Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 51
HAFLIÐI
HALLDÓRSSON
+ Hafliði Halldórs-
son fæddist á
Sig'lufirði 1. nóvem-
ber 1908. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Foss-
vogi 14. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Halldór
Jónasson kaupmað-
ur og kona hans
Kristín Hafliðadótt-
ir. Hafliði var
næstelstur fínim
systkina sem öll eru
látin, en hin voru
Petrina (Nanna),
Hulda, Matthea og Kristinn.
Hafliði lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri 1925 og settist í 4.
bekk Menntaskólans í Reykja-
vík veturinn 1925-26 en varð
að hverfa frá námi vegna veik-
inda. Veturinn 1929-’30 stund-
aði hann verslunarnám f Þýska-
landi. Ilafliði var verslunar-
sljóri á Siglufirði 1928-’39 og
rak jafnframt útgerð og sfldar-
söltun fyrir eigin reikning árin
1935-’40. Hann var forstjóri og
annar aðaleigandi kvikmynda-
hússins Gamla Bíós í Reykjavík
frá árinu 1940 þar til það var
selt Islensku óperunni í árslok
1981. Hann sat í stjórn ýmissa
atvinnufyrirtækja, svo sem út-
gerðarfélaganna Sviða hf. og
Hrímfaxa hf. árin 1942-’50 og
Nýja bíós hf. á Akureyri frá
1944-’60. Árið 1947 stofnaði
hann sjóð við Menntaskólann á
Akureyri, sem er kenndur við
Sigurð Guðmundsson fyrrv.
skólameistara þar.
llafliði og Þórunn Svein-
bjarnardóttir frá ísafirði, fædd
16. september 1909, gengu í
hjónaband 15. desember 1934.
Þórunn lést 24. febrúar 1993.
Föstudaginn 24. apríl verður
lagður til hinstu hvílu elskulegur
afi minn Hafliði Halldórsson við
hlið ömmu minnar Þórunnar
Sveinbjarnardóttur og pabba
míns Halldórs Hafliðasonar. Nú
þegar ævi afa hefur runnið sitt
skeið langar mig að minnast hans
í örfáum orðum.
Hann afi í Gamla Bíó var stór-
brotinn og myndarlegur maður
sem naut virðingar hvar sem hann
kom. Þrátt fyrir háan aldur var afi
unglegur í útliti og fasi og hans
bestu stundir hin síðustu ár voru
þegar hann var meðal unga fólksins
í fjölskyldunni sinni. Langafabörn-
in hans voru honum allt og ekki leið
sá dagur að hann hringdi ekki til að
spyrja hvernig þau hefðu það og
hvort allir væru ekki frískir. Afi var
mikill náttúruunnandi og fuglavin-
ur og ávallt hélt hann dagbók um
það sem á daga hans hafði drifið,
eða allt þar til hún amma mín Þór-
unn Sveinbjarnardóttir lést fyrir
fimm árum, þá lokaði afi dagbók-
inni sinni í síðasta sinn.
Sumrin voru árstíminn hans afa
og naut hann þess að spássera um
í góðu veðri og njóta útiverunnar
og ekki var verra ef sest var að
göngu lokinni að kaffiborði sem
hafði upp á að bjóða rjómakökur
og bakaríisbrauð. Það voru ófáar
stundirnar hin síðari ár sem ég og
fjölskyldan mín sátum úti í sum-
arblíðunni með afa og röðuðum í
okkur sætabrauði, þá kom afi
keyrandi úr Vesturbænum á
gamla bílnum sínum í Grafarvog-
inn og aldrei gleymdi hann að
koma við í bakaríinu á leiðinni. Já,
það verður tómlegt á sumardag-
inn fyrsta því það var ávallt þann
dag sem afi tók bílinn sinn út úr
bílskúrnum eftir veturinn og ekki
brást það að hann kæmi á þeim
degi keyrandi í Grafarvoginn.
Stundum var haft á orði að nú
væri vorboðinn með hattinn kom-
inn á gamla bílnum sínum.
Þau eignuðust tvo
syni: 1) Halldór,
flugstjóra, sem
fæddist 12. mars
1935 og lést fyrir
aldur fram 13. aprfl
1982. Eftirlifandi
eiginkona hans er
Olöf Klemensdóttir,
f. 22. maí 1934. Þau
eignuðust tvær dæt-
ur: Þórunni, lög-
fræðing, f. 18. febr-
úar 1959, sem gift
er Sigurði Kára-
syni, húsamálara.
Þeirra börn eru
Aron Kári og Elísabet Inga.
Sonur Þórunnar frá fyrra
hjónabandi er Halldór Steins-
son. Yngri dóttir þeirra er
Hrafnhildur Inga, grunnskóla-
kennari, f. 11. desember 1962,
og er eiginmaður hennar Hall-
dór Þór Þórhallsson, bifreiða-
stjóri. Þeirra börn eru Ólöf
Inga, Hafliði og Þórhallur Páll.
2) Sveinbjörn, aðallögræðingur
Seðlabanka Islands, f. 20. júní
1939, kvæntur Önnu Huld Lár-
usdóttur, fulltrúa, f. 22. mars
1944. Dætur þeirra eru: 1) Ey-
dís Kristín, geðhjúkrunarfræð-
ingur og hjúkrunarfram-
kvæmdasljóri, f. 24. júní 1961.
Börn hennar og fv. eiginmanns
hennar, Björns Thorarensen,
eru Sveinbjörn og Sigurlaug. 2)
Þórunn, stjórnmálafræðingur,
f. 22. nóvember 1965. 3) Anna,
kvikmyndafræðingur og kvik-
myndagagnrýnandi, f. 6. júní
1967, gift Herbert Arnarsyni,
lækni. Þeirra dóttir er Katrín
Anna.
Útfór Hafliða fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík á
morgun, föstudaginn 24. aprfl,
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Sem barn að aldri dvaldi ég oft
hjá afa og ömmu í Gamla Bíó þeg-
ar foreldrar mínir voru á ferða-
lögum og aldrei man ég til þess að
mér hafi nokkurn tímann leiðst
vistin. Hjá afa og ömmu var
dekrað við mig og það var aðeins
þegar ég dvaldi hjá þeim sem ég
fékk að taka með mér maltöl í
nesti í skólann. Ekki var nú verra
að hafa kvikmyndahúsið á neðri
hæðinni og bregða sér í bíó
hvenær sem tækifæri gafst eða
fara í rannsóknarleiðangra um
króka og kima bíósins sem manni
fannst sannkallað völundarhús.
Oft fengu þessir leiðangrar um
húsið hárin til að rísa á höfði
manns. Árin liðu og á unglingsár-
um mínum réð afi mig í vinnu í
bíóinu. Þó maður væri í vinnu hjá
afa sínum var ekki um það að
ræða að það væri tekið á manni
með silkihönskum, nei, siður en
svo, hann afi var ákveðinn og
strangur vinnuveitandi og ætlað-
ist til að allir sem unnu hjá honum
skiluðu sinni vinnu eins vel og
hægt var.
Síðastliðin fimm ár reyndust
afa þungur róður eða allt frá því
hún amma mín dó. Lífsneistinn
dofnaði og afa fannst erfitt að
sætta sig við að vera orðinn einn.
Erfiðast fannst honum að vera
einn á dimmum vetrarkvöldum og
kveið jafnan mikið fyrir því þegar
fór að hausta. Hann stóð sig þó
með prýði og hugsaði um sjálfan
sig og bjó áfram í íbúðinni sinni
þrátt fyrir háan aldur og það að
hann væri tekinn að lýjast.
Elsku afi minn, mig langar að
þakka þér fyrir öll árin sem ég
hef verið svo lánsöm að fá að eiga
með þér og allt það sem þú hefur
kennt mér og gert fyrir mig í
gegnum tíðina. Eg þakka þér fyr-
ir að hafa reynst börnunum mín-
um yndislegur langafi og ég veit
að þau eiga góðar minningar um
langafa sinn í hjörtum sínum.
Elsku afi, nú ert þú endanlega bú-
inn að loka dagbókinni þinni og
komast að lífsgátunni miklu sem
þú varst svo mikið búinn að velta
fyrir þér, gátunni sem við öll vild-
um svo gjarnan fá svör við, en að-
eins þeir einir sem hafa yfirgefið
þessa jarðvist fá að vita. Mín
sannfæring er sú, elsku afi minn,
að þú hafir ekki orðið fyrir von-
brigðum.
Eg kveð þig með söknuði, virð-
ingu og stolti, elsku afi minn, og
þakka þér fyrir allt.
Þín
Hrafnhildur Inga.
Það er vel við hæfi að minning-
arorð um afa okkar í Gamla Bíói,
Hafliða Halldórsson, birtist á
sumardaginn fyrsta. Þeim degi
fagnaði hann heils hugar í hvert
sinn, skráði hjá sér veðrið, setti
upp sumarhattinn, fór í ljósan
frakka og spásseraði um bæinn.
Þá var okkur barnabörnunum
jafnan boðið upp á Dairy Queen ís
í tilefni dagsins. Afi var maður
vors og sumars. Strax og veður
leyfði tók hann Buick-inn fína úr
vetrarhíði og fór í ökuferðir út að
Seltjörn eða Garðskagavita að
huga að farfuglakomum með
sjónaukann ómissandi í fartesk-
inu.
Margar íslenskar fjölskyldur
eiga sér ættaróðal einhvers staðar
uppí sveit. Svo var ekki með föð-
urfjölskyldu okkar. I rétt rúma
fjóra áratugi var miðstöð fjöl-
skyldunnar í Gamla Bíói við Ing-
ólfsstræti. Þar stýrði amma Þór-
unn heimilinu af skörungsskap og
þrautseigju en afi helgaði sig
rekstri bíósins. Afi var alla tíð at-
hafnamaður. Áður en hann keypti
Gamla Bíó og flutti suður stund-
aði hann verslun og útgerð á
Sigiufirði, fæðingarbæ sínum.
Föðurmissir og veikindi á tán-
ingsárum ollu því að afi varð að
hverfa frá námi og axla ábyrgð á
velferð móður sinnar og systkina.
Hann taldi það ætíð skyldu sína
að sjá vel um sig og sína. í því
sambandi má nefna að systir afa,
Hulda, sem var þroskaheft vegna
heilahimnubólgu í æsku bjó lengst
af hjá afa og ömmu í Gamla Bíói.
Líklega hafa fá börn í Reykja-
vík átt þess kost að fara jafnoft í
þrjúbíó og við sonadæturnar
fimm. Með föstum liðum í tilver-
unni var sunnudagsheimsókn til
ömmu og afa sem endaði oftar en
ekki í að skotist var niður í sal að
horfa á Disney-myndina klukkan
þrjú. A-stúkan var okkar stúka.
Þar sátum við saman stelpurnar
og horfðum hugfangnar á afurðir
draumamaskínunnar í Hollywood.
Það kann að hljóma skondið en á
stundum var talað um filmstjörn-
ur eins og heimilisvini á efstu
hæðinni í Gamla Bíói. Clark Ga-
ble, Vivien Leigh og sögur af
frumsýningu kvikmyndarinnar Á
hverfanda hveli urðu í frásögn afa
og ömmu að stórviðburði í sög-
unni. I þá tíð voru bíósalir í höfuð-
borginni fáir og stórir og langar
biðraðir mynduðust eftir miðum á
þessa vinsælu mynd. Það er við
hæfi að fallegasti bíósalur í
Reykjavík hýsi nú Islensku óper-
una en óneitanlega finnst okkur
systrum stundum verra að eiga
ekki vís sætin í A-stúkunni, að
ógleymdum poppkornspokunum
sem afi kom með færandi hendi í
upphafi sýningar.
Þegar Gamla Bíó var selt flutt-
ust amma og afi á Kvisthagann.
Við fráfall ömmu árið 1993 tók afi
ekki í mál að flytja sig um set og
auðnaðist, með dyggri aðstoð föður
okkar og sonardætranna Hrafn-
hildar og Tótu, að búa einn á heim-
ili sínu svo að segja til síðasta dags.
Hann saknaði samt góðs og
örvandi félagsskapar ömmu og
naut ekki lengur tengsla hennar
við ættingja og vini, tengsla sem
hún hafði alla tíð ræktað af mikilli
alúð. Persónuleiki afa var stór í
sniðum. Hann átti að geyma mikla
góðsemi og gjafmildi en gat líka
verið viðskotaillur og erfiður þeim
sem næst honum stóðu. Reglusemi
og nákvæmni var honum í blóð
borin. Öllu var haldið til haga og
skráð, hvort heldur það var komu-
dagur vorboðans ljúfa eða fyrsti
snjór vetrar.
Afi í Gamla Bíói átti langa og
viðburðaríka ævi að baki og dó
saddur lífdaga. Fráfall hans
markar kaflaskil í lífi okkar
systra. Við kveðjum hann með
virðingu, ástúð og þökk og geym-
um í hjarta okkar góðar minning-
ar um hann og ömmu í Gamla
Bíói. Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Eydís, Þórunn og
Anna Sveinbjarnardætur.
Vinur minn og félagi, Hafliði
Halldórsson, fyrrv. forstjóri
Gamla Bíós hf., er látinn tæp-
lega níræður að aldri.
Eg minnist Halfiða fyrst árið
1939 er hann og faðir minn, Garðar
Þorsteinsson hrl., stofnuðu fyrir-
tækið Gamla Bíó hf. Kvikmynda-
húsið var keypt af Bíó-Petersen
um það leyti og tók hlutafélagið við
rekstri þess 1. janúar 1940.
Mér er mjög minnisstætt er
þessi myndarlegi Siglfirðingur,
hvítur fyrir hærum, kom á heimili
foreldra minna til þess að ganga
frá stofnun fyrirtækisins. Atvikin
höguðu því svo að við Hafliði urð-
um samverkamenn í rúm 35 ár eft-
ir lát föður míns, við rekstur Gamla
Bíós og fleiri félaga er við tengd-
umst. Hafliði tók mér afar vel og
var samstarf okkar alla tíð með
ágætum.
Okkur Hafliða varð vel til vina
og upp í hugann koma ótalmargar
góðar minningar frá samverutíð
okkar og ævilangri vináttu.
Hafliði gat verið ákaflega spaug-
samur og oft var slegið á létta
SVAVA
IMSLAND
Svava Iinsland
fæddist á Seyðis-
firði 23. febrúar
1920. Hún andaðist
12. aprfl síðastlið-
inn á Landspítalan-
um. Foreldrar
Svövu voru Hdlm-
fríður Sveinsdóttir
Imsland og Thor-
vald C. Imsland, út-
gerðarmaður og
kaupmaður á Seyð-
isfirði. Svava var
yngst fimin systk-
ina. Hin voru
Gunda, fna, Albert
og hálfsystir hennar, Lára.
Vinkona okkar og velgjörðar-
kona, Svava Imsland, er látin.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
áratug, er við tókum á leigu jarð-
Ina er ein eftirlif-
andi þeirra systk-
ina.
Svava giftist 7.
júní 1941 Haraldi
Jóhannssyni, f.
18.12. 1912. Fyrstu
árin bjuggu þau á
Hólmavík og
Ólafsvík, en flutt-
ust til Reykjavikur
1948.
Svava vann
lengst af við versl-
unarstörf auk hús-
móðurstarfa.
títför Svövu hef-
ur farið fram í kyrrþey.
hæðina í Skeljanesinu, hjá Svövu
og Haraldi. Ekki held ég að við
höfum ætlað í byrjun að árin yrðu
svo mörg. Það var ekki síst sam-
strengi bæði í starfi og utan þess.
Hann var einstakt snyrtimenni í
einu og öllu, sem m.a. kom fram í
færslum hans í bókhaldi, sem var
hvort tveggja nákvæmt og fagur-
lega skrifað, því hann hafði sér- .
lega fagra rithönd.
Hafliði hafði mikið yndi af
gönguferðum og ófáir voru þeir
dagar er hann gekk í kringum
tjörnina í Reykjavík og fylgdist
með fuglalífinu. Hann var nátt-
úruunnandi og hafði yndi af fögru
umhverfi. Hann fór oft er vora tók
ferðir út á Seltjarnarnesið að
fylgjast með fuglalífinu og út á
Reykjanes átti hann einnig ferðir
og naut þess er þar var að sjá.
Eiginkona Hafliða var Þórunn
Sveinbjarnardóttir frá Isafirði og
var hún einnig elskuleg vinkona
okkar hjónanna. Nutum við oft
gestrisni þeirra og fórum saman í
ferðir á athyglisverða og sögu-
þekkta staði, þar sem náttúran
skartaði sínu fegursta. Þá var
gaman að vera með Þórunni. Hún
kynnti sér jafnan sögu þeirra
staða er ætlunin var að heim-
sækja og var sérfróð um jurtir í
íslenskri náttúru. Það var bæði
ánægjulegt og fróðlegt að hlusta á
hana segja frá.
Heimili þeirra Hafliða var eink-
ar fallegt, prýtt ýmsum fágætum
listaverkum, innlendum sem er-
lendum. Þau eignuðust tvo syni,
Halldór flugstjóra, sem lést fyrir'
aldur fram 1982, og Sveinbjörn
aðallögfræðing hjá Seðlabanka Is-
lands. Þórunn féll frá fyrir rúm-
um fimm árum og eftir það bjó
Hafliði einn í íbúðinni við Kvist-
haga.
Vitaskuld var það Hafliða mikið
áfall að missa Tótu sína en sonar-
dæturnar, sem eru fimm, litu til
hans og fylgdust með honum eftir
því sem þær gátu. Mér er einnig
kunnugt um að Sveinbjörn var
föður sínum mikil stoð og var'
Hafliði honum afar þakklátur.
Áhugamál Hafliða voru marg-
vísleg og sinnti hann þeim eins og
kostur var. Síðari hluta ævinnar
kynntist hann Ólafi Friðrikssyni,
sem bjó í næsta húsi við hann, Al-
þýðuhúsinu. Það fór vel á með
þeim, kapítalistanum og foringja
öreiganna. Eitt áttu þeir örugg-
lega sameiginlegt, báðir gáfu þeir
smáfuglunum, annar á þaki Gamla
Bíós og hinn á svölum Alþýðu-
hússins. Hafliði sinnti ætíð þess-
um smávinum sínum og alltaf var
hann reiðubúinn að rétta þeim
hjálparhönd er minna máttu sín.
Hafliði varð félagi í Oddfellow-
reglunni árið 1943 og starfaði þar
vel fyrstu árin.
Við Þorgerður kveðjum kæran
vin með þakklæti fyrir samfylgd-
ina og margar ánægjustundir fyrr
og síðar. Óllum ástvinum Hafliða
sendum við hlýjar kveðjur frá
okkur og fjölskyldu okkar.
Guð blessi minningu Hafliða
Halldórssonar.
Hilmar Garðarsson.
búðin við Svövu og Harald sem
varð til að tíminn leið svona hratt.
Þau hafa þolað okkur að ásælast
sífellt stærri hluta Skeljanessins,
í kjölfar jarðhæðarinnar fylgdi
bílskúrinn og síðan garðurinn
hennar Svövu. Svava taldi sjálf-
sagt að við fengjum að leika laus-
um hala í garðinum, Björgvin með
sögina og ég með afleggjarana og
haustlaukana. Margar voru
ánægjustundirnar þegar dáðst
var að rauðum túlípönum og rós-
um, og ekki voru hvatningarorðin
spöruð. Við höfum í mörgu notið
samfylgdarinnar liðinn áratug og
ekki síður Berglind, dóttir Björg-
vins, í smágjöfum, gefnum af heil-
um hug. Af sama rausnarskap gaf
Svava Ái-bæjarsafni handavinnu
sína, allt frá seiwíettum upp í
handunnar gardínur. Við og aðrir
munum þar áfram njóta verka
hennar.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Svövu samfylgdina og vott-
um Haraldi samúð okkar.
Brynhildur og Björgvin.