Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Spilltir tímar r Um spillingu fyrr og nú og gengisfall háttsettra ríkisstarfsmanna. KRAFAN um að menn í opinberum stöðum beri siðferðislega ábyrgð á gerðum sín- utn sýnist nú hafa skotið rótum. Á örfáum árum hef- ur einn ráðherra og hæstsettu ríkisstarfsmenn orðið að segja af sér, ekki vegna lögbrota heldur vegna þess að þeir hafa misboðið siðferðisvitund almennings. Af- sögn Guðmundar Ama og Lands- bankastjóranna er því til vitnis um merkileg vatnaskil í þjóðar- sögunni. Þótt veldi stjómmálaflokkanna hafi löngum verið mikið, er það þó ekki fyrr en á síðustu áratugum sem spillingarkeimurinn af stjóm- málum og stjómsýslu hefur geng- ið fram af fólki. Vissulega má finna mörg dæmi um spillingu frá íyrri ámm, þegar stjórnmála- menn höfðu VIÐHORF [ulltforræðiyfir ------ lanastarísemi í Eftir Jakob F. landinu og auð- Ásgeirsson vitað var þá mikið um póli- tískar embættaveitingar og bit- linga sem fólk hneykslaðist á. En vald stjómmálaflokkanna yfir fjölmiðlunum gerði það að verk- um að spillingartalið var íyrst og fremst á flokkspólitískum nótum og því ekki alltaf tekið hátíðlega. Samt sem áður hafði almenn- ingur það ekki á tilfinningunni að háttsettir menn misnotuðu að- stöðu sína í eigin þágu. Jafnvel þegar forræði stjómmálamann- anna var sem mest vom þeir sjálfir lágt launaðir. Eftir langa setu á ráðherrastóli íhugaði Bjami Benediktsson t.d. að hætta stjómmálaafskiptum á sjötta ára- tugnum til að bæta kjör sín. Og engum datt í hug á þessum árum að halda því fram að embættis- menn mötuðu krókinn. Það var al- kunna að hæstsettu embættis- menn vom margir hveijir hinir mestu nirflar í meðferð opinbers fjár - eins og vera ber - og er óhætt að fullyrða að fyrir 1970 hafi almennt verið borin virðing fyrir embættismönnum ríkisins. Á verðbólguáratugunum tveim- ur, frá 1970 til 1990, skynjar al- menningur hins vegar mikla breytingu í þessum efnum. Þá tekur þjóðfélagið að ýmsu leyti stakkaskiptum m.a. vegna kröfu um fjölbreyttara samfélag. Við þau umbrot er eins og losnað hafi um allt aðhald. Verðbólgan skekkti verðskyn manna og ýtti undir eyðslusemi, jafnt hárra sem lágra. Og það er á þessum ámm sem sú mynd festist í huga al- mennings að menn í háum stöðum misnoti aðstöðu sína í einkaþágu. Með frjálsari fjölmiðlum misstu stjómmálamenn flokksverndina. Skyndilega blasti við hvemig skattfé landsmanna var ráðstafað úr opinbemm sjóðum. Þar var í mörgum tilvikum um að ræða ábyrgðarlausa lánastarfsemi, sbr. minka- og refaræktina og laxeld- ið, auk þess sem almannafé var dælt í nær gjaldþrota fyrirtæki út um land án viðhlítandi tryggingar fyrir endurgreiðslu. Jafnframt var ekki lengur hægt að fela hvernig flokkamir komu gæðing- um sínum fyrir í ýmsum áhrifa- stöðum á vegum ríkisins. Á sama tíma tók að myndast einskonar forréttindastétt hæst- settu ríkisstarfsmanna. Kynslóða- skipti urðu í stjómsýslunni í sama mund og umsvif hennar jukust stórlega. Þeir sem tóku við æðstu embættum höfðu ekki skólast í gamla embættismannaandanum og spamaðarhyggju hans, auk þess sem hinir gömlu starfshættir áttu um margt ekki lengur við vegna síaukinna umsvifa. I huga almennings vék smám saman hinn ráðvandi embættismaður gamla tímans með blýantinn í hönd og í staðinn komu menn sem óku um á lúxusjeppum og heimt- uðu háa þóknun fyrir nefndar- störf sem þeir sinntu í vinnutíma sínum, vora tíðum á ferðalögum í útlöndum og neyttu þá færis að kría út sem mest af dagpeningum fyrii’ sig og maka sína, og vora jafnvel staðnir að því að færa margvíslegan einkakostnað yfir á stofnanir sínar. Ymsir vilja kenna þetta tímabil við Steingrím HeiTnannsson - vegna þess fjármálasiðferðis sem ríkti meðal ýmissa ráðamanna á þessu skeiði. Upphaf Steingríms Hermannssonar-skeiðsins væri þá grænubauna-málið svokallaða í lok sjöunda áratugarins og lok þess ferðalög Steingríms á kostn- að Seðlabankans nú í aldarlok. Einn Landsbankastjóranna fyrrverandi lét svo um mælt ný- verið að hann hefði ekkert gert af sér, hann hefði engar reglur brot- ið, hann hefði gert það sem alltaf hefði viðgengist, þær reglur sem til væru hefðu bara verið svona rúmar. Þetta eru furðuleg um- mæli, en í fullu samræmi við hugsunarhátt Steingríms-skeiðs- ins. Þótt formaður bankaráðs Landsbankans komi á stundum fyrir eins og hann sé úti á þekju hitti hann naglann á höfuðið þeg- ar hann sagði að hann gæti ekki staðið í því að brýna fyrir banka- stjórum þjóðbankans að brjóta ekki boðorðin! Þá framkröfu verður nefnilega að gera til hæst- settu manna í opinberum stöðum að þeir kunni nokkur skil á réttu og röngu. Vissulega era þau skil iðulega óljós, en mennirnir era valdir til ábyrgðarstarfa vegna þess að þeir era taldir hafa dóm- greind m.a. til að meta hvað sé sæmilegt að gera stöðu sinnar vegna. Þeim er auk þess borgað hátt kaup svo þeir freistist ekki til að misnota aðstöðu sína í eigin þágu. Enginn stjómmálaforingi hefur lagt meira af mörkum við að kveða niður Steingríms-skeiðið en Davíð Oddsson. Hann réðst með hörku gegn sjóðasukkinu svokallaða og hefur sem forsætis- ráðherra lagt fram frumvörpin að stjórnsýslu- og upplýsingalögum, en með þeim lögum hefur aðhald með ríkisgeiranum stóraukist, auk þess sem Ríkisendurskoðun hefur eflst mjög í forsætisráð- herratíð hans. Á sama tíma hefur aðhald fjölmiðlanna með stjóm- málamönnum og embættismönn- um aukist - og krafan um að þessir menn beri jafnt siðferðis- lega sem lagalega ábyrgð á gerð- um sínum verður ekki lengur um- flúin. Ymsir kunna að segja að nú eigi sér einfaldlega stað kynslóða- skipti og það skýri breyttan tíð- aranda. Ekki er það nú einhlítt. Nýr bankastjóri Fjárfestingar- banka atvinnulífsins lét t.d. verða sitt fyrsta verk að innrétta skrif- stofurnar uppá nýtt, kaupa nýja jeppa og halda mikla veislu - og setja síðan fram kröfu um stóran ágóðahlut í viðbót við sín háu laun! Þetta sýnir hversu að- kallandi það er að einkavæða rík- isbankana svo hluthafar geti veitt stjórnendum þeirra nauðsynlegt aðhald fyrst stjórnmálamennirnir era ófærir um að gera það. + Stefanía Magn- úsdóttir fædd- ist á Þverhamri í Breiðdal 29. októ- ber 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingigerðar Guð- mundsdóttur, f. 29. október 1888, d. 28. febrúar 1946, og Magnúsar Magnússonar, f. 18. apríl 1883, bónda á Þverhamri í Breiðdal. Systir Stefaníu er Ólafía Magnúsdótt- ir, f. 29. febrúar 1928. Hálf- systkini Stefanfu sammæðra: Albert, f. 14 mars. 1910, d. 28. ágúst 1996; Oddur, f. 7. ágúst 1911, d. 17. nóv. 1993; Petra Guðbjörg, f. 15. sept, 1912, d. 1921; Jakob Ingvar, f. 24. okt. 1913, d. 8, maí 1949; Jóna Guð- rún, f. 16. maí 1915, d. 2. feb. 1994; Svava, f. 15. okt. 1916; Guðmundur Kristinn, f. 16. mars 1918, d. 19. okt. 1928; Þorsteinn, f. 31. maí 1919; Elsku Stefanía tengdamóðir mín, nú ert þú látin. Mig langar að þakka þér fyrir þær stundir sem ég átti með þér. Ekkert lífshlaup er eintóm gleði og engin ævi eintóm sorg. Fyrstu kynni mín af þér voru fyr- ir 30 árum. Ég var að læðast heim með syni þínum að næturlagi, þú vaknaðir við það og kallaðir: „Hvað ertu með í eftirdragi, drengur?" Það var ég. Síðan tókst þú mér strax opnum örmum og upp frá þvi fann ég alltaf velvilja þinn í minn gai’ð. Tengdamamma bjó ásamt Þor- geiri tengdapabba í Fagrahvammi í Blesugróf. Þangað var alltaf gott að koma í heimsókn með fjölskylduna þvi hún stjanaði við okkur, bakaði pönnukökur og smurði brauð ofan í hópinn. Aldrei settist hún sjálf til borðs með okkur heldur undi hún sér best í þjónustuhluverkinu. Síðustu árin var hún léleg til heilsunnar og hugsaði tengdapabbi um hana lengst af með alúð og myndarskap. Það kom svo að því að hún gat ekld verið heima lengur og dvaldi hún á hjúkrunardeildinni á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún dó 15. aprfl síðastliðinn. Á Hrafnistu var vel hlúð að henni og viljum við þakka starfsfólki fyrir það. Hin langa þraut er liðin. Nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal heQa, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra Ijóssins byggða far vel, í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Elsku Þorgeir, megi Guð styrkja þig í sorg þinni, svo og fjölskylduna og vini alla. Þess óska ég og fjölskylda mín. Sigríður Gunnarsdóttir. Elsku Stefanía amma er látin eftir baráttu við erfið veikindi í nokkur ár. Við minnumst þeirra stunda þegar við vorum litlir og Stefán Ingi, f. 28. mars 1921. d. 14. júlí 1978. Hinn 14. október 1951 giftist Stefan- ía Þorgeiri Jóni Einarssyni bílamál- ara, f. 5. júlí 1921. Foreldrar hans voru Einar Sig- urðsson og Ásta Halldórsdóttir. Börn Stefaníu og Þorgeirs eru: Ein- ar Ástþór, f. 20. sept. 1947, giftur Sigrúnu Edvardsdóttur, þeirra börn: Runólfur Einarsson og Laufey Karitas. Magnús Ingv- ar, f. 8. nóv. 1949, giftur Sig- ríði Gunnarsdóttur, þeirra börn: Olafur, Stefán, Þorgeir, Gunnar og Ásgeir. Ingigerður Guðlaug, f. 8. ágúst 1951, gift Ingólfi Guðnasyni, þeirra börn: Ásta Magnea, Guðrún Hrönn, Stefanía og Jórunn. Anna, f. 3. mars 1958. Útför Stefaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. komum í heimsókn til ömmu og afa í Fagrahvammi í Blesugróf. Þangað var oft gaman að koma, enda umhverfið í kring ævintýraheimur út af fyrir sig. Hóllinn, Elliðaárnar, Hólminn og Indíánagilið á næsta leiti. Oft komum við bræðurnir inn til ömmu rennblautir í sparifotunum eftir busl í ánni, eða skítugir up fyrir haus eftir leiki í sandhólnum. Þá hló amma dátt. Á góðviðrisdögum sátum við stundum í sólinni fyrir framan eldhúsgluggann, smökkuðum á rabarbara og teygðum okkur í gegnum gluggann eftir kakómalti og kræsingunum sem amma var vön að bera fram. Okkur langar að þakka ömmu fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Hvfl þú í friði, elsku amma okkar. Elsku afi, við erum stoltir og þakklátir fyrir hversu góður þú hefur verið við ömmu og staðið eins og klettur við bak hennar og styrkt hana öll þessi ár í gegnum þessi erfiðu veikindi. Við óskum þess að Guð styrki þig í sorg þinni, nú þegar amma hefur fengið hvíldina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir aUt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Stefán, Ólafur, Þorgeir, Gunnar og Ásgeir. Ástkær amma okkar, Stefanía, er látin, það er erfitt að lýsa því hvemig okkur leið þegar við vissum af fráhvarfi hennar, langri baráttu hennar við veikindi var lokið. Hún háði baráttuna við veikindi sín í alltof mörg ár. Við því var að búast á hverri stundu að guð tæki hana í sína arma. Margir myndu segja að sökum þess hversu mörg ár hún barðist hetjulega, að þetta væri henni fyrir bestu, nú hefði hún frið og kveldist ekki lengur, að spyrja hana væri eigingirni, amma vildi ekki vita af okkur líða illa. Það má vel vera rétt, en alltaf er sárt að missa, hún var besta amma sem hægt var að hugsa sér. Hjartahlýrri og betri manneskju er erfitt að finna. Alltaf var hún glöð með sitt, að fara í fylu var eitthvað sem ekki var til í henni, jafnaðargeð og bjartsýni einkenndi fas hennar. Þær eru ófáar góðu minningarnar sem við systurnar eigum um þessa blíðu og góðu konu, nýbökuðu kleinumar og pönnukökurnar; hún standandi í eldhúsinu, eldandi kjötsúpu í marga svanga munna. Það fór enginn svangur frá ömmu og afa í Fagrahvammi. Það var hrein paradís fyrir okkur stelpurnar sem börn að koma í Fagrahvamminn til ömmu og afa. Við tipluðum á steinunum í ánni og lékum okkur í læknum, tíndum ber í móanum og fórum í nestisferðir í Indíánagil. Ófá voru skiptin sem við komúm heim blautar og skítugar uppfyrir haus úr þessum ævintýraferðum okkar um Elliðaárdalinn. Aldrei fann hún ástæðu til að hvessa sig við okkur, við vorum bara færðar úr blautu fötunum í hrein. I hennar augum voru börn bara börn. Það var erfitt fyrir hana og alla sem þótti vænt um hana að sjá hana á besta aldri veikjast svo mikið að stólföst væri hún. Þetta var ekki líkt ömmu sem alltaf var með tuskuna á lofti og að sinna öðrum heimilisstörfum. Þetta átti illa við hana, en stundum er lífið ekki alveg eins og maður vill hafa það og þannig vai-ð hún og allir sem að henni stóðu að taka því. Ekkert gladdi hana jafn mikið og tíðar - heimsóknir langömmubarnanna sinna en sorglega fá voru árin er hún gat notið þeirra. Hetjulega stóð afi við hlið hennar öll þessi erfiðu ár og studdi hana og hjúkraði svo vel sem hann gat og mátti. Kom að því að hann gat ekki meir vegna heilsu sinnar og var amma flutt að sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík þar sem henni var sinnt af alúð og hlýju allt þar til hún yfirgaf þennan heim. Elsku amma okkar, ekkert fær úr hjörtum okkar tekið minninguna um þig, þú munt eiga þar stað að eilífu. Megi algóður guð blessa þig og varðveita. Elsku afi okkar, Anna og aðrir aðstandendur, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ásta, Hrönn, Stefanía og Jórunn. Elsku Stebba. Nú ert þú búin að fá hvíld og frið frá þínum erfiðu veikindum. I þessari hinstu kveðju vil ég þakka þér góðu stundimar í Fagrahvamminum en ég var ekki nema fjögurra ára þegar ég kom fyrst inn á heimili þitt til að leika við hana Ingu sem var þá árinu eldri. Allar götur síðan hefur þú reynst fjölskyldu minni og foreldrum traustur vinur og eru þau ógleymanleg árin sem við vorum nágrannar. Gæska einkenndi ykkur hjónin og eru mér minnisstæðir sunnudagsbfltúramir sem ég fór með ykkur. Ekki munaði um að bæta einu barninu við þegar fjölskyldan fór í bfltúr. Ljóslifandi sé ég þig ennþá fyrir mér líta til með okkur Ingu er við lékum okkur fyrir utan eldhúsgluggann og ósjaldan kom það fyrir að góðgæti væri gefið út um gluggann. Núna fjöratíu áram seinna veit ég að þú ert enn að fylgjast með okkur, bara úr öðrum glugga. Stebba mín, með söknuði við kveðjumst, þakka þér fyrir samfylgd þína og ég bið góðan guð að geyma þig. Eg votta lngu vinkonu minni og öllum ástvinum innilega samúð. Þorbjörg Rósa. öa^ðskom W v/ Fossvo0ski»*Ujuga»*ð J 55 4 0500 STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.