Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson STARFSFÓLK Sparisjóðs Bolungarvíkur ásamt Sólbergi Jónssyni sparisjóðsstjóra. Fj árhagsáætlun •• Olfushrepps Sparisjóður Bolungar- víkur 90 ára Bolungarvík - Sparisjóður Bol- ungarvíkur hélt upp á 90 ára af- mæli sitt 15. apríl sl. Af því til- efni var öllum viðskiptavinum Sparisjóðsins boðið upp á veit- ingar á afgreiðslutíma hans þann clag og lögðu fjölmargir leið sína í Sparisjóðinn af þessu tilefni og fyrirtækinu bárust fjölmargar kveðjur og árnaðaróskir. Helsti hvatamaður að stofnun Sparisjóðs Bolungarvíkur var Pétur Oddsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Bolungarvík og hóf Sparisjóðurinn starfsemi sína í húsakynnum Péturs hinn 15. apríl 1908. Sparisjóður Bolungarvíkur hefur verið eina starfandi pen- ingastofnunin í Bolungarvík þessa 9 áratugi og er nú með elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Starfsemi hans hefur haft afgerandi áhrif á atvinnulíf- ið og þróun byggðar í Bolungar- vík. Rekstur Sparisjóðsins hefur skilað mjög góðri afkomu í ára- tugi og er eigin fjárstaða hans því mjög góð. Inn- og útlán hafa stöðugt aukist og hefur Spari- sjóðurinn jafnan haft góðu að mæta af hendi viðskiptavina sinna. Fyrsti sparisjóðsstjórinn var Pétur Oddsson og gegndi hann því starfi til ársins 1929. Þá tók við starfinu Jón J. Fannberg sem stýrði sjóðnum til ársins 1934 að Árni E. Árnason tók við og gegndi til ársins 1942 en þá var Steinn Emilsson ráðinn spari- sjóðsstjóri og starfaði hann til ársins 1961 að núverandi spari- sjóðsstjóri Sólberg Jónsson tók við og hefur hann því stýrt Spari- sjóði Bolungarvíkur í 37 ár. Núverandi stjórn Sparisjóðsins skipa þeir Benedikt Bjarnason, formaður, Gestur Kristinsson, varaformaður, Finnbogi Jakobs- son, Olafur Þ. Benediktsson og Örn Jóhannsson. Aðalfundur Sparisjóðsins á þessu afmælisári hans verður haldinn 27. apríl nk. í tilefni af afmælinu kemur út hjá ísprent hf. afmælisrit sem eingöngu verður helgað Spari- sjóði Bolungarvíkur. Þorlákshöfn - Hreppsnefnd Ölfus- hrepps hefur samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun hreppsins og stofn- ana hans þ.e.a.s. sveitarsjóðs, hafn- ar og hitaveitu. Samanlagðar tekjui- eru áætlaðar 329.990 þúsund en rekstrarútgjöld 255.900 þúsund, fjárfestingar eru áætlaðar fyrir samtals 157.495 þúsund. Skatttekjur sveitarsjóðs eru áætlaðar 243.615 þúsund sem er um 5% hækkun á milli ára. Rekstrarút- gjöld að frádregnum rekstrartekj- um eru áætluð 199.085 þúsund eða 38% af tekjum. Félagsþjónusta með 29.315 þúsund eða 12% af tekjum og Æskulýðs- og íþróttamál með 19.715 þúsund eða 8% af tekjum. Til ráðstöfunar upp í fjárfestingar 49.580 þúsund en heildarfjárfestingar sveitarsjóðs eru 118.365 þúsund. 80 milljónir til þjónustu- og menningarmiðstöðvar Helstu framkvæmdir verða: Til byggingar þjónustu- og menningar- miðstöðvar er varið 80.000 þús. Um er að ræða 1. áfanga en fullbyggt mun húsið hýsa félagsheimili, bóka- og minjasafn, félagsmiðstöð og skrifstofu sveitarfélagsins. Auk þess verður þarna afgreiðsla Landsbanka íslands og hugsanlega ýmislegt annað. Til að ljúka viðbyggingu við leik- skólann Bergheima er varið 18.600 þús. Til undirbúnings á byggingu þjónustu og dagvistunarálmu við íbúðir aldraðra er varið 1.100 þús- und. Auk þess verður haldið áfram uppgræðslu á Hafnarsandi í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins en unnið hefur verið fyrir 50.000 þús. á síðustu tveimur árum. Tekjur Hafnarsjóðs eru áætlaðar 57.000 þús. kr. og rekstrarútgjöld 41.000 þús. Til fjárfestinga er varið 29.100 þús. en helstu framkvæmdir eru lagfæring á hafnarmannvirkj- um 7.500 kr., bygging á hafnarvog 9.000 þús., dýpkun hafnar 9.000 þús. og til kaupa á tveimur löndunar- krönum 3.600 þús. Tekjur Hitaveitu Þorlákshafnar eru áætlaðar 29.375 þús. og rekstr- arútgjöld fyrir afskriftir 15.815 þús. Til fjárfestingar er varið 10.030 þús. Gengur vel að end- urreisa gömlu kirkj- una í Stykkisliólmi Stykkishólmi - í vetur hefur verið unnið að endurbyggingu á gömlu kirkjunni í Stykkishólmi og hefur því verki miðað vel áfram. Eins og við mátti búast kemur ýmislegt upp á þegar gömul hús eru endurbætt sem ekki var séð fyrir. Kirkjan var byggð árið 1879 og er ætlunin að endurbygging miðist við upprunalegt útlit. Nýr kirkju- turn hefur verið smíðaður og er hann eins og upprunalegi turninn leit út. Um aldamótin var settur nýr og breyttur turn á kirkjuna. I vetur hafa vestur- og norðurhliðarnar verið endurbyggðar, en áður var búið að laga suður- og austurhlið- arnar. Þá verða settar á þakið steinflísar, en þannig var þakið klætt í upphafi. Gamlar skreytingar koma í ljós Nú er verið að vinna innandyra. Þar er mikið starf fyrir höndum. Jón Svanur Pétursson hefur tekið að sér að mála kirkjuna að innan og er hann að fletta málningunni af og kanna hvernig hún hafi verið máluð í upphafi. Kii-kjuna málaði danskur málari, Nikolaj Sofus Berthelsson. í Ijós hafa komið litir og skreytingar eftir hann. Berthelsson settist að á íslandi eiginlega fyrir tilviljun árið 1878. Fljótlega eftir það hefur hann verið fenginn til Stykkishólms að mála kirkjuna og eins er vitað að hann málaði Clausenshús líka. Allmikil vinna er eftir við endur- bætumar, en framkvæmdanefnd sem stendur að endurbyggingunni vonast til að þeim ljúki áður en langt líður á sumarið. Mun kirkjan setja skemmtilegan svip á gamla bæjarhlutann, þar sem fyrir eru mörg endurbyggð hús frá síðustu öld. Áætlaður heildarkostnaður við alla viðgerðina er um 12 milljónir og hefur verið leitað til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana um styrk til verksins. Fljótlega verða send út bréf til allra þeirra sem hafa fermst í gömlu kirkjunni og leitað eftir framlagi frá þeim. Á lífi eru um 600 manns sem fermdust í gömlu kirkj- unni í gegnum árin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Helgason ENDURBÆTUR á gömlu kirkjunni í Stykkishólmi hafa gengið vel í vetur. Smiðir við kirkjuna liafa verið Baldur Þorleifsson og Sigurður Lárusson og Jón Svanur Pétursson málar kirkjuna að innan. Halldóra spjótkastari hlýtur styrk Borgarnesi - Nokkur fyrirtæki í Borgarnesi hafa bundist samtök- um um að styrkja Halldóru Jónas- dóttur fram að Ólympfuleikunum í Sydney árið 2000. Frá þessu var greint á blaðamannafundi nýverið. Samningurinn er samstarfsverk- efni Halldóru og fyrirtækjanna. Eftirtalin fyrirtæki standa að samningnum: Afurðasalan Borg- arnesi, Eðalfiskur Borgarnesi, Engjaás Borgarnesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Sparisjóður Mýra- sýslu og Utibú Búnaðarbanka fs- lands Borgarnesi. Þá styrkir Kj. Kjartansson - Mizuno umboðið Halldóru með íþróttafatnaði. Þau hyggjast styrkja hana fram yfir Ólympíuleikana, en samningurinn verður endurskoðaður ár hvert. Hann er gerður til að aðstoða Halldóru til að ná settu marki, að keppa í Sydney árið 2000. Til að það megi nást þarf hún að geta einbeitt sér að æfingum og keppni næstu árin. Halldóra hefur verið í úrvalshóp FRI í nokkur ár og hef- Morgunblaðið/Ingimundur FRÁ undirskrift samnings milli Ilalldóru Jónasdóttur spjótkastara og nokkurra fyrirtækja í Borgarnesi. Frá vinstri Jóhanna Eirný Hilmars- dóttir frá Áfurðasölunni, Halldóra Jónasdóttir spjótkastari og Krist- mar J. Ólafsson frá Engjaási. ur bætt sig verulega á hveiju ári. Halldóra Jónasdóttir er 21 árs. Hún ólst upp í Rauðanesi en sá bær er gegnt Borgarnesi vestan Borgarvogs. Hún hefur æft frjáls- ar íþróttir í níu ár með spjótkast sem aðalgrein. Hún á nú flest ís- landsmetin í spjótkasti í yngri ald- ursflokkunum. I flestum tilfellum bætti hún met sem þjálfari lienn- ar, íris Grönfeldt, átti. Hún hefur ætíð sótt æfingar vel og sýnt mik- inn metnað og dugnað á æfingum. Halldóra á að eiga raunhæfan möguleika á að ná Ólympíulág- markinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands um siðustu áramót. Henni hefur verið boðinn fullur námsstyrkur við háskólann í Alabama. Þangað mun hún halda á komandi hausti. Mun það enn auka líkurnar á að hún nái markmiðum sínum. Hall- dóra hefur verið meðal fremstu íþróttamanna UMSB undanfarin ár og var kosin íþróttamaður Borgarfjarðar árið 1997. Blönduós Fram- boðslisti Hnjúka FRAMBOÐSLISTI Hnjúka fyrir bæjarstjórnarkosningar á Blöndu- ósi 23. maí nk. hefur verið birtur. Listann skipa: 1. Sturla Þórðarson, tannlæknir, 2. Jóhanna G. Jónasdóttir, leik- skólastjóri, 3. Þórdís Hjálmars- dóttir, aðalbókari, 4. Valdimar Guðmannsson, formaður Stéttar- félagsins Samstöðu, 5. Björgvin Þórhallsson, kennari, 6. Helga Jónína Andrésdóttir, bankastarfs- maður, 7. Sigríður Þórdís Sigurð- ardóttir, framhaldsskólanemi, 8. Gunnlaug Kjartansdóttir, húsmóð- ir, 9. Ragnhildur Ragnarsdóttir, bankastarfsmaður, 10. Bragi Árnason, slökkviliðsstjóri, 11. Halla Bernódusdóttir, starfsmaður á leikskóla, 12. Hólmfríður B. Jónsdóttir, kennari, 13. Ingibjörg Þorbjörnsdóttir, verkakona, og 14. Guðmundur Theodórsson, mjólk- urfræðingur. ----------- Mývatnssveit Skemmtun fyrir eldri borgara KIWANISKLÚBBURINN Herðubreið í Mývatnssveit bauð sunnudaginn 19. apríl eldri borg- urum í sveitinni til skemmtunar og kvöldverðar í gamla bænum í Reykjahlíð og Hótel Reynihlíð. Kór leikskólans söng nokkur barnalög, nemendur tónlistarskól- ans léku á píanó og gítar, Guðrún Benediktsdóttir las upp úr Ruslakistu Starra í Garði og kvæði eftir Hákon Aðalsteinsson. Þá var almennur söngur við undirleik Jóns Arna Sigfiíssonar á harmon- iku. Eldri borgarar í Mývatnssveit senda Kiwanisklúbbnum Herðu- breið kærar kveðjur og bestu þakkir fyrir rausnarlegt boð nú og undaníárin mörg ár og árna klúbbnum allra heilla í framtíðinni. Fjölmenni var. C i ( Í C « « c i « ■ c i I i c i i i i i i H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 91. tölublað (23.04.1998)
https://timarit.is/issue/130492

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

91. tölublað (23.04.1998)

Aðgerðir: