Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blair ítrekar nauðsyn árangurs í Mið-Austurlöndum Segir deilurnar ógn við allan heiminn London, Kaíró, Los Angeles. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að mikilvægt væri að eitthvað þokaði í brottflutn- ingi ísraelskra hermanna frá Vest- urbakkanum til þess að greiða göt- una fyrir endanlegt samkomulag um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Blair, sem kom heim úr Mið-Aust- urlandaför í fyrradag, sagði enn- fremur að ef deilur héldu áfram yrði LUTERSKA kirkjan í Finnlandi hefur sætt gagnrýni fyrir að refsa ekki tveimur prestum, sem hafa verið sakaðir um villutrú, en annar þeirra neitaði því að helvíti væri til og hinn hélt því fram að Jesús kynni að hafa ver- ið kvæntur. „Prestar njóta einnig mál- og skoðanafrelsis," sagði Eero Huovinen, biskup í Helsinki, um þá ákvörðun kirkjunnar að refsa ekki prestunum. Akvörðuninni hefur verið áfrýjað til umboðs- manns þingsins og æðsta stjóm- það ekki einungis ógn við stöðug- leika í þessum heimshluta heldur í heiminum öllum. Blair sagði að Bretar, sem nú eru í forsæti Evrópusambandsins, myndu leggja sitt af mörkum til þess að árangur mætti nást. Benja- min Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, hafa sýsludóms Finnlands. Kirkjan veitti öðrum prestanna, Olli Arola, áminningu í vikunni sem leið eftir að hann hélt því fram að Jesús kynni að hafa verið kvæntur Maríu Magdalenu. Að- ur hafði blossað upp ágreiningur innan kirkjunnar vegna bókar eftir Antti Kylliainen, prest í Helsinki, þar sem hann sagði að helvíti væri ekki til og allir kæmust til himna. Púsundir Finna sendu kirkjunni mót- mælabréf vegna bókarinnar og sökuðu prestinn um villutrú. samþykkt, hvor í sínu lagi, að hitta Madeleine Albright, utanrfldsráð- heiTa Bandaríkjanna, á fundum í Lundúnum 4. maí nk. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á þriðju- dagskvöld að hann óttaðist að núver- andi þrátefli í friðarumleitunum myndi leiða til aukins ofbeldis í Mið- Austurlöndum. Sagði Annan að leið- togar arabaríkja hefðu „umtalsverð- ar áhyggjur" vegna þess að hvorki gengi né ræki í umleitunum, og bætti því við að sumir óttuðust að „örvæntingarfullt fólk grípi til of- beldis á ný“. Annan lét þessi orð falla í Los Angeles þar sem hann ávarpaði m.a. fræga skemmtikrafta, kvikmynda- leikstjóra og framleiðendur, og hvatti þá til að bæta ímynd Samein- uðu þjóðanna og lagði áherslu á þann mikilvæga þátt sem samtökin ættu í lífí allra. Arafat átti í gær fund með Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, um tilraunir til að þoka samningum af stað, og daginn áður hafði Arafat átt fund með Fahd, konungi Saudi Ara- bíu. Á þriðjudag mun Mubarak eiga fund með Netanyahu. Nú í vikulokin mun Dennis Ross, sáttafulltrúi Bandaríkjastjómar, halda til funda við Netanyahu og Arafat. Prestar sakaðir um villutrú Hclsinki. Reuters. NÁMSMANNASTYRKIR Námsmannalínufélagar munið að umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk rennur út 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkir til námsmanna erlendis Einungis félagar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Búnaðarbankans www.bi.is og í öllum útibúum bankans NÁMS LÍNAN A Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí til Búnaðarbanki íslands hf. Markaðsdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík Reuters. ÁSTRALSKIR hafnarverkamenn hugðust mæta til starfa sinna í gær- morgun en þurfa enn um stund að bíða því alríkisdómur ígrundar nú áfrýjun flutningsfyrirtækisins Patrick. Deila hafnarverkamanna í Ástralíu Akvörðun um endur- ráðningu frestað Melboume. Reuters. ALRÍKISDÓMUR í Ástralíu ákvað í gær að endanleg ákvörðun um það hvort flutningsfyrirtækið Patrick Stevedores yrði gert að endurráða hafnarverkamennina 1400, sem það rak fyrir tveimur vikum síðan, myndi bíða þar til áfrýjun fyrirtæk- isins hefði verið tekin fyrir. Dómur- inn lofaði að ákvörðun sín myndi liggja fyrir í dag, fimmtudag og þangað til fá verkamennimir ekki að hverfa aftur til starfa. Samtök hafnarverkamanna lýstu vonbrigðum sínum með niðurstöð- una en þau höfðu fagnað óvæntum sigri í fyrradag þegar dómurinn úr- skurðaði að Patrick þyrfti að endur- ráða verkamennina. Airíkisdómur- inn taldi einnig að ástæða væri til að rannsaka nánar kenningar verka- mannanna um að aðgerðir Patricks væru liður í ólöglegu samsæri fyrir- tækisins um að draga úr áhrifum verkalýðsfélaga. Verður það mál skoðað af dómstólum í sumar. Rúmlega 10.000 gámar hafa ekki fengið afgreiðslu í höfnum Ástralíu að undanfomu eftir að hafnarverka- menn hófu mótmælavörslu og komu í veg fyrir uppskipun gáma. Hag- fræðingar óttast að vinnudeilan skaði mjög efnahagsvöxt Ástrala á næsta ári. Verkamenn hafa haldið því fram að samtök bænda og ríkisstjórn Ástralíu hafi verið með í ráðum og var dómurinn í fyrradag talinn mik- ið áfall fyrir hægristjórn landsins sem studdi Patrick í aðgerðum þess. Morð á N-Irlandi vekur ugg Belfast, Dublin. Reuters. DAVID Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), for- dæmdi í gær morðið á 29 ára göml- um kaþólskum manni í bænum Portadown á N-írlandi í fyrrakvöld sem enn á ný hefur vakið ótta manna um að of snemmt sé að fagna friði á N-írlandi. „Þessi at- burður er andstyggilegur", sagði Trimble í samtali við BBC. „Ég get ekki annað en ítrekað þau skilaboð til þeirra sjúku aðila sem frömdu þennan verknað að engum hags- munum er þjónað með honum og að ekkert gott getur hlotist af honum.“ Enginn hefur gengist við verkn- aðinum en talið er að öfgasamtök mótmælenda, LVF, standi að bald morðinu. Samtökin, sem klufu sig frá stærra öfgaafli (UDA) vegna þess að þau eru í vopnahléi, eru andsnúin friðarsamkomulaginu á N- írlandi. Sagt er frá því í The Irish Times í gær að stjómmálaarmur UDA, Ulster Democratic Party (UDP), hafi lýst yfir stuðningi við friðarsamkomulagið í fyrradag. Um leið gerði Gary McMichael, leiðtogi UDP, harða hríð að „nei“-herferð Ians Paisley og sagði Paisley ekki hafa bent á neina valkosti við friðar- samkomulagið. Stuðningur UDP er talinn afar mikilvægur vegna tengsla flokksins við UDA en faðir McMichaels var á níunda áratugn- um einmitt leiðtogi UDA og féll fyr- ir hendi liðsmanna IRA. írska þingið samþykkti í gær formlega að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu 22. maí um hvort fella eigi úr stjómarskrá landsins ákvæði sem gerir kröfu til N-írlands. i I ! ! Opnun kosningamiðstöðvar fyrir Borgarstjómarkosningamar 1998 CL Sjállstæðisfélögin í Nes- Mela- Vestur- og Miðbæjarhverfum opna kosningamiðstöð í dag, sumardaginn fyrsta kl. 15.00 -í Ferðamannamiðstöðinni v/Ingólfstorg (Hafnarstræti 1). Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins mæta og vænta þess að sem flestir sjái sér fært að koma. Veitingar og glaðningur fyrir fólk á öllum aldri. Mætum öll í sumarskapi. GLEÐILEGT SUMAR !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.