Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 46
**46 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ HvammstHnga pSSj hreppur Laus störf Á Hvammstanga eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Grunnskóli Hvammstanga Grunnskólakennarar. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, heimilisfræði, íþróttir, myndmennt, smíðar, tónmennt, tölvufræði. Leikskólinn Ásgarður Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambærilega menntun eða starfsreynslu. Upplýsingar veita grunnskólastjóri, sími 451 2417, hs. 451 2475, leikskólastjóri, sími 451 2343, hs. 451 2655 og sveitarsjóri, sími 451 2353, hs. 451 4758. Umsóknarfrestur er til 22. maí nk. Umsóknir skal senda skrifstofu Hvamms- tangahrepps, Klapparstíg 4, 530 Hvamms- tanga, fax 451 2307. Grunnskólinn er mjög vel búinn einsetinn skóli meö 100 nemendur í 1, —10. bekk. Leikskólinn er í nýlegu, vel búnu húsnæði og rými fyrir 26 börn samtímis. Hvammstangi er vaxandi bær, miösvæöis milli Reykjavikur og Akureyrar. Hvammstangi er ekki á jarðskjálfta- hættusvæði né snjóflóðahættusvæði. Á Hvammstanga er mjög fjöl- breytt þjónusta, atvinnulíf og félagslíf. í vor sameinast öll sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag. Velkomin til Hvammstanga Við byggjum uppeldisstarf á metnaði og umhyggju í anda nýrrar skólastefnu. í Árborg eru lausar kennarastöður. Við leitum að áhugasömum kennurum í almenna kennslu, íslensku, stærðfræði, tón- mennt, tölvufræði (upplýsingafræði), íþróttir, smíðar, samfélagsfræði, raungreinar, ensku. Upplýsingar um ofangreind störf veita skólastjórar grunnskólanna: Óli Þ. Guðbjartsson Sólvallaskóla, í síma 482 1256 eða 482 1178, Páll Leó Jónsson Sandvíkurskóla, í síma 482 2799 eða 482 1500 og Arndís Harpa Einarsdóttir, Barnaskóla Eyrar- bakka og Stokkseyrar, í síma 483 1141 eða 483 1538. Ennfremur má leita til fræðslustjóra, Þorláks Helgasonar í síma 482-1977 eða á netfang thorlak@skyrr.is. í júni sameinast Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvikurhreppur í nýtt sveitarfélag, ÁRBORG. í Árborg verða þrír heildstæðir grunnskól- ar i sama skólahverfi og opnar það m.a. nýjar leiðirtil samvinnu milli skóla og heimila. Stefnt er að því að skólahverfið tengist í eitt staðarnet (Intranet) og Árborg verði miðstöð upplýsingatækni. Kenn- arar verða þátttakendur í mótun metnaðarfullrar fræðslustefnu. Fræðslustjóri. Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki Kennarar — kennarar! Við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki vantar kennara nk. skólaár: ★ íþróttir (piltar), 50% staða. ★ Raungreinar. ★ Myndmennt. ★ Almenn kennsla í 6. og 7. bekk. ★ Smíðar. ★ Skólasafnvörður, 50% starf. ★ Sérkennari - verksvið m.a. að skipuleggja sér- og stuðningskennslu í skólanum. Upplýsingar gefa Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, vs. 453 5382/hs. 453 6622 eða Óskar Björnsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 453 5385/ hs. 453 5745. \Jmsóknarfrestur er til 15. maí nk. Sportvöruverslun! VINTERSFORT Intersport er nýstofnuð sportvöruverslun. Fyrirtækið býðurgóða vinnuaðstöðu og er með heimsþekktar vörur á sviði útivistar, íþrótta og tómstunda. Fyrirtækið er reyklaust. Intersport leitar að ungum og röskum einstaklingum til afgreiðslu- og sölustarfa. Viökomandi þurfa aö hafa áhuga á íþróttum, útivist, golfi, brettum og línuskautum. Viðkomandi þurfa að geta byrjað strax. Upplýsingar eru veittar hjá Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. og umsóknum skal skilað þangað fyrir 7. maí n.k. Rótt þukking 6 róttum tima -fyrír rótt fyrirtæki HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSIA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Skeifan 19 108Reykjavík Sími 581 3666 Bréfslmi 568 8618 Netfang radningar@coopers. is Veffang http://www.coopers.is Organisti Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar Akureyri auglýsir starf organista við sóknina lausttil umsóknar. Auk umsjónar með tónlist við at- hafnir í samstarfi við sóknarprest, sr. Gunnlaug Garðarsson, skal organisti sjá um og stjórna kirkjukór og barnakór Glerárkirkju. Starfið veitist frá og með 1. september nk. Laun skv. taxta Félags ísl. organista eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur gjaldkeri sóknarinn- ar, Hermann R. Jónsson, Búðasíðu 7, Akureyri, hs. 462 5025, vs. 462 1878. Umsóknum skal fylgja ítarleg skrá um mennt- un og fyrri störf. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. maí nk. í lokuðu umslagi merktu: Glerárprestakall — Organisti c/o hr. Hermann R. Jónsson, Glerárkirkju v/Bugðusíðu, 603 Akureyri. Embætti landlæknis Embætti landlæknis er hér með auglýst laust til umsóknar. Landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna málaflokka f.h. ráðherra samkvæmt lögum, reglum og venjum er þar um gilda. Hann hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta, skipuleggur skýrslugerð og annast útgáfu heilbrigðisskýrslna ásamt heilbrigðisráðuneytinu. Landlæknir veitir embætti landlæknis forstöðu. Samkvæmt lögum nr. 97/1990 um heilbrigð- isþjónustu skipar heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra landlækni til fimm ára í senn. Landlæknirskal vera embættislæknireða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar. Kjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykja- vík, eigi síðar en 1. júní nk. Embætti landlæknis verður veitt frá og með 1. desember nk. Nánari upplýsingar um embættið veitir ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu í síma 560 9700. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Reykjavík, 30. apríl 1998. Trésmiðir, múrarar og kranamenn Mótás efh., óskar eftir að ráða trésmiði, múrara og kranamann sem fyrst. Upplýsingar í síma 567 0765. VERKMENNTASKÓLI AUSTURLANDS Lausar stöður Við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaup- stað eru eftirtaidar kennarastöður lausartil umsóknar skólaárið 1998—1999. 1/2 staða náms- og starfsráðgjafa. 1/2 staða sérkennara til að vinna með fötluðum nemendum og nemendum með námserfiðleika. 1/2 staða félagsmála- og forvarnarfulltrúa. Stöður kennara í verklegum málmiðngreinum, verkiegum tréiðngreinum, vélstjórnargreinum og verklegum sérgreinum á sjávarútvegs- braut. Einnig vantar kennara til að kenna einstaka áfanga í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, eðlisfræði, ritvinnslu, íslensku, dönsku, ensku, þýsku og sálfræði. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisins og kennarafélaga. Allar nánari upplýsingar gefur Helga M. Steins- son, skólameistari, í síma 477 1620. Grunnskólakennarar /sérkennarar Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík, næsta skólaár. M.a. vantar bekkjarkennara á yngsta stigi og miðstigi. Sérkennara vantar í fullt starf. Enskukennara vantar í fullt starf í unglingadeildum skólans. Reynt er að útvega niðurgreitt húsnæði. Flutningsstyrkur er greiddur. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli. Vel er að skólanum búið í nýju húsnæði. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur er til 17. maí. Embætti héraðslæknis í Reykjavík Embætti héraðslæknis í Reykjavík er hér með auglýst lausttil umsóknar. Héraðslæknirersér- stakur ráðunautur heilbrigðisstjórnar um hvað- eina er viðkemur heilbrigðismálum héraðsins. Héraðslæknar skulu fylgjast með því að fram- fylgt sé lögum og reglum um heilbrigðismál í héraðinu. Samkvæmt lögum nr. 97/1990 um heilbrigð- isþjónustu skipar heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra héraðslækni í Reykjavíktil fimm ára í senn. Héraðslæknir skal vera embættis- læknir eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar. Kjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík, eigi síðar en 1. júní nk. Embætti héraðslæknis í Reykjavík verður veitt frá og með 1. janúar 1999. Nánari upplýsingar um embættið veitir ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu í síma 560 9700. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Reykjavík, 30. apríl 1998.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.