Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN 21 ■ öldin Ný-Sjálendingar eru í fararbroddi í menntamálum í heiminum og kemur þar meðal annarra við sögu David Mitchell prófessor en hann er nú staddur á Islandi. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti þennan fróða mann og varð margs vísari, meðal annars um samfélag og skóla án aðgreiningar á nýrri öld. ELDTRAUSTAR HLJÓÐEINANGRANDI IVIJÖG GOTT SKRÚFUHALD UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR IÐURKENNDAR AF RUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 0360 • 120 REYKJAVÍK SÍMI553 0640 •' 560 6100 skólar/námskeið ýmlslegt ■ Tréskurðarnámskeiö Fáein pláss laus í maí. Hannes Flosason, sími 5540123. Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf Hnattræn hugsun um menntun • Við verðum að kenna öllum börnum að lifa og vinna saman • Foreldrar hafa mikil völd í skólanefndum og nemendur líka DAVID Mitchell er prófessor við Háskólann í Waikato á Ný.ja-Sjálandi og ber hann ábyrgð á menntun og þjálfun al- mennra kennaranema til að kenna bömum með sérþarfir í skólum án aðgreiningar. Þá er hann einnig forstöðumaður alþjóðlegu skrifstof- unnai’ við kennaradeild skólans. Hann situr m.a. í ráðgjafanefnd menntamálaráðherra landsins í málefnum skólabama með sérþarf- ir og hann hefur starfað á vegum alþjóðlegra stofnana á borð við UNESCO. Hann er í ritnefndum 6 alþjóðlegra timarita um menntamál og hefur sjálfur skrifað bækur um sérkennslu og stefnumótun í sér- kennslufræðum auk fjölda greina í tímarit, bækur og blöð. Hann er nú í rannsóknarleyfi frá háskólanum og hefur hann notað það til að ferð- ast um heiminn og kynna sér stöðu menntamála og hvaða stefnu þjóðir hafa tekið inn í 21. öldina. Mitchell er hingað kominn frá Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, á vegum menntamálaráðu- neytisins, Kennaraháskóla Islands og Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Hann heldur fyrirlestur í dag á vegum Rannsóknarstofnun- ar Kennaraháskóla Islands þar sem hann fjallar um hvemig fram- farir síðustu ára, meðal annars á sviði tækni og margmiðlunar, munu hafa áhrif á samfélög og menntakerfi á 21. öldinni, ekki síst á stöðu þeirra sem standa höllum fæti vegna sérþarfa sinna. Þá hélt hann fyrirlestur á ráðstefnu Land- samtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var um helgina. Helmingur í ráðgjafahóp ráðherra eru foreldrar - En víkjum að því við hvað Mitchell hefur verið að fást í heimalandi sínu. „Við,“ segir hann og á við kenn- aradeildina, „erum nýbúin að semja við menntamálaráðuneytið um að við þjálfum almenna kenn- ara í 260 af 2700 grunnskólum landsins næstu tvö árin til að kenna börnum með sérþarfir. Auk þess að sinna sérkennslumálum skólans hef ég starfað að stefnu- mótun á sviði sérkennslu. Eg sit í nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins sem ráðleggur ráðherra í sérkennslumálum. Það er mjög at- hyglisvert að u.þ.b. helmingur þeirra sem sitja í nefndinni eru foreldrar bama með sérþarfir. Þeir hafa því þýðingarmikil áhrif á starf nefndarinnar." Langflest börn með sérþarfir á Stærðir fró 44-58 Jokkar fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pilsfró 2.900 Blússur fró 2.800 Jokkor fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pils fró 2.900 Blússur fró 2.800 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Morgunblaðið/Golli ÞIÐ eruð á þeirri leið sem þykir hvað best í menntamálum, segir David Mitchell prófessor. MORE Nýja-Sjálandi ganga í almenna skóla og segir Mitchell að sú stefna hafi verið tekin að fleiri sér- skólar verði ekki settir á stofn í landinu. Þá hafa stjórnvöld ákveð- ið að auka framlag til sérkennslu um helming á næstu 2 árum. „Við ætlum að verða í fararbroddi hvað varðar þróun skóla án aðgreining- ar þar sem börn, hvort sem þau hafa sérþarfir eða ekki, eru saman í bekk. Við spyrjum okkur hvaða stuðning bam með sérþarfir þarf til að geta nálgast námsskrá grunnskólans. Síðan mun barnið fá þá þjónustu sem það þarf til þess. Fötlun ákvarðar ekki þjónustuna heldur þarfir barnsins," segir hann ennfremur og bætir við: „Til að þetta geti gengið verður að þjálfa alla kennara til að kenna börnum með sérþarfir, svo þeim líði vel í starfi sínu og hafi sjálfsöryggi til að takast á við það.“ Valdið til skólanna sjálfra Ný-Sjálendingar hafa gengið skrefi lengra en Islendingar sem nýlega fluttu málefni skóla til sveitarfélaganna og fært valdið frá ríki til skólanna sjálfra. „Engin önnur þjóð hefur gengið svo langt sem Ný-Sjálendingar utan hvað þessi leið hefur einnig verið farin í Viktoríuríki í Astralíu. Foreldrar hafa mikil völd í gegnum skóla- nefndir og nemendur eiga fulltráa í skólanefndum framhaldsskól- anna,“ segir Mitchell og heldur áfram: „Við leggjum mikla ábyrgð í hendur skólamanna og við verð- um að mæta henni með því að þjálfa kennara og kennaranema vel enda er lögð rík áhersla á það í grunnnámi þeirra og æfinga- kennslu." Mitchell segist ennfremur hafa brennandi áhuga á menntamálum almennt og hvert þau muni stefna á nýrri öld. „Eg tel að menntun hvar sem er í heiminum verði að breytast mikið á komandi árum og aðlagast breyttum forsendum,“ segir hann og bendir á hvernig upplýsingar verða sífellt aðgengi- legri og hvernig heimurinn skreppur saman og verður alþjóð- legri. Nemendur tileinki sér heimsborgaralega hugsun „Það er í nokkur horn að líta í þessu sambandi. í fyrsta lagi þarf fólk að temja sér að hugsa í hnatt- rænu samhengi. Fólk, sérstaklega vel menntað fólk, mun flytjast milli landa og þjóðir heimsins hafa sí- fellt meiri samskipti sín á milli. Þetta hefur ýmsar afleiðingar sem bæði eru góðar og slæmar. Fjár- munir munu flytjast milli landa og bilið milli ríkra einstaklinga og fá- tækra mun aukast jafnt sem bilið milli í-íkra og fátækra þjóða. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mennt- un. Nemendur verða t.d. að til- einka sér heimsborgaralega hugs- un. Hnattræn þróun hefur þær af- leiðingar að menningarlegur margbreytileiki mun vaxa í sér- hverju landi og nemendur verða að geta starfað með fólki frá ólíkum menningarheimi. Þetta á t.d. við um innflytjendur. A að leggja áherslu á að þeir varðveiti eigin hefðir og gildi í nýja landinu eða á að styðja þá til þess að samlagast sem best menningu þess lands sem þeir ætla að setjast að í svo þeir eigi frekar möguleika á að nýta sér þau tækifæri sem þar bjóðast? Þetta held ég að verði heitt um- ræðuefni á næstu öld. í öðru lagi er það fjölhyggja. Því meiri heimsborgarar sem fólk verður, því frekar vill það geta flokkað sig í smáar einingar. Það vill falla inn í hóp en sá hópur þarf ekki endilega að vera tiltekin þjóð. Þetta gæti síður átt við hér á landi þar sem þið eruð fá og landið vel afmarkað. Við sjáum þetta aftur á móti t.d. í Bretlandi þar sem Skot- ar vilja aukið sjálfstæði og í Sovét- ríkjunum og Júgóslavíu sem hafa liðast í sundur. Þetta hefur drjúg áhrif á menntun og verður m.a. til þess að litlar einingar, ríki eða Vor- og sumarlínan frá Brandtex er komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.