Morgunblaðið - 05.05.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.05.1998, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um nýlist og safn „Að minni hyggju er hreinlega ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að almenningur - og reyndar heldur ekki málararnir gömlu - hafi allar forsend- ur til að kunna að meta samtímalist. “ Segjum að ég væri píp- andi freudisti eins og Woody Allen og Dagný Krístjánsdótt- ir, sem halda áfram að láta sem ekkert sé á meðan flestir keppast við að lýsa yfir dauða sálgreiningarinnar, þá myndi ég heimfæra samband ís- lenskra málara (módemista) af eldri kynslóðinni og nýlista- manna upp á Ödipusarlíkanið. Þið sjáið þetta fyrir ykkur; mál- arana sveiflandi voldugum penslunum í yfirlætisfullri andakt yfir heilagleika listagyðj- unnar og nýlistamennina með öll tiltæk vopn á VIÐHORF Eftir Þröst Helgason lofti við að reyna að ganga frá þessum föð- urímyndum - hálfgetulausum að eigin mati - og komast svo yf- ir gyðjuna sjálfir. Málararnir líta á þessa aðför sem tilraun til vanhelgunar á listinni en ný- listamenn sjá hana sem náttúru- legt ferli þar sem nýtt og frjósamt afl ryður hinu veika og úrsérgengna úr vegi. Þetta er alls ekki fjarstæðu- kennd lýsing á því hlægilega ástandi sem ríkir í myndlistar- málum hér á landi. Samtímalist hefur átt nokkuð undir högg að sækja á Islandi, einkum vegna skilnings- og áhugaleysis eldri listamanna og almennings. Það sem einkum fer í taug- arnar á málurunum er að sam- tímalistin skuli voga sér að leita annarra leiða við að tjá sig um heiminn en með penslum og lit- um. Þeir kalla samtímalist hug- myndalist og telja sig vera að svívirða hana, - það er eins og málarar hafi aldrei fengið hug- mynd. Þeir segja að ef hugmynd er ekki útfærð með einhverju tiOærðu handverki þá geti ekki orðið myndlist úr henni. Þetta er svipað og að halda því fram að hugmynd geti ekki orðið að ljóði nema það sé í bundnu formi, lúti föstum reglum um skipan bragliða, erinda, stuðla og ríms. Málarar átta sig ekki á því að samtímalistin hefur ein- ungis verið að sinna þeirri skyldu sinni að leita nýrra leiða við að lýsa og fjalla um nýjan og breyttan heim, rétt eins og þeir sjálfir og fyrirrennarar þeirra hafa ætíð leitað nýrra leiða í formi málverksins. Allt eru þetta sjálfsagðir hlut- ir og við ættum ekki að þurfa að eyða dýrmætum tíma og tak- mörkuðu rými í fjölmiðlum í þessa innihaldslausu umræðu. Við ættum miklu frekar að huga að því sem samtímalistin er að gera, við ættum að huga að upp- broti hennar og hugmyndum, við ættum að vera í samræðum við hana á hennar eigin forsend- um því það er aðeins þannig sem við getum síðan dæmt hana. Þeir sem ekki eru tilbúnir til að nálgast samtímalistina fordóma- laust setja sjálfa sig einfaldlega úr leik í samræðunni um hana, þeir eru ekki marktækir frekar en aðrir slíkir. En það var ekki þessi barna- legi metingur gömlu málaranna sem ég ætlaði að gera að aðalat- riði þessa pistils heldur skiln- ings- og áhugaleysi almennings gagnvart samtímalistinni sem er, að mínu viti, öllu alvarlegra mál. Auðvitað hangir þetta að einhverju leyti saman, á meðan málararnir halda áfram að naga vanþroska stilkana undan frjó- hnöppum nýlistarinnar fær al- menningur vitanlega ekki tæki- færi til að líta hana réttum aug- um. En hér kemur líka til fálæti íslenskra samtímalistamanna gagnvart almennum listnjótend- um sem Halldór Bjöm Runólfs- son, myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, gerði að um- talsefni í gagnrýni sinni um af- mælissýningu Nýlistasafnsins í liðinni viku. Halldór Bjöm sakar Nýlista- safnið um heimóttarskap þar sem ekkert er gert til þess að gera listina sem safnið er með á boðstólum aðgengilega almenn- ingi; frekar er villt um fyrir al- menningi með óvönduðum og ómarkvissum vinnubrögðum en að koma honum á sporið um þróun samtímalistar. Segir Hall- dór Bjöm þetta ólíkt vinnu- brögðum erlendra samtímalista- safna þar sem mikil rækt sé lögð við hvers konar upplýsinga- streymi til almennings. „Sú sér- íslenska hefð að fylgja engri list eftir, hvorki í ræðu né riti, en sveipa hana þess í stað tilgerð- arlegri dulúð, ruglar margan landann í ríminu. Af upplýsinga- skortinum dregur almenningur þá villandi ályktun að þar fari afar róttækur félagsskapur sem iðki mjög sértæka og fram- sækna neðanjarðarlist,“ segir Halldór Björn. Það má vera að Halldór Bjöm sé hér að andmæla þeim við- horfum sem fram komu í viðtöl- um við forráðamenn Nýlista- safnsins í Lesbók Morgunblaðs- ins fyrir rúmri viku en þar lýsti framkvæmdastjóri safnsins yfir andúð sinni á sýningarstjórum og mikið var gert úr því að í safninu ríkti andi stjórnleysis. Mætti ekki varpa fram þeirri spumingu hvort tvítugt safnið ætti ekki að vera vaxið upp úr þessu beraska andófi sínu gegn skipulagðri stjóm og skipulögð- um vinnubrögðum? Er það ekki einmitt eitt af mikilvægustu hlutverkum Nýlistasafnsins að miðla upplýsingum og þekkingu til almennings um þá list sem það stendur fyrir? Þarf það ekki að taka hlutverk sitt alvarlega sem almennilega opið upplýs- ingasetur, eins og Halldór Bjöm bendir á? Myndi það ekki skila sér í auknum áhuga og skilningi almennings á samtíma- list? Að minni hyggju er hreinlega ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að almenningur - og reyndar heldur ekki málararnir gömlu - hafi allar forsendur til að kunna að meta það sem myndlistarmenn í dag hafa fram að færa. Hvort hér fer fram vit- ræn umræða um samtímalist er því að miklu leyti undir því kom- ið að listamennirnir sjálfir og samtök eins og Nýlistasafnið séu tilbúin til að segja frá því sem þau eru að gera. Svívirðingafrelsi Stefán Birgir Jón Hafstein Guðmundsson HR. RITSTJÓRI Matthías Johannessen, hr. ritstjóri Styrmir Gunnarsson. Þess er óskað að eft- irfarandi bréf birtist hið fyrsta í Morgunblaðinu: í blaði ykkar fóstu- daginn 1. maí birtist grein eftir Sverri Her- mannsson fyrrverandi menntamálaráðherra, þingmann og banka- stjóra. Þar er vegið að ýmsum þeim sem fjallað hafa um svonefnt „Landsbankamál“, þar á meðal okkur undirrituð- um. Við látum þau orð sem að okkur snúa liggja á milli hluta. { sömu grein er vegið að tveimur einstaklingum, sem hvergi hafa kom- ið nærri, með ógeðfelldri svívirðingu sem tæpast á sér hliðstæðu í opin- berri umræðu á íslandi hin síðari ár. Til að árétta sérstaklega skammir um okkur starfsmenn Dags klykkir Sverrir Hermannsson út með því að kalla okkur „tíkarsvni". „Tíkarsonur" er ekki venjulegt skammaryrði íslenskrar tungu. Sví- virðing af þessu tagi er fjarri ís- lenskum hugsunarhætti. Fyrrver- andi menntamálaráðherra sækir fong í níð sitt í mestu eymdarbæli manna hér á jörð. Ekki þarf að fjölyrða um hvað dómstólar segðu um þessi ummæli. I Islendingasögunum kölluðu þau á blóðhefnd. Velkist einhver í vafa um hve gróf þessi ái’ás er skal vísað í Samheita- orðabókina til upplýsingar. Það níð sem Morgun- blaðið birtir um mæður okkar, segja Stefán Jón Hafstein og Birgir Guðmundsson, sætir tíðindum í íslenskum fjölmiðlaheimi. í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sunnudaginn 3. maí er þetta sagt í tilefni greinar fyrrv. menntamála- ráðherra: „Meginregla Morgun- blaðsins er sú að birta ekki greinar, þar sem um er að ræða ærumeiðandi ummæli um nafngreinda einstak- linga.“ Jafnframt segir blaðið að bankastjórar sem hafa verið bornh þungum sökum verði að fá að verja hendur sínar. Flokkast það undir málsvörn að svívirða einstaklinga sem hvergi hafa nærri komið, bara ef fullt nafn og kennitala fylgja ekki með? Mæður okkar, þær Aslaug Brynj- ólfsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir Hafstein, eru valinkunnar sómakon- ur sem hvergi hafa nærri komið þeim málum sem um er fjallað í nefndri grein. Við virðum ekki höf- und greinai'innar svars. En af þessu tilefni viljum við spyrja ritstjóra Morgunblaðsins: 1) Er svívirðingin „tíkarsonur" birt í Morgunblaðinu með vitund og vilja þeirra Matthíasar Johann- essens og Styrmis Gunnarssonar og með samþykki þeirra? 2) Ef ekki, mun Morgunblaðið biðjast afsökunar á því að hafa birt svo ósæmileg orð um einstaklinga sem hvergi hafa nærri komið? 3) Hafi orðið „tíkarsonur" verið bht í samræmi við ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins leyfum við okkur að spyrja: eru engin takmörk fyrh því hvaða fúkyrði Morgunblaðið birth um saklaust fólk? Það níð sem Morgunblaðið birth um mæður okkar sætir tíðindum í ís- lenskum fjölmiðlaheimi. Þess er krafist að þið hr. ritstjór- ar, Matthías Johannessen og Styrm- h Gunnarsson, biðjið þær Aslaugu Brynjólfsdóttur og Sigrúnu Stefáns- dóttur Hafstein afsökunar á því að blaðið skuli hafa gert þeim þessa vansæmd. Stefán Jón Hafstein, ritstjórí Dags. Birgir Guðmundsson, aðstoðíirritstjórí Dags. „Poltergeist“ ORÐABÓKIN segir húsálfur eða hávaða- maður. Alla vegana er „poltergeist“ fyrhbæri, sem er komið í aðra til- veru og er ekki til friðs. Jafnvel einhver sem var erfiður dauðinn. Þeh sem hafa haldið, að það væri nóg að ryðja Sverri Hermannssyni brott af bankastjórastóli til að hann gæfi frið eru nú að komast að hinu gagnstæða. Þeh sem sáðu fyrir vindi eru nú væntanlega að uppskera storm. Ef að líkum lætur er Sverrh rétt að byrja. Gjörspilltur hrokafullur dekurkarl, sem fyrir löngu er búinn að missa sjónar á hófi í meðferð fjármuna. Þetta er lýsingin, sem landinn á að kaupa af Sverri. Ávirðingarnar eru nokkrar og vissulega úr takt við það sem almenningur á að venjast eða hefur yfn-leitt tækifæri til að venjast. Laxveiðileyfin staðan hlýtur því að vera sú, að það var engin ástæða fyrh Landsbank- ann að sniðganga Hrúta- fjarðará eða að skamma Sverri íyrh að eiga hlut í henni. Veiðileyfagjaldið Kostnaður við lax- veiðar bankans var vel yfir 40 milljónum króna á fimm áram. Við þetta setur okkur meðaljóna auðvitað hljóða. Nú fer ég að skilja hvers vegna okkur krötum gengur svona illa að koma á veiðileyfagjaldi, ef þetta era upphæðhnar sem menn hugsa í, umreiknað á hvern sporð. Sverrh fær auðvitað á baukinn fyrh þetta. En einnig í þessu sambandi er nauð- Ef að líkum lætur er Sverrir rétt að byrja. Jón Sæmundur Sigur- Jón Sæmundur Sigurjónsson Hann lét bankann kaupa af sér lax- veiðileyfi í Hrútafjarðará, sem hann eða fjölskylda hans hafði yfirráð yfir. Þá vakna spumingar. Keypti Lands- bankinn einungis laxveiðileyfi úr Hrúfiifjarðará? Svarið er nei. Lands- bankinn keypti laxveiðileyfi úr fjölda annarra áa. Vora laxveiðileyfin úr Hrútafjarðará dýrari en úr öðram ám? Svarið er einnig nei. Sverrir nýtti ekki aðstöðu sína til að okra á bankanum. Er þá Hrútafjarðará verri laxveiðiá en aðrar þær ár sem leyfi vora keypt úr? Enn er svarið nei. Hrútafjarðará er ágætis laxveiðiá. Byijaði Sverrh þessa laxveiðiáráttu bankans? Svarið er aftur nei, hún var byrjuð löngu fyrh tíð hans og efth- litsaðilum, bankaráðinu og ráðherr- anum, var kunnugt um þetta fyrh- bæri fyrir langa lifandis löngu. Eiga bankar og stórfyrirtæki að stunda laxveiðar? Nú er svarið já, ef það þjónar viðskiptahagsmunum þeirra. Annað er braðl og vitleysa eins og þegar starfsbróðh Sverris bauð óbreyttum þingmanni með sér í lax- veiðiferð á kostnað bankans. Niður- jónsson skrifar um „Landsbankamálið“. synlegt að setja þessa upphæð í sam- hengi við það sem annars er að ger- ast. Sverrir sagði frá því þegar hann rifti lóðasamningi upp á 30 milljónh króna og seldi síðan sömu lóð skömmu síðar fyrir 70 milljónir til hagsbóta fyrh Landsbankann. Fyrh atgervi Sverris hafði hann náð inn laxveiðikostnaðinum til fimm ára með því að snúa við blaði á skrifborð- inu hjá sér. Einhverjh eru Sverri gramh einnig fyrh þetta. En enginn hældi honum. Sús og brús Risna Sverris var óheyrileg bæði í áfengi og ferðalögum. Þessu verður öllu saman gjörbreytt á næstunni. Alþjóðlegir viðskiptasamningar bankans verða því ekki gerðh af bankastjóra hans, heldui' af undhsát- um. Þannig verður komið í veg fyrh að nauðsynleg ferðalög í þágu bank- ans skrifist á risnureikning banka- stjórans. Og þá munu útskriftarár- gangar skólanna ekki lengur þiggja boð í nafni bankastjórans heldur af sérstakri risnudeild bankans eða þá bara alls ekki. Nú verða sem sagt settar nýjar reglur í þessu sambandi. Sverrir fór efth gömlu reglunum. Það hefur enginn haldið því fram að Sverrh hefði ekki líka farið efth nýju reglunum, ef bankaráðið hefði haft döngun í sér til að setja þær fyrr. Klúðrið Sverrh tók á sig ábyrgð fyrir klúður í upplýsingagjöf til ráðherr- ans, þótt hann hefði ekki skrifað undir viðkomandi bréf, þótt það skipti ekki öllu. Fyrrverandi flokks- félagar hans halda því fram að efth það brölti reiður maður og bitur um í postulinsbúðinni og brjóti allt sem fyrh er. Þá vaknar spurningin hvers vegna Djúpmaðurinn er bitur. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að enginn gömlu flokksfélaganna tekur upp hanskann fyrir hann. Og hvað má þá Björgvin Vilmundarson segja. Nýr liðsmaður Nú byrjar nýr tími fyrir Sverri Hermannsson, sem margir vænta sér mikils af. Þá á ég ekki við þann áhugaverða þátt, að hann lyfti hul- unni frekar af gjörspilltu makki sam- tíðarinnar eins og hann hefur nú þegar gert í nokkrum greinum þar sem stóryrðin og orðkyngin bera vestfirskum upprunanum vitni. Ég á fyrst og fremst við væntanlega lið- veislu hans í kvótamálinu sem ekki verður af verri endanum. Hann hef- ur þegar fengið þá Emil Zola og séra Sigvalda í lið með sér. Kjartan Gunnarsson passaði hvort eð er ekki inn í þá mynd. Mér býður í gran, að ef Sverrir á efth að fara jafn mikinn á því sviði sem annars staðar þar sem hann héfur tekið til hendi, að þá þurfi fleiri að biðja Guð að hjálpa sér en bankaráðsformaðurinn. Ein ádrepa í lokin svo menn haldi ekki að Sverrh hafi pantað þessa grein hjá mér. Auðvitað stend ég með Sverri. Ég stend með honum líkt og ég stóð með Sturlu fræðslu- stjóra forðum daga þegar einhverj- um menntamálaráðherra þeirra tíma datt í hug að honum bæri að taka pokann sinn út af tittlingaskít. Höfundur er hagfræðingur og fyrr- vcrandi alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.