Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 41

Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 41
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í dag birtist grein eftir þá Stefán Jón Hafstein, ritstjóra Dags, og Birgi Guðmundsson, aðstoðarrit- stjóra Dags, þar sem þeir gagn- rýna Morgunblaðið fyrir birt- ingu á grein eftir Sverri Her- mannsson, fyrrverandi banka- stjóra Landsbanka íslands, hér i blaðinu hinn 1. maí sl. Segja þeir, að í grein þessari sé „vegið að tveimur einstaklingum, sem hvergi hafa komið nærri, með ógeðfelldri svívirðingu, sem tæp- ast á sér hliðstæðu í opinberri umræðu á Islandi hin síðari ár“. Þeir Stefán Jón og Birgir kom- ast að þeirri niðurstöðu, að með því að nota orðið „tíkarsyni" sé greinarhöfundur að vísa til mæðra þeirra beggja og krefjast þess, að Morgunblaðið biðji þær afsökunar á bii’tingu greinar með þessu orðalagi. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta nokkur atriði varðandi birtingu á gi-einum eftir nafn- greinda höfunda i dagblöðum, sem þeim ætti að vera kunnugt um. I 15. gr. laga um prentrétt segir m.a.: „Höfundur ber refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilis- fastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenzkri lögsögu, þegar mál er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hef- ur nafngreint sig ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina...“ Samkvæmt þessu er ljóst, að þegar grein er birt í dagblaði undir fullu nafni höfundar ber sá hinn sami ábyrgð á efni hennar að lögum. Það firrir ritstjóra dagblaðs hins vegar ekki ábyrgð á því að meta hverju sinni, hvort grein sé birtingarhæf. Um þann þátt málsins sagði í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag m.a.: „Meginregla Morgunblaðsins er sú að birta ekki greinar, þar sem um er að ræða ærumeiðandi ummæli um nafngreinda ein- staklinga. Túlkun á því hvort og hvenær sú meginregla er brotin er alltaf álitamál. En jafnframt fer ekki á milli mála, að við mat á því skiptir réttur einstaklingsins til þess að tjá sig og lýsa skoðun- um sínum miklu máli.“ Þegar að slíku mati kemur hljóta ritstjórar dagblaða m.a. að taka mið af niðurstöðum dóm- stóla um það, hvað geti talizt ærumeiðandi ummæli og hvað ekki. Svo vill til, að á síðasta ári féllu dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti í máli, sem höfðað var vegna æru- meiðinga og ærumeiðandi að- dróttana. Það var ákæruvaldið, sem höfðaði mál vegna ummæla, sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins viðhafði um Har- ald Johannessen, sem þá gegndi embætti fangelsismálastjóra. Al- þýðublaðið er, eins og kunnugt er, eitt þeirra þriggja dagblaða, sem felld hafa verið inn í útgáfu Dags. Þau ummæli, sem Alþýðublað- ið hafði um þáverandi fangelsis- málastjóra, voru svohljóðandi: „Haraldur Johannessen er ekki fangelsismálastjóri. Hann er Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. glæpamannaframleiðandi ríkis- ins.“ Niðurstaða héraðsdóms var sú að sýkna bæri ritstjóra og ábyrgðarmann Alþýðublaðsins. M.ö.o. það teldust ekki ærumeið- andi ummæli að kalla nafn- greindan einstakling „glæpa- mannaframleiðanda ríkisins". Rökstuðningur héraðsdóms fyrir þessum dómi er afar athyglis- verður. Þar segir m.a.: „Hin tilvitnuðu niðurlagsorð blaðagreinarinnar eru hvöss. Dómurinn telur hins vegar, að þegar ummælin eru skoðuð í samhengi verði ekki annað sagt, en að þau séu ályktun ákærða eða eins konar stílbragð til að leggja áherzlu á innihald grein- arinnar í heild og þá gagnrýni, sem þar kemur fram. Blaðaskrif og önnur umfjöllun um mál í fjölmiðlum er iðulega til þess fallin að valda einstak- lingum vonbrigðum og/eða reiði eða vekja hjá þeim sambærileg viðbrögð. Það eitt og sér nægir ekki til að skerða tjáningarfrels- ið. Fjölmiðlar fylgjast þannig stöðugt með framkvæmd opin- berrar starfsemi og einstaklinga á flestum sviðum og gegna þannig ákveðnu eftirlits-, að- halds- og upplýsingahlutverki að þessu leyti. Opinberir starfs- menn mega því eins og aðrir gera ráð fyrir að fjallað sé um störf þeirra á þann hátt, sem tíðarand- inn býður. Undir hælinn er lagt, hvort forsvarsmenn stofnana eru nafngreindir í umfjöllun fjöl- miðla. Af dómaframkvæmd má ráða, að áður voru menn dæmdir fyrir ummæli, sem fjarri lagi má telja að sakfellt yrði fyrir í dag. Réttarframkvæmdin breytist eins og annað í samfélaginu. Dómurinn telur, að heimildir til að setja skorður á eða tak- marka tjáningarfrelsi, sem getið er um í 3. mgr. 73. gr. stjórnar- skrárinnar og 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, beri að skýra þröngt. Þannig er höfundum, sem t.d. birta greinar í dagblöðum eða koma fram á annan hátt í fjölmiðlum, tryggð- ur rúmur réttur til að fjalla um mál á þann hátt og með því orð- færi, sem höfundur telur viðeig- andi hverju sinni, þótt takmark- anir séu á tjáningarfrelsinu." Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var staðfest í Hæstarétti, sem kvað upp það dómsorð, að Héraðsdómur skyldi vera óraskaður. Á síðasta ári féll einnig dómur hjá Mannréttindadómstóli Evr- ópu, sem hefur þýðingu fyrir rit- stjóra dagblaða, þegar þeir leit- ast við að meta, hvort í aðsend- um greinum eftir nafngreinda höfunda séu ærumeiðandi um- mæli um aðra einstaklinga. Þar var um að ræða, að blaðamaður í Austurríki hafði verið dæmdur af dómstóli þar í landi fyrir refsi- verða móðgun við kunnan stjórn- málamann. Blaðamaðurinn hafði kallað stjórnmálamanninn hálf- vita. I frétt sem birtist um þenn- an dóm hér í Morgunblaðinu hinn 4. júlí árið 1997 segir m.a.: „I dómi sínum segir mannrétt- indadómstóllinn að mörk leyfí- legrar gagnrýni séu rýmri gagn- vart stjórnmálamönnum, sem koma opinberlega fram sem slík- ir, heldur en gagnvart öllum al- menningi... Vissulega væri ómál- efnalegt að nota orðið „hálfviti“ en ekki væri unnt að líta svo á, að um rætna persónulega árás væri að ræða, þar sem fram hefði komið hjá höfundi á skilj- anlegan hátt, hvers vegna hann notaði þetta orð um stjórnmála- manninn. Oberschlick (þ.e. blaðamaður- inn) hefði þarna lýst skoðun sinni og vísaði dómstóllinn þar til sérstakrar verndar, sem skoðan- ir manna njóta umfram fullyrð- ingar, sem beinlínis er hægt að sanna eða afsanna. Dómstóllinn tók þó fram, að ekki væri þar með sagt að menn mættu alltaf setja skoðun sína fram með þess- um hætti, einkum ef engar stað- reyndir renndu stoðum undir hana. Samkvæmt þessu hefði ekki verið sýnt fram á, að nauð- synlegt hefði verið að refsa Oberschlick fyrir ummæli sín, og því teldist Austurríki hafa brotið gegn 10. grein mannréttinda- 'sáttmálans, sem verndar tján- ingarfrelsi." Þegar til þess er horft, að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur íslands hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það teljist ekki ærumeiðandi um- mæli að kalla nafngreindan ein- stakling „glæpamannaframleið- anda ríkisins" og Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það séu ekki ærumeiðandi ummæli að kalla nafngreindan stjórnmála- mann „hálfvita", er ljóst, að rit- stjórar dagblaða hér hljóta að ganga býsna langt í að verja tjáningarfrelsi fólks með birt- ingu greina, þótt þar sé farið hörðum orðum um aðra einstak- linga. Enda ljóst, að greinarhöf- undar geta vísað til þessara dóma með rökstuðningi um að í greinum þeirra felist ekki meið- yrði. Orðið „tíkarsynir" í grein Sverris Hermannssonar, sem þeir Stefán Jón Hafstein og Birgir Guðmundsson gera at- hugasemdir við, hlýtur í þessu samhengi að teljast almennt skammaryrði og á þeirri for- sendu var greinin birt með þessu orði. Ef Morgunblaðið hefði talið, að með því orði væri vísað til mæðra ritstjóra og aðstoðar- ritstjóra Dags, hefði greinin að sjálfsögðu ekki verið birt óbreytt. En í því samhengi, sem orðið er notað, er ómögulegt að líta svo á, að það megi túlka á þann veg, sem forsvarsmenn Dags gera í grein sinni í Morg- unblaðinu í dag. í dómum íslenzku dómstól- anna er vikið að því að opinberir starfsmenn verði að taka ýmsu í þessum efnum. Mannréttinda- dómstóllinn telur að túlka verði tjáningarfrelsið mjög rúmt þeg- ar stjórnmálamenn eru annars vegar. Frá því að regluleg blaða- útgáfa hófst á Islandi hafa rit- stjórar og blaðamenn orðið að taka því, að vegið er harkalega að þeim í opinberum umræðum. Telja verður að það sama eigi við um þá og stjórnmálamenn að þessu leyti vegna þess hlutverks sem þeir gegna í opinberum um- ræðum. Þá ákvörðun ritstjórnar Morg- unblaðsins að birta fyrrnefnda grein Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Lands- bankans, verður að meta í ljósi þeirrar réttarþróunar og rök- semda, sem hér hafa verið rakt- ar - og kemur fjölskyldum fyrr- nefndra blaðamanna að sjálf- sögðu ekkert við. Hitt er svo annað mál, að sjálf- ir verða þeir að bera ábyrgð á eigin ritsmíðum og þola viðbrögð við þeim. TJÁNINGARFRELSIÐ OG RÉTTARÞRÓUNIN Evrópureglur um merkingar og innihaldslýsingar matvæla Leiðtogar ESB-ríkjanna ná umdeildu samkomulaffl um seðlabankastjóra Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ verður í verkahring sveitarfélaganna að annast eftirlit með því að reglur EES um umbúðamerkingar matvæla verði haldnar hér á landi. Mótmæli innflytjenda til meðferðar hjá ráðherrum _______Enn stefnir í að ýmsar tegundir______ vinsælla bandarískra matvæla verði ólöglegar á markaði hér á landi á næstunni vegna nýrra Evrópureglna um innihaldslýsingar matvæla. Pétur Gunnarsson ræddi við hagsmunaaðila um málið. VEITARFÉLÖGIN fá það hlutverk að annast eftirlit með því að reglur EES um umbúðamerkingar matvæla verði haldnar hér á landi. Reglurnar tóku gildi hérlendis 1. maí en þá lauk aðlögunartíma íslenskra innflytjenda að ákvæðum reglugerðar frá árinu 1993. Mótmæli innflytjenda við gild- istöku reglnanna og fyrirhugaðri framkvæmd hennar eru enn til með- ferðar hjá ráðherrum í ríkisstjórn- inni. Innihaldslýsingar miðað við 100 g eða einn skammt Á Evrópska efnahagssvæðinu og í Bandaríkjunum gilda mismunandi reglur um innihaldslýsingar og merk- ingu matvæla. Breytingin sem verður við gildistöku reglnanna er sú að gerð er krafa um að öll matvæli, sem boðin verða til sölu hérlendis, verði merkt samkvæmt evrópsku reglunum. Helsti munurinn á reglunum er sá að EES reglurnar gera kröfu um að næringargildi sé gefíð upp sem hlut- fall af hverjum 100 grömmum en í Bandaríkjunum er miðað við hlutfall af einum skammti. Undanfai'in ár hafa innflytjendur margra þekktra bandarískra vöru- merkja gi'ipið til þess ráðs að flytja vöruna inn í íslenskum umbúðum. Ljóst er þó að talsvert af vinsælli mat- vöru í íslenskum verslunum er enn merkt upp á bandaríska mátann og verður sú vara því senn ólögleg í hill- um íslenskra verslana. Eftirlit ekki verið skipulagt Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri matvælasviðs heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði í samtali við Morg- unblaðið að Heilbrigðiseftirlitið hefði fengið fyrirmæli frá Hollustuvernd ríkisins um að eftir 1. maí mætti ekki dreifa matvælum nema merkingar þeirra samræmdust Evrópureglunum og eftir 1. september megi ekki bjóða slíkar matvörur til sölu. Rögnvaldur sagði að ekki væri farið að skipuleggja hvernig staðið verður að eftirlitinu en málið væri komið til kasta stofnana sveitarfélaganna. Hann sagði að heilbrigðisfullti-úar sveitarfélaganna hefðu meir og meir farið inn á þá braut að samræma sín eftirlitsstörf en það væri Hollustu- verndar ríkisins að samræma aðgerðir heilbrigðisfulltrúanna. Slíkt samráð hefði hins vegar ekki verið rætt enn varðandi merkingarnar. Rögnvaldur sagðist ekki vera farinn að kanna eftirlitsþöi'fína vegna þess- ara nýju reglna en undanfarin ár hefðu margir innflytjendur undirbúið að láta merkja sinn innflutning í sam- ræmi við reglurnar. Gengu á fund Davíðs Oddssonar Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa íslenskir stórkaupmenn reynt til þrautar að fá reglunum breytt eftir pólitískum leiðum og mál- ið hefur komið á borð fjölmargra ráð- herra. Stórkaupmenn gengu á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðhen-a nýlega og binda enn nokkrar vonir við að forsætisráðherra komi til móts við sjónarmið þeirra að því Morgunblað- inu er tjáð. Fram hefur hins vegar komið hjá Guðmundi Bjamasyni umhverfísráð- herra að ljóst sé að fslendingar geti ekki komist hjá því að innleiða þessar reglur hér á landi, það sé afleiðing þeirra skuldbindinga sem menn tók- ust á hendur með aðild að EES-samn- ingnum. Vilja samræmi í framkvæmd EES Birgir Ái'mannsson, lögfræðingar Verslunarráðs íslands, segir að and- staða Verslunarráðsins byggist m.a. á því að mönnum þar sé kunnugt um að þessum reglum sé mjög frjálslega framfylgt víða á efnahagssvæðinu. Samræmd framkvæmd reglnanna sé hluti af EES-samningnum og menn telji ekki réttlætanlegt að beita ítr- ustu hörku í þessum efnum hér á landi meðan það sé ekki gert í öðrum aðild- arlöndum. Birgir segir hins vegar að vilji Verslunarráðsins standi til þess að leitað verði leiða til að leysa þetta mál þannig að ekki komi til stórfeildra verðhækkana á vörunum sem um er að ræða eða þá að þær detti út af markaðnum. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári að innflutningur matvæla frá Bandaríkjunum næmi um 18% af veltu innfluttra matvæla í smásölu- verslun. Innflutningsverðmæti við- skiptanna, þ.e. án virðisaukaskatts, tolla og annarra gjalda, nam 1,1 millj- arði króna árið 1994. Af um 70 fyrir- tækjum, sem eru skráðir matvælainn- flytjendur, flytja 35 inn frá Bandaríkj- unum, allt frá broti af veltu sinni og upp í 60% af veltu. „Pólitískt klastur“ eða „merkileg málamiðlun“? Reuters WIM Duisenberg (t.v.), sem var skipaður yfirmaður Evrópska seðlabankans (ECB) á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna um helgina, og Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands. Duisenberg lýsti því yfir að hann hygðist draga sig í hlé og víkja fyrir Trichet eftir fjögur ár. Leiðtogar ESB-ríkjanna hafa sætt harðri gagn- rýni fyrir málamiðlunar- samkomulag í deilunni um fyrsta yfirmann Evr- ópska seðlabankans og verið sakaðir um að brjóta Maastricht-sátt- málann og grafa undan trúverðugleika bankans. LEIÐTOGAR ESB-ríkjanna stofnuðu Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) formlega á sögulegum fundi í Brussel um helgina og staðfest var að ellefu í'íki - Þýskaland, Frakkland, Italía, Spánn, Belgía, Holland, írland, Lúxemborg, Finnland, Portúgal og Austun-íki - yrðu stofnaðilar að banda- laginu um næstu ái'amót. Deilan um hver ætti að gegna emb- ætti yfirmanns Evrópska seðlabank- ans (ECB) varpaði hins vegar skugga á fundinn og hún var leyst aðfai'anótt sunnudags með umdeildu málamiðlun- arsamkomulagi eftir erfíðar samninga- viðræður í tæpan hálfan sólarhring. Ákveðið var að skipa Hollendinginn Wim Duisenberg í embættið til átta ára, en hann hefur stýrt Peningamála- stofnun Evrópu (EMI), fyrirrennara Evrópska seðlabankans. Duisenberg, sem er 62 ára, lýsti því hins vegar strax yfír að hann myndi láta af emb- ættinu eftir fjögur ár vegna aldurs árið 2002 þegar EMU-ríkin ellefu leggja niður gjaldmiðla sína og taka upp sam- eiginlega Evrópumynt, evróið. Að kröfu Jacques Chiracs, forseta Frakklands, samþykktu leiðtogarnir einnig að franski seðlabankastjórinn, Jean-Claude Trichet, tæki við af Du- isenberg árið 2002 og yrði skipaður til átta ára. Maastricht-sáttinálinn brotinn? Þessi málamiðlun mæltist illa fyrir í mörgum Evrópuríkjanna og margir hagfræðingai' töldu að hún gæti grafið undan trausti fjármálamarkaðanna á Evrópska seðlabankanum og evróinu. Nokkrii' hagfræðinganna lýstu málamiðluninni sem „pólitísku klastri" og spáðu því að viðbrögð markaðanna yrðu neikvæð fyrii- EMU. Dagblöð, stjórnmálamenn og hagfræðingar í mörgum Evrópuríkjanna sögðu sam- komulagið ganga í berhögg við Ma- astricht-sáttmálann, sem kveður skýrt á um að skipa eigi fyrsta seðlabanka- stjórann til átta ára. Stjórnarandstæðingar í Hollandi gagnrýndu hollensku stjórnina fyrir að falla frá þeirri kröfu að Duisenberg gegndi embættinu í átta ár og lýstu til- slökuninni sem uppgjöf. „Þetta er ósig- ur. Samkomulagið skortir allan trú- verðugleika," sagði Jaap de Hoop Scheffer, leiðtogi Ki-istilegra demóki-ata, og hvatti til þess að efnt yrði til skyndifundar á þinginu til að ræða figjngöngu Wim Koks forsætisráðherra í málinu. Jafnaðarmannaflokkur- inn í Þýskalandi sagði að málamiðlunarsamkomulag- ið væri brot á Maastricht- sáttmálanum. „Þetta er slæmt fyrir okkur öll sem verðum að verja evróið hér í Þýska- landi,“ sagði Franz Múntefering, fram- kvæmdastjóri flokksins. Sjálfstæði bankans í hættu? Viðbrögð evrópskra dagblaða voi'u einnig neikvæð. „Þjóðhöfðingjunum, sem komu saman í Brussel, tókst hið ómögulega, að eyðileggja þennan sögulega leiðtogafund," sagði ítalska dagblaðið La Republicca. Viðbrögð franskra blaða voru blend- in. Dagblaðið Le Figai-o fór lofsamleg- um orðum um framgöngu Chiracs en Liberatíon gagnrýndi forsetann fyrir að styrkja stöðu andstæðinga EMU í Þýskalandi með þvi að standa fast á þeirri kröfu að Frakki yrði skipaður seðlabankastjóri. „Var það nauðsyn- legt... að hefja evró-tímabilið með hrossakaupum, höggum undú- beltis- stað og rýtingsstungum í bakið þegar enginn ágreiningur var í raun um frambjóðendurna tvo?“ spurði blaðið og bætti við að Chirac hefði ekki gert greinarmun á þjóðarhagsmunum Frakka og þjóðrembu. Breska blaðið Sunday Telegraph sagði að samkomulagið sýndi „enn einu sinni að Evrópusambandið er fyrst og fremst franskt verkefni, sem Érakkar stjórna fyrir Frakka“. Blaðið sagði að samkomulagið væri til marks um að Frakkar, sem vildu að stjómmálamenn hefðu áhrif á stefnu Evrópska seðlabankans, hefðu borið sigurorð af Þjóðverjum, sem vildu að bankinn yrði óháður ráðamönnum í Evrópuríkjunum. Niðurstaðan væri í raun sú að fallið hefði verið frá kröf- unni um sjálfstæði bankans. William Hague, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, sagði að þessi „farsa- kennda deila“ væri ekki góðs viti fyrir fraintíð evrósins. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bret- lands, fagnaði hins vegar samkomu- laginu sem „mikilvægustu pólitísku ákvörðun í Vestur-Evrópu frá lokum kalda stríðsins". Hann gagnrýndi þó framgöngu Frakka í deilunni og sagði að Blair hefði gefíst upp fyrir þeim. Blair gagnrýndur Leiðtogar ESB-ríkjanna reyndu þó að gera lítið úr ági'einingnum og sefa markaðina. „Deilan var erfíð, en niðurstaðan er sterk. Við náðum ekki veiku málamiðl- unarsamkomulagi,“ sagði Romano Prodi, forsætisráð- herra Italíu. Hann gagn- rýndi hins vegar Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bret- lands, sem stjórnaði leið- togafundinum þar sem Bretai' eru nú í forsæti í ráðherraráði ESB. Prodi sakaði Blair um að hafa ekki staðið sig sem skyldi við undirbúning fundarins. Jean-Claude Juneker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, tók und- ú' þetta og sagði að Blair hefði ekki veitt nokkrum leiðtoganna nægilegar upplýsingar um samkomulagið áður en gengið var frá því. The Daily Telegraph sagði að Blaú' hefði verið í mjög erfiðri aðstöðu sem sáttasemjari í deilunni þar sem Bretar eru ekki á meðal stofnaðila Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Breskir embættismenn visuðu gagnrýninni á Blair á bug og sögðu að honum hefði tekist að afstýra því að báðum fram- bjóðendunum yrði hafnað, sem hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrú’ myntbandalagið. Undirbúningúr fund- arins hefði ekki verið sem skyldi þar sem fulltrúar annarra ríkja hefðu ekki gert upp hug sinn í deilunni fyrir fund- inn. Líkt við vanskapað barn Finnski seðlabankastjórinn Sirkka Hamalainen, sem var skipaður í sex manna bankaráð Evrópska seðlabank- ans, sagði að deilan myndi brátt gleymast og ekki gi'afa undan trúverð- ugleika bankans til lengri tíma litið. Forseti Evrópuþingsins, Jose-Maria Gil-Robles, líkti hins vegar samkomu- laginu við fæðingu vanskapaðs bams og sagði að enginn vafí léki á því að það gengi í berhögg við anda Ma- astricht-sáttmálans. Evrópuþingið getur ekki hafnað seðlabankastjóranum en neiti þingið að samþykkja samkomulagið gæti það grafíð frekar undan trúverðugleika bankans. Blair vísaði því á bug að samkomu- lagið væri „pólitískt klastur" og sagði að það gengi ekki í berhögg við Ma- astricht-sáttmálann þar sem Duisen- berg hygðist draga sig í hlé af fúsum og frjálsum vilja og myndi sjálfur ákveða hversu lengi hann gegndi embættinu. Kohl í vörn Þýskir fjölmiðlar gagnrýndu Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, fyrir að gefa eftir í deilunni við Chirac og talið er að samkomulagið kunni að veikja stöðu hans í þingkosningunum í september. Kohl varði þó samkomulagið og lýsti því sem „merkilegri mála- miðlun“. „Þetta er svo sannarlega þýðingarmikil ákvörðun," sagði Kohl á blaðamannafundi í Bonn. „Duisenberg var kjörinn til átta ára. Hann tók sjálfur þá ákvörðun að hætta fyrr. Ég verð að virða hana.“ Einn af helstu ráðgjöfum Kohls gagnrýndi þó samkomulagið á sunnu- dag. „Þetta er ekki góð byrjun,“ sagði Júrgen Donges, sem á sæti í efnahags- ráðgjafarnefnd þýsku stjórnarinnar. Andstæðingar EMU í Þýskalandi hafa lýst því yfir að þeir ætli að vísa samkomulaginu til stjórnlagadómstóls Þýskalands á þeirri forsendu að það gangi í berhögg við Maastricht-sátt- málann. Talið er þó ólíklegt að dóm- stóllinn geti hafnað samkomulaginu þar sem viljayfirlýsing leiðtoga ESB- ríkjanna um að Trichet taki við af Du- isenberg eftir fjögur ár sé ekki laga- lega bindandi. ' „Lagalega er staða málsins sú að* seðlabankastjórinn er skipaður til átta ára þannig að hann getur gegnt emb- ættinu í átta ár,“ sagði talsmaðui- Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB. „Hvað sem Duisenberg aðhefst gerú' hann að eigin frumkvæði og af fúsum og frjálsum vilja. Það hefur verið tekið skýrt fram.“ Bankaráðið mælist vel fyrir Auk Duisenbergs voru fímm menn skipaðir í bankaráð ECB, en þeir eru Frakkinn Christian Noyer, Finninn Sú'kka Hamalainen, Spánverjinn Dom- ingo Solans, Italinn Tomasso Padoa Schioppa og Þjóðverjinn Otto Issing. Sú ákvörðun mæltist vel fyrir meðal hagfræðinga og seðlabankastjóra í Evrópuríkjunum. „Þetta er seðlabanki sem er líklegur til að standa fast á sínu og það stuðlar að sterku evrói,“ sagði Alison Cottrell, hagfræðingur hjá bandaríska verð- bréfafyrirtækinu PaineWeber. Nokki-ir fjármálasérfræðingar telja að bankaráðið reyni að auka trúverð- ugleika bankans með því að hækka vexti í aðildarríkjum EMU, ef til vill fyrir þýsku kosningarnar í september. „Ef eitthvað er flýtir samkomulagið fyrir vaxtahækkun," sagði einn sér- fræðinganna. Annálaður fyrir styrka stjórn peningamála Wim Duisenberg starfaði við rann- sóknir og fræðistörf hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og hollenska seðlabank- anum þar til hann haslaði sér völl í stjórnmálum. Hann var fjármálaráð- heira Hollands á árunum 1973-77 og síðan seðla- bankastjóri 1982-97. Duisenberg naut mikillar virðingar sem seðlabanka- stjóri og gat sér gott gott fyrir styrka stjóm peninga- mála, sem stuðlaði að lágri verðbólgu, lágum vöxtum, stöðugum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi í Hollandi. Stuðningsmenn hans segja að hann sé kjörinn til að stjórna Evr- ópska seðlabankanum þar sem hann hafi sýnt að hann geti staðið af sér þrýsting stjórnmálamanna. Andstæð- ingar hans segja hins vegar að hann sé rígbundinn af stefnu þýska seðlabank- ans, ófær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og hafí því aðeins apað eft- ir Þjóðverjum. Vekur efa- semdir um sjálfstæði seðlabankans Sagt ganga í berhögg við Maastricht- sáttmálann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.