Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 12

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 12
12 PRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðgangur Póstgírdstofu að greiðslumiðlunarkerfí banka og sparisjóða Viðskipta- bankar fagna samkeppni FORSVARSMENN viðskiptabanka fagna hugsanlegri samkeppni við Is- landspóst í kjölfar úrskurðar sam- keppnisráðs um að Póstgíróstofan fái aðgang að rafrænu greiðslumiðl- unarkerfi banka og sparisjóða, svokölluðu RÁS-kerfi. Samkeppnis- stofnun hefur haft málið til umfjöll- unar í hátt á annað ár frá því að Póstgíróstofunni var synjað um að- gang að kerfinu. Finnur Sveinbjömsson, fi'am- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir synjun sam- bandsins á sínum tíma, f.h. þeirra að- ila sem reka RÁS-kerfið, hafa byggst á því að menn hafi talið að Póst- og símamálastofnun, nú íslandspóstur, hefði ekki lagalega heimild til að gefa út debetkort til almennra nota. Nú sé komin niðurstaða írá samkeppnisráði þai- sem mjög afdráttarlaust sé kveðið á um það að veita eigi öllum sem þess óska aðild að kerfinu gegn sömu kjör- um og skilmálum og þeim sem fá hana nú þegar. NÆRRI 40 bflstjórar hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur kepptu síðast- liðinn laugardag um sæti í liði SVR til að taka þátt í norrænni akstursí- þróttakeppni strætisvagnastjóra. Er hún haldin árlega að undan- genginni forkeppni í hverju landi og hafa íslendingar unnið til gull- eða silfurverðlauna í keppnhmi síð- ustu sjö árin. Sex vagnstjórar verða sendir til keppninnar og varð Þórarinn Söebech í íyrsta sæti. Aðrir í liðinu í „Nú verður vandlega farið yfir niðurstöðuna og vegið og metið hvernig eigi að bregðast við. Sá möguleiki er fyrir hendi að skjóta málinu til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála en engin ákvörðun hef- ur verið tekin um hvort það verði gert,“ sagði Finnur. Um hugsanlega útgáfu íslands- pösts á debetkortum sagði Finnur að bankar og sparisjóðir myndu mæta ár verða Jóhann Þorvaldsson, Mark- ús Sigurðsson, Kjartan Pálmarsson, Steindór Steinþórsson og Guðmund- ur Norðdahl. Vagnstjórarnir 37 sem tóku þátt í forkeppninni á laugar- dag, bæði karlar og konur, fóru þeirri samkeppni eins og alltaf væri gert gagnvart nýjum keppinautum. Lítið svigrúm til samkeppni Ingólfur Guðmundsson, forstöðu- maður einstaklingsviðskipta Lands- banka Islands, sagði ekkert nema gott um það að segja ef fleiri vildu koma inn á þennan markað. vVið er- um með mikil viðskipti við Islands- póst og höfum átt í samstarfi við gegnum 10 þrautir og voni tvær um- ferðir. Islenskir vagnstjórar hafa keppt allt frá árinu 1983. Síðustu sjö árin hefur íslenska liðið unnið tvisvar til gullverðlauna og silfurverðlauna hann, t.d. um gíróið. í sjálfu sér er- um við jákvæðir gagnvart þessu,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að á sínum tíma hefðu bankar og sparisjóðh' tekið sig sam- an um að vera með eitt greiðslumiðl- unarkerfi um debetkortin og það hafi ekki verið fyrr en síðar sem for- svarsmenn póstsins hafi lýst áhuga á að koma inn í það. Menn hafi farið út í samstarfið vegna þess að það hafi verið talið þjóðhagslega hagkvæmt, keypt hafi verið vél i sameiningu og Reiknistofa bankanna hafi annast út- gáfu á kortum og byggt kei'fið upp. „Það sýndi sig að kostnaður við þessa greiðslumiðlun er mjög hag- stæður neytendum samanborið við önnur lönd. Nú þegar er mikil sam- keppni á milli bankanna þótt menn hafi valið að vinna sameiginlega að tæknimálum og vegna þess hve verð- lagning er hagstæð neytendum þá á ég ekki vona á að mikið svigrúm sé fyrir póstinn til að fara út í sam- keppni,“ sagði Ingólfur. fimm sinnum. I norrænu keppninni eru einnig 10 þrautir og vita vagn- stjórarair ekki að þessu sinni í hvaða þrautum verður keppt en þekktar eru milli 20 og 25 þrautir. Meðan vagnstjórar SVR glimdu við sínar þrautir var fulltrúum fjöl- miðla boðið til leiks eins og verið hefur allt frá árinu 1993. Glúndu þeir við fimm þrautir og fóru leikar þannig að fúlltrúi Morgunblaðsins hreppti efsta sætið og varðveitir far- andbikar DV fram að næstu keppni. Ríkisendur- skoðandi fékk löggild- ingu 1982 SIGURÐUR Þórðarson íTkis- endurskoðandi segir að hann hafi fengið réttindi löggilts endurskoðanda árið 1982, en í opnu bréfi Sverris Hermanns- sonai', fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, til for- seta Alþingis í Morgunblaðinu á sunnudag segir: „I framhjá- hlaupi getið þér svo látið skrif- stofustjóra yðar athuga um löggildingarmál mannsins." Sigurður sagði í gær í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði lokið prófi sem löggiltur endurskoðandi árið 1982. Hann héldi að núverandi fyrsti varaforseti Alþingis hefði gefið út löggildingar- bréfið, en það hefði verið gefið út af þáverandi fjármálaráð- herra, Ragnari Arnalds. „Eg veit ekki betur en bréf- ið sé enn í fullu gildi. Mér hef- ur ekki verið tjáð annað,“ sagði Sigurður. Hann hefur verið ríkisend- urskoðandi frá árinu 1992 og var áður vararíkisendurskoð- andi frá árinu 1987. Sjö sækja um Utskála SJÖ umsóknir hafa borist biskupsstofu um embætti sóknarprests Útskálapresta- kalls í Kjalarnesprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Umsækjendur eru guðfræð- ingarnir Björn Sveinn Björns- son, Lára G. Oddsdóttir, Ólaf- ur Þórisson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og þau séra Oddur Einarsson, séra Ólafur Jens Sigurðsson, sóknarprest- ur í Ingjaldshólssókn, og séra Yrsa Þórðardóttir, fræðslu- fulltrúi kirkjunnar á Austur- landi. Morgunblaðið/Halldór EIN af þrautunum 10 hjá vagnstjórunum var að bakka gegnum þessi ímynduðu þrengsli. _ Morgunblaðið/Halldór HER áttu menn að láta vagninn snerta pinnann nær bfln- um en fengu refsistig ef þeir snertu hinn pinnann lika. Sex vagnstjórar í norræna ökuleikni Gallup-könnun á fylgi R- og D-lista R-listi fengi 10 og D-listi 5 borgarfulltrúa GALLUP-könnun gefur til kynna að R-listi fengi tíu borgarfulltrúa og D- listi fimm ef efnt væri til borgar- stjómarkosninga nú. Sjötti borgar- fulltrúi D-listans er nálægt því að vera inni. Efnt var til könnunarinnar dagana 26. mars til 9. apríl og 19. til 30. apríl. Úrtakið var valið af handa- hófi úr þjóðskrá, 500 Reykvíkingar á aldrinum 18 til 75 ára í hvort sinn. Svarhlutfall var 68%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,2% gefa R-listanum atkvæði sitt, 36,6% D-listanum og 0,2% Húman- istaflokknum. Fleiri konur (70%) en karlar (55,9%) sögðust myndu kjósa R-listann. Hins vegar sögðust fleiri karlar (44,1%) en konur (29,6%) kjósa D-listann. Engir karlar ætl- uðu að kjósa Húmanistaflokkinn en 0,4% kvennanna. Flestir stuðnings- menn R-listans eru á aldrinum 35 til 44 ára (72,7%) og flestir stuðnings- menn D-listans á aldrinum 18 til 24 ára (51,45). Allir stuðningsmenn Húmanistaflokksins í könnuninni eru á aldrinum 35 til 44 ára. Heldur hefur hallað á fylgi D-list- ans í Gallup-könnunum frá því í haust. Fylgið var t.a.m. 53,5% í október, 50% í desember, 44,4% í febrúar og 36,6% nú, eins og kunn- ugter. Söfnun Landssamtaka hjartasjúkl- inga hafin LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga munu efna til landssöfnunar föstu- daginn 8. maí og laugardaginn 9. maí næstkomandi. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók í tilefni söfnunarinnar á móti fyrsta merkinu úr hendi tveggja ára telpu á Bessastöðum í gær. Hún heitir Gunnhildur íris Ólafs- dóttir og gekkst undir hjartaað- gerð á Landspítalanum í mars sl. í dag verður svo haldinn svonefndur Átaksfundur í Perlunni vegna söfnunarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Samkeppnisstofnun skrifar Sparisjóði Kópavogs Ekkert sam- komulag í gildi SAMKEPPNISSTOFNUN hefur skrifað Sparisjóði Kópavogs og ósk- að skýringa á samkomulagi sem sparisjóðimir hafi gert með sér um skiptingu markaðssvæðisins á höf- uðborgarsvæðinu, en upplýsingar þar að lútandi komu fram í útvarps- þætti síðastliðinn fimmtudag. Málið verður tekið fyrir á fundi í stjórn Sparisjóðsins á fimmtudaginn kem- ur en sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs segir ekkert slíkt sam- komulag í gildi. I bréfinu kemur fram að í við- komandi fréttatíma hafi stjómar- maður í sjóðnum rætt um þetta. Vísað er til samkeppnislaga og ósk- að eftir upplýsingum um samkomu- lagið, efni þess og til hvaða þátta það taki. Óskað er eftir að svar ber- ist eigi síðar en 8. maí. Misskilningur Halldór Árnason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs, segir að þarna sé um misskilning að ræða. Ekkert slíkt samkomulag hafi nokkru sinni verið gert eða verði nokkru sinni gert. Hins vegar hafi sparisjóðirnir verið stofnaðir af heimamönnum í hverju byggðar- lagi, eins og allir þekki, „og tengjast sínum byggðarlögum sterkum böndum. Menn hafa skilgreint sitt markaðssvæði náttúrlega í sinni heimabyggð. Svo hefur það færst í vöxt núna undanfarið, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu, að menn eru að færa sig á milli, sækja ný viðskipti hver hjá öðrum og það er í rauninni ekkert við því að gera,“ sagði Halldór. Sparisjóður Kópavogs er ein- göngu með afgreiðslur í Kópavogi og ekki eru uppi fyrirætlanir um að opna útibú annars staðar. Unnið er að því að opna nýjar höfuðstöðvar sjóðsins í Smárahvammslandi og verður það væntanlega gert upp úr næstu áramótum. Halldór sagði að sparisjóðirnir í kring sæju ofsjónum yfir þeirri miklu uppbyggingu sem ætti sér stað í Kópavogi og nýjum atvinnufyrirtækjum sem væru að rísa þar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er að opna afgreiðslu í Kópavogi. Halldór sagði að á kom- andi árum væri ekki útilokað að Sparisjóður Kópavogs opnaði af- greiðslur annars staðar. Úr því aðr- ir væru famir að sækja til þeirra, myndu þeir svara í sömu mynt. Það væri ekki verið að brjóta neitt sam- komulag í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.