Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 39

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 39 Lífeyrissparnaður - vandasamt val EFTIR að hömlum á flutningi fjármagns til og frá landinu var aflétt og sameiginlegur evrópskur líftrygging- armarkaður komst á hefur valkostum lands- manna í sparnaðar- og tryggingarmálum fjölgað. Sem dæmi um nýjungar eru svokall- aðar söfnunarlíftrygg- ingar þar sem vátrygg- ingartaki greiðir mán- aðarlegt gjald til trygg- ingarfélags sem ávaxt- ar fjármunina og greið- ir tryggingartaka út höfuðstól að viðbættri ávöxtun í lok samningstíma. Þessar tryggingar eru því nokkurs konar sambland af reglulegum sparnaði til elliáranna og líftryggingu en líf- tryggingin fellur yfirleitt út þegar sparnaðurinn er kominn upp fyrir þá fjárhæð sem samið var um. Sparnaður heimilanna á Islandi er afar lítill i alþjóðlegu samhengi og full ástæða er til að hvetja fólk til reglulegs spamaðar. Að fjárfesta í söfnunarlíftryggingu til fjölda ára er hins vegar mikilvæg ákvörðun sem felur í sér samspil ávöxtunar og áhættu. Því miður virðist í sumum tilfellum sem sölumenn slíkra tiygginga hrífíst um of af ágætum söluvöru sinnar. Slegið er upp glæstri mynd af ávöxtun sparifjár tiyggingartaka á þann hátt að telj- ast má villandi sé fólk ekki þeim mun betur upplýst um starfsemi fjármagnsmarkaða. Nafnávöxtun eða raunávöxtun? Tökum dæmi: í kynningarefni bresks tryggingarfélags er gert ráð fyrir 12% árlegri meðalávöxtun verðbréfasjóða en ekki er alltaf tek- ið fram hvort um er að ræða nafn- ávöxtun eða raunávöxtun. Þessi tala er miðuð við sögulega meðalávöxtun sjóða viðkomandi félags, en nafn- ávöxtun breskra verðbréfasjóða hefur verið afar há. Hins vegar gleymist að taka fram að verðbólga í Bretlandi hefur einnig verið í hærri kantinum á því tímabili sem miðað er við (sem er yfirleitt frá stofnun sjóðanna). Sem dæmi má nefna að vísi- tala neysluverðs í Bret- landi hefur hækkað um u.þ.b. 6% að meðaltali sl. 20 ár og er því með- altals raunávöxtun á þessu tímabili 6% (m.v. 12% nafnávöxtun). Það skiptir því verulegu máh hvort notuð er raunávöxtun eða nafn- ávöxtun þegar eign í lok samningstímabils er reiknuð. Ef miðað er við 10 þús. kr. iðgjöld á mánuði í 30 ár munar u.þ.b. 19 millj. kr. á lokaeign eftir því hvor ávöxt- unarkrafan er notuð. í kynningarefni sama félags er einnig rætt um hagstæða gengis- þróun punds gagnvart ki’ónu sl. 16 Sýna þarf ýtrustu var- kárni við ráðstöfun sparnaðar, segir Þór- hildur Hauksdóttir Jetzec, og gjalda var- hug við talnaleikjum. ár en eingreiðsla í lok samningstíma er í breskum pundum. Pundið hefur vissulega styrkst gagnvart ki-ónu en það er að miklu leyti vegna tíðra gengisfellinga krónunnar á þessu tímabili. Mikil verðbólga í Bretlandi hefur hins vegar valdið því að gengi pundsins hefur fallið gagnvart öðr- um gjaldmiðlum. Til að mynda hef- ur gengi punds lækkað um 40% gagnvart þýsku marki sl. 16 ár. Þannig hefði verið mun hagstæðara að fjárfesta í mörkum fyrir 16 árum m.v. sömu nafnávöxtun ef gengis; þróun er tekin með í reikninginn. I raun er þarna um að ræða tvær hliðar á sama peningi: meiri verð- bólga og hærri nafnávöxtun leiðir til gengislækkunar. Það sem máli skiptir er raunávöxtun og það er hún sem bera skal saman. Ekki er þó alltaf nóg að líta á ávöxtun fjárfestinga viðkomandi tryggingarfélags, því tryggingar- taki verður einnig að láta út fyrir umtalsverðum kostnaði sem er dreginn af iðgjaldinu. Raunveruleg ávöxtun sparifjárins er því oft lægi'i en ávöxtun verðbréfasjóða félags- ins og ætti sú tala einnig að koma fram. Ávöxtun og áhætta Annað sem fólk þarf að hafa i huga þegar fjárfest er til langs tíma er áhætta sjóðanna. Hærri ávöxtun þýðir yfirleitt meiri áhættu. T.d. eru verðbréfasjóðir þar sem fjár- fest er að verulegu leyti í hlutabréf- um mun áhættumeiri en þeir sem fjárfesta í ríkistryggðum skulda- bréfum. Hver txyggingartaki stendur því frammi fyrir vali milli ávöxtunar og áhættu. I þessu sam- bandi ber að geta að í tilfelli ákveð- ins bresks tryggingarfélags er starfar hér á landi er fjárfestingar- áhætta öll tiyggingartaka en ekki tryggingarfélags. Hvort sem horft er til ávöxtunar síðustu 12 mánaða eða sögulegrar meðalávöxtunar gefur það engin fyrii'heit um ávöxt- un framtíðar. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir þessari áhættu. Þrátt fyrir að breska ríkið ábyrgist í því tilfelli 90% af inneign sjóðsfé- laga komi til ónógs gjaldþols trygg- ingarfélags er þar ekki um að ræða ábyrgð á lágmarksávöxtun. Inn- eignin getur því rýrnað verulega án þess að félagið sjálft tapi neinu. Að lokum vil ég taka fram að ætl- un mín er engan veginn að draga úr vilja landsmanna til að auka spam- að sinn og öryggi heldur einungis að hvetja fólk til að sýna ýtrustu var- kámi þegar það ráðstafar sparnaði sínum og láta ekki blekkjast af talnaleikjum. Þá vil ég hvetja öll tryggingai'félög til að vanda kynn- ingarefni sitt og leitast við að gefa fólki i'aunhæfa mynd af þvi hvemig sparnaði þess er varið. Höfundur er hagfræðingur. Þórhildur Hauksdóttir Jetzek Baráttan við lang- varandi verki Unnur Þröstur Jón Þormóðsdóttir Sigurðsson HJÁ Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er starfræktur verkjahóp- ur sem sérhæft verkjateymi hefur um- sjón með. í starfsteym- inu era læknir, hjúkr- unarfræðingur, sjúkra- nuddari og sjúkraþjálf- ari. Starfsteymið vinn- ur í náinni samvinnu við einstaklingana í hópnum. Fundir með hópnum ei'u haldnir tvisvar í viku; annars- vegar með hjúkrunar- fræðingi og hinsvegar með meðferðarteyminu öllu þar sem hver og einn hefur tækifæri til að tjá sig um eigin líðan og segja skoðun sína á ái-angri meðferðarinnar. í dagskrá hópsins er aðaláherslan lögð á fræðslu, þjálfun og hugarleikfimi, einnig er hefðbundin meðferð, s.s. sjúkraþjálfun, sjúkranudd, heilsu- böð og leirböð notuð samhliða ef teymið telur það nauðsynlegt. Með fræðslu og þjálfun er markmiðið að virkja einstaklinginn til þátttöku í eigin baráttu við verki. Það hefur sýnt sig, að með góðri þjálfun eykst líkamlegt þol sem kemur svefnmynstri oft í betri skorður. Með bættum svefni og góði'i hvíld ná einstaklingar frekar árangri í að draga úr verkjum. Fi'æðslan er víðfeðm og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sér- stakir fræðslufyrirlestrar fyrir verkjahóp eru tvisvar í viku. Heilsu- stofnun býður jafnframt upp á al- menna fyi'irlestra sem öllum era opnir. Stofnunin hefur sálfræðing á sín- um vegum sem heldur fyrirlestra fyrir hópinn og dvalargestum gefst einnig kostur á að fá einstaklings- viðtöl hjá honum. Slökun er daglega í boði en þetta foi'm hugarleikfimi hefur reynst nytsamlegt til að ná tökum á og vinna með sársauka. Oft gleymist að til eru fleiri aðferðir en þær hefðbundnu leiðir sem flestir aðhyllast og finnst þægilegastar. Það hefur sýnt sig, að með góðri þjálfun, segja Unnur Þormóðs- dóttir og Þröstur Jón Sigurðsson, eykst lík- amlegt þol sem kemur svefnmynstri oft í betri skorður. Mikilvægt er því að hafa í huga að einstaklingurinn sjálfur þarf að bera ábyrgð á eigin heilsu og verður að hafa vilja til að bi'eyta og bæta lífsstfl sinn. Fyrsta ski'efið getur reynst mörgum erfitt, en dagskrá verkjahóps Heilsustofnunar er einmitt til þess gerð að hjálpa fólki af stað. Að þekkja og vera meðvit- aður um eigin líkama, ásamt því að kunna að bregðast við mismunandi boðum hans, er stór þáttur í bættri líðan. Hjá Heilsustofnun er lögð áhersla á að bæta lífsstíl til lang- frama en ekki einungis meðan á dvöl stendur. Bætt heilsa, betri líð- an! Vnnur er hjúkninnrfræðingur á HNLFÍ, Þröstur Jón er yfirmaður göngudeiidar HNLFÍ, lögg. sjúkra- nuddari. Hverjum þjónar gagnrýnandinn? ALLTAF öðra hverju er listgagnrýni í fjölmiðlum til um- ræðu, síðast nú á dög- unum á ráðstefnu sem félag gagnrýnenda efndi til sumardaginn fyrsta. I framhaldi af því ritar Hávar Sigui’- jónsson grein um þetta efni í Morgun- blaðið 29. apríl sem ég vil gera nokkrar at- hugasemdir við. Aug- ljóst er að Hávar hefur fyrst og fremst leik- gagni'ýni í huga enda hefur hún vakið mesta athygli - og viðbrögð - í seinni tíð. Mai'gt er satt og rétt - og sjálf- sagt - í hugleiðingum Hávars, en orð hans um það hverju eða hverj- um gagnrýnendur telji sig þjóna era undarleg. Hávar hefur sjálfur stundað leiklistargagnrýni ef ég man í'étt, og ég vænti þess að hann hafi í því starfi haft sömu viðmiðan- ir og aðrir í þeim efnum, en þær liggja raunar í augum uppi: Gagn- rýnandi í fjölmiðli þjónar sama Vísasti vegur fyrir gagnrýnanda að gera sjálfan sig ómerkan, að mati Gunnars Stefánssonar, er ef hann ímyndar sér að hann eigi eitthvert æðra hlutverk en þjóna áhugasömum almenningi. hópi og aðrir sem tala og skrifa í fjölmiðla, það er lesendum og áheyrendum. Ég hygg að það sé vísasti vegur fyrir gagnrýnanda að gera sjálfan sig ómerkan ef hann ímyndar sér að hann eigi eitthvert æðra hlutverk en þjóna áhugasöm- um almenningi. Listastarfsemi fell- ur undir þjóðfélagslegar athafnir og slíkar athafnir kalla á opinbera umræðu ef þær skipta einhverju máli. Gagnrýnendur enx ráðnir til þess af fjölmiðlum að hafa nokki'a forastu í þeirri umræðu eftir að að- standendur sjálfir, listamenn, út- gefendur, leikhússtjórar, hafa skil- að sínu verki. Hafa þá gagnrýnendur engin áhrif á listamenn eða listi’æna stjómendur og forustumenn? Það mátti skilja af orðum Hávars á þinginu og líka í greininni að svo væri ekki. Til að fá slíka útkomu vei'ður Hávar raunar að skram- skæla „einstaka gagnrýnendur“, segja að til sé að gagnrýnandi telji sig þjóna lykilhlutverki í framgangi listgi'einarinnar, líti svo á að án hans sé listin marklaust fálm út í loftið, kuldi og tóm ríki, hann setji saman formúlur og forski'iftir handa listamönnum, enda gefi hann sér að til sé eitthvað sem heiti fullkomin list! Mér þykir leitt að jafnglöggur maður og Hávar Sigurjónsson skuli setja þess háttar firrar á prent. Ég veit ekki til að nokkur gagnrýnandi gangi með þær í-ang- hugmyndir sem hann lýsir hér. Hins vegar er jafnfjarri sannleik- anum að halda því fram að gagn- rýnandi hafi engin áhrif á leikhús- ið, eins og Hávar hefur gert. Öll umræða hefur áhrif - á almenn- ingsálit og þar með listamenn - og snjall gagnrýnandi getur vissulega verið nokkuð mótandi um sinn, jafnvel enn á voram dögum, þótt tími Brandesar sé að vísu löngu lið- inn. Ef sérstaklega er litið til leiklist- argagnxýninnar sem ég hef átt hlut að all- mörg síðustu ár, þá kemst maður ekki hjá því að sjá hve mót- sagnakennd viðbrögð leiklistarhehnsins við henni eru. I öðra orð- inu segja leiklistar- frömuðir að ekkert mark sé takandi á gagnrýnendum enda hafi þeir ekkei-t vit á leiklist né þekkingu á innra starfi leikhúsa. í annan stað bregðast menn oft við umsögn- um af furðumikilli van- stillingu, eins og þegar Þjóðleik- húsið vildi láta hindra að tiltekinn gagnrýnandi fjallaði um sýningar þess af því að skoðanir hans og framsetning hugnuðust ekki leik- hússtjórninni. Þá era áhrifin allt í einu orðin ískyggilega mikil! Góður gagnrýnandi lætur umfram allt stjórnast af umhyggju íyi’ir leik- húsinu, jafnvel ást á því, og einmitt þess vegna gerir hann kröfur til þess, hann vill geta lifað í leikhús- inu stundir yndis og listrænnar nautnar. Sumir leikgagnrýnendur í okkar litla þjóðfélagi hafa fyrr og síðar tekið þann pól í hæðina að hæla flestöllu sem upp á er boðið, ímynda sér víst að með því tolli þeir best í tískunni. Þetta er sjálf- sagt þægilegast í bili, en varla gagnast slík lítilþægni áhorfendun- um eða leikhúsunum til lengdar. Ég er ekki í vafa um að harð- neskjuleg - en réttmæt - skrif um starfsemi Borgarleikhússins fyrir skömmu hafi haft sín áhrif, enda er nú allt annað yfirbragð á sýningum þar en var fyrir fáum misseram. Kannski hafa sti’aumhvörfin orðið í vetur með hinni afburðafögra sýn- ingu, Feður og synir. Það segir svo sína sögu um hið „póstmódemíska“ andrámsloft sem ríkir að þessi sýn- ing vakti mun minni athygli en sú afkáralega Hamletsýning sem Þjóðleikhúsið stóð að. Að lokum segir Hávar að hinn póstmóderníski gagnrýnandi gegni hlutverki upplýsts sérfræðings gagnvart upplýsingaþyrstum al- menningi. Ég segi á móti að í fyrsta lagi þarf póstmódemisminn ekki á neinum sérfræðingum eða mats- mönnum að halda því að samkvæmt þeim „fijálslynda" hugsunarhætti era víst engir mælikvarðar til, ekk- ert öðra betra eða verra og hvaða afskræming sem er leyfileg. I öðra lagi kann ég betur við að líta á hlut- verk gagnrýnandans í því Ijósi sem fremstu íyrirrennarar mínir hafa gert. Á seinni helmingi aldarinnai- ber tvo leikdómara dagblaða hér- lendis einna hæst, bæði að færni og ástundun. Þetta vora þeir Ásgeir Hjartarson og Ólafur Jónsson. Olaf- ur gaf 1980 út úrval úr leikdómum Ásgeirs sem nefnist Leiknum er lokið og segir þar I eftirmála: „Leikdómari í dagblöð talar úr hópi annarra áhugasamra leikgesta og íyrir þeirra munn, en mælir ekki á máli neinnar sérfræði við aðra sér- fróða leikhúsmenn. í leikdómum á að vísu leikhúsfólldð á hverjum tíma að geta numið viðbi’ögð velviljaðra áhorfenda sem þekkja manna best til leikhússins og kunna að meta það sem þar er unrúð af þvi að þeir vita vel til hvei’s ætlast má af því. Hafi leikarar og aðrir leikhúsmenn eitt- hvert gagn af leikdómum hygg ég að það sé þetta.“ Ég tel að þessi orð Ólafs Jóns- sonar séu enn í fullu gildi og vert að rifja þau upp sem holla ábend- ingu til þeirra sem fást við leik- gagnrýni - eins og raunar aðra um- fjöllun um listir í fjölmiðlum. Höfundur er leiklistargagnrýnandi Dags. Gunnar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.