Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 15 AKUREYRI Bátarnir hafa verið að moka upp afla við Grímsey síðustu vikur Alveg hreint ævintýri Morgunblaðið/Erlendur Haraldsson GRÍMSEYJARFEÐGAR með góðan afla. Óli Bjarni stendur aftur á en Óli Hjálmar er við stýrið. Þeir róa á bátnum Óla Bjarnasyni EA 279, sem þeir eiga og gera út frá Grímsey, en hann er af gerðinni Sómi 860 og eru þeir feðgar með 370 tonna þorskkvóta á honum. FEÐGARNIR Óli Bjarni Ólason og Óli Hjálmar Ólason, oft nefndir Grímseyjarfeðgar, hafa eins og aðrir verið að gera það gott en mokafli hefur fengist við Grímsey síðustu vikur. „Við fengum eitt- hvað á milli 7 og 8 tonn í dag, lögð- um ellefu bala. Fyrst fórum við að landi með um 5 tonn og erum að leggja af stað núna með tvö og hálft tonn,“ sagði Óli Hjálmar þeg- ar Morgunblaðið náði tali af honum um borð í Óla Bjarnasyni síðdegis í gær, en þá var aðeins byrjað að bræla á miðunum, „kominn kalda- djöfull", eins og Óli Hjálmar orðaði það. Óli Hjálmar varð 67 ára í síðustu viku, en hann byrjaði að róa frá Grímsey 7 ára gamall. „Þetta er al- Lögðu ellefu bala og fengu á milli sjö og átta tonn í gær veg hreint ævintýi-i, ég hef bara aldrei lenti í öðru eins,“ sagði hann, en þeir væru að fá þetta 7-800 kíló af góðum þorski á bala, en það hefði þótt gott fyrir nokkram árum að fá um 200 tonn á bala. Þorskurinn farinn að éta sjálfan sig Óli Hjálmar sagði að nú áraði einstaklega vel, en veiðin gæti hrunið eftir 2-3 ár, hún væri sveiflukennd og greinilegt að þorskurinn hefði ekki nægilegt æti. „Hann fær ekki nóg að éta og er farinn að éta ungviðið alveg brjál- að. Það vantar bæði rækju og loðnu í hann. Við höfum tekið eftir því núna í vetur að það eru þrír og fjórir smáfiskar ofan í hverjum stórum físki sem við höfum fengið við eyjuna," sagði Óli Hjálmar. Hann sagði að loðnuna vantaði al- veg við Grímsey, en fyrir tveimur, þremur áratugum hefði mikið verið um loðnu við eyjuna og þá hefðu menn bara keyrt í loðnutorfurnar og rennt færinu niður í þær. Nú væri loðnan veidd við Kolbeinsey á sumrin og hún kæmi ekki lengur að Grímsey. Törnin byrjaði um miðjan apríl en í þeim mánuði fengu feðgamir um 70 til 80 tonn og er það metafli. „Eg vona að þetta haldi eitthvað áfram, þetta er svo stórkostlegt," sagði Óli Hjálmar, en myndin er tekin þegar þeir feðgar komu úr róðri nú nýlega með á sjötta tonn af þorski sem þeir fengu á aðeins fjórtán línubala. L-listinn, listi fólksins, kynnir stefnuskrá fyrir kosningar Lán til að auka framkvæmdir LISTI fólksins, L-listinn, sem býð- ur fram til bæjarstjómar á Akur- eyri, hefur kynnt stefnuskrá sína, en meðal þess sem áhersla er lögð á má nefna skólamál, atvinnumál og tómstundamál. Þá hyggst list- inn beita sér fyrir auknum forvöm- um á sviði vímuefnamála. Meðal þess sem L-listinn kynnir í stefnuskrá er að stefnt sé að upp- byggingu skólahúsnæðis, strax verði ráðist í að byggja tvær nýjar álmur við Síðuskóla og Lundar- skóla og þær teknar í notkun haustið 1999 auk þess sem upp- byggingu við aðra skóla verði hrað- að. Þá leggur listinn áherslu á tóm- stundamál og að þau séu besta vörnin gegn ávana- og fíkniefnum sem og slæmum félagsskap. Akur- eyrarbær eigi einnig að láta til sín taka á sviði forvamarmála gegn vímuefnum en það starf verði að efla og auka. Einnig er nefnt í stefnuskrá að íþróttaaðstaða á Akureyri eiga að vera í fremstu röð og því þurfí að sinna uppbyggingu íþróttamannvirkja. Aðstaða Amts- og Héraðsskjalasafna verði bætt með viðbyggingu eða öðram lausn- um og loks má nefna að L-listinn vill athuga hvort svigrúm sé til lækkunar verðs á heitu vatni á Akureyri, m.a. með því að skoða rekstur og fyrirkomulag veitu- stofnana bæjarins. Þá fer boltinn að rúlla „Við viljum að bærinn taki lán til að framkvæma, hann hefur til þess svigrúm, en skuldir bæjarins eru ekki miklar. Um leið og bærinn fer út í auknar framkvæmdir fer bolt- inn að rúlla og fleiri fara af stað,“ sagði Oddur. Eitt af því sem listinn mun beita sér fyrir fái hann til þess brautargengi er að ráða starfsmenn á vegum Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar sérstak- lega til að leita að heppilegum at- vinnutækifæram. Oddur sagði að á síðustu 15 mán- uðum hefði Akureyringum fjölgað um 50-60 manns en benti á að íbú- um Kópavogs hefði á sama tíma fjölgað um meira en 2.000. Tekju- aukning Kópavogs vegna þessa næmi um 240 milljónum króna, en 6-7 á Akureyri. Það þjrfti að leggja áherslu á að gera bæinn meira að- laðandi fyrir ungt fólks svo það vildi setjast þar að. Tveir menn í bæjarstjóm „Við stefnum að því að fá tvo menn kjöma í bæjarstjórn og er- um bjartsýn á að það takist, við leggjum áherslu á að ef fólk vill breytingar eigi það að gefa okkur tækifæri," sagði Oddur, en fram- boðið hyggst ekki eyða meira fé en 200 þúsund krónum í kosningabar- áttuna, en þar af er framlag Akur- eyrarbæjar 150 þúsund krónur. Kosningaskrifstofan er við Ráð- hústorg 7, 2 hæð og þar sýna þær Jóna Jakobsdóttir, Rósa Þor- steinsdóttir og Guðný Ósk Agnars- dóttir verk sín. Sumarbúðir KFUM og K á Hólavatni Innritim hafín INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K á Hólavatni í Eyjafírði er hafín. I sumar verða 5 dvalarflokkar á Hólavatni, tveir verða fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur. Einnig verð- ur unglingaflokkur fyrir stúlkur í júlí. Starfíð á Hólavatni hefst 5. júní næstkomandi og koma þá drengir á staðinn, en á Hólavatni geta dval- ið þeir sem eru átta ára, fæddir 1990 og eldri. Hólavatn er í innanverðum Eyjafirði í skjólgóðum krika. Vatn- ið hefur upp á marga skemmtilega kosti að bjóða, hressandi bátsferð- ií-, stangveiði og baðstrandarlíf á heitum dögum. Kvöldvökur era fastur liður og ýmsar íþróttir stundaðar. Fagurt umhverfi gefur kost á hollri útivist og síðast en ekki síst fá bömin að fara í heim- sókn á bóndabæ og kynnast störf- um þar. Innritun í sumarbúðimar fer fram í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð á Akureyri, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17 til 18 en nánari upplýsingar veita Jón Odd- geir Guðmundsson og Salóme Garðarsdóttir á Akureyri. Til sölu eða leigu í Amaróhúsinu t § Til leigu eða sölu á 2. hæð I Amaróhúsinu er verslunar- eða þjónustuhúsn. Stærðir eru frá 40 fm til 100 fm. Að auki eru minni skrifst. á hæðinni. Aðgengi er gott frá Hafnarstræti og Gilsbakkavegi. Fólks- og vörulyftur eru í húsnæðinu. Húsið er staðs. á einum besta stað í miðbæ Akureyrar. í húsinu eru í dag 9 verslanir auk annarrar þjónustu. Á efri hæðum er starfsemi heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Allar frekari upplýsingar S. 462 1744, 462 1820, fax 462 7746. Lögmaður Jón Kr. Sólnes hrl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. KY(iOI) HIIGKKUGOTU 4 HAFÐU SAMBAND! Allar nánari upp- lýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildár Morgunblaðsins en þeir verða á skrifstofu Morgun- blaðsins á Akuneyri i Kaupvangsstræti 1 dagana 5.-7. maí nk. cc (/) 0c < o > U) í tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 15.-17. maí nk. gefiir Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá sem mun fylgja sérblaðinu Daglegu lífi. Skránni verður dreift á öllu dreifingarsvæði blaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði og á sýningunni. Þá verður Morgunblaðinu dreift inn á öll heimili á Akureyri fbstudaginn 15. maí nk. Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. Pantana- og skilafrestur auglýsinga er til kl. 12.00 föstudaginn 8. maí. Símanúmer á skrífstofu Morgunblaðslns á Akureyri er 461 1600, bréfasími 461 1603 ♦ Símanúmer í söludeild sérauglýsinga er 5691111, bréfaslmi 5691110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.