Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 73
FRÉTTIR
Óskað eftir
tilnefningum
til Foreldra-
verðlauna
LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili
og skóli munu í vor veita Foreldra-
verðlaunin í þriðja sinn.
Með Foreldraverðlaununum vilja
samtökin vekja jákvæða eftirtekt á
grunnskólanum og því gróskumikla
starfí sem þar er unnið á fjölmörgum
sviðum. Sérstaklega er litið til verk-
efna sem efla tengsl heimila og skóla
og auka virkni foreldra, kennara og
nemenda í því mikilvæga samstarfí.
I fyrra hlaut verkefnið Tilvera í
Grundarfirði Foreldraverðlaunin en
meginmarkmið þess er að efla sjálfs-
traust og sjálfsvitund unglinga. Und-
h' merkjum Tilveru voru haldin ýmis
námskeið og fyrirlestrar fyrir ung-
linga og foreldra í Grundarfirði.
Hver sem er getur sent inn til-
nefningu s.s. foreldrar, kennarar,
nemendur og sveitarstjórnarmenn
en sérstaklega verður leitað til for-
eldrafélaga, foreldraráða og skóla
eftir ábendingum.
Tilnefningar sendist ski'iflega til
Landssamtakanna Heimili og skóli,
Ægisgötu 10 í Reykjavík og þar eru
veittar allar nánai'i upplýsingar.
Frestur til að skila inn tilnefningum
rennur út 30. apríl nk.
Samkoma í
Friðrikskapellu
DRENGIR sr. Friðriks efna að
venju síðustu ára til samveru í Frið-
rikskapellu að Hlíðarenda á sumar-
daginn fyrsta og hefst hún kl. 13 og
lýkur kl. 14.
Par mun Gunnar Eyjólfsson, fyrr-
verandi skáta-
höfðingi og leik-
ari, endurflytja
eina af sígildum
ræðum sr. Frið-
riks frá fyrri tíð.
Söngvar úr Söng-
bók sr. Friðriks
verða sungnir við
undirleik Arna
Sigurjónssonar
fyirverandi for-
ingja Skógarmanna KFUM.
Allir eru velkomnir meðan rúm
kapellunnar leyfír, bæði drengir og
stúlkur á öllum aldri.
Að lokinni athöfn í Friðrikskapellu
er ráðgert að bregða sér í sumar-
kaffi hjá Skógarmönnum í Aðal-
stöðvum KFUM og K við Holtaveg.
Hátíðarhöld
í Seljahverfi
HÁTÍÐARHÖLD verða í Selja-
hverfí í tilefni sumardagsins fyrsta.
Dagskráin hefst kl. 11 á Breið-
holtshlaupi viðÍR heimilið, því næst
er skrúðganga sem leggur af stað
kl. 13.30 frá verslunarhúsinu á
Seljabraut 54. Að henni lokinni
hefst guðsþjónusta í Seljakirkju kl.
14 og dagskrá í Hólmaseli hefst kl.
14.30. Þar verður margt að gerast
s.s. dansatriði, söngatriði og Eyrún
eyðslukló úr Latabæ kemur í heim-
sókn. Fornbílaklúbburinn verður
með sýningu á glæsikerrum.
Fuglar og tækni
við fuglaskoðun
ÖRN Óskarsson, líffræðingur og
fuglaskoðari, heldur fræðsluerindi í
umhverfíssetrinu Alviðru föstudag-
inn 24. apríl kl. 20.30.
I erindi sínu fjallar hann um
sjaldgæfa og algenga fugla sem
halda til í Alviðru og nági'enni og
sýnir litskyggnur af fuglum. Þá
fjallar hann einnig um margskonar
tækni við fuglaskoðun.
Kaffíveitingar verða. AJIir eru
velkomnir á fundinn.
BJÖRN Jónsson með veggspjaldið sem sigraði í keppninni.
Samkeppni um veggspjald
í tilefni af ári hafsins
í LOK síðasta árs skipaði sjávarút-
vegsráðherra starfshóp til að koma
með tillögur um viðburði í tilefni af
því að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu
að árið 1998 skyldi verða ár hafsins.
Á vegum hópsins var efnt til opinn-
ai’ samkeppni um veggspjald undir
yfírskriftinni, Hafíð - líf á okkar
ábyrgð. Samkeppnin var haldin í
samvinnu við Félag íslenskra teikn-
ara. Öllum var heiinil þátttaka.
Hinn 15. apríl var haldin sýning á
innsendum tillögum og úrslit til-
kynnt. Sérstök dómnefnd var skipuð
og var hún einhuga um að velja til-
lögu merkta „Öngull". Höfundur er
Bjöm Jónsson grafískur hönnuður.
í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Tillaga „Önguls“ er góð útfærsla á
góðri hugmynd, skýr og einfóld,
skilaboðin augljós og grafískt yfír-
bragð nútímalegt og sterkt. Lífið
verður til í hafinu, framtíð mann-
kyns og hafs er samtvinnuð. Hafið
er undirstaðan, uppspretta lífsins.
Textaborði myndar ölduform sem
skilur að mann og físk. Litirnir eru
einfaldir og táknrænir; hafið kalt,
mannlífið heitt. Tillagan nýtur sín
einnig vel í smærra formi sem póst-
kort. Myndefnið vekur jákvæð hug-
hrif hjá skoðandanum og eykur
skilning hans á mikilvægi þess að
ganga vel um lífríki hafsins."
Yamaha vél-
hjólasýning
MERKÚR HF. verður með kynn-
ingu á nýjustu Yamaha mótorhjól-
unum um nk. helgi. Kynnt verður
lína af „hippahjólum" m.a. Royal
Star 1300, Drag Star 650, Virago
1100 og Virago 535DX, segir í
fréttatilkynningu.
Einnig verður til sýnis nýtt og
öflugt alhliða hjól sem hefur hlotið
nafnið FZS 600 (Phazer) ásamt
fleiri hjólum. Samhliða kynnir
Merkúr hf. úrval auka- og fylgi-
hluta fyi'ir vélhjól og ökumenn
þeiri-a m.a. AGV hjálma, Rukka og
IXS fatnað, skó og hanska, auk
Yamaha aukahluta á hjól. Sýning
þessi verður 25. og 26. aprí! í húsa-
kynnum Merkúr hf.
Karlakór Eyjafjarðar
Tónleikar á
Austurlandi
KARLAKÓR Eyjafjarðar heldur í
söngför um Austurland um helgina
og kemur fram á tvennum tónleik-
um.
Þeir fyiTÍ verða í Egilsstaða-
kirkju föstudagskvöldið 24. apríl og
hefjast þeir kl. 21, en þeir síðari
verða í félagsheimilinu Egilsbúð í
Neskaupstað á laugardag, 25. apríl,
kl. 21.
Einsöngvarar verða Bryngeir
Kristinsson, Stefán Birgisson og
Þorsteinn Jósepsson og undirleik-
arar Daníel Þorsteinsson, Eiríkur
Bóasson og Rafn Sveinsson. Stjórn-
andi kórsins er Atli Guðlaugsson.
Efnisskráin verður fjölbreytt, en
eyfirsk tónskáld og ljóðskáld skipa
þar veglegan sess.
Árshátíð
Grikklands-
vinafélagsins
STOFNUN Dante Alighieri, ítalska
menningarfélagið á íslandi, heldur
ái’shátíð ásamt Grikklandsvinafélag-
inu laugardaginn 25. apríl kl. 19 í
Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6.
Boðið verður upp á ítalskt hlað-
borð með grísku ívafí sem Paolo
Thurci ítölskukennari og meistara-
kokkur hefur umsjón með. Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson
gleðja gesti með söng sínum. Claudio
Rizzi leikur á píanó. Halldóra Geir-
harðsdóttir leikkona flytur gaman-
þátt og skemmtir gestum. Ræðu-
maður kvöldsins er Kristján Árna-
son formaður Grikklandsvinafélags-
ins. Dans stiginn fram á nótt.
Ferðagetraun verður í boði Úi*vals
Útsýnar. Þar verður dregið um viku-
ferð til Toscana, svo og afslátt á ítal-
íuferð 12. júní og Grikklandsferð 16.
ágúst. Miðaverð kr. 2.900. Veislu-
stjóri og gestgjafi, Thor Vilhjálms-
son rithöfundúr, er forseti Dante
Alighieri-stofnunarinnar.
Sumri fagnað
í Hafnarfírði
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarieik-
húsið standa fyrir sýningu á atriðum
úr leikritunu Síðasti bærinn í daln-
um. Hver veit nema tröllið komi í
heimsókn? Einnig verða nokkur
önnur skemmtiatriði. Skemmtunin
hefst kl. 13.
Lagt verður af stað í skrúðgöngu
frá Skátaheimilinu Hraunbyrgi kl.
10:00 þar sem gengið verður út
Flatahraun, Álfaskeið, niður hjá Sól-
vangi og loks Lækjargötuna þar til
komið verður niður að Hafnarfjarð-
arkirkju en þar hefst skátamessa kl.
10.45. Skátar lesa ritningarlestra og
leiða söng. Prestur er séra Þórhall-
ur Heimisson.
Sumarhátíð
í Garðabæ
MIKIÐ verður um að vera í Garða-
bæ á sumardaginn fyrsta. Skátar úr
Skátafélaginu Vífli sjá um dag-
skrána. Klukkan 11 verður fánaat-
höfn við Vídalínskirkju og strax að
henni lokinni hefst skátamessa.
Skátar munu standa heiðursvörð
og nýliðar verða vígðir inn í félagið.
Ræðumaður verður Gunnar Einars-
son forstöðumaður Fræðslu- og
menningarsviðs Garðabæjar. Klukk-
an 14 fer skrúðganga frá Vídalíns-
kirkju við undirleik lúðrasveitar
Tónlistarskóla Garðabæjar.
Gengið verður að Hofsstaðaskóla
og þar verður mikið um dýrðn-. Stór
og mikil þrautabraut verður við
skólann, svifbraut og koddaslagur.
Einnig verður boðið upp á andlits-
málun o.fl. Árleg kaffisala Vífils
verður í hátíðarsal Hofsstaðaskóla
og tertuhlaðborð skáta úr Garðabæ.
Skátakórinn syngur nokkur lög fyr-
ir kaffigesti og skátahljómsveitin
Frá fjöri til fjalla leikur létt tónlist.
Lokaprédikun í
guðfræði við HÍ
RÚNAR Már Þorsteinsson, guð-
fræðinemi, flytur lokapredikun í Há-
skólakapellunni laugardaginn 15.
apríl.
Athöfnin hefst kl. 14 og eru allir
velkomnir.
Spurninga-
keppni
átthagafélaga
SEX átthagafélög í Reykjavík halda
sameigmlega spurningakeppni í
Súlnasal á Hótel Sögu sunnudaginn
26. apríl kl. 20.
Þriggja manna lið verða frá Átt-
hagafélagi Strandamanna, og félög-
um Breiðfirðinga, Húnvetninga,
Rangæinga, Skaftfellinga og Önfirð-
inga. Stjórnandi er Ragnheiður Erla
Björnsdóttir. Bjöm Ingi Bjarnason
kynnir. í hléi syngur Signý Sæ-
mundsdóttir við undirleik Þóru
Fríðu Sæmundsdóttur. Jóhannes
Kristjánsson fer með gamanmál.
Forsala miða er 23. og 24. apríl kl.
18-20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni
14, Húnabúð, Skeifunni 11, Skaft-
fellingabúð, Laugavegi 178 og Cata-
línu, Hamraborg 11.
Opið hús í
Bjarkarási
STYRKTARFÉLAG vangefinna átti
40 ára afmæli 23. mars sl. Af því til-
efni verður Bjarkarás með opið hús
laugai’daginn 25. apríl ki. 14-17 til að
kynna starfsemina öllum sem hafa
áhuga.
Er velunnarar Bjarkaráss hvattir
til að koma og þiggja veitingar í leið-
■ HARMONIKUFELAG Reykjavík-
ur og Almenna umboðsskrifstofan
standa fyrir hai’monikutónleikum og
balli á Hótel Stykkishólmi laugar-
dagskvöldið 25. apríl. Dagskráin
hefst með tónleikum kl. 22. A meðal
þeirra sem fram koma eru heima-
maðurinn Hafsteinn Sigurðsson og
Stórsveit Harmonikufélags Reykja-
víkur ásamt einleikurum og minni
hópum. Að tónleikum loknum verður
síðan slegið upp harmonikuballi með
hljómsveitinni Neistum með söng-
konunni Ornu Þorsteinsdóttur og
Léttsveit Harmonikufélags Reykja-
víkur ásamt söngkonunni Ragnheiði
Hauksdóttur. Aimenna umboðsskrif-
stofan mun við þetta tækifæri kynna
Brandoni, Pigini og Delicia hamonik-
ur og Solton og AA Craaft hljóðkerfi.
LEIÐRETT
Heiður þeim sem heiður ber
I GREIN minni um nýjan hugsunar-
hátt í fangelsismálum hér í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag 21. apríl, er
sagt að greinargerð dómsmálaráðu-
neytisins vegna höfnunar á reynslu-
lausn fyrir fanga á Litla-Hrauni hafi
birst í Morgunblaðinu. Þetta var rit-
að eftir minni sem reyndist mis-
minni. Hið rétta er að greinargerðin
bh’tist á baksíðu DV fyrir nokkru.
Rétt skal rétt vera og þetta leiðrétt-
ist hér með.
Haukur Már Haraldsson
Rangt föðurnafn
í UMFJÖLLUN um viðburði á Lista-
hátíð í Reykjavík í Lesbók sl. laugar-
dag, 18. apríl, var farið rangt með föð-
ui-nafn fiðluleikara Chilingrian String
Quartet, Ásdísar Valdimai’sdóttur.
Beðist er velvirðingar á því.
Leiðrétting á fermingum
Á FERMINGARLISTA í gær mis-
ritaðist nafn prestins í Langholts-
kh’kju. Hún heitir Guðný Hallgi’íms-
dóttir en ekki Halldórsdóttir eins og
stóð í blaðinu. Er beðist velvirðingar
á þessu. Eins var nafn eins ferming-
arbarnsins rangt. Heith’ hann Þrá-
inn Imanuel Kim Knudsen, Stranda-
seli 7, Reykjavík.
Líknar- og vinafélagið BERGMAL
gengst fyrir orlofsdvöl fyrir blinda og langveika á
Sólheimum í Grímsnesi dagana 24. til 31. maí.
Dagana 17. til 24. ágúst mun BERGMÁL aftur vera með orlofsviku á
Sólheimum og þá fyrir krabbameinssjúka. Verður nánar auglýst síðar.
Báðar vikurnar eru gestum að kostnaðarlausu.
Fjölbreytt dagskrá verður alla daga og kvöldvaka á hverju kvöldi með
úrvals listafólki. Sundlaug er á staðnum og aðstaða til útivistar góð.
Reykingar innanhúss eru ekki leyfðar á þessum stað.
Umsóknir berist fyrir 18. maí nk. til:
Kolbrúnar Karlsdóttur, s. 587 1567.
Karls Vignis Þorsteinssonar, s. 552 1567.
Sveinbjargar Guðmundsdóttur, s. 552 8730 og 554 2550.
Veita þau allar nánari upplýsingar.