Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 37

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN PRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 37 sveitarfélög, hafa víða fengið mál- efni skólanna í sínar hendur. Þetta er t.d. að gerast í Bandaríkjunum þar sem alríkisstjórnin er nú að færa völdin yfir til ríkjanna og það er athyglisvert að þið hafið fært valdið í skólamálun til sveitarfélag- anna. Þið eruð mjög í takt við þessa þróun og eruð að gera það sem þykir hvað best í þessum mál- um,“ segir Mitchell. Menntakerfið bregðist við nýrri heimsmynd Mitchell víkur þessu næst að framfórum á sviði tæknimála og segir að þær hafi breytt og muni breyta menntun mjög mikið. „Fólk getur lært hvað sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Þetta mun einnig verða til þess að skóla verð- ur að hanna öðru visi en nú er gert. Við verðum að spyrja okkur til hvers við höldum skóla, sem er m.a. til að böm læri að vera saman og vinna saman. Margt af því sem við kennum í skóla núna mun verða kennt í gegnum þessa nýju tækni. Vegna tækninnar mun fólk standa ójafnar að vígi en nú er og þeir fátæku munu ekki hafa sömu tækifæri og þeir sem eru betur settir.“ Mitchell segir ennfremur að at- vinnuhættir muni breytast enn frekar en orðið er. Mörg störf verði óþörf og önnur flutt til landa þar sem hægt er að halda kostnaði lágum. Miðstéttin muni skreppa saman og skattpeningar ríkjanna dragast saman. Atvinnuleysi auk- ist og þau störf sem verði búin til verði fyrir upplýst, nokkuð vel menntað fólk. „Menntakerfið verð- ur að bregðast við þessari nýju heimsmynd," segir hann. Breytt samsetning þjóðanna segir Mitchell að eigi einnig eftir að hafa mikil áhrif á menntamál. „Minnkandi frjósemi og hátt hlut- fall aldraðra mun hafa þau áhrif að fé verði síður varið til að mennta æskuna en ríkari áhersla verði lögð á hagsmuni þeirra sem eldri eru, svo sem heilbrigðismál." Þar á ofan verði kröfur um að fé verði lagt í endur- og símenntun hávær- ari. „Ef þjóðir vilja spoma gegn þessari þróun á samsetningu sinni verða þær að endurskoða stefnu sína í félagsmálum og þar með menntamálum." Fötlun skilgreind frá félagslegum sjónarhóli Allar þessar breytingar munu, að sögn Mitchell, ekki síst skipta máli fyrir þá sem minna mega sín. Samfélagið verði æ flóknara, hlut- fall þeirra sem ekki geti aðlagast vaxi og sífellt fleiri geti ekki spjar- að sig. „Sumir þeirra munu verða sagðir fatlaðir þar sem fötlun er eitthvað sem samfélagið skilgrein- ir. Fötlun er ekki lengur skilgreind út frá læknisfræðilegum sjónarhóli heldur félagslegum. Samkeppni mun aukast um störf sem ekki krefjast mikilla hæfileika og þeir sem skilgreindir eru sem fatlaðir munu þurfa að keppa um þau við þá sem eru atvinnulausir.“ Þama koma kostir hinnar hnatt- rænu hugsunar til, að sögn Mitchell. Alþjóðastofnanir eins og UNESCO hafi gert samþykktir t.d. um málefni fatlaðra og þær, sem og rannsóknir sem gerðar hafi verið um heim allan, komi öllum til góða. „Við erum að fara inn í veröld þar sem nokkrar hættur leynast. Þær verðum við að varast. Eg álít að það verði að vera til lög sem gæta hagsmuna og réttinda fólks og sem auka og styrkja jafnræði bæði milli fólks og þjóða. Við verð- um að hugsa hnattrænt en vinna staðbundið. Við verðum að hugsa um framtíðina en vera í nútíðinni. Við verðum að hugsa stórt en líka smátt. Við verðum að kenna öllum börnum að lifa og vinna saman og hver skólabekkur verður að endur- spegla þjóðfélagið. Þetta er sú heimspeki sem við Ný-Sjálending- ar höfum og störfum eftir.“ Verkjafræðsla í grunnskóla Algengt er að íslensk börn og unglingar kvarti undan bakverkjum. Blaðamaður sat fyrirlestur um verki og meðferð þeirra ____ásamt nemendum 10. bekkjar í_ Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og áttaði sig á að hægt er að koma í veg fyrir að fólk fái í bakið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SYLVÍA Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingnr hjálpar 10. bekkingunum að mæla hlutfall kolmónoxíðs í blóðinu. YIÐ fórum að velta vöngum yfir því hvort við í verkjateymi Reykjalundar gætum gert gagn um leið og við kynnum starf okkar,“ segir Magnús Ólason, yfirlæknir á verkjasviði Reykjalundar, um leið og hann hef- ur mál sitt við nemendur tíunda bekkjar í Gagnfræðaskóla Mosfells- bæjar, daginn eftir síðasta sam- ræmda prófið. Fyrir framan hann sitja nemendumir, flestir í þægileg- um íþróttafötum og sumir hverjir syfjaðir og þreytulegir. Magnús er staddur í skólanum ásamt nokkrum hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum til að fara í gegnum orsakir verkja og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir þá. „Við fáum oft ábendingar frá fólki á miðjum aldri sem kemur til okkar til meðferðar, um að gott hefði verið að fá þá fræðslu sem veitt er á Reykjalundi mun fyrr á lífsleiðinni og þá jafnvel þegar það var í skóla,“ segir hann og bætir við að fyrir fá- um árum hafi dr. Guðrún Kristjáns- dóttir hjúkrunarfræðingur sýnt fram á að fjórðungur íslenskra ung- linga á aldrinum 15-16 ára finnur til í bakinu í hverri viku. Þær eru líka margar hendumar sem fara á loft þegar Magnús spyr hverjir hafi einhvem tíma fengið bakverki. Líkamsmorfinin auka verkjaþol Starfsfólk verkjasviðs Reykja- lundar starfrækir svokallaðan bak- skóla þar sem fólk lærir hverjar em orsakir verkja, hvemig er best Rit náms- og starfs- ráðgjafa FÉLAG náms- og starfsráð- gjafa hefúr gefið út 47 síðna rit til að minnast fimmtán ára afmælis félagsins. I blaðinu era greinar um margvísleg mál sem tengjast stöifum náms- og starfsráðgjafa í grunn-, framhalds- og háskól- um. Anna Sigurðardóttir, for- maður félagsins, segir í ávarpi að þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf vaxi ár frá ári og hafi þörfin fyrir hana nýlega verið viðurkennd með því að ráða náms- og starfs- ráðgjafa í alla grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu sem hafi 8.-10. bekk. „Það er von okk- ar í félaginu að með þessum stöðuveitingum verði val nem- enda á framhaldsskólum markvissara og að nemendur verði færari um að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína,“ segir Anna. I ritinu eru m.a. greinar um forvarnir, málefni fatlaðra nemenda í HÍ, samstarf heim- ila og skóla, viðtal við Ástu Kristnínu Ragnarsdóttur, könnun á óákveðni í náms- og starfsvali, námsráðgjöf í framhaldsskólum, námsráð- gjöf í grunnskólum, áliuga- sviðskönnun IDEAS og viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur. að bregðast við þeim auk þess sem fólki era kenndar réttar líkamsstöð- ur við vinnu. Áhugi er fyrir að veita þessa sömu fræðslu í skólum og fyr- irtækjum og þótti viðeigandi að hefja leikinn í heimabyggð. Nemendur gagnfræðaskólans hlustuðu á nokkra fyrirlestra um líf- eðlisfræði, gildi hreyfingar, setstöð- ur og um mildlvægi heilbrigðs h'f- emis. Fengu þau meðal annars að vita að gott úthald og slökun auka framleiðslu líkamans á efnum sem stundum era kölluð líkamsmorfín. Efnin styrkja ónæmiskerfið og þol gagnvart verkjum eykst. Hildur Þráinsdóttir sagði krökkunum frá því að erfitt væri að hafa húsgögnin í skólunum þannig að þau hentuðu öllum því oft væri tölu- verður hæðarmunur á hæsta og lægsta nem- enda í bekk. Þáð væri heldur ekki nóg að hafa fullkominn búnað ef hann væri ekki notaður. Svo sýndi hún þeim hvemig hún myndi ráðleggja krökkunum að sitja, ýmist þannig að eingöngu framfætumir eða afturfætumir á stólunum væra á gólfinu, en það mætti hún ekki gera, meðal annars vegna þess að hætta væri á að skólafélagamir kipptu í þá fætur stólanna sem væra lausir. „Okkur er bannað að halla stólunum svona,“ gall enda við í einum stráknum. Reykingar auka bakverki „Við voram sennilega ekki gerð til að sitja svona mikið eins og við geram. Hryggurinn er undir miklu álagi þegar við sitjum og hætta er á að við læsumst í ákveðinni stöðu t.d. þegar við vinnum við tölvu,“ sagði hún ennfremur og fór síðan í gegn- um hvemig rétt væri að sitja: slakar axlir, iljar í gólfi, efri brúnin á tölvu- skjánum nemi við augn- hæð. Eftir stutt hlé var hópnum skipt niður og hverjum og einum kennt með verklegum æfingum hvemig best er að bera sig að við vinnu. Deig var hnoðað á háu borði sem lágu og skyndilega vora hnefar, axlir og bak ekld lengur notuð til þess arna held- ur mjaðmir og lærvöðvar. Kössum var lyft frá gólfi með lærvöðvunum og sýnt var hvemig liðþófar hryggj- arins skemmast fái þeir ekki nægj- anlegt súrefni. „Ef leið næringar- efna og súrefnis frá blóðrás til vöðva er eins og milli herbergja þá er leið þeirra til liðþófans eins og frá Reykjavík til Akureyrar," segir Magnús og útskýrir hvemig tó- baksreykingar auka líkur á bak- verkjum. „Ef þið hafið smiðsauga sjáið þið að einn hryggjarliðurinn rekst í þann næsta,“ segir hann síð- an um leið og hann heldur á loft litl- um bút af hrygg úr plasti. Athuga- semdin leiðir í Ijós að nemendumir vita ekki alveg hvað það er að hafa smiðsauga og Magnús bætir sem snöggvast úr því. í öðra herbergi er blóðþrýstingur mældur í mörgum af nemendunum í fyrsta skipti og þegar í ljós kemur að einn er með hann alltof háan ákveður hann að fara heim að leggja sig og athuga hvort ástandið skánar ekki. Enn aðrir fá að mæla hlutfall kolmónoxíðs í blóðinu. Flestir þeirra sem prófaðir era hafa lítið sem ekkert kolmónoxíð í blóð- inu en ein stúlkan mælist há þrátt fyrir að hún reyki ekld. „Það er milað reykt í kringum mig,“ segir hún til skýringar og bendir þar með sjálf á að óbeinar reykingar hafa líka áhrif á heilsuna. iðjuþjálfi Hryggurinn er undir miklu álagi þegar við sitjum BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 12. maí 2ja herb. Garðhús 8, Reykjavík 62m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.043.357 Búsetugjald kr. 37.366 Garðhús 8, Reykjavík 62m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.043.357 Búsetugjald kr. 24.988 Laugavegur 146, Reykjavík 59m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 851.276 Búsetugjald kr. 41.901 Berjarimi 7, Reykjavik 65m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.019.511 Búsetugjald kr. 36.037 Miðholt 3, Hafnarfirði 80m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 817.100 Búsetugjald kr. 33.187 3ja herb. Arnarsmári 4, Kópavogi 80m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 868.394 Búsetugjald kr. 49.929 3ja herb. Skólavörðustígur 20, Reykjavik 78m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.439.788 Búsetugjald kr. 52.706 Garðhús 4, Reykjavík 92m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.537.050 Búsetugjald kr. 36.352 Berjarimi 1, Reykjavík 72m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.239.918 Búsetugjald kr. 36.669 Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.032.835 Búsetugjald kr. 38.319 Garðhús 8, Reykjavík 80m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.491.008 Búsetugjald kr. 31.113 4ra herb. Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.557.826 Búsetugjald kr. 41.552 4ra herb. Garðhús 4 og 6, Reykjavík 115m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.936.029 Búsetugjald kr. 43.449 Trönuhjalli 15, Kópavogi 95m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.618.181 Búsetugjald kr. 41.750 4ra-5 herb. Suðurhvammur 13, Hafnarfirði 102m2ibúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.657.563 Búsetugjald kr. 45.765 Búseti á netinu, myndir af öllum húsum www.centrum.is/buseti Búseti óskar eftir 150-250m2 skrifstofuhúsnæöi i Reykjavík Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 12. maí. Með umsóknum þarf að skila skattffamtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt ijölskylduvottorði (frá Hagstofunni). Úthlutun íbúðanna fer fram Miðvikudaginn 13. maí kl. 12 að Hávallagötu 24. Umsækjendur verða að mæta! Gerist félagsmenn í Itúseta og aukið möguleika vkkar í Imsiueðismálum. Það getur komið sér vel! Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sími 552 5788, myndsendir 552 5749 BÚSETI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.