Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 32

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÚR myndröðinni „Stjörnuþyrping" eftir Bernard Moninot. Sjónkeilur Moninots MYNÐLIST Kjarvalsstaðir BLÖNDUÐ TÆKNI BERNARD MONINOT Opið alla daga frá 11 til 18. Að- gangseyrir 300 kr. Tii 17. maí. BERNARD Moninot er franskur myndlistarmaður sem sýnir á göngum Kjarvalsstaða. Flest verk- in eru frá árabilinu 1989 til 1992, og tvö frá 1996. Meginhluti sýningar- innar samanstendur af sex myndröðum í miðrýminu og eru öll verkin unnin á gler í þunnum málmi'ömmum. Eftir því sem ég fæ best skilið er viðfangsefni Moninots sjón, ljós og tími. Hann nálgast sjónina á nánast eðlisfræðilegan hátt. Það er hvorki augað, skynjun þess eða það sem skynjað er, heldur sjónkeilan sem afmarkar sjónsviðið á geómetrísk- an hátt. Myndimar eru fullar af hringjum, keilum, spírölum, gorm- um og diskum sem gefin eru til kynna með hnitkerfi lína sem minna einna helst á eðlisfræðilega uppdrætti. Sjóneðlisfræði Moninots á sér langa hefð í ft-anskri hugmynda- sögu, allt frá dögum Descartes. En það er einkum franski myndlistar- maðurinn Marcel Duchamp sem kemur upp í hugann, ekki vegna þess að Moninot er ný-dadaisti, heldur vegna skyldleika við ákveðnar hugmyndir Duchamps og útfærslu þeirra í verkum eins og „Stóra-glerinu“. Duchamp hafði einnig mikinn áhuga á mekanisma sjónarinnar og um það leyti sem hann fjarlægðist málverkið snemma á ferlinum tók hann til við að gera myndir á gleri sem svipuðu sum til verkfræðilegra uppdrátta. Kallaði hann þessar glermyndir „frestun á gleri“, þar sem ferðalagi ljóssins til augans er frestað í plani myndarinnar. Gler Moninots eru svipaðar sneiðar af rúm/tíma at- burðarás, þar sem ljósið fellur á glerið og er haldið þar í gíslingu tímans. Til að leggja áherslu á þetta sáldrar Moninot litnum á glerin og festir á glerið eða maskar glerið til að mynda formin. A veggnum sem snýr út að glugganum á miðrýminu eru íínleg málsmíðastykki, sem Moninot kall- ar „Studiolo", og sem minna einna helst á mælitæki frá upphafi vís- indabyltingar á sautjándu öld. Þessi verk eru nokkurs konar módel af mekanisma sjónarinnar og hann notar þau sem fyrirmynd- ir að glerverkunum, m.a. með því að láta skuggann af módelunum falla á glerin. Moninot notar skuggann á skemmtilegan hátt sem mynd ljóssins í nokkrum verkum á vegg við Vestursal. Þar endurskapar hann á einfaldan hátt, með hvítum doppum sem svtfa rétt yfir veggn- um, skuggaspil sem varð til á vinnustofu hans þegar sólin skein inn um gluggann og sýna þannig sneið af ljóskeilu á tilteknum stað og tíma. 011 útfærsla verkanna er fáguð og nákvæm. Myndirnar í miðrým- inu eru mjög grafískar og minna á ætingar sumar hverjar. Það er hin fínlega grafíska útfærsla sem gríp- ur augað án þess að sjónfræði Moninots sé manni endilega ofar- lega í huga. Annars finnst mér að sýningin standi ekki og falli með þessum pælingum, og að því leyti til er hann ólíkur Duchamp, sem einmitt reyndi að halda allri mynd- rænni fagurfræði í skefjum. Enda er ég ekki sérstaklega viss um hversu mikil alvara Moninot sé með sjónfræði sinni og hvort hún gegni ekki aðallega því hlutverki að vera baksvið fyrir myndirnar, sem efniviður fyrir myndlýsingar. Sýningin ber merki um hand- bragð Gunnars Kvaran, enda sjálf- sagt skipulögð á meðan hann var enn forstöðumaður Kjarvalsstaða. A meðan hann var forstöðumaður Kjarvalsstaða fengum við að kynn- ast allmörgum frönskum lista- mönnum. Ekki var maður nú alltaf klár á því hvað réð vali hans á listamönnum. Moninot mun hafa haldið sýningu í listasafninu í París, Galerie Nationale du Jeu de Paume, fyrir ári og er sýningar- skráin sem fylgir frá þeirri sýn- ingu. Sigurður Pálsson þýddi á ís- lensku greinina úr þeirri skrá og fylgir þýðingin með. Einhvern veginn kemur ekki á óvart að sjá mynd í sýningarskrá af Moninot á góðri stund með Erró og komast að því að Erró hafi greitt götu hans í myndlistarlífi Parísarborg- ar. Getur verið tilviljun að hann skjóti síðan upp kollinum hér á Is- landi? Hvað sem því líður er þetta athyglisverð sýning sem gleður augað. Gunnar J. Árnason i Fáðu senda AJ.LAN SOLAR- HRINGINN m 800 4500 BM»Vallá hjálpar þér að fegra hús og garð. Pantaðu bæklingana llúsið og frainkvæmdirnar og Garðurinn og g unihverflð. u) BM-VALLA 90D1 www.mbl.is • • Ogun = TOIVLIST Víðistaðakirkja TÓNLEIKAR Verk eftir inn- og erlenda höf- unda, auk upphafs- og lokaatriðis úr Þrymskviðu e. Jón Ásgeirsson. Karlakórinn Þrestir u. stj. Jóns Kristins Cortez; Bergþór Pálsson barýton; Lára Rafnsdóttir, píanó. Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 30. april kl. 20:30. VORTÓNLEIKAR elzta karlakórs landsins vora haldnir í Víðistaðakirkju s.l. fimmtudag fyrir troðfullu húsi. Verkefnavalið var með virðulegu hefð- bundnu karlakórssniði. Hér var ekk- ert gospel-hark, íslenzk lög þar að auki í meiiihluta, og jafnvel „léttasti“ þáttur dagskrár, Vínai'valsar (syrpa í ágætri útsetningu Magnúsar Ingi- marssonar), löngu viðurkenndur pappír á beztu bæjum. En hafi kannski almennt mátt óska sér nánari tengsla við nútímann (þó ekki skuli afdráttarlaust tekið undir andvarp ónefndrar kórstýru um að það bezta sem gæti hent hérlendri kóramenningu væri ef sem flestum tenórum og bössum kailakóranna yrði úthlutað til blönduðu kóranna), kom eitt dagskrái'atriði á óvai’t: Þrymskviða Jóns Ásgeirssonar. Söng kórinn ásamt Bergþóri Pálssyni í tón- leikalok upphaf og niðurlag þessarar fyrstu heilskvöldsóperu Islendinga, og var það í fyrsta skipti um langa hríð sem undirritaður hefui- rekizt á tónverkið á almennum tónleikadag- skrám. Fyrmefhd atriði, „Gáttir allar, áður gangi fram“ og ,,“Eg em Óðins sonui- / Heill þér, Oðins sonur“ voru skörulega flutt við óvenjusnarpan pí- anóundirleik Láru Rafhsdóttur (sem hefði jafnvel mátt vera enn hryn- þyngri), og fersk eftirvæntingar- spennan sem lá yfir einkum byrjunar- atriðinu vakti til umhugsunar um, hvort ekki sé kominn tími á að gefa þennan merka tónsögulega áfanga lýðveldisins út á hljómdisk - sem og reyndar fleiri íslenzk verk frá því fyrir „gæðabyltingu“ Sinfóníuhljómsveitar- innar á 9. áratug, því spuming er, hvort eldri segulbandaupptökur stofn- unarinnar séu fyllilega sambærilegar við það sem hægt er að gera í dag. Eftir skrykkjótta byrjun á átthaga- óð Hafnfirðinga „Hafnarfjörður“ utan prentaðrar dagsskrár, sem virtist hafa komið kórfélögum í opna skjöldu, sungu kórfélagar „hitt“ lagið (s.s. ekld það eftir Kaldalóns) við Á Sprengisandi í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Kom þá þegar fram sem gilti allt til loka hvað hinn nýi stjóm- : gleði? andi, er tók við s.l. haust, náði næmri svörun frá kómum í hendingamótun og dýnamík. Er slík ögun sjaldséð á vettvangi karlakóra, sem vanari eru stormi og frelsi, og ekki að efa að eigi eftir að bera drjúgan árangur, ef söngstjórinn ber jafnframt gæfu til að viðhalda þeirri sönggleði sem er meg- inaðal íslenzkrai- karlakórsmenning- ar. Hinn stundum nokkuð daufí tónn, sem lýsti sér m.a. í tilhneigingu til að síga á háum tónum, einkum er veikt var sungið, gaf vísbendingu um að hér væri aðgátar þörf - komi ekki einnig til meiri áherzla á raddþjálfun og auk- inn þindarstuðning. Ögun ber sízt að lasta, en henni þarf að fylgja hvatning og uppörvun. Meirihluti fyni helmings dagskrái- var án undirleiks, og stóðu þai- upp úr Undú bláum sólarsah (að vísu heldur í sprettharðara lagi), íslands vísur og Herhvöt (bæði e. Bjama Þorsteins- son), hinn hraustlegi og skýrt mótaði mars Josephs Stuntzs, Fanna skaut- ar, og sérkennileg útsetning (nafns út- setjara var eigi getið) á Söng ,1'erju- mannanna" [sic; væri ekki réttara „bátsdi'áttaikarlanna"?] við Volgu, þar sem kórinn var notaður furðu sparlega, við hraustlegan einsöng Bergþórs Pálssonar. Bergþór söng loks tvö einsöngslög fyrir hlé með glæsibrag, Fögur sem forðum og Hamraborgina, við örugg- an undirleik Láru, er lét ekki aftra sér að flygillinn hefði mátt vera betur stilltur. Textatúlkun Bergþórs var að vanda tilþrifamikil og með afbrigðum skýr, ekki sízt í Hamraborginni - jafn- vel svo, að framburðurinn mætti stundum vera ögn nær eðlilegu tal- máli, t.d. sérhljóðið u, er stundum minnti á hið þýzka u. Hinu duldist engum, að hér fór söngvari með óvenjumikla sviðsútgeislun og ósvikna tilfinningu fyrir gamanleik. Svo stiklað sé á stóm á dagskránni eftir hlé, var verulegt bragð að vold- ugri en þó skemmtilega andstæðuauð- ugri túlkun kórsins á Skarphéðni í brennunni e. Helga Helgason, og kvað einnig mikið að kvæðamannasöngva- syrpum Jóns Leifs, Dýravísum og Siglingavísum, þar sem stjórnandinn gæddi verkin nýjum fersldeika með miklum andstæðum í hraðavali. Helg- um frá döggvum himnabrunns í ís- lenzkun Halldórs Laxness (betui- þekkt undir titli Bums, Drink to me only) var sérlega vel mótað með sann- færandi rúbatóum á viðeigandi stöð- um, og hin fallega, vinsæla og að mesta einradda hollenzka Þakkarbæn vakti geysigóðar undii’tektir áheyr- enda, sem og Vínarvalsasyrpan næst á undan Þrymskviðuatriðinu í tón- leikalok sem áður var getið. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Egill Egilsson BJOLLUKÓR Bústaðakirkju heimsótti Flateyringa og hélt tónleika í fþróttahúsinu laugardaginn 25. aprfl. Bjöllukór Bústaða- kirkju á ferð Flateyri. Morgunblaðið. BJÖLLUKÓR Bústaðakirkju heimsótti Flateyringa og hélt tónleika í fþróttahúsi Flateyr- inga laugardaginn 25. apríl sl. Fyrir kórnum fóru þeir sr. Pálmi Mattluasson, prestur Bústaðakirkju, og organisti kirkjunnar, Guðni Guðmunds- son. Kórinn hélt hina prýðileg- ustu tónleika, ekki var ein- göngu leikið á bjöllur, heldur einnig á ýmis önnur hljóðfæri eins og harmonfku, flautu og hljómborð. Tilgangur farar- innar var að enda vetrarstarf unglinganna í Bústaðakirkju með því að bregða sér út á land og halda tónleika fyrir landsmenn, samkvæmt venju. í fyrstu hafði eingöngu verið ákveðið að spila á Flateyri og Isafírði, en á síðustu stundu bættist Þingeyri við á kortið vegna áhuga heimamanna þar á að hlýða á kórinn. Létt var yfir kórmeðlimum og í lokin eftir uppklapp voru tekin nokkur aukalög á eftir aukalögunum með aðstoð heimamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.