Morgunblaðið - 05.05.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.05.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR PRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 11 SIGURÐUR Stefánsson, yfirmaður flugstöðva Flugleiða vestan hafs, var nýverið kjörinn niaður ársins meðal stjórnenda á vellinum. Maður ársins meðal stjórnenda á Kennedy-flug’velli STÖÐVARSTJÓRI Flugleiða vest- an hafs, Sigurður Stefánsson í New York, var í síðustu viku valinn mað- ur ársins meðal þeirra sem starfa við stjórnun á John F. Kennedy flugvellinum við borgina, sem er einn sá stærsti í heimi. Samtökin velja mann og konu ársins í árleg- um hádegisverði sem kenndur er við Bishop Wright en hann var fað- ir Wright bræðra, frumherja flugs- ins. Viðurkenningin er veitt stjórn- endum sem starfa hjá flugvallayfír- völdum, flugfélögum, kirkjunum og viðskipta- og þjónustufyrirtækjum á vellinum. Konan sem hlaut titilinn er Toni Carbonaro, aðstoðarfram- kvæmdastjóri flugvallarins. „Þetta er ánægjuleg viðurkenn- ing og ekki síst fyrir það að þessi hópur stjórnenda á vellinum er um átta þúsund manns. Það er líka gaman að þessu fyrir Flugleiðir," sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið í gær og segir þetta beina sjónum manna að félaginu ekki síð- ur. Viðurkenningin var veitt í há- degisverði í síðustu viku sem 260 manns sátu. Sigurður er yfirmaður allra stöðva Flugleiða í Bandaríkj- unum og Halifax í Kanada. Alls starfa á JFK flugvellinum um 40 þúsund manns. Viðurkenn- ingin er veitt fyrir framlag manna á starfssviði sínu og starfsreynslu. Auk langrar starfsreynslu hefur Sigurður setið um árabil í stjórn samtaka erlendra flugfélaga á Kennedy-flugvelli, Intemational Airlines Terminal Association. Var hann formaður samtakanna árin 1994 og 1995 og er viðurkenningin ekki síst veitt fyrir framlag hans í þágu þeirra samtaka. „Þetta eru samtök 25-30 erlendra flugfélaga og við í stjórninni gengum hart fram í því við flugvallarstjórnina fyrir nokkrum árum að ná niður rekstrarkostnaði við flugstöðvar- bygginguna hérna og tókum við rekstrinum meira og minna sem kostaði þá um 70 milljónir dollara á ári. Þannig spöruðum við flugfélög- unum milljónir dollara, trúlega kringum 24 milljónir,“ sagði Sig- urður. Hann segir Hollendinga síð- ar hafa tekið við rekstri byggingar- innar og að þeir hafi nýlega ákveðið að rífa hana og byggja nýja. Áttu að vera tvö ár I lok ársins verða 30 ár frá því Sigurður hóf störf á Kennedy-flug- velli. „Þetta eru orðin nokkuð mörg ár, ekki síst af því það var talað um það í upphafi að þau yrðu kannski tvö en áður en ég kom hingað hafði ég starfað hjá félaginu heima í fimm ár,“ segir Sigurður og telur líklegast að hann haldi áfram þar til eftirlaunaaldri er náC. „Eg er 54 ára og hér verða menn að starfa að minnsta kosti til 62 ára aldurs til að ná sæmilegum eftirlaunum," segir Sigurður og telur ólíklegt að hann sé á leiðinni heim - ekki úr þessu. „Hér eru börnin og barnabörnin en ég kem heim öðiu hverju vegna funda og get stundum stoppað nokkra daga til að heimsækja ætt- ingja.“ Sigurður segir ýmislegt framundan í starfi Flugleiða á Kennedy-flugvelli, m.a. að nú standi yfir leit að nýju húsnæði og sé verið að skoða möguleika á leigu í annarri flugstöðvarbyggingu en félagið hefur nú aðsetur í við völl- inn. Húsaleiga hefur hækkað um 14% VSÍ og ASÍ hafa ritað félagsmála- ráðherra sameiginlegt bréf til þess að beita sér fyrir afnámi verðtrygg- ingar á húsaleigu. Samtökin benda á að á síðastliðnu einu og hálfu ári, hafi verðbótahækkun húsaleigu numið tæpum 14% á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur jiækkað um 2%. VSÍ og ASÍ segja að stjórnvöld hvetji ótvírætt til verðtryggingar húsaleigu með þeim árangri að mikill meirihluti húsaleigusamn- inga sé verðtryggður. Hvatningin birtist m.a. í því að í eyðublöðum fyrir húsaleigusamninga, sem Hús- næðisstofnun er með lögum gert skylt að útbúa, eru leigusala og leigutaka boðnir fjórir kostir varð- andi breytingar á leigufjárhæðinni. „Einn þeiiTa, og sá sem oftast mun valinn, er að leigan skuli breyt- ast samkvæmt tilkynningum Hag- stofu íslands um verðbótahækkun húsaleigu. Með þessu eru stjórnvöld ótvírætt að hvetja til verðtrygging- ar húsaleigu með þeim árangri að mikill meii-ihluti húsaleigusamninga er verðtryggður samkvæmt um- ræddri vísitölu,“ segir í bréfi ASI og VSI. Þar segir ennfremur að þessa víðtæku vísitölubindingu megi rekja til verðbólguþjóðfélags sem heyii til liðinni tíð. „Við þetta ástand verður ekki un- að og vilja samtökin beina því til ráðhen-a að hann beiti sér fyrir því að lög nr. 62/1984 |um húsaleigu sem fylgir breytingum vísitölu hús- næðiskostnaðar] verði felld niður,“ segir í bréfinu sem Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI og Ari Skúlason framkvæmda- stjóri ASÍ undirrita. * FIB telur veggjald- ið um 40% of hátt í FORSENDUM útreikninga sem unnir voru fyrir Spöl ehf. um akst- urstengdan kostnað er reiknað með bensínkostnaði að fullu, hluta af viðhalds- og þriíkostnaði, hjól- barðakostnaði að fullu og fjórðungi af afskriftum bílsins. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda telur að hinn almenni bíleigandi geri ekki ráð fyrir öllum þessum kostnaði þegar hann vegur það og metur hvort hann noti Hvalfjarðargöngin eða aki fyrir Hvalfjörðinn. Hann muni fyrst og fremst íhuga hve mikill bensínsparnaðurinn verði af því að aka göngin í stað þess að fara fyrir fjörðinn. FIB telur að fullt veggjald fyrir fólksbíla sé um 40% of dýrt miðað við þær forsend- ur sem félagið gefur sér. Utreikningar sem unnir voru fyrir Spöl miðast við þrjá verð- flokka af fólksbílum og einn jeppa- flokk. Gert er ráð fyrir mismun- andi þyngd ökutækja, mismunandi eyðslu en að akstur sé 15 þúsund km á ári og eignarár 7. I kostnað- argreiningu vegna aksturstengds kostnaðar er miðað við meðaltals- kostnað sjö ára. Aksturstengdur kostnaður er sá kostnaður sem eykst við akstur ökutækis ákveðna vegalengd eða í ákveðinn tíma. Aksturstengdur kostnaður er í útreikningunum miðaður við hvern ekinn kíló- metra. Þeir kostnaðarliðir sem falla undir aksturstengdan kostn- að eru bensín og hjólbarðar að fullu og er notkun þessa kostnað- arliðar aðeins bundinn við akstur ökutækisins. Kostnaður vegna viðhalds, við- gerða og þrifa er 85%. I forsendum útreikninga segir að þrátt fyrir að ökutæki standi nánast óhreyft í sjö ár þurfi að endurnýja ákveðna hluta þess eftir þann tíma, þar sem sumir hlutar bifreiða hafa ákveðinn endingartíma, eins og t.d. yfir- byggingin, og aðrir þurfi raunveru- lega að vera í notkun af og til til að þorna ekki upp. Að teknu tilliti til þess þá sé gert ráð fyrir því að eig- endur hafi um 15% viðhaldskostn- að af ökutæki eftir sjö ár þrátt fyr- ir engan akstur. Afskriftir stærsti kostnaðarliðurinn Stærsti einstaki kostnaðarliður- inn í útreikningunum eru afskriftir sem nema 8,20 kr. á hvern ekinn kílómetra miðað við fólksbfl sem kostar 1.150.000 kr. og miðað við sjö eignarár. í greinargerð með útreikningun- um segir að álitamál sé hversu stóran hluta afskrifta eða verð- mætarýrnunar eigi að taka með sem aksturstengdan kostnað. Hæfilegt þyki að miða við að fjórð- ungur afskrifta sé kominn til vegna notkunar ökutækisins en þrír fjórðu afskrifist þrátt fyrir litla sem enga notkun. Hér ráði mark- aðurinn því töluvert hvað fáist fyrir ónotað eða lítið notað ökutæki. Runólfur Olafsson, fram- kvæmdastjóri FIB, segir að sé miðað við algengan fólksbfl, sem flestar íslenskar fjölskyldur aka, og miðað við 42 km spamað í vega- lengd sparist um 600 kr. að aka göngin í stað þess að aka fyrir fjörðinn. FIB tók tillit í sínum út- reikningum til bensínkostnaðar, viðhalds og almenns slits, s.s. hjól- barða og olíu og verðrýrnunar í endursölu ef göngin era ekki not- uð. „Flestir munu hins vegar ein- ungis horfa í bensínkostnaðinn. Við höfum talið að 700 kr. veggjald væri ekki óeðileg verðlagning fyrir fólksbíla," sagði Runólfur. Tímasparnaður hugsanlega minni vegna tafa í hliði Hann bendir á að tímasparnaður getur orðið minni en margir telja vegna ákveðinna tafa sem hætta er á að myndist við hlið og auk þess sé lægri hámarkshraði í göngunum en ef ekið er fyrir Hvalfjörðinn. Sparnaður í tíma geti legið í 20-30 mínútum en hugsanlega minna. Mikill umferðarþungi er um Hval- fjörðinn á sumrin og stóran hluta má rekja til ferðamanna. Hætt sé við að stór hluti sniðgangi göngin því menn muni vega það og meta hvað það kosti þá að fara um göng- in og þeir sem era í sumarfríi meti tíma sinn á annan hátt en þeir sem eru í atvinnutengdri starfsemi. „Við teljum að það geti verið markaðslega neikvætt ef stór hluti þein-a sem fer um göngin á ekki kost á því að nýta sér afsláttarkjör sökum þess að þeir munu ekki þurfa að fara það oft um göngin. Þeir munu greiða umtalsvert hæraa gjald en það sem er beinn kostnaður við að fara um göngin,“ segir Runólfur. Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bítasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Verð á götuna:1.455.000.- Sjálfskipting kostar 1 00.000,- HONDA Sími: 520 1100 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.