Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 4

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ J ■■ Sextán ára piltur skerst illa á hægri hendi í skurðarvél í Garðinum Orygg- issláin ótengd „ÉG VAR hræddur við að vinna við vélina, enda hafði legið við slysi þremur vikum áður. Pabbi talaði við verkstjóra í fyrirtækinu þá, samt var ekki búið að gera við öryggis- slána,“ segir Jón Asgeir Harðarson, 16 ára. Hann skarst illa á hægri hendi í skurðarvél, svokallaðri fés- vél, í fískvinnslufyrirtækinu Marvík í Garði í síðustu viku. Öryggisslá á fésvélinni var ekki ísambandi þegar slysið varð. Jóni Ásgeiri tókst að koma í veg fyrir að höndin færi í gegnum vélina með því að ýta með vinstri hendi á öryggisrofa á vélinni. Jón Ásgeir fór að vinna í Marvík í haust. „Eg var að vinna við fésvél- ina þegar slysið varð. Fyrst eru þorskhausarnir settir á tein og svo grípur keðja í hausana og tveir hníf- ar taka við og skera efst á hausbein- ið. Fésvélin sér um að taka innan úr hausunum. Fyrir ofan vinnuborðið er öryggisslá. Ef höndin er komin of nálægt vélinni er nóg að koma við slána til að vélin stöðvist. Sláin var ekki í sambandi og því stöðvaðist vélin ekki þegar keðjan togaði í jakkann og hægri höndin fór i hníf- ana. Mér tókst að slökkva á vélinni með vinstri hendinni. Vinnufélagi minn skutlaði mér á sjúkrahúsið og þaðan var ég sendur á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Ég kom heim af sjúlo-ahúsinu á fímmtudag,“ segir Jón Ásgeir og sagði að sér skildist að sláin hefði ekki verið í sambandi af því að hún væri biluð og slægi alltaf út. Víða pottur brotinn Sóley Kristinsdóttir, móðir Jóns Ásgeirs, rifjar upp að hann hafí Morgunblaðið/RAX JÓN Ásgeir ásamt litla bróður sfnum, Kristni Sveini. Jón Ásgeir fór að vinna í Marvík til að safna fyrir bfln- um sem þeir bræður eru við. Hann ætlar ekki að láta slysið koma í veg fyrir að hann taki bflpróf í sumar. komið heim þremur vikum áður og verið verulega brugðið. „Jóni Ás- geiri hafði rétt tekist að kippa hend- inni út úr hanskanum áður en hann fór inn í vélina. Hann sá auðvitað hvemig hanskinn fór í gegn og átt- aði sig á því hversu illa hefði getað farið. Við hefðum átt að hringja beint í Vinnueftirlitið en ákváðum að fara fyrst í fyrirtækið og tala við yfirmennina. Maðurinn minn þekkir vélina og lagði ríka áherslu á að ör- yggisreglum væri fylgt. Honum var sagt að verið væri að panta rofa. Að tala um að panta rofa er bara fyrir- sláttur, því flestir rafvirkjar eru með svona rofa heima hjá sér. Núna er skaðinn skeður og hefði getað farið verr, enda var Jón Ásgeir kominn alveg upp að öxlum í vélina þegar hann náði að slökkva á henni. Ég er ekki viss um að allir hefðu áttað sig nógu fljótt á því, en við höfum brýnt fyrir honum hvað mik- ilvægt sé að slökkva á vélinni,“ seg- ir Sóley og tekur fram að eftir að slysið varð hafí verið gert við slána og komið fyrir öryggisrofum og nokkrum dögum síðar hafí öllum kröfum Vinnueftirlitsins verið fram- íyigt. Sóley tók fram að víðar en í Mar- vík væri pottur brotinn í öryggis- málum. „Nú er nóg að gera, allir að vinna og öryggisatriðum þar af leið- andi veitt lítil athygli. Ungir krakk- ar eru oft settir á stórar vélar án þess að þeim sé kennt á þær áður. Aðstæðumar eru oft slæmar og get ég nefnt að strákamir vora látnir standa á fiskkassa við fésvélina." Vísifingur alltaf stífur Sóley hefur eftir lækni Jóns Ás- geirs að varanlegar afleiðingar slyssins felist væntanlega í því að vísifingur hægri handar verði alltaf stífur. Með þjálfun verði vonandi hægt að bjarga löngutöng. Lófínn fór í sundur inn að miðju. Hann var víraður saman og puttamir tveir við lófann. Forsvarsmaður Marvíkur vildi ekkert láta hafa eftir sér um slysið. Varaforseti Mannrétt- indadóm- stólsins ÞÓR Vilhjálmsson hefur verið kjörinn einn af varaforsetum Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Hann hefur um árabil setið í Evrópudómstólnum og var kjörinn dómari við EFTA- dómstólinn árið 1993. Hann var fyrst kjörinn til starfa fyrir Evrópudómstólinn árið 1971 og endurkjörinn árin 1980 og 1988. Morgunblaðið/Golli Utför Leifs Þórar- inssonar ÚTFÖR Leifs Þórarinssonar tón- skálds, sem lést 24. aprfl, var gerð frá Kristskirkju, Landakoti í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Iljalti Þorkelsson jarðsöng. Líkmenn voru tónskáldin Kjart- an Ólafsson, Snorri Sigfús Birg- isson, Áskell Másson og Atli Heimir Sveinsson (Qær) og Þor- kell Sigurbjömsson, Þorsteinn Hauksson, Jón Nordal og Jón Ás- geirsson. Forstjóri Landsvirkjunar um risnu og ferðakostnað fyrirtækisins Ekki komið til tals að breyta reglunum EKKI hefur komið til tals innan stjórnar Landsvirkjunar að breyta reglum um risnu og ferðakostnað í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu Sig- urðardóttur á Alþingi um kostnað vegna þessara þátta í starfsemi fyrirtækisins á síðastliðnum fímm árum. Halldór Jónatansson for- stjóri Landsvirkjunar segir að stjórnsýsluendurskoðun hafi síðast farið fram fyrir þremur áram, að beiðni stjórnar, og ekki hafí við það tækifæri fundist dæmi um misbeitingu á reglum um risnu og utanlandsferðir. Að sögn Halldórs hófst ný og sjálfstæð stjórnsýslu- endurskoðun á ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækisins fyrir fáeinum mánuðum. Samkvæmt núgildandi reglum um risnu og ferðakostnað Lands- virkjunar, sem settar eru af for- stjóra fyrirtækisins, er óheimilt að greiða ferðakostnað maka starfs- Utanlandsferðir á vegum Landsvirkjunar 1997 D Fjöldi ferða Fjöldi starfsmanna og ráðgjafa Fjöldi I hverri ferð Lánamál, ráðstefnur, þjálfun og námskeið 37 52 1,4 Stóriðjusamningar og sæstrengsmál 23 46 2,0 Verksamningar 22 42 1,9 Lykiltölugreining 7 10 1,4 Samtals 89 150 1,7 manna erlendis nema við sérstak- ar aðstæður. Skal þá greiða ferða- kostnað og hálfa dagpeninga með- an á dvöl erlendis stendur, sam- kvæmt ákvörðun forstjóra hverju sinni, en að sögn Halldórs hafa dagpeningar aldrei verið greiddir. Á árunum 1993-97 var ferðakostn- aður Landsvirkjunar vegna maka starfsmanna ríflega 469 þúsund krónur á sama tíma og heildar- ferðakostnaður vegna starfs- manna og ráðgjafa á vegum fyrir- tækisins losaði eitt hundrað millj- ónir króna. Núgildandi reglur voru, að sögn Halldórs, síðast endurskoðaðar árið 1994 vegna skipulagsbreytinga inn- an Landsvirkjunar. Reglur um ferðakostnað leystu þá af hólmi reglur frá árinu 1978 og reglur um risnu komu í stað reglna sem settar voru árið 1986. Reglurnar taka mið af reglum hins opinbera. Farsælt og áfallalaust samstarf „ÉG vil ekkert um þetta segja annað en það að allan þann tíma, sem ég hef átt sæti í bankaráði Landsbankans, hef ég átt ákaflega farsælt og áfallalaust samstarf við alla bankastjóra bankans,“ sagði Kjartan Gunnarsson, varafor- maður bankaráðs Landsbanka íslands. Kjartan var inntur álits á ummælum í opnu bréfi Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til formanns Sjólfstæðisflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu 3. maí sl., en þar segir hann að mestu vonbrigði, mannleg og pólitísk, sem hann hafi orðið fyrir hafi verið þegar honum var sagt að Kjartan væri ásamt Finni Ingólfssyni höfuðpaurinn í aðfórinni að Sverri í Lands- bankamálinu. Því trúi hann ekki enn. Svarar ekki með opnu bréfi DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra mun ekki svara opnu bréfí Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka íslands, á opin- berum vettvangi heldur svara honum persónulega. I opna bréfínu, sem birtist í Morgun- blaðinu á sunnudag, segir Sverrir sig úr Sjálfstæðis- flokknum og tilkynnir jafn- framt að hann ætli að beita sér í kvótamálinu. „Ég hef aldrei svarað held ég opnu bréfí. Ég vil ekki að fimmtíu þúsund manns séu að kíkja í mín bréf,“ sagði Davíð. Sjávarútvegs- ráðherra vill ekki tjá sig ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra vildi í gær ekk- ert tjó sig um afstöðu Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Is- lands og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, til kvóta- málsins. í opnu bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðheira, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, gefur Sverrir það m.a. til kynna að hann muni í bili beita þeim kröftum sem hann kunni að eiga til að brjóta á bak aftur einu stóru mistökin á stjómmálaferli forsætisráð- herra: Kvótamálið. Man ekki af hverju útboð fór ekki fram í GREIN Sverris Hermanns- sonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem birtist í Morgunblaðinu fóstudaginn 1. maí sl., kemur fram að Lind hf. hafí keypt stórvirkar vinnuvél- ar af Toyota, umboðinu án þess að kaupin væru boðin út. Halldór Guðbjarnason, sem var stjórnarformaður Lindar hf. þegar kaupin fóru fram, sagði í samtali við Morgunblað- ið, þegar hann var spurður af hverju kaupin hefðu ekki verið boðin út: „Þetta er svo langt síðan að ég bara man ekki eftir þessu. Mig rámar jú í þegar keyptar voru vinnuvélar, en þú verður að tala við fram- kvæmdastjóra um þetta, það var ekki á borði stjórnar að taka ákvörðun um slíkt.“ í i ) I h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.