Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhug-amanna lieldur tónleika í Neskirkju á
sunnudaginn. Þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar á þessu starfsári.
Sinfóníuhlj ómsveit
áhugamanna í Neskirkju
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT áhuga-
manna heldur tónleika í Nes-
kirkju undir stjórn Ingvars Jónas-
sonar, sunnudaginn 26. apríl kl.
17. Þetta verða siðustu tónleikar
sveitarinnar á þessu starfsári.
Að þessu sinni verður frum-
flutt verk eftir Hildigunni Rún-
arsdóttur er nefnist blandaðir
dansar fyrir hljómsveit og er það
samið sérstaklega fyrir hljóm-
sveitina. Þá mun Helga Þórarins-
dóttir leika víólukonsert eftir
Telemann. Einnig mun Hulda
Guðnín Geirsdóttir syngja þrjár
óperuaríur eftir Tsjaíkovskí og
Puccini.
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna var stofnuð árið 1990 og
hefur starfað óslitið síðan. Aðal-
stjórnandi hennar er Ingvar Jón-
asson.
Kuran
Swing á tón-
leikaferð um
Norðurland
KURAN SWING kvartettinn held-
ur í tónleikaferð laugardaginn 25.
apríl nk. um Norðurland. Fyrstu
tónleikarnir verða í félagsheimilinu
á Blönduósi og hefjast tónleikarnir
kl. 15. Næstu tónleikar verða sama
dag á Kaffí Króki á Sauðárkróki í
tilefni af Sæiuviku Skagfirðinga.
Þeir tónleikar hefjast kl. 17.
Lokatónleikar Kuran Swing verða
svo á Kaffí Menningu á Dalvík og
hefjast kl. 21.
Kuran Swing er skipað þeim
Szymoni Kuran fíðluleikara, Birni
Thoroddsen gítarleikara, Olafí
Þórðarsyni gítarleikara og Bjarna
Sveinbjömssyni kontrabassaleik-
ara. Kuran Swing var stofnað í jan-
úar 1989 til þess að leika í eitt
skipti, en þeir félagar hafa haldið
hópinn og leikið víða, m.a. hefur
Kuran Swing leikið í Finnlandi og
Kanada, komið fram í sjónvarpi og
útvarpi og gefíð út einn geisladisk.
Tónlist Kuran Swing er í ætt við Dj-
ango Reinhard sveifluna, enda
hljóðfæraskipan lík. Tveir kassagít-
arar, kontrabassi og fíðla. Efnisskrá
tónleikanna er fjölbreytt, m.a. Iög
eftir þá félaga og ýmsir þekktir
djassstandardar.
----------------
Sýning á
tréskurði
VORSÝNING skurðlistarskóla
Hannesar Flosasonar verður í íspan-
húsinu við Smiðjuveg í Kópavogi á
laugardag og sunnudag kl. 14-18.
Við sendum okkar hjartanlegustu þakkir til
allra, bœði skyldra og óskyldra, sem sendu okk-
ur gjafir, blóm, skeyti, símtöl og önnur vinahót,
vegna gullbrúðkaups okkar 9. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur og Jóhannes Proppé.
BEEIEIlta
aiimii
Félagsvísindadeild býður upp á M.A. nám
við uppeldis- og menntunarfræðiskor
við Háskóla íslands haustið 1998.
Hægt er velja um tvær línur:
I. Mat á skólastarfi
II. Almennt rannsóknarnám
Um er að ræða tveggja ára nám (60e). Nemendur sem ekki
stunda fullt nám geta tekið námið á lengri tíma.
Markmið M.A. námsins er að efla faglega þekkingu og færni á
sviði uppeldis- og menntamála á íslandi með því að búa fólk
undir rannsóknir og þróunarstörf.
Umsækjendur skulu hafa lokið B.A.- prófi í félagsvísindum eða
öðrum greinum eða kennaranámi á háskólastigi. Fjöldi nem-
enda er takmarkaður. Við inntöku er tekið mið af einkunnum
og að jafnaði gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25). Auk þess er
litið til starfsreynslu.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu
félagsvísindadeildar í Odda við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um-
sóknarfrestur er til 1. maí.
LISTIR
Efnileg’ur píanóleikari
TONLIST
ísh'iiska óperan
PÍANÓTÓNLEIKAR
Unnur Vilhelmsdótfir flutti verk
eftir Chopin, Brahms, Ravel og
Beethoven þriðjudagurinn
21. apríl 1998.
ÞAÐ ERU nokkur tíðendi er
ungt tónlistarfólk lýkur löngum
námsferli með því að halda einleiks-
tónleika. Þar sker úr hversu vel var
til lagt og hve vel viðkomandi er
undirbúinn til frekari átaka og far-
sælla starfa í framtíðinni. Unnur
Vilhelmsdóttir er efnilegur píanó-
leikari og kann margt fyrir sér í
tækni og hefur til að bera tilfínn-
ingu fyrir því ljóðræna í tónlistinni.
I heild, með smá gleymskubrotum,
lék hún alla tónleikana af öryggi.
Hún hóf tónleikana á F-dúr ballöð-
unni, op. 38 eftir Chopin, sem hefst
á sérlega Ijóðrænum þætti. Chopin
leikur sér oft með sterkar andstæð-
ur og í F-dúr ballöðunni er miðþátt-
urinn sérlega erfíður, þar sem kraf-
an um kraftmikinn en þó um leið
liðlegan leikmáta, er í fyrirrúmi og
þar átti Unnur nokkuð erfitt um vik
og ekki víst að vel hafí verið ráðið,
að hefja tónleikana á þessu erfiða
verki.
Næstu viðfangsefni Unnar voru
Átta píanóverk op. 76 eftir Brahms.
Ekki er vitað til þess að Brahms
hafi hugsað þessi verki sem eins
konar lagaflokk en í bréfí til Sim-
rock, útgefanda síns, segist Brahms
vera í vandræðum með að gefa
verkunum nafn, þó líklega sé Ca-
HINIR árlegu vortónleikar Söng-
félags Skaftfellinga verða haldn-
ir í Fella- og Hólakirkju í dag,
sumardaginn fyrsta. Tónleikarn-
ir hefjast klukkan 17.
Kórinn heldur upp á 25 ára af-
priccio réttnefni á verki nr. 2, en
það er frægast úr þessu safni, sem í
heild er ekki sérlega erfitt en þarf
að flytja fallega eins og Unnur
gerði.
Eftir hlé lék Unnur Valse nobles
et sentimentales eftir Ravel. Valsar
þessir eru samdir 1911 og má segja
að þeir séu eins konar spásögn um
hljómsveitarverkið La Valse (1920),
svo sem heyra má í valsi nr. 7. Fyrsti
valsinn er nokkuð erfiður, en aðrii-
eru leikur Ravels með blæbrigði,
dægurleg stef og skemmtilega
hljómskipan, sem var aðal Ravels.
Öllu þessu skilaði Unnur fallega
mótuðu, enda á hún margt að leggja
með sér, þó enn verði að gefa henni
tækifæri á að stemma enn frekar
saman tæknina og túlkunina, sem
var á köflum helst til hófstillt. Þetta
kom sérlega vel fram í einu sér-
kennilegasta píanóverki Beet-
hovens, As-dúr sónötunni, op. 110.
Fimm síðustu píanósónötur Beet-
hovens mynda sérstæðan flokk, þar
sem meistarinn hefur umturnað öllu
sem áður einkenndi sónöturnar og
er sú op. 110, sem er næstsíðasta pí-
anósónatan, léttust af þessum fímm
en gerir miklar kröfur til píanistans
í túlkun og mótun tónhendinga og
blæbriða. Þarna stendur Beethoven
á tímamótum sem skáld og þykir
mörgum að síðustu verk hans liggi
næn-i því að vera hástemmd orð-
ræða. Það þýðir að verk hans eru
annað og meira en leikur með tóna,
tónarnir og samkipan þeirra hafa
öðlast dýpri merkingu og þá merk-
ingu ná þeir einir að túlka, sem hafa
fetað alla einstigu, sem verkaröð
Beethovens myndar, allt frá óþoli
mæli sitt á þessu starfsári og
helgina 1.-3. maí halda söngfé-
lagar austur í Skaftafellssýslu
þar sem kórinn mun halda tón-
leika í Vík og á Kirkjubæjar-
klaustri.
ungs manns, til heimspekilegra
hugleiðinga þroskaðs listamanns.
Þannig var ef tll vill ekki vel til
fallið að hefja tónleikana á F-dúr
ballöðunni eftir Chopin og enda á
op. 110, þessari einstæðu sónötu,
sem ekki er tæknilega erfið en sér-
lega erfið í túlkun. Margt var fal-
lega gert hjá Unni, sérstaklega í
fyrri þáttunum en hún náði ekki að
skila spennu fúgunnar, þannig að
leikur hennar var þar í heild heldur
grannhljómandi.
Þrátt fyrir að efnisskráin hafí
verið óvarlega valin, er ljóst að
Unnur Vilhelmsdóttir er efnilegur
píanóleikari og hefur á valdi sínu
nokkuð góða tækni og mótar verkin
oft mjög fallega, það sem helst vant-
ar er meiri styrkur í hægrihandar-
tæknina, svo að á stundum skorti á
sönginn í mótun stefja. Debut tón-
leikar eru aðeins upphafið og rétt er
að spyrja að leikslokum og þangað
til er löng leið að fara.
Jón Ásgeirsson
Burtfararpróf
í einsöng
ÞÓRUNN Freyja Stefánsdóttir
mezzósópran heldur tónleika í
Digi'aneskirkju laugardaginn 25.
aprfl kl. 16.
Tónleikar þessir
eru burtfararpróf
hennar frá Tónlist-
arskóia Garðabæj-
ar. Við píanóið er
Kolbrún Ósk
Óskarsdóttir. Þór-
unn Freyja hóf
nám í Söngskólan-
um í Reykjavík en
s.l. 5 ár hefur hún
stundað söngnám
hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur
við Tónlistarskóla Garðabæjar.
Á efnisskránni eru verk eftir
Caccini, Durante, Gluck, Bizet,
Schubert, Schumann, Fauré, Saint-
Saéns, Sigfús Halldórsson, Inga T.
Lárusson og Jón Ásgeirsson.
----------♦-♦“♦----
Kyrjurnar í
V íðistaðakirkj u
KVENNAKÓRINN Kyrjurnar
haida sína fyrstu vortónleika í Víði-
staðakirkju sunnudaginn 26. aprf
kl. 17.
Söngstjóri kórsins er Sigurbjörg
Hv. Magnúsdóttir og píanóleikari er
Sigrún Grenda).
Efnisskráin er fjölbreytt s.s. ís-
lensk og eriend þjóðlög og sönglög.
Einnig munu Kyrjurnar syngja
nokkra negrasálma.
HINIR árlegu vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga verða haldnir í
Fella- og Hólakirkju í dag kl. 17.
Söngfélag Skaftfellinga
með vortónleika
Eru djöflar dauðlegir?
KVIKMYJVDIR
B í ó h ö 11 i n
„FALLEN“*%
Leikstjóri Gregory Hoblit.
Handrit Nicholas Kazan. Tónlist
Tan Dun. Kvikmyndatökustjóri
Tom Sigel. Aðalleikendur
Denzel Washington, John Good-
man, Donald Sutherland, Em-
beth Davidtz, James Galdofmi,
Elias Koteas. 123 mín. Baiula-
rísk. Turner Pictures/Warner
Bros 1998. .
ILLT og gott er í brennideplin-
um í nýjustu mynd Gregory
Hoblits, sem hóf feril sinn sem
kvikmyndaleikstjóri með vel við-
unandi árangri, með Primal Fear.
Hún lofaði góðu, því er Fallen
janvel enn meiri vonbrigði. Hún
hefst á að lögreglumaðurinn
Hobbes (Denzel Washington),
fylgir harðsvíruðum fjöldamorð-
ingja (Elias Koteas) til aftöku. Að
endingu tilkynnir hann Hobbes
að þeir eigi eftir að hittast aftur
og rauiar kotroskinn gamlan
slagara með Stones - „Tíminn
vinnur með mér“, uns gasið kæf-
ir.
Nú skyldi maður ætla að
Hobbes hafi losnað endanlega við
þennan forherta djöflamerg, en
svo er ekki. Morðin halda áfram
af fullum krafti og Hobbes flæk-
ist æ meira inní yfimáttúrlega at-
burðarás þar sem koma m.a. við
sögu guðfræðiprófessor og her-
sveitir fordæmdra, á tæknimáli
prófessorsins, fallnir englar.
Það er því miður sárafátt gott
að segja um þessa fáránlegu
mynd, sem á að vera ógnvekjandi
blanda af The Exorcist og In-
vasion of the Body Snatchers, en
er í rauninni aldrei annað og
meira en langdregin, leiðinleg
mistök. Hoblits nær aldrei nein-
um tökum á áhorfandanum, út-
færsla sögunnar er slöpp og frá-
sagnarmátinn á þann veg að sí-
fellt er verið að minna á að maður
er að horfa á bíómynd, með að
öðru leyti tilefnislausum sögu-
mannsinnskotum. Hersveitir for-
dæmdra sem arka um torg, eru
ósköp skátalegur söfnuður, a.m.k.
ef maður ber þær saman við önn-
ur Satans handbendi í alvöru
hryllingsmyndum, einsog Rose-
mary’s Baby. Maður bíður á
þriðja tíma eftir að atburðarásin
hrökkvi í gang en það gerist fátt
áhugavert og endahnykkurinn,
sem er á sinn hátt nokkuð skond-
inn, og það skásta í myndinni, er
skemmdur með gnnaktugu loka-
atriði sem virðist þjóna þeim til-
gangi einum að geta blandað öðru
klassísku Stones-lagi í hljóðrás-
ina.
Sæbjörn Valdimarsson