Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 35
MORGUNB L AÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 35
„ Ljósmynd/Egill Sæbjörnsson
UMRÆÐUR í Arósum: Frá vinstri: Nis Roemer Poulsen, Ann Kristin Lislegaard, Camilla Palm, Par Anders Andreasson og Rasmus Dyrehave
(gestur). Bjargey Olafsdóttir snýr baki í linsuna.
Ljósmynd/Egill Sæbjörnsson
FRA Þrándheimi. Á svæði skóians sem stendur við höfnina er einnig ævintýralegt hjólabrettasvæði.
„ Ljósmynd/Bjargey Ólafsdóttir
SKÖLLÓTTI leiðsögumaðurinn í Glyptotekinu segir Lucky Thirteen
frá danskri list.
Minnist ég eins verks sem hafði
mikil áhrif á mig og var það eftir
bresku listakonuna Janet Cardiff.
Verkið heitir Walk og byggist á því
að fá lánað vasadiskó með kassettu
sem innihélt rödd Cardiff sem sagði
manni hvert maður ætti að fara út
frá staðareinkennum og var alls
kyns hljóðum bætt inn í að auki.
Endaði verkið á því að maður var
leiddur niður tröppur og inn þröng-
an og dimman gang sem lá inn í lítið
herbergi sem innréttað var eins og
skrifstofa og þegar maður var kom-
inn inn í herbergið heyrðist fótatak
nálgast inn ganginn á eftir manni.
Hljóðin samlöguðust svo vel um-
hverfínu að skil raunveruleika og
ímyndunar voru þurrkuð út.
Árósar
Nis Roemer frá Árósum hafði
fengið ríflegan styrk frá bænum og
bauð því norsku listakonunni Ann
Kristin Lislegaard að vera með okk-
ur þá daga sem við vorum í Árhús-
um. Hún starfar bæði í Kaupmanna-
höfn og í New York og er virk í lista-
lífínu á báðum stöðum. Hún er nú að
reyna að hasla sér völl í myndlistar-
heiminum þar vestra og því var
fróðlegt að sjá hverju hún hefði að
miðla. Ræddum við um stöðu nor-
rænnar myndlistar í heiminum í dag
og það hvernig listheimurinn virkar
öðruvísi á Norðurlöndunum en til
dæmis í Evrópu og Norður-Amer-
íku.
Töluðum við m.a. um gallería-
kerfíð og hvernig það er margfalt
öflugra og þýðinganneira fyrir
listamenn í Bandaríkjunum og Mið-
Evrópu en á Norðurlöndunum. Auk
umræðunnar gerði hver og einn eitt
verk á meðan á dvölinni stóð sem
síðan var skoðað í sameiningu síð-
asta daginn eins og um hefðbundinn
skóla væri að ræða. Akademían í
Árósum er lítil og má líkja henni við
lítinn spíttbát á meðan stæiri stofn-
anir eins og Konunglega akademían
í Stokkhólmi líkjast meira stóru
skemmtiferðaskipi. Akademían í
Stokkhólmi er risastór og svo ríku-
lega búin að það er eins og að koma
inn í banka þegar maður kemur inn
í anddyri hennar. I akademíunni
sem stendur á eyju í „Gamla stað“ í
miðjum Stokkhólmi eru risavaxin
smíða, keramik-, textíl og graf-
íkverkstæði og aðbúnaður með
besta móti.
Akademían í Árósum er aftur á
móti í húsnæði sem minnir einna
helst á meðaldekkjaverkstæði í
Reykjavík að stærð og lítur einnig
svipað út. Þar sá ég t.d. bara eina
tölvu á meðan Stokkhólmur býr yfir
nokkrum vel búnum tölvuverum
með tugum tölva sem ýmist eru ætl-
aðar undir hljóðvinnslu, mynd-
vinnslu og hönnun eða undir mynd-
bandagerð. Hraðinn er meii-i í Árós-
um þar sem stjórnskipulagið er svo-
lítið þungt í Stokkhólmi en hvort
fyrirkomulagið er betra skal ég láta
vera að skera úr um. Mun meiri
ásókn er þó í stóru skólana eins og í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn og
virðast þeir því vera eftirsóknar-
verðari. Hugsanlega spilar þar
einnig inn í að í stærri borgum er
meira um að vera og því ef til vill
áhugaverðara að dvelja í þeim.
Oðinsvé
Anne Riis Bovbjerg skipulagði
vikuna í Oðinsvéum og var þema
vikunnar „alkóhól". Anne sagði að
myndlistarnemar drykkju mikið í
Oðinsvéum og skyldum við fá að
kynnast því. Hún hafði fengið styrk
frá bænum og notaði m.a. hluta hans
til að borga einum samnemanda sín-
um fyrir að sýna okkur myndbönd
eftir nemendur í skólanum og aðra
athyglisverða listamenn. Hann
keypti vodka fyrir allan peninginn
og lagði til að við drykkjum vodka í
appelsínu- eða greipsafa þegar horft
væri á myndböndin (u.þ.b. 7 klukku-
stundir). Hann vildi að við værum í
takt við eitt myndbandið sem hann
hafði gert ásamt vinum sínum. Það
var 3 tímar að lengd og sýndi nokk-
ur ungmenni sem léku sér að greip-
ávöxtum og appelsínum á vodka-
fylliríi inni í litlu hvítu herbergi. Átti
að ríkja samsvörun á milli þess sem
var að gerast á skjánum og þess
sem var að gerast hjá okkur. Furðu-
lega mikil athygli hélst á skjánum
miðað við allt vodkað. Einnig sýndi
þessi drengur nokkur Zapp-tímarit
en þau eru einungis gefin út sem
myndbandsspólur og innihalda ein-
ungis myndbandsverk.
Eftirminnilegt er nemendagallerí
skólans í Oðinsvéum sem er rekið af
miklum myndarbrag og stendur á
glæsilegum stað í miðbænum. Það
mætti benda forsvarsmönnum
Myndlista- og handíðaskóla Islands
á þetta góða fordæmi. Talað hefur
verið um að skólinn sé í þrengingum
vegna þess að hann sé á gráu laga-
legu svæði og enginn viti almenni-
lega hvort hann sé framhaldsskóli
eða háskóli. En hvers vegna ætti ein-
hver að hafa áhuga á að gera eitt-
hvað fyrir skóla sem enginn þekkir
nema af gömlum sögusögnum? Með
því að bretta upp ermarnar og reka
fallegt gallerí niðri í bæ mætti
breyta þessari stöðu. Og svo mætti
líka bæta enn um betur og koma fyr-
ir skilti á gaflenda skólans í Laugar-
nesi með nafni stofnunarinnar.
Sörup
Frá Oðinsvéum fórum við til
sveitaseturs Konunglegu dönsku
akademíunnar í Sörap norðan við
Kaupmannahöfn. Nis Roemer
kynnti okkur þar fyrir hópi danskra
listnema, ungi-a listamanna og fólki
tengdu listgeiranum sem var þar
samankomið til að slaka á, ræða
málin og kynnast betur (sjá mynd
4). Dvöldum við í Sörap í fjóra daga
í góðu yfirlæti og spiluðum franskt
kúluspil, gengum um skóginn eða
heimsóttum skransölu gamla
mannsins í húsinu við hliðina. Um
daginn hitti ég einn af virtari mynd-
listarmönnum þjóðarinnar, Helga
Þorgils Friðjónsson, sem sagði við
mig í stuttu máli eitthvað á þá leið
að myndlistarnám í útlöndum gengi
ekki síst út á að ferðast, sjá sem
mest af myndlist og að kynnast
fólki. Út á það gekk einmitt ferða-
akademía Lucky Thirteen.
Malmö
Við tókum svo lest frá Sörup til
Kaupmannahafnar og þaðan sigld-
um við með ferju yfir til Malmö. Það
var skemmtileg ferð því það var
frekar eins og að sitja um borð í
þotu en í venjulegri ferju. Þessi
vatnsþota frassaðist á ógnarhraða
yfir sundið á meðan fólk sat á bekkj-
um út á dekki og úðaði í sig eins og
það ætti lífið að leysa, lakkrís og
pylsum sem hægt var að kaupa þar
á fríhafnarverði.
Anna Wessman skipulagði vikuna
í Malmö og fékk hún til liðs við hóp-
inn sálfræðing að nafni Stefan
Karlsson. Hann er nýútskrifaður úr
námi, hlédrægur og gekk um ber-
fættur allan daginn. Lagði hann til
að við skrifuðum niður drauma okk-
ar á hverjum morgni er við vöknuð-
um og ræddum þá svo sameiginlega
út frá hópnum og verkefninu í heild.
Gekk það eftir að á hverjum degi
settumst við niður og ræddum
draumana og eitt sinn dró Anna
okkur í almenningsgarð þar sem við
áttum að sofa undir stóra tré og láta
okkur dreyma. I garðinum við hlið-
ina hittum við svo tvo náunga á ald-
ur við okkur. Þeir voru með stóran
bíl og ýmis tól og tæki merkt bæjar-
yfirvöldum og höfðu girt af lítið
svæði sem þeir voru að rannsaka.
Til hliðar var borð með ýmsum mun-
um sem þeir höfðu fundið. Aðallega
vora það gamlir spýtukubbar, gler-
brot, tönn úr hesti eða svíni og ann-
að drasl sem týnst hefur með ein-
hverju móti niður í svörðinn á síð-
ustu 100 árum eða svo. Er við fórum
að ræða við mennina kom í ljós að
þeir voru alls ekki fornleifafræðing-
ar heldur listnemar að taka þátt í
skúlptúrsýningu. Þeir gengu út frá
eigin forsendum og hugmyndum um
það hvernig fornleifafræðingar
vinna en voru ekki búnir að kynna
sér fagið að öðru leyti. Sögðust þeir
á þessu stigi vera búnir að missa
sjónar á því hvort þetta væri list
sem þeir voru að framkvæma en þar
kom berlega í ljós hve skil lista og
daglegs lífs geta verið óljós í dag.
Helsinki
Frá Malmö var farið með lest til
Stokkhólms og þaðan sigldum við
með ellefu hæða skemmtiferðaskipi
til Helsinki. Minna Laangström tók
þar við stjórninni. Hún hafði fengið
styi-k frá bænum til að skipuleggja
fyrirlestraröð þar sem listheimspek-
ingum, listfræðingum og listamönn-
um var borgað fyrir að halda fyrir-
lestra. Fyrirlestraröðin var auglýst í
dagblöðunum og mættu því alltaf
nokkrir gestir aukalega. Fengum
við rjómann af ungu finnsku mynd-
listarfólki inn í stofu til okkar ef svo
mætti segja. Einn fyrirlestur var
haldinn á dag, fimm daga í röð auk
þess sem söfn borgarinnar voru
heimsótt og haldið var áfram af
kappi að undbúa gerð heimasíðunn-
ar.
Einnig voru haldnar pallborðsum-
ræður þai- sem þetta var síðasta
vika ferðalagsins og við hæfi að
ræða niðurstöður ef einhverjar
væru og fá sjónarhorn annarra á
verkefnið. Fræðifólk tengt menn-
ingar- og skólamálum, rektor skól-
ans og nokkrir listamenn, gagn-
rýnendur og fólk tengt listgeiranum
var sérstaklega boðið auk þess sem
talsverður fjöldi fólks kom til að
fylgjast með. Man ég því miður ekki
allt sem fram fór á þeim fundi en
önnur svipuð verkefni voru rædd og
mikið var rætt um skólamál almennt
sem ég hef ekki áhuga á að greina
frá hér því mér finnst það ekki koma
Lucky Thirteen við.
Síðasta daginn bauð fyrrverandi
rektor skólans, Ilka Johani Takalo
Eskola, okkur í sumarhús sitt sem
stendur við lítið vatn úti í skógi rétt
fyrir utan Helsinki. Áttum við þar
unaðslega stund saman í fallegu
veðri og fóram í sánu að finnskum
sið með reglulegum sundsprettum í
fersku vatninu auk þess sem við
snæddum saman kvöldverð á ver-
öndinni. Ilka Johani hefur það fyrir
sið að bjóða gestum sínum að af-
klæðast og mála líkama sinn með
málningu er þeir heimsækja hann í
sumarbústaðinn og þáðum við það
boð.
I hita leiksins varð greinarhöfundi
á að fá olíu í hálsinn er hann var að
sýna leikni sína í eldblæstri og varð
það til þess að hann þurfti að liggja
á spítala í viku á eftir. Þar fékk hann
þó tækifæri til að kynnast finnskri
tangótónlist sem spiluð var í útvarp-
inu daginn út og inn og að þjálfa upp
táknmál við finnska lækna sem
kunnu ekki ensku og vildu ekki tala
sænsku.
Eftir að ferða-
laginu lauk
Daginn eftir heimsóknina hjá
Takalo Eskola fóru flestir til síns
heima. Nokkrir urðu eftir í Helsinki
og hófu að undirbúa klippingu heim-
ildarmyndarinnar um Lucky Thir-
teen.
Hinn 23. september var opnuð
tveggja vikna sýning í Pirrko Liisa
Topeliuksen Galleríi í Helsinki þar
sem sýnd var frumgerð heimildar-
myndarinnar um Lucky Thirteen
auk 16 stórra Ijósmynda úr ferðalag-
inu. Fékk sú sýning m.a. umfjöllun í
finnskum blöðum og tókst ágætlega.
Siðan var sýning í Galleríi Thomas
Angell í Þrándheimi í október. Sú
sýning hafði verið undirbúin í byrj-
un ferðarinnar þegar hópurinn var í
Þrándheimi. Hún bar nafnið „Flax“
og var í samfloti með stórri sýningu
í Þrándheimi sem hét Screens. Flax
innihélt verk eftir meðlimi Lucky
Thirteen. Einnig var birt ein opna
með efni eftir Lucky Thirteen í
tímaritinu Kitsch sem gefið er út af
myndlistarnemum í Þrándheimi og
búinn var til smá kynningarbútur
sem er á CD-Rom disk er íylgir
blaðinu.
Heimasíðan kom upp í endanlegri
mynd um miðjan september á síð-
asta ári en þar er að finna frekari
upplýsingar um verkefnið svo sem
lauslega dagbók, hugmyndafræðina
á bak við Lucky Thirteen, upplýs-
ingar um meðlimi, nokkrar ljós-
myndir úr ferðalaginu og fleira.
Heimilisfangið er http://www.aeg-
is.is/lucky.
Búið er að gera heimildarmynd
um norrænu skólana og er hægt að
nálgast hana hjá félaginu HUSK c/o
Palm sem staðsett er að Pommerns-
gade 12c 2th. DK-2300 Kaupmanna-
höfn S.
Nú er verið að skipuleggja nýja
sýningu í Kaupmannahöfn á næstu
mánuðum og hver veit nema að
Lucky Thirteen eða einhverjir
tengdir þeim hópi eigi eftir að koma
við sögu á íslandi síðar meir.