Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 13

Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 13 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags íslands Brýnt að vinna að breyt- ingum í lífeyrismálum Góð veiði í V atnamótunum HJÁLMAR Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var kjörinn for- maður Blaðamannafélags íslands á aðalfundi félagsins í fyiTakvöld. Tekur hann við af Lúðvík Geirs- syni sem verið hefur formaður frá árinu 1987. Hjálmar segir breyt- ingar á lífeyrissjóði félagsins það mál sem einna brýnast sé að vinna að á næstu mánuðum. „I framhaldi af gildistöku nýrra laga um lífeyrissjóði er ætlunin að skipa vinnuhóp til að kanna þær leiðir sem hugsanlega er hægt að fara varðandi breytingar á Lífeyr- issjóði Blaðamannafélags íslands,“ segir Hjálmar Jónsson. „Vonir okkar standa til þess að hægt verði að fjölga valkostum í lífeyrissjóðn- um. Við höfum einnig allt frá árinu 1990 haft uppi kröfur í kjaravið- ræðum okkar um að auka lífeyris- réttindi blaðamanna en talað fyrir daufum eyrum. Ég tel að ekki verði lengur undan því vikist að gera skurk í þessu máli því eðh blaðamannsstarfsins krefst þess að greiðslur í lífeyrissjóð séu meiri en almennt gerist. Þetta þekkist nú þegar meðal nokkurra stétta og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná árangri í þessum efnum.“ Annað fyrirferðarmikið mál á næstunni segir Hjálmar vera samninga um höfundarétt sem stöðugt séu til umfjöllunar og nú ekki síst í tengslum við þá mögu- leika sem opnast hafi með netinu. Segir hann að semja verði um alla samnýtingu efnis og séu þau rétt- indamál vel tryggð í samningum félagsins. Félagsmenn Blaðamannafélags- ins eru nú um 440 og kveðst Hjálmar ekki eiga von á mikilli fjölgun á næstunni, hún hafí verið mikil síðustu árin. „Það sem hefur líka breyst á síðasta áratug er að æ fleiri gera blaðamennsku að ævi- starfi. Það hraða gegnumstreymi sem lengi var í félaginu, þegar menn störfuðu sem blaðamenn í fá- ein ár áður en þeir hurfu í aðrar starfsgreinai’, er nú að mestu liðið. Þetta styrkir stéttina faglega enda er mikilvægt að í félaginu sé stöðug og vakandi fagleg umræða. Hana þarf að efla og faglegan metnað til þess að fjölmiðlunin geti orðið enn betri og skarpari. Það Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁFARANDI formaður Blaðamannafélags íslands, Lúðvík Geirs- son (t.v.), tekur við þakklætisvotti frá félaginu úr hendi Hjálmars Jónssonar sem kjörinn var formaður á aðalfundi félagsins síðastlið- ið þriðjudagskvöld. segi ég ekki vegna þess að ég telji ekki að fjölmiðlun hér sé góð, held- ur vegna þess að blaðamannas- starfíð gerir kröfu um stöðuga sjálfsgagnrýni." Huga þarf strax að kröfugerð Þá segir Hjálmar að þrátt fyrir að kjarasamningar verði ekki laus- ir fyrr en seint á árinu 2000 verði strax farið.að huga að þeim málum. „Það skiptir miklu máh að nota tímann th að undirbúa kjarasamn- ingana vel og þar á ég bæði við at- riði í launakerfinu og lífeyris- og eftirlaunamálum. Það er langur vegur frá því að kjör blaðamanna almennt geti talist viðunandi og því viljum við breyta.“ Hjálmar var kjörinn í stjóm Blaðamannafélagsins árið 1990 og hann er að lokum spurður hvort breytingar verði strax sjáanlegar með nýjum formanni. „Það fylgja honum kannski einhverjar áherslu- breytingar en ég hef setið um ára- bil í stjórninni og borið ábyrgð á þeirri stefnu sem fylgt hefur verið og það verður engin bylting í þeim efnum. Starf félagsins hefur verið öflugt undir stjórn fráfai’andi for- manns og ég tek því við góðu búi.“ Auk Hjálmars sitja í stjórninni Þór Jónsson Stöð 2, G. Pétur Matthíasson, Ríkissjónvarpinu, Ragnhildur Sverrisdóttir Morgun- blaðinu, Geir Guðsteinsson Degi, Guðrún Helga Sigurðardóttir Degi, Haukur L. Hauksson DV, Júlíus Sigurjónsson Morgunblað- inu, Eh’íkur St. Eiríksson Fróða og Steingrímur Ólafsson á Stöð 2. Lífeyrissjóður Blaðamannafélagsins Vextir lækka í 5,5% STJÓRN Lífeyrissjóðs Blaða- mannafélags Islands ákvað á fundi sínum í fyrradag að lækka vexti á lánum til félagsmanna úr 6% í 5,5%. Þá verður hámarks- lán framvegis 1.500.000 krónur en það var áður 1.200 þúsund krónur. Vextir lífeyrissjóðsins hafa síð- ustu fjögur árin verið 6% og er með vaxtalækkuninni tekið mið af lækkandi vöxtum á almennum markaði og því tók stjórn sjóðs- ins þessa ákvörðun. Eign sjóðsins nam um síðustu áramót rúmlega 1.100 milljónum króna. Eins og frá var greint i veiði- þættinum fyrir skömmu, verður farið af stað með tilraunaveiðar á bleikju og urriða á neðstu svæðum Vatnsdalsár í Húnaþingi um næstu mánaðamót. Pétur Pétursson leigutaki er þegar farinn að aug- lýsa leyfin og hann sagði í samtali við blaðið í gærdag að bændur hefðu verið að veiða í net og merkja silung að undanfórnu. „Þeir vakta netin til að fiskur fari sér ekki að voða í þeim. Ég veit ekki hvað þeir hafa veitt og merkt mikið í vor, en það er drjúgt. Þeir voru að þessu í fyrra einnig og þeir hafa veitt fiska í vor sem voru með merki frá í fyrra. Dæmi eru um að fiskar hafi vaxið allt að 8 sentimetra á þessu ári sem liðið er. Það er feiknavöxtur," sagði Pétur. ÁGÆT veiði hefur ver- ið í Vatnamótum Skaftár, Geirlandsár, Hörgsár og Fossála þegar menn hafa á annað borð verið þar við veiðiskap. I gær voru komnir 96 sjóbirt- ingar á land að sögn Gunnlaugs Óskarsson- ar formanns Stanga- veiðifélags Keflavíkur sem hefur svæðið á leigu. Veiðin nemur 16 fiskum að meðaltah í holli, en aðeins sex holl höfðu verið við veiðar í Vatnamótunum frá opnun og til gærdags- ins, en nokkrum sinn- um hefur verið óselt á svæðið. Menn bóka sig htið á það framan af apn'l þar eð oft er ekki hægt að hefja þar veið- ar fyri’ en síðar í mán- uðinum og svo er svæðið krefjandi. En það er gríðarlega gjöf- ult þegar þannig hittir á og það hafa menn nokkrum sinnum feng- ið að reyna í vor. Þó hafa skilyrði verið erf- ið eins og annars stað- ar í sveitinni og aflatöl- ur því væntanlega eitt- hvað lægri fyrir vikið, að sögn Gunnlaugs. GUNNLAUGUR Óskarsson með vænan „Feiknavöxtur..." Wrting úr Geirlandsá’ Forsætisráðherra leggur fram skýrslu um stöðu aldraðra í QECD-ríkjunum Kjör aldraðra síst lakari hér á landi SKÝRSLA um stöðu eldri borgara hér á landi og í öðrum OECD-ríkj- um leiðir í ljós að kjör aldraðra eru síst lakari hér en þar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá for- sætisráðuneytinu, en skýrslan var lögð fyrir Alþingi í vikunni. Skýrsl- an var gerð að beiðni þingflokks jafnaðarmanna og unnin af Þjóð- hagsstofnun að ósk forsætisráðu- neytisins. I skýrslubeiðninni voru 24 ítarlegar spurningar um kjör aldraðra en nokkrir annmarkar voru á að svara sumum þeirra, þar sem ekki lágu fyrir samhæfðar upp- lýsingar hjá OECD. Fyrir er séð að aldraðir verði um fimmtungur íslensku þjóðarinnar árið 2030, að því er segir í skýrsl- unni. Þótt fjölgun aldraðra verði all- hröð hér verður landið áfram í neðri kantinum hvað þetta hlutfall varðar en ráðgert er að OECD-meðaltalið verði 22,5% árið 2030. Hin breytta aldurssamsetning þjóðanna mun hafa í för með sér umtalsverðan kostnað en útgjöld munu einkum aukast á sviði lífeyris- og heilbrigð- ismála. Mun færri verða á vinnu- aldri fyrir hvern ellilífeyrisþega. OECD hefur áætlað að ef ekki komi til aukin framleiðni í aðildarlöndun- um muni öldrun leiða til þess að árið 2030 verði landsframleiðsla á mann um 10% minni í Bandaríkjunum en nú er, um 18% minni í löndum Evr- ópusambandsins og 23% lægri í Japan. Fram kemur að við þessu verði best spornað með því að reka efnahagsstefnu með aukna fram- leiðni í huga. Hlutfall aldraðra lægra hér Hlutfall aldraðra er lægi-a hér en í öðrum ríkjum OECD, að írlandi og Nýja-Sjálandi undanskildum, en í þessum löndum eru 65 ára og eldri um 11,5% þjóðanna. Meðaltal OECD-ríkjanna er hins vegar 14%. Hlutfall aldraðra er hærra á öðrum Norðurlöndum en Islandi. Þá er at- vinnuþátttaka í meira lagi hér á landi. í skýrslunni kemur fram að mörg OECD-ríkjanna hafi brugðist við þrengingum á vinnumarkaði með því að bjóða eldri launþegum að flýta starfslokum með ýmsum hætti og rýmka mjög reglur um ör- orkumat. Þetta hefur haft í för með sér að atvinnuþátttaka fólks á aldr- inum 55-64 ára í mörgum þessara ríkja hefur minnkað stórlega. Sem dæmi má nefna að í Belgíu eru ein- ungis um 35% karla á þessum aldri á vinnumarkaði og um 75% á öðrum Norðurlöndum, nema í Finnlandi, þar sem atvinnuþátttaka þessa hóps er 46%. Hér á landi eru hins vegar 93% karla 55-64 ára á vinnumark- aði. Þá eru 44% íslenskra karla 65 ára og eldri á vinnumarkaði. Ástæða til að huga að sveigjan- legum starfslokum Eftirlaunaaldur í helmingi OECD-n'kjanna er 65 ár en hér er hann miðaður við 67 ár. Mörg aðild- arríkjanna eru þó að hækka lífeyris- aldurinn, m.a. Bandaríkin og Ítalía, og breytingar eru fyrirhugaðar víð- ar. Er þetta gert til þess að sporna við útgjaldaauka en einnig er horft til þess að margir eftirlaunaþegar geta og vilja vinna lengur. Ástæða er sögð til að huga að sveigjanleg- um starfslokum fremur en að fólki sé með lagaboði gert að setjast í helgan stein. Þá segir í skýrslunni að athugan- ir OECD á lífeyriskerfum aðildar- ríkjanna bendi til þess að sá lífeyrir sem almennir íslenskir launþegar eigi í vændum sé góður miðað við laun og raunar sé hlutfall launa og lífeyris hærra hér á landi en í flest- um aðildarríkjanna. Að áliti skýrsluhöfunda er íslenska lífeyris- kerfið til fyrirmyndar í mörgu, en alþjóðastofnanir hafa einmitt lagt áherslu á að mæta öldrun í þjóðríkj- unum með því að efla lífeyrissparn- að. Bent er á að umræður hafi orðið um við hvað miða eigi hækkun líf- eyrisbóta hér á landi en bætur al- mannatrygginga hafi lengstum ver- ið miðaðar við almenna launaþróun. Hins vegar sé lífeyrir úr lífeyris- sjóðum miðaður við verðlag. Fram kemur í skýrslunni að mjög sé mis- jafnt milli landa hver viðmiðunin er. Lífeyrissjóðsaðild skiptir sköpum Viðamiklar upplýsingar eru í skýrslunni um tekjur og eignir aldr- aðra, en meðaltekjur þeiiTa á mán- uði voru 88 þúsund kr. árið 1996. Fram kemur að hjón sem bæði eru lífeyrisþegar eru með um 60% af tekjum hjóna 25-65 ára og samsvar- andi hlutfall meðal einhleypra er 72%. Þá eru eignir lífeyrisþega meiri en hinna sem yngri eru, eign- arskattstofn hjóna sem bæði eru líf- eyrisþegar er um 50% hærri en yngri hjóna. Þá er bent á að staða lifeyrisþega sé afar misjöfn og að þar skipti lífeyrissjóðsaðild sköpum. Fram kemur að mikill munur sé á milli yngi’i og eldri lífeyrisþega en hinir yngri eigi mun fleiri réttindaár að baki. I skýrslunni segir ennfremur að vistrými fyrir aldraða sé meira hér á landi en í flestum aðildarríkjun- um. Stofnanai-ými á hverja 100 íbúa eldri en 70 ára hér séu rúmlega 17 og aðeins Hollendingar státi af hlut- fallslega meira stofnanarými.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.