camilla sýna í Lista- safni ASÍ TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASI, Freyjugötu 21 á föstdaginn kemur kl. 17. I Ásmund- arsal sýnir Guðrún Gunnarsdóttir þrívíðar teikningar unnar úr vír, gúmmí og plasti og í Gryfjunni sýn- ir Camilla Vasudeva tví- og þrívíð verk unnin úr handgerðum pappír. Þetta er fjórtánda einkasýning Guðrúnar og auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Camilla er íslensk/indversk, býr á Englandi en hefur dvalið hér á landi undanfarna fimm mánuði. Camilla útskrifaðist úr textíldeild Háskólans í Dundee, Skotlandi 1997. Sýningarnar standa til 10. maí og eru opnar alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. ---------------- Vindur og ljós í Möguleikhúsinu FRANSKI leikhópurinn Abal Company sýnir leiksýninguna Vind- ur og ljós í Möguleikhúsinu við Hlemm, laugardaginn 2. maí kl. 14. Vindur og ljós er sýning án orða. sem ætluð er börnum á aldrinum 4- 12 ára. f sýningunni renna tónlist og boltakúnstir saman í sögu fyrir unga áhorfendur. Tilgangurinn er að leiða bömin inn í heim þar sem tónlist og myndir eru eitt, en leyfa þeim um leið að búa til sína eigin sögu innan sögunnnar. „Leikritið hefst við sólarupprás í friðsælli veröld: heimi tveggja spaugilegi’a vina, annar leikur sér með bolta af mikilli kúnst, hinn er tónlistarmaður. Þeir hafa alla tíð búið í litlum kofum sínum og fylgt æðaslætti náttúrunnar. Líf þeirra tekur þó miklum breytingum er þeir finna dularfulla lýsandi steina í dimmum helli og bera fer á ósætti milli þeirra. Þeir verða að standast þessa prófraun til að finna hamingjuna að nýju,“ segir í kynningu. Flytjendur eru leikarinn Eric Patrois og saxófónleikarinn Fréder- ic Bodu en leikstjóri er Laurent Merienne. ---------------- „Sól og vor ég syng um“ KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika sunnudaginn 26. aprfl kl. 16 í Hafnarfjarðarkirkju. Tón- leikarnir bera yfirskriftina „Sól og vor ég syng um“. Dagskráin er fjölbreytt, allt frá gömlum kirkjulögum til vor- og sumarlaga. Nokkir kórmeðlimir sem stundað hafa söngnám syngja einsöng með kórnum. Stjómandi kórsins er Natalía Chow og undir- leikari er Helgi Pétursson. Kórinn mun því næst halda í tón- ieikaferð austur á iand. Þann 30. maí kl. 16 mun kórinn syngja í Egilsstaðakirkju. Aðgangseyrir er 500 kr. --------^44-------- Vöfflur og tónlist TÓNLISTARFÉLAG Akraness og Tónlistarskólinn á Akranesi halda upp á sumarkomuna með því að gefa fólki kost á að koma í tónlistar- skólann sumardaginn fyrsta frá kl. 15-17 og fá sér kaffi og vöfflu um leið og flutt verður tónlist af ýmsum toga. Flytjendur tónlistar eru nem- endur og kennarar tónlistarskólans, sönghópurinn Sólarmegin og Kór eldri borgara. Allur ágóði af þessum vöfflutón- leikum rennur í byggingarsjóð Tón- listarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.