Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 48
*48 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Endir sögunnar um sæ- aðalinn og kvótabraskið ÁRUM saman hefur höfundur þessarar greinar birt sitt af hverju hér á síðum Morgunblaðsins um þær skelfingar, sem ríkjandi fiskveiðistj órnunar- stefna veldur, gengismál og fleira, sem henni tengjast og áhrif þessa á efnahagslífið í landinu í —wbráð og lengd. Síðustu misserin hefur réttlætið í samfélaginu ekki hvað síst verið að þvælast fyr- ir höfundinum. Viðbrögð við þessum skrifum hafa í seinni tíð verið afar lítil, nema þá frá rökþéttum þrætubókarmönnum, sem ekki eru svara verðir. Undan- tekning þar frá er nýlegt viðbragð Steingríms J. Sigfússonar alþingis- manns við síðustu grein minni. Hann staðfesti þar afar ærlega áburð minn um, að hann vill halda í gjafaúthlutun kvótans. Svo hreinskiptar samræður um mikilsverð mál kann ég að meta, þótt skoðuninni sé ég ósammála, og mættu margir þögulir alþingismenn ' 'taka Steingrím sér til fyrirmyndar í því efni, að tala við almenning um skoðanir sínar og rök fyrir þeim. Það er jafn dagljóst, að enginn, sem er ósáttur við gjafakvótaúthlutunina á að láta sér til hugar koma að endur- kjósa Steingrím á þing, nema hann skipti í grundvallaratriðum um skoð- un. Hann verður fyrst að segja skilið við Utirauðsmýrarpólitíkina, svo vís- að sé í síðustu grein mína. I svari sínu held ég, að Steingrími hafi skot- ist, þegar hann fór að svara mér, upp -^með frekari tilvísunum í Sjálfstætt fólk. Hann taldi Útirauðsmýringum það til ágætis að hafa átt gott fé. Ef minni mitt bregst mér ekki, er hvergi í Sjálfstæðu fólki gefið til kynna, að fé á Útirauðsmýri hafi verið vænt, eins og Steingrímur hélt fram í svar- grein sinni, þeim til pinhverrar afböt- unar. Fé Jóns á Útirauðsmýri var margt eins og gerist á stórbýlum hinna betur megandi. Vænst var hins vegar Séra Guðmundarkynið að mati Bjarts. Steingrími virðist sýnna um ríkjandi Útirauðsmýrarpólitik í sjáv- arútvegsmálum en um sérvitringa og þverhausa eins og Bjart, sem vilja vera sjálfstæð- ir, nánast hvað sem það kostar. En þetta átti ekki að verða efni þessa pistils, sem vel gæti orðið hinn síðasti, sem ég nenni að skrifa um þessi mál. Ymsa þætti þehrar sögu hef ég rakið í mínum fyrri skrifum og fólk um allt land hefur sjálft fundið á sér brenna eða nærri sér þá skelfilegu hluti, sem þetta fisk- veiðistjórnunarkerfi hef- ur leitt menn út í og leitt yfir fólk. Réttlætið hefur alla jafna verið víðs fjarri. Ástæða þessara skrifa er sú, að það var ekki fyrr en núna á dögun- um, að endir sögunnar um sæaðalinn og kvótabraskið rann upp fyiár mér í allri sinni dýrð. Eg eins og vaknaði af svefni og framtíðarsýnin var alger- lega skýi’. Eftir á að hyggja varð mér ljóst, að undirmeðvitundin hafði verið að vinna úr fréttum, sem ég hafði heyrt í útvarpinu um nýtt hlutafélag, sem stofnað hafði verið í Vestmanna- eyjum, Útgerðarfélag Vestmannaey- inga, ef rétt er munað. Félagið átti að gera hvort tveggja í senn, að bjarga Vinnslustöðinni frá hremmingum með því að kaupa af henni skip og kvóta og sjá til þess, að kvótinn færi ekki úr plássinu, hvort tveggja ær- legur og mikilvægur tilgangur. Þarna er sem sagt búið að setja á laggirnar meiri háttar útgerð, sem hefur Iagt út sem fjárfestingu nálægt 700 kr. fyrir hverf einasta þorskkíló, sem henni er heimilt að veiða. Vextir af þessari fjárfestingu einir og sér eru á bilinu 54-70 kr. á kíló af veiddum þorski. Þetta er eðli málsins sam- kvæmt auðlindarleiga til þess, sem aldrei átti þennan veiðirétt. Það þarf ekki mikinn reikningshaus til að sjá, að þessi auðlindarleiga er óviðráðan- lega há. Þessi útgerð getur ekki borið sig, þegar fyrir þorskkilóið fást 90- 100 kr. og áhöfnin á 30-40 kr. af því. Ollum má því ljóst vera, að þetta get- ur ekki gengið. Fyrirtækið er fyrir- fram dauðadæmt. Það þjónar sínum tilgangi fyrir Vinnslustöðina og við- Sæaðallinn er að freista þess að losa sína pen- inga út úr útgerðinni, segir Jón Sigurðsson, og koma þeim í aðrar eignir og að einhverju marki til að greiða úr skuldavandræðum. skiptabanka hennar, en ávinningur- inn fyrir aðstandendur hins nýja fé- lags og Vestmannaeyjar gæti orðið blendinn og dýna verði keyptur. Sæaðallinn er með þessum hætti og fleirum og með vaxandi hraða að freista þess að losa sína peninga út úr útgerðinni og koma þeim í aðrar eign- ir og að einhverju marki til að greiða úr skuldavandræðum. Þessi þróun er hröð, þótt hún sé enn ekki komin mjög langt. Eg hef fyrr í skidfum mínum étið það upp eftir Markúsi Möller, að inn- an fárra áratuga verði engin útgerð stunduð á Islandi að óbreyttu fisk- veiðistjórnunarkerfi, sem ekki hefur greitt aðganginn að auðlindinni fullu verði og verði að standa straum af því í rekstri sínum, eins og hinu nýja útgerðarfyrirtæki er nú þegar ætlað að gera. Þessa hugsun hafði ég ekki hugsað til enda. Þessi útgerð kemst ekki af eftir að hafa keypt af sjálfri sér eða öllu heldur hinum upphaflega sæaðli allan þennan kvóta á rugl- verði. Þeir, sem bjarteygir hafa keypt kvótann af sæaðlinum með æv- intýralegu yfirverði á hlutabréfum munu tapa talsverðu af þeim eignum sínum. Megi eitthvað læra af sög- unni, verður svo, eftir venjulegan grátkerlingasöng um mikilvægi út- gerðarinnar fyrir þjóðarbúið, að fella gengið til að gera útgerðinni mögu- legt að bera þessar drápsklyfjar. Og verður þá ekki endir sögunnar full- komnaður? Útgerðaraðlinum er fyrst gefinn kvótinn. Síðan verðleggur út- gerðaraðallinn kvótann í viðskiptum sín í milli. Síðan kemur útgerðarað- allinn sér út úr þessum bransa með því að gera sér peninga úr kvótagjöf- Jón Sigurðsson inni. Eftir situr útgerð, sem fær ekki risið undir byrðum sínum. Þá verður að fella gengið til að bjarga útgerð- inni og láta þjóðina þannig greiða fullu verði eignina, sem hún átti í upphafi, var af henni tekin og gefin útvöldum, þar á meðal þingmönnum og ráðheiTum, sem þátt tóku í laga- setningunni. Þar með verður þessi fáránleika- saga fullkomnuð. Fyi-st er eign þjóð- arinnar stolið og hún gefin útvöldum. Síðan fá hinir útvöldu að braska með þjóðareignina að vild. Til að bjarga tilveru sinni verður þjóðin að lokum að kaupa þá eign, sem af henni var stolið, því verði, sem gjafaþegarnir töldu hæfilegt í viðskiptum sín í milli. Mörg okkar héldum, að súrrealismi væri eitthvað í bókmenntum og öðr- um listum, en höfum sannfærst um, að hann er hluti af stjórnmálum dagsins á Islandi. En hvað þýðir þetta um afleiðingar fyrir almenning af óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi? Það þýðh það, að til viðbótar ein- hverjum hundruðum milljarða króna, sem mín kynslóð hefur eytt án þess að greiða fyrir með siðlausri skulda- söfnun ríkissjóðs um áratugi, ætla ábyrgðarmenn fiskveiðistjórnunar- kerfisins börnum okkar og barna- börnum að greiða til viðbótai' annað eins eða svo, til þess eins að búa til sérstakt safn af afkomendum sæað- alsins, sem á stóreignir, sem þeir geta lifað af, án þess að nokkur í fjöl- skyldunni hafi raunverulega unnið til þess. Eftir langa mæðu er loks svo komið í þessu samfélagi, að hver sem er má auðgast og lifa sínu lífi með þeim auði, ef hann hefur unnið til hans. Gróði var bannorð, sem smám saman missti bannhelgi sína. Það sær- ir hins vegar réttlætistilfinningu fjöld- ans, þegar Alþingi býr til einkaleyfis- hagnað, sem sæaðallinn fær að föndra með eins og hann sé þeim að þakka og búa sér til ríkulegt lífsviðurværi tU frambúðar, sem enginn hefur unnið til. Mórall sögunnar er, að í næstu þingkosningum, hvort heldur er próf- kjör eða kosningarnar sjálfar, á eng- inn, sem sér þessa þróun í réttu ljósi að styðja nokkurn mann, sem með þögn eða opinskátt styður núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi til endur- kjörs. Afleiðingar þess í bráð og lengd eru svo skelfilegar, að þeir, sem bera ábyi'gð á því eiga skilið að hverfa af vettvangi stjórnmála. Hvað eru menn að velta sér upp úr ábyrgð á risnu og laxveiðum, þegar hundruð milljarða liggja í borðinu, sumt beinir hagsmunir þingmanna og ráðherra? Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdustjóri og stuðningsmaður Samtakanna um þjóðareign. * Magnús Oskarsson: Siðferði Kristínar fréttamanns MÉR er farið að leiðast biðin efth því að Kristín Þorsteinsdóttir fi'étta- maður ríkissjónvarpsins svari þung- um ásökunum sem á hana voru bomar í Morgunblaðinu nýlega. I frægu viðtali við Sverri Hermanns- son fletti hún drýgindalega veiðibók- um Hrútafjarðarár og mátti vel skilja að þar væri margt ljótt að finna um feril bankastjórans. Einnig mun dagbókum þessum hafa verið flett í fréttatíma sjónvarpsins og til þeirra vitnað. Svo gerist það að Eyjólfur Gunn- arsson á Bálkastöðum, formaður veiðifélags Hrútafjarðarár, upplýs- h í Morgunblaðinu að Rristín og fréttastofan hafi aldrei haft undh höndum veiðibækur Hrútafjarðar- ár sem komið gætu starfi Sverris sem bankastjóra við. Hún hafi ver- ið að fletta eldgömlum bókum um veiði löngu áður en hann varð bankastjóri. Eins og málið lítur út núna er ekki annað að sjá en að Rristín fréttamaður og fréttastofan hafi beitt lúalegum blekkingum til að sverta Sverri Hermannsson. Ég hef ekki séð því haldið fram með rökum að Sverrir Hennannsson hafi brotið lög. Vandlæting frétta- manna og fleiri snýst um siðferði. Ég vil ekki hafa Rristínu Þor- steinsdóttur fyrir rangi-i sök, en mér sýnist hún vera í þörf fyrir að verja siðferði sitt í starfi launuðu af almenningi. Það hvarflar stundum að manni að siðferði fréttamanna gæti verið verðugt rannsóknarefni, en hver á að rannsaka? Höfundur er fv. borgarlögmaður. Aðalfundur INTIS Internets á íslandi hf. veröur haldinn 12. maí 1998 íTæknigarði, Dun- haga 5, kl. 17:15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. Tillögur stjórnar um að afnema hömlur á sölu hluta. Stjórn félagsins mun óska eftir heimild til að auka hlutafé um kr. 5,0 milljónir. Ársreikning fyrir árið 1997, svo og tiliögur um breytingar á samþykktum félagsins, geta hlut- -yhafar nálgast á skrifstofu félagsins eða við upphaf aðalfundar. Stjórnin. Stúdentasamband VÍ Aðalfundur Stúdentasambands VÍ verður haldinn á kennarastofu Verzlunarskóla íslands við Ofanleiti fimmtudaginn 7. maí kl. 17.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stúdentafagnaður 29. maí Fulltrúar afmælisárganga eru sérstaklega hvattir til að mæta. 1 Stjórnin. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS í SAMSTARFI VIÐ SAMTÖK AUGLÝSENDA SAMBAND ÍSLENSKRA AUGLÝSINGASTOFA REYKJAVÍK MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 Morgunstefna Kostun og markaðssetning Námsstefna um kostun og gildi hennar við markaðssetningu verður haldin á Hótel Sögu - Skála, þriðjudaginn 5. maí kl 8:00 - 11:00. M.a. verður fjallað um: • Kostun á viðskiptalegum forsendum • Kostun sem tæki í markaðssetningu • Verðmæti kostunarsamninga • Mælikvarðar á árangur af kostun • Reykjavík menningarborg árið 2000 sem kostunarverkefni • Dæmi um kostunarverkefni, t.d. Bergen 2000. Aukfyrirlestra og umræðna gefst tækifæri til viðtala við fyrirlesarana eftir námsstefnuna. Fyrirlesarar verða Bjarne Berger, einn eig- enda Thue & Selvaag AS, og Runar Östmo, yfirráðgjafi, hjá sama fyrirtæki. Thue og Selvaag AS annaðist m.a. markaðssetningu Vetrarólympiu- leikanna í Lillehammer árið 1994 sem tókst afburðavel. Einnig hafa þeir víðtæka reynslu á sviði kostunar og möguleikum hennar við skipulagningu hvers konar stórviðburða í menningu og íþróttum. Þeir munu m.a. annast markaðssetningu hinna níu menningarborga Evrópu árið 2000, Ólympiuleikanna í Sydney árið 2000 og Vetraról- ympiuleikanna i Salt Lake City árið 2002. Verð kr. 8600. fyrir einn. Kr. 7500. á mann ef fleiri en einn koma frá sama fyrirtæki. Morgunverður innifalinn. Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verður haldinn miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20.00 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Tillaga um úrsögn úr ÞSÍ ásamt allsherjar- atkvæðagreiðslu. Tillaga um inngöngu í Samiðn. FÉLAGSLÍF □ EDDA 5998050519 l Lf. - ATKV.GR. I.O.O.F. Rb. 4 = 147558 Konur athugið Aglow fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. maí kl. 20.00 í Kristinboðssalnum, Háaleitisbraut 58—60. Kaffi, söngur, hugvekja og fyrirbænir. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Stjórn Aglow í Reykjavík. kmm LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Aðalfundur Lífssýnar veröur haldinri í dag, þriðjudag- inn 5. maí, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Hugleiðsla kl. 19.45 Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.