Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 13 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags íslands Brýnt að vinna að breyt- ingum í lífeyrismálum Góð veiði í V atnamótunum HJÁLMAR Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var kjörinn for- maður Blaðamannafélags íslands á aðalfundi félagsins í fyiTakvöld. Tekur hann við af Lúðvík Geirs- syni sem verið hefur formaður frá árinu 1987. Hjálmar segir breyt- ingar á lífeyrissjóði félagsins það mál sem einna brýnast sé að vinna að á næstu mánuðum. „I framhaldi af gildistöku nýrra laga um lífeyrissjóði er ætlunin að skipa vinnuhóp til að kanna þær leiðir sem hugsanlega er hægt að fara varðandi breytingar á Lífeyr- issjóði Blaðamannafélags íslands,“ segir Hjálmar Jónsson. „Vonir okkar standa til þess að hægt verði að fjölga valkostum í lífeyrissjóðn- um. Við höfum einnig allt frá árinu 1990 haft uppi kröfur í kjaravið- ræðum okkar um að auka lífeyris- réttindi blaðamanna en talað fyrir daufum eyrum. Ég tel að ekki verði lengur undan því vikist að gera skurk í þessu máli því eðh blaðamannsstarfsins krefst þess að greiðslur í lífeyrissjóð séu meiri en almennt gerist. Þetta þekkist nú þegar meðal nokkurra stétta og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná árangri í þessum efnum.“ Annað fyrirferðarmikið mál á næstunni segir Hjálmar vera samninga um höfundarétt sem stöðugt séu til umfjöllunar og nú ekki síst í tengslum við þá mögu- leika sem opnast hafi með netinu. Segir hann að semja verði um alla samnýtingu efnis og séu þau rétt- indamál vel tryggð í samningum félagsins. Félagsmenn Blaðamannafélags- ins eru nú um 440 og kveðst Hjálmar ekki eiga von á mikilli fjölgun á næstunni, hún hafí verið mikil síðustu árin. „Það sem hefur líka breyst á síðasta áratug er að æ fleiri gera blaðamennsku að ævi- starfi. Það hraða gegnumstreymi sem lengi var í félaginu, þegar menn störfuðu sem blaðamenn í fá- ein ár áður en þeir hurfu í aðrar starfsgreinai’, er nú að mestu liðið. Þetta styrkir stéttina faglega enda er mikilvægt að í félaginu sé stöðug og vakandi fagleg umræða. Hana þarf að efla og faglegan metnað til þess að fjölmiðlunin geti orðið enn betri og skarpari. Það Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁFARANDI formaður Blaðamannafélags íslands, Lúðvík Geirs- son (t.v.), tekur við þakklætisvotti frá félaginu úr hendi Hjálmars Jónssonar sem kjörinn var formaður á aðalfundi félagsins síðastlið- ið þriðjudagskvöld. segi ég ekki vegna þess að ég telji ekki að fjölmiðlun hér sé góð, held- ur vegna þess að blaðamannas- starfíð gerir kröfu um stöðuga sjálfsgagnrýni." Huga þarf strax að kröfugerð Þá segir Hjálmar að þrátt fyrir að kjarasamningar verði ekki laus- ir fyrr en seint á árinu 2000 verði strax farið.að huga að þeim málum. „Það skiptir miklu máh að nota tímann th að undirbúa kjarasamn- ingana vel og þar á ég bæði við at- riði í launakerfinu og lífeyris- og eftirlaunamálum. Það er langur vegur frá því að kjör blaðamanna almennt geti talist viðunandi og því viljum við breyta.“ Hjálmar var kjörinn í stjóm Blaðamannafélagsins árið 1990 og hann er að lokum spurður hvort breytingar verði strax sjáanlegar með nýjum formanni. „Það fylgja honum kannski einhverjar áherslu- breytingar en ég hef setið um ára- bil í stjórninni og borið ábyrgð á þeirri stefnu sem fylgt hefur verið og það verður engin bylting í þeim efnum. Starf félagsins hefur verið öflugt undir stjórn fráfai’andi for- manns og ég tek því við góðu búi.“ Auk Hjálmars sitja í stjórninni Þór Jónsson Stöð 2, G. Pétur Matthíasson, Ríkissjónvarpinu, Ragnhildur Sverrisdóttir Morgun- blaðinu, Geir Guðsteinsson Degi, Guðrún Helga Sigurðardóttir Degi, Haukur L. Hauksson DV, Júlíus Sigurjónsson Morgunblað- inu, Eh’íkur St. Eiríksson Fróða og Steingrímur Ólafsson á Stöð 2. Lífeyrissjóður Blaðamannafélagsins Vextir lækka í 5,5% STJÓRN Lífeyrissjóðs Blaða- mannafélags Islands ákvað á fundi sínum í fyrradag að lækka vexti á lánum til félagsmanna úr 6% í 5,5%. Þá verður hámarks- lán framvegis 1.500.000 krónur en það var áður 1.200 þúsund krónur. Vextir lífeyrissjóðsins hafa síð- ustu fjögur árin verið 6% og er með vaxtalækkuninni tekið mið af lækkandi vöxtum á almennum markaði og því tók stjórn sjóðs- ins þessa ákvörðun. Eign sjóðsins nam um síðustu áramót rúmlega 1.100 milljónum króna. Eins og frá var greint i veiði- þættinum fyrir skömmu, verður farið af stað með tilraunaveiðar á bleikju og urriða á neðstu svæðum Vatnsdalsár í Húnaþingi um næstu mánaðamót. Pétur Pétursson leigutaki er þegar farinn að aug- lýsa leyfin og hann sagði í samtali við blaðið í gærdag að bændur hefðu verið að veiða í net og merkja silung að undanfórnu. „Þeir vakta netin til að fiskur fari sér ekki að voða í þeim. Ég veit ekki hvað þeir hafa veitt og merkt mikið í vor, en það er drjúgt. Þeir voru að þessu í fyrra einnig og þeir hafa veitt fiska í vor sem voru með merki frá í fyrra. Dæmi eru um að fiskar hafi vaxið allt að 8 sentimetra á þessu ári sem liðið er. Það er feiknavöxtur," sagði Pétur. ÁGÆT veiði hefur ver- ið í Vatnamótum Skaftár, Geirlandsár, Hörgsár og Fossála þegar menn hafa á annað borð verið þar við veiðiskap. I gær voru komnir 96 sjóbirt- ingar á land að sögn Gunnlaugs Óskarsson- ar formanns Stanga- veiðifélags Keflavíkur sem hefur svæðið á leigu. Veiðin nemur 16 fiskum að meðaltah í holli, en aðeins sex holl höfðu verið við veiðar í Vatnamótunum frá opnun og til gærdags- ins, en nokkrum sinn- um hefur verið óselt á svæðið. Menn bóka sig htið á það framan af apn'l þar eð oft er ekki hægt að hefja þar veið- ar fyri’ en síðar í mán- uðinum og svo er svæðið krefjandi. En það er gríðarlega gjöf- ult þegar þannig hittir á og það hafa menn nokkrum sinnum feng- ið að reyna í vor. Þó hafa skilyrði verið erf- ið eins og annars stað- ar í sveitinni og aflatöl- ur því væntanlega eitt- hvað lægri fyrir vikið, að sögn Gunnlaugs. GUNNLAUGUR Óskarsson með vænan „Feiknavöxtur..." Wrting úr Geirlandsá’ Forsætisráðherra leggur fram skýrslu um stöðu aldraðra í QECD-ríkjunum Kjör aldraðra síst lakari hér á landi SKÝRSLA um stöðu eldri borgara hér á landi og í öðrum OECD-ríkj- um leiðir í ljós að kjör aldraðra eru síst lakari hér en þar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá for- sætisráðuneytinu, en skýrslan var lögð fyrir Alþingi í vikunni. Skýrsl- an var gerð að beiðni þingflokks jafnaðarmanna og unnin af Þjóð- hagsstofnun að ósk forsætisráðu- neytisins. I skýrslubeiðninni voru 24 ítarlegar spurningar um kjör aldraðra en nokkrir annmarkar voru á að svara sumum þeirra, þar sem ekki lágu fyrir samhæfðar upp- lýsingar hjá OECD. Fyrir er séð að aldraðir verði um fimmtungur íslensku þjóðarinnar árið 2030, að því er segir í skýrsl- unni. Þótt fjölgun aldraðra verði all- hröð hér verður landið áfram í neðri kantinum hvað þetta hlutfall varðar en ráðgert er að OECD-meðaltalið verði 22,5% árið 2030. Hin breytta aldurssamsetning þjóðanna mun hafa í för með sér umtalsverðan kostnað en útgjöld munu einkum aukast á sviði lífeyris- og heilbrigð- ismála. Mun færri verða á vinnu- aldri fyrir hvern ellilífeyrisþega. OECD hefur áætlað að ef ekki komi til aukin framleiðni í aðildarlöndun- um muni öldrun leiða til þess að árið 2030 verði landsframleiðsla á mann um 10% minni í Bandaríkjunum en nú er, um 18% minni í löndum Evr- ópusambandsins og 23% lægri í Japan. Fram kemur að við þessu verði best spornað með því að reka efnahagsstefnu með aukna fram- leiðni í huga. Hlutfall aldraðra lægra hér Hlutfall aldraðra er lægi-a hér en í öðrum ríkjum OECD, að írlandi og Nýja-Sjálandi undanskildum, en í þessum löndum eru 65 ára og eldri um 11,5% þjóðanna. Meðaltal OECD-ríkjanna er hins vegar 14%. Hlutfall aldraðra er hærra á öðrum Norðurlöndum en Islandi. Þá er at- vinnuþátttaka í meira lagi hér á landi. í skýrslunni kemur fram að mörg OECD-ríkjanna hafi brugðist við þrengingum á vinnumarkaði með því að bjóða eldri launþegum að flýta starfslokum með ýmsum hætti og rýmka mjög reglur um ör- orkumat. Þetta hefur haft í för með sér að atvinnuþátttaka fólks á aldr- inum 55-64 ára í mörgum þessara ríkja hefur minnkað stórlega. Sem dæmi má nefna að í Belgíu eru ein- ungis um 35% karla á þessum aldri á vinnumarkaði og um 75% á öðrum Norðurlöndum, nema í Finnlandi, þar sem atvinnuþátttaka þessa hóps er 46%. Hér á landi eru hins vegar 93% karla 55-64 ára á vinnumark- aði. Þá eru 44% íslenskra karla 65 ára og eldri á vinnumarkaði. Ástæða til að huga að sveigjan- legum starfslokum Eftirlaunaaldur í helmingi OECD-n'kjanna er 65 ár en hér er hann miðaður við 67 ár. Mörg aðild- arríkjanna eru þó að hækka lífeyris- aldurinn, m.a. Bandaríkin og Ítalía, og breytingar eru fyrirhugaðar víð- ar. Er þetta gert til þess að sporna við útgjaldaauka en einnig er horft til þess að margir eftirlaunaþegar geta og vilja vinna lengur. Ástæða er sögð til að huga að sveigjanleg- um starfslokum fremur en að fólki sé með lagaboði gert að setjast í helgan stein. Þá segir í skýrslunni að athugan- ir OECD á lífeyriskerfum aðildar- ríkjanna bendi til þess að sá lífeyrir sem almennir íslenskir launþegar eigi í vændum sé góður miðað við laun og raunar sé hlutfall launa og lífeyris hærra hér á landi en í flest- um aðildarríkjanna. Að áliti skýrsluhöfunda er íslenska lífeyris- kerfið til fyrirmyndar í mörgu, en alþjóðastofnanir hafa einmitt lagt áherslu á að mæta öldrun í þjóðríkj- unum með því að efla lífeyrissparn- að. Bent er á að umræður hafi orðið um við hvað miða eigi hækkun líf- eyrisbóta hér á landi en bætur al- mannatrygginga hafi lengstum ver- ið miðaðar við almenna launaþróun. Hins vegar sé lífeyrir úr lífeyris- sjóðum miðaður við verðlag. Fram kemur í skýrslunni að mjög sé mis- jafnt milli landa hver viðmiðunin er. Lífeyrissjóðsaðild skiptir sköpum Viðamiklar upplýsingar eru í skýrslunni um tekjur og eignir aldr- aðra, en meðaltekjur þeiiTa á mán- uði voru 88 þúsund kr. árið 1996. Fram kemur að hjón sem bæði eru lífeyrisþegar eru með um 60% af tekjum hjóna 25-65 ára og samsvar- andi hlutfall meðal einhleypra er 72%. Þá eru eignir lífeyrisþega meiri en hinna sem yngri eru, eign- arskattstofn hjóna sem bæði eru líf- eyrisþegar er um 50% hærri en yngri hjóna. Þá er bent á að staða lifeyrisþega sé afar misjöfn og að þar skipti lífeyrissjóðsaðild sköpum. Fram kemur að mikill munur sé á milli yngi’i og eldri lífeyrisþega en hinir yngri eigi mun fleiri réttindaár að baki. I skýrslunni segir ennfremur að vistrými fyrir aldraða sé meira hér á landi en í flestum aðildarríkjun- um. Stofnanai-ými á hverja 100 íbúa eldri en 70 ára hér séu rúmlega 17 og aðeins Hollendingar státi af hlut- fallslega meira stofnanarými.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.