Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 2

Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loðnuveiðar máttu hefjast á miðnætti úr norsk-íslenska sfldarstofninum Sjávarútvegsnefnd þríklofín í afstöðu sinni til veiðistjórnar VEIÐAR úr norsk-íslenska sfldar- stofninum máttu hefjast á miðnætti í gærkvöld og höfðu 56 íslensk fískiskip fengið leyfi Fiskistofu til veiðanna í gær. Samkvæmt reglu- gerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út sl. fimmtudag, eru allar veið- ar úr norsk-íslenska sfldarstofnin- um óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Deilt er um veiðistjóm- un á þingi og er sjávarútvegsnefnd þríklofin í afstöðu sinni til fyrir- liggjandi frumvarps um stjórnun veiðanna. 23 skip farin til veiðanna í gær voru 23 skip ýmist á leið í Sfldarsmuguna eða komin þangað til að hefja leit, samkvæmt upplýs- ingum frá Tilkynningaskyldunni, en um 200 mflna stím er þangað frá Austfjarðahöfnum. A Alþingi er nú deilt um stjóm- arfrumvarp, sem lagt hefur verið fram um veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Frumvarpið gerir ráð íyrir að sækja þurfi um leyfi til veiðanna til Fiskistofu og verði aflaheimildum úthlutað þannig að 90% komi í hlut þeirra skipa, sem stunduðu veiðamar á árunum 1995, 1996 og 1997. Þar af verði 60% út- hlutað á skip eftir burðargetu, en 40% jafnt. Þeim 10% sem eftir standa á að skipta milli annarra skipa. Stjórnarandstæðingar hafa hafn- að þessu frumvarpi og hafa þrjú nefndarálit komið fram í sjávarút- vegsnefnd við frumvarpið. Meiri- hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Minnihluti nefndarinnar sameinast um nokkrar breytingar- tillögur á frumvarpinu en er þó ekki sammála í öllum atriðum. Minnihlutann skipa þau Steingrím- ur J. Sigfússon, Svanfríður Jónas- dóttir og Lúðvík Bergvinsson. Meginatriði breytingartillagna þeirra er að veiðamar skuli vera frjálsar. I séráliti þeirra Svanfríðar og Lúðvíks er lögð áhersla á að veiði- heimildir úr norsk-íslenska sfldar- stofninum eigi að seija á uppboði. Gildandi lög ættu að ná yfir þessar veiðar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar, skilar séráliti. Hann segir að í íyrsta lagi ættu gildandi lög um úthafsveiðar að ná yfir veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Því ætti að úthluta heimildum til skipanna á grundvelli veiðireynslu þeirra. Fyrst ætlunin væri að fara ekki þá leið, væri langeinfaldast að hafa veiðarnar fi-jálsar áfram. ■ Mikil óvissa/20 Vilja fresta afgreiðslu frumvarps um hálend- ismál FRAMSÖGUMENN á almennum borgarafundi um hálendismál í Reykjavík í gærkvöldi hvöttu al- þingismenn til að fresta afgreiðslu iagafrumvarps um sveitarstjórnar- mál. Töldu þeir brýnt að hálendið yrði ein skipulagsheild, en því yrði ekki skipt milli 42 sveitarfélaga. Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags íslands, sagði að yrði frumvarpið samþykkt mundi það leiða til deilna og ósamkomulags milli alls þorra þjóðarinnar annars vegar og þess fámenna hóps sem fær forræði yfir hálendinu hins vegar. Sagði hann að ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir því að fresta afgreiðslu málsins og efna til um- ræðna og skoðanakannana. Skorað á félagsmálaráðherra að fresta afgreiðslu frumvarpsins Mælt með skipun nefndar um auð- lindagjald MEIRIHLUTI umhverfis- nefndar Alþingis mælir með því að þingsályktunartillaga þingmanna Alþýðu- bandalags og óháðra um skipan opin- berrar nefnd- ar um auð- lindagjald verði sam- þykkt nær Margrét óbreytt. Frímannsdóttir Þingsá]ykt. unartillagan var lögð fram á Alþingi um miðjan febrúar sl. og er fyrsti flutningsmaður hennar Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður. í tillög- unni er lagt til að kosin verði níu manna nefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um auðlind- ir sem eru eða kunna að verða þjóðareign, m.a. öll verðmæti í sjó og á hafsbotni innan efnahagslögsögu, svo og í almenningum, afréttum og öðrum óbyggðum löndum utan heimalanda, námur í jörð, orku í rennandi vatni og jarðhita neðan við 100 metra dýpi. Nefndinni er ætlað að skilgreina þessar auðlindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Þá er nefnd- inni ætlað að kanna hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar. Eina breytingin sem meiri- hluti umhverfisnefndar legg- ur til er sú að felld verði út orðin „neðan við 100 metra dýpi“. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÚSFYLLIR var á Hótel Borg í gærkveldi, á almennum borgarafundi um hálendismál. Fundinn sóttu um 200 manns. Niðurgangs- sýking herj- ar á börn Breyting ákveðin á nafni framboðs R-listans Ekki lengur kenndur við stjórnmálaflokkana Guðmundur Sigvaldason jarð- fræðingur sagði það stórslys ef málinu yrði ráðið til lykta eins og það lægi nú fyrir Alþingi. Á fund- inn barst samþykkt fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík frá 30. aprfl síðasthðnum, sem lýsir yfir stuðningi við Ólaf Haraldsson í andstöðu hans við frumvarp til sveitarstjórnarlaga, og skorað er á félagsmálaráðherra að fresta af- greiðslu frumvarpsins. Fjölmörg útivistar- og náttúru- vemdarsamtök boðuðu til þessa fundar með stuttum fyrirvara og sóttu hann um 200 manns. Auk fyrrgreindra framsögumanna voru í þeirra hópi þau Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur og Trausti Valsson skipulagsfræðingur. SÝKILL sem veldur uppköstum, niðurgangi, kviðverkjum og háum hita í bömum hefur gert vart við sig undanfarið í nokkuð meira mæli en vanalega. Þórólfur Guðnason, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna, segir að um sé að ræða svokallaðan rota-vír- us, einn margra sýkla sem geta valdið áðumefndum einkennum. Hann segir ekki um neinn faraldur að ræða en tilfellin hafi þó verið nokkuð mörg undanfarið. Þetta komi í bylgjum eins og allt annað hér. Þau böm sem verða veikust em lögð inn en það er, að sögn Þórólfs, aðeins nauðsynlegt ef þau halda ekki niðri vökva og byrja að þoma upp. BREYTINGAR hafa verið gerðar á því hverjir standa að framboði R-list- ans. Listinn er ekki lengur borinn fram af Alþýðuflokki, Alþýðubanda- lagi, Samtökum um kvennalista og Framsóknarflokki heldur af Reykja- víkurlistanum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvað einfaldar skýringar liggja að baki breytingunum. „Þegar boðið var fram íyrir fjórum árum var farið fram á það við yfirkjörstjómina í Reykjavík að þetta yrði með þessum hætti, þ.e.a.s. að R-listinn yrði borinn fram af Reykjavíkurlistanum, og það yrði einvörðungu þannig á kjörseðl- inum. Því var vísað frá af þáverandi yfirkjörstjóm á þeirri forsendu að þessi samtök væru ekki til og þau yrðu að vera til með formlegum hætti til þess að listinn gæti verið borinn fram af þeim. Núna var verið að full- nægja þessu formsatriði, að til væm samtök á bakvið R-listanafnið, sem em þá Reykjavíkurlistinn og kosn- ingabandalag þessara fjögurra flokka og óflokksbundins fólks. Breytingin er í rauninni bara forms- atriði og breytir engu um eðli Reykjavíkurlistans," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ingibjörg sagði að breytingin hefði ekki verið gerð fyrr en nú þar sem það hefði ekki komið upp fyrr en framboðinu var skilað til yfirkjör- stjórnar að það þyrfti að stofna Reykjavíkurlistann formlega. Hún sagðist ekki eiga von á að þessi breyting ætti eftir að valda óróa inn- an R-listans. „Ég á ekki von á því, þetta er engin eðlisbreyting heldur formsatriði sem verið er að fullnægja og stóð til að hafa með nákvæmlega | sama hætti fyrir fjómm áram.“ Pétur Jónsson Alþýðuflokki sagði : að breytingin hefði verið samþykkt á I fundi fulltrúaráðs flokksins en nokkr- ir hefðu skilað auðu. Það væri því of- sögum sagt að ósætti ríkti varðandi breytingamar. Kristinn verður í tveggja manna landsliði Svía/C1 Wenger braut blað í sögu ensku knattspyrnunnar /C7 ►NÝTT hverfi, Salir, er að byrja að rísa í eystri hluta Fífuhvammslands í Kópavogi. Búið er að úthluta þar um 140 íbúða reit. Húsin á þessum reit, sem fengið hefur heitið Blásalir, em hönnuð af Orra Ámasyni arkitekt. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.