Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 73 FRÉTTIR Óskað eftir tilnefningum til Foreldra- verðlauna LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli munu í vor veita Foreldra- verðlaunin í þriðja sinn. Með Foreldraverðlaununum vilja samtökin vekja jákvæða eftirtekt á grunnskólanum og því gróskumikla starfí sem þar er unnið á fjölmörgum sviðum. Sérstaklega er litið til verk- efna sem efla tengsl heimila og skóla og auka virkni foreldra, kennara og nemenda í því mikilvæga samstarfí. I fyrra hlaut verkefnið Tilvera í Grundarfirði Foreldraverðlaunin en meginmarkmið þess er að efla sjálfs- traust og sjálfsvitund unglinga. Und- h' merkjum Tilveru voru haldin ýmis námskeið og fyrirlestrar fyrir ung- linga og foreldra í Grundarfirði. Hver sem er getur sent inn til- nefningu s.s. foreldrar, kennarar, nemendur og sveitarstjórnarmenn en sérstaklega verður leitað til for- eldrafélaga, foreldraráða og skóla eftir ábendingum. Tilnefningar sendist ski'iflega til Landssamtakanna Heimili og skóli, Ægisgötu 10 í Reykjavík og þar eru veittar allar nánai'i upplýsingar. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 30. apríl nk. Samkoma í Friðrikskapellu DRENGIR sr. Friðriks efna að venju síðustu ára til samveru í Frið- rikskapellu að Hlíðarenda á sumar- daginn fyrsta og hefst hún kl. 13 og lýkur kl. 14. Par mun Gunnar Eyjólfsson, fyrr- verandi skáta- höfðingi og leik- ari, endurflytja eina af sígildum ræðum sr. Frið- riks frá fyrri tíð. Söngvar úr Söng- bók sr. Friðriks verða sungnir við undirleik Arna Sigurjónssonar fyirverandi for- ingja Skógarmanna KFUM. Allir eru velkomnir meðan rúm kapellunnar leyfír, bæði drengir og stúlkur á öllum aldri. Að lokinni athöfn í Friðrikskapellu er ráðgert að bregða sér í sumar- kaffi hjá Skógarmönnum í Aðal- stöðvum KFUM og K við Holtaveg. Hátíðarhöld í Seljahverfi HÁTÍÐARHÖLD verða í Selja- hverfí í tilefni sumardagsins fyrsta. Dagskráin hefst kl. 11 á Breið- holtshlaupi viðÍR heimilið, því næst er skrúðganga sem leggur af stað kl. 13.30 frá verslunarhúsinu á Seljabraut 54. Að henni lokinni hefst guðsþjónusta í Seljakirkju kl. 14 og dagskrá í Hólmaseli hefst kl. 14.30. Þar verður margt að gerast s.s. dansatriði, söngatriði og Eyrún eyðslukló úr Latabæ kemur í heim- sókn. Fornbílaklúbburinn verður með sýningu á glæsikerrum. Fuglar og tækni við fuglaskoðun ÖRN Óskarsson, líffræðingur og fuglaskoðari, heldur fræðsluerindi í umhverfíssetrinu Alviðru föstudag- inn 24. apríl kl. 20.30. I erindi sínu fjallar hann um sjaldgæfa og algenga fugla sem halda til í Alviðru og nági'enni og sýnir litskyggnur af fuglum. Þá fjallar hann einnig um margskonar tækni við fuglaskoðun. Kaffíveitingar verða. AJIir eru velkomnir á fundinn. BJÖRN Jónsson með veggspjaldið sem sigraði í keppninni. Samkeppni um veggspjald í tilefni af ári hafsins í LOK síðasta árs skipaði sjávarút- vegsráðherra starfshóp til að koma með tillögur um viðburði í tilefni af því að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 1998 skyldi verða ár hafsins. Á vegum hópsins var efnt til opinn- ai’ samkeppni um veggspjald undir yfírskriftinni, Hafíð - líf á okkar ábyrgð. Samkeppnin var haldin í samvinnu við Félag íslenskra teikn- ara. Öllum var heiinil þátttaka. Hinn 15. apríl var haldin sýning á innsendum tillögum og úrslit til- kynnt. Sérstök dómnefnd var skipuð og var hún einhuga um að velja til- lögu merkta „Öngull". Höfundur er Bjöm Jónsson grafískur hönnuður. í rökstuðningi dómnefndar segir: „Tillaga „Önguls“ er góð útfærsla á góðri hugmynd, skýr og einfóld, skilaboðin augljós og grafískt yfír- bragð nútímalegt og sterkt. Lífið verður til í hafinu, framtíð mann- kyns og hafs er samtvinnuð. Hafið er undirstaðan, uppspretta lífsins. Textaborði myndar ölduform sem skilur að mann og físk. Litirnir eru einfaldir og táknrænir; hafið kalt, mannlífið heitt. Tillagan nýtur sín einnig vel í smærra formi sem póst- kort. Myndefnið vekur jákvæð hug- hrif hjá skoðandanum og eykur skilning hans á mikilvægi þess að ganga vel um lífríki hafsins." Yamaha vél- hjólasýning MERKÚR HF. verður með kynn- ingu á nýjustu Yamaha mótorhjól- unum um nk. helgi. Kynnt verður lína af „hippahjólum" m.a. Royal Star 1300, Drag Star 650, Virago 1100 og Virago 535DX, segir í fréttatilkynningu. Einnig verður til sýnis nýtt og öflugt alhliða hjól sem hefur hlotið nafnið FZS 600 (Phazer) ásamt fleiri hjólum. Samhliða kynnir Merkúr hf. úrval auka- og fylgi- hluta fyi'ir vélhjól og ökumenn þeiri-a m.a. AGV hjálma, Rukka og IXS fatnað, skó og hanska, auk Yamaha aukahluta á hjól. Sýning þessi verður 25. og 26. aprí! í húsa- kynnum Merkúr hf. Karlakór Eyjafjarðar Tónleikar á Austurlandi KARLAKÓR Eyjafjarðar heldur í söngför um Austurland um helgina og kemur fram á tvennum tónleik- um. Þeir fyiTÍ verða í Egilsstaða- kirkju föstudagskvöldið 24. apríl og hefjast þeir kl. 21, en þeir síðari verða í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað á laugardag, 25. apríl, kl. 21. Einsöngvarar verða Bryngeir Kristinsson, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jósepsson og undirleik- arar Daníel Þorsteinsson, Eiríkur Bóasson og Rafn Sveinsson. Stjórn- andi kórsins er Atli Guðlaugsson. Efnisskráin verður fjölbreytt, en eyfirsk tónskáld og ljóðskáld skipa þar veglegan sess. Árshátíð Grikklands- vinafélagsins STOFNUN Dante Alighieri, ítalska menningarfélagið á íslandi, heldur ái’shátíð ásamt Grikklandsvinafélag- inu laugardaginn 25. apríl kl. 19 í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6. Boðið verður upp á ítalskt hlað- borð með grísku ívafí sem Paolo Thurci ítölskukennari og meistara- kokkur hefur umsjón með. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson gleðja gesti með söng sínum. Claudio Rizzi leikur á píanó. Halldóra Geir- harðsdóttir leikkona flytur gaman- þátt og skemmtir gestum. Ræðu- maður kvöldsins er Kristján Árna- son formaður Grikklandsvinafélags- ins. Dans stiginn fram á nótt. Ferðagetraun verður í boði Úi*vals Útsýnar. Þar verður dregið um viku- ferð til Toscana, svo og afslátt á ítal- íuferð 12. júní og Grikklandsferð 16. ágúst. Miðaverð kr. 2.900. Veislu- stjóri og gestgjafi, Thor Vilhjálms- son rithöfundúr, er forseti Dante Alighieri-stofnunarinnar. Sumri fagnað í Hafnarfírði ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarieik- húsið standa fyrir sýningu á atriðum úr leikritunu Síðasti bærinn í daln- um. Hver veit nema tröllið komi í heimsókn? Einnig verða nokkur önnur skemmtiatriði. Skemmtunin hefst kl. 13. Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá Skátaheimilinu Hraunbyrgi kl. 10:00 þar sem gengið verður út Flatahraun, Álfaskeið, niður hjá Sól- vangi og loks Lækjargötuna þar til komið verður niður að Hafnarfjarð- arkirkju en þar hefst skátamessa kl. 10.45. Skátar lesa ritningarlestra og leiða söng. Prestur er séra Þórhall- ur Heimisson. Sumarhátíð í Garðabæ MIKIÐ verður um að vera í Garða- bæ á sumardaginn fyrsta. Skátar úr Skátafélaginu Vífli sjá um dag- skrána. Klukkan 11 verður fánaat- höfn við Vídalínskirkju og strax að henni lokinni hefst skátamessa. Skátar munu standa heiðursvörð og nýliðar verða vígðir inn í félagið. Ræðumaður verður Gunnar Einars- son forstöðumaður Fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Klukk- an 14 fer skrúðganga frá Vídalíns- kirkju við undirleik lúðrasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar. Gengið verður að Hofsstaðaskóla og þar verður mikið um dýrðn-. Stór og mikil þrautabraut verður við skólann, svifbraut og koddaslagur. Einnig verður boðið upp á andlits- málun o.fl. Árleg kaffisala Vífils verður í hátíðarsal Hofsstaðaskóla og tertuhlaðborð skáta úr Garðabæ. Skátakórinn syngur nokkur lög fyr- ir kaffigesti og skátahljómsveitin Frá fjöri til fjalla leikur létt tónlist. Lokaprédikun í guðfræði við HÍ RÚNAR Már Þorsteinsson, guð- fræðinemi, flytur lokapredikun í Há- skólakapellunni laugardaginn 15. apríl. Athöfnin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. Spurninga- keppni átthagafélaga SEX átthagafélög í Reykjavík halda sameigmlega spurningakeppni í Súlnasal á Hótel Sögu sunnudaginn 26. apríl kl. 20. Þriggja manna lið verða frá Átt- hagafélagi Strandamanna, og félög- um Breiðfirðinga, Húnvetninga, Rangæinga, Skaftfellinga og Önfirð- inga. Stjórnandi er Ragnheiður Erla Björnsdóttir. Bjöm Ingi Bjarnason kynnir. í hléi syngur Signý Sæ- mundsdóttir við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Forsala miða er 23. og 24. apríl kl. 18-20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Húnabúð, Skeifunni 11, Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178 og Cata- línu, Hamraborg 11. Opið hús í Bjarkarási STYRKTARFÉLAG vangefinna átti 40 ára afmæli 23. mars sl. Af því til- efni verður Bjarkarás með opið hús laugai’daginn 25. apríl ki. 14-17 til að kynna starfsemina öllum sem hafa áhuga. Er velunnarar Bjarkaráss hvattir til að koma og þiggja veitingar í leið- ■ HARMONIKUFELAG Reykjavík- ur og Almenna umboðsskrifstofan standa fyrir hai’monikutónleikum og balli á Hótel Stykkishólmi laugar- dagskvöldið 25. apríl. Dagskráin hefst með tónleikum kl. 22. A meðal þeirra sem fram koma eru heima- maðurinn Hafsteinn Sigurðsson og Stórsveit Harmonikufélags Reykja- víkur ásamt einleikurum og minni hópum. Að tónleikum loknum verður síðan slegið upp harmonikuballi með hljómsveitinni Neistum með söng- konunni Ornu Þorsteinsdóttur og Léttsveit Harmonikufélags Reykja- víkur ásamt söngkonunni Ragnheiði Hauksdóttur. Aimenna umboðsskrif- stofan mun við þetta tækifæri kynna Brandoni, Pigini og Delicia hamonik- ur og Solton og AA Craaft hljóðkerfi. LEIÐRETT Heiður þeim sem heiður ber I GREIN minni um nýjan hugsunar- hátt í fangelsismálum hér í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag 21. apríl, er sagt að greinargerð dómsmálaráðu- neytisins vegna höfnunar á reynslu- lausn fyrir fanga á Litla-Hrauni hafi birst í Morgunblaðinu. Þetta var rit- að eftir minni sem reyndist mis- minni. Hið rétta er að greinargerðin bh’tist á baksíðu DV fyrir nokkru. Rétt skal rétt vera og þetta leiðrétt- ist hér með. Haukur Már Haraldsson Rangt föðurnafn í UMFJÖLLUN um viðburði á Lista- hátíð í Reykjavík í Lesbók sl. laugar- dag, 18. apríl, var farið rangt með föð- ui-nafn fiðluleikara Chilingrian String Quartet, Ásdísar Valdimai’sdóttur. Beðist er velvirðingar á því. Leiðrétting á fermingum Á FERMINGARLISTA í gær mis- ritaðist nafn prestins í Langholts- kh’kju. Hún heitir Guðný Hallgi’íms- dóttir en ekki Halldórsdóttir eins og stóð í blaðinu. Er beðist velvirðingar á þessu. Eins var nafn eins ferming- arbarnsins rangt. Heith’ hann Þrá- inn Imanuel Kim Knudsen, Stranda- seli 7, Reykjavík. Líknar- og vinafélagið BERGMAL gengst fyrir orlofsdvöl fyrir blinda og langveika á Sólheimum í Grímsnesi dagana 24. til 31. maí. Dagana 17. til 24. ágúst mun BERGMÁL aftur vera með orlofsviku á Sólheimum og þá fyrir krabbameinssjúka. Verður nánar auglýst síðar. Báðar vikurnar eru gestum að kostnaðarlausu. Fjölbreytt dagskrá verður alla daga og kvöldvaka á hverju kvöldi með úrvals listafólki. Sundlaug er á staðnum og aðstaða til útivistar góð. Reykingar innanhúss eru ekki leyfðar á þessum stað. Umsóknir berist fyrir 18. maí nk. til: Kolbrúnar Karlsdóttur, s. 587 1567. Karls Vignis Þorsteinssonar, s. 552 1567. Sveinbjargar Guðmundsdóttur, s. 552 8730 og 554 2550. Veita þau allar nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.