Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 50
•$0 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Barna- og unglingabækur
' Armanns Kr. Einarssonar
Konur ættu að
bera heilsu sína
EINN af mikilvirk-
ustu núlifandi rithpf-
undum á Islandi er Ar-
mann Kr. Einarsson,
fyrrverandi kennari og
löggæslumaður. Hann
er nú á 84. aldursári.
Segja má að rithöfund-
arferill hans hæfist
þegar á unglingsárum,
og hefur hann því feng-
ipt við skáldskap í nær-
fellt sjö áratugi.
Auk þriggja skáld-
sagna og smásagna-
sáfns, sem út komu á
árunum 1937-1951, hef-
ur hann skrifað og gefið
út 42 barna- og unglingabækur. Þá
hefur hann birt smásögur, kvæði og
greinar í blöðum og tímaritum.
Loks hefur hann samið leikrit og
leikþætti fyrir börn og unglinga, og
nýlega birti hann sjálfsævisögu
sína. Ollu þessu hefur hann komið í
verk með kennslu- og löggæslu-
störfum um áratuga skeið. Það má
því með sanni segja að Armann hafi
skilað drjúgu ævistarfi.
• Margar af bókum Armanns hafa
verið þýddar á erlend mál, t.d.
dönsku, norsku,
sænsku, þýsku, fær-
eysku, grænlensku og
rússnesku. Arið 1968
var á vegum UNICEF,
Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, gefin út
bók með ævintýrum,
dæmisögum og ljóðum
eftir 60 höfunda frá 25
löndum. Þar á meðal
voru tveir íslenskir höf-
undar, Gunnar Gunn-
arsson og Armann Kr.
Einarsson. Þá hefur í
norskum grunnskólum
verið efnt til ritgerða-
samkeppni um efni
þriggja fyrstu „Arnabókanna" hans
Armanns (Falinn fjársjóður, Týnda
flugvélin, Flugferðin til Englands) í
þýðingu Ivars Eskelands. Þátttaka
í þessari keppni var mikil. Þá voru
leikþættir eftir Arnabókunum, alls
35, fluttir í Islenska ríkisútvarpinu
á árunum 1965-1975.
Armann varð heiðursfélagi í Rit-
höfundafélagi Islands árið 1982 og
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar
fyrir bækur sínar, m.a. verðlaun
frá Fræðsluráði Reykjavíkur árið
Unnsteinn
Stefánsson
Gormabindivélar.
Vírgormar.
Plasrgormar.
Kápuglærur og karton
Otto B. Arnar ehf.
Armúla 29, Reykjavík,
sími 588 4699, far 588 4696
vöggusett.
^ Póstsendum
iðí*
Skólavflrilumgai Sáml55U050 RtyMavtk
Mikilvægt er að kynna
-----------------7---
unglingabækur Ar-
manns Kr. Einarssonar
í skólum landsins, segir
Unnsteinn Stefánsson,
með gerð heimildar-
kvikmyndar um
höfundinn.
1978 fyrir bók sína, Ömmustelpu.
Armann Kr. Einarsson er eftir-
lætishöfundur margra ungmenna
og bent hefur verið á að hann eigi
mjög gott með að skilja börn og
hvað þeim þyki skemmtilegt. Það
er sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að
menn geti skrifað fyrir börn svo
langt æviskeið eins og Armann, og
alltaf höfðað til þeirra þrátt fyrir
afar breytta tíma og aðstæður.
Marteinn Sigurgeirsson,
kennsluráðgjafi hjá Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur hefur unnið að
heimildarkvikmynd um Armann
Rr. Einarsson, og er ætlunin að
nota myndina við bókmennta- og
safnkennslu í skólum, eins og fram
kemur í viðtali Marteins við blaðið
Dag fyrir tæpum tveimur mánuð-
um. Hefur Marteinn unnið að gerð
myndarinnar í samvinnu við ýmsa
nemendur skólanna og einnig við
Armann. í myndinni er fléttað sam-
an ævisögu Armanns og þáttum úr
verkum hans. Telur Marteinn að
mörg verkanna eigi góðan hljóm-
grunn meðal ungs fólks, sögur Ar-
manns eldist vel og hafi staðist tím-
ans tönn allvel. En vegna fjárskorts
hefur gerð myndarinnar dregist.
Með hliðsjón af þeim vinsældum
sem bækur Armanns hafa hlotið
meðal barna og unglinga hér á
landi væri mjög æskilegt að Mar-
teini Sigurgeirssyni verði gert
kleift að ljúka sem fyrst umræddri
heimildarmynd, þar sem áhersla
verði lögð á að flétta í hana völdum
þáttum úr sögum og ævintýrum
Armanns Kr. Einarssonar.
Höfundur er efna- og haffræðingur.
fyrir brjósti
REYNSLA og rann-
sóknir annarra þjóða
hafa staðfest að skipu-
lögð leit að
brjóstakrabbameini
með brjóstamyndatöku
fækkar dauðsföllum af
völdum þess um 20 til
30%. Jafnframt leiðir
hún til þess að sjúk-
dómurinn finnst fyrr
hjá mörgum kvenn-
anna. Þetta auðveldar
meðferð og minnkar
líkamlegar og sálrænar
afleiðingar. Islenskum
konum hefur frá
haustinu 1987 verið
boðið að mæta í reglu-
bundna röntgenmyndatöku af
brjóstum á vegum leitarstöðvar
Krabbameinsfélagins. Aðeins tvær
af hverjum þremur konum nýta sér
þessa sjálfsögðu heilsuvernd.
Brjóstakrabbamein er algengasti
illkynja sjúkdómurinn hjá konum á
Islandi eins og í öðrum vestrænum
löndum. Hér á landi greinast að
meðaltali tíu til tólf konur með
brjóstakrabbamein í hverjum mán-
uði. Brjóstaki-abbamein er afar
sjaldgæfur sjúkdómur hjá konum
undir þrítugu og einnig á fertugs-
aldri en áhættan eykst með aldrin-
um.
Orsakir brjóstakrabbameins eru
margslungnar og ekki þekktar til
hlítar en vitað er um marga þætti
sem auka áhættuna. Þótt mikið sé
rætt og ritað um ættartengsl og
brjóstakrabbamein hafa 80 til 85%
allra kvenna sem gi’einast með
brjóstakrabbamein enga ættarsögu
um sjúkdóminn.
Engar öruggar leiðir eru þekktar
til þess að koma í veg fyrir
brjóstakrabbamein en með því að
fylgjast sjálf vel með brjóstunum og
læra að þekkja þau getur konan
fundið breytingar tiltölulega
snemma. Kona sem skoðar brjóst
sín reglulega á auðveldara með að
átta sig á breytingum. Rétt er að
taka fram að flestir hnútar í brjóst-
um eru góðkynja.
Röntgenmyndataka
af brjóstum er besta
leiðin til þess að finna
sjúkdóma í brjóstum.
Með henni er unnt að
finna æxli á byrjunar-
stigi, og oft áður en
hægt er að þreifa það
með fingrunum. Konur
sem almennt hafa
brjóst sem eru aum við-
komu finna eðlilega
meira fyrir myndatök-
unni. Brjóst flestra
kvenna eru aumari dag-
ana fyrir tíðablæðingar
og einnig hjá konum
sem nota tíðahvarfa-
hormón.
Konur, mætum reglulega í
brjóstamyndatöku eftir fertugt. Það
er sjálfsögð öryggisráðstöfun fyrir
Reglubundin röntgen-
myndataka af brjóst-
um, segir Valgerður
Sigurðardóttir, er
besta leiðin til þess
að finna krabbamein
í brjóstum.
okkur og fjölskyldur okkar. Ef þú
finnur einhverjar breytingar í
brjóstum farðu þá sem fyrst í lækn-
isskoðun. Það er ekki nóg að panta
sér tíma í brjóstamyndatöku og
treysta því að röntgenmyndin ein
og sér staðfesti hvort um sé að ræða
sjúklegar breytingar eða ekki.
Brjóstamyndataka er næm rann-
sókn en ekki sjást allir krabba-
meinshnútar á brjóstamyndum, þó
að konan sjálf geti fundið þá með
fingrunum. Finnir þú grunsamlegar
breytingar í brjóstum ættirðu að
leita strax læknis, hversu stutt sem
er liðið síðan þú varst síðast í
myndatöku.
Höfundur er yfírlæknir á leitarstöð
Krabbameinsfélagsins.
Valgerður
Sigurðardóttir
Vettvangur fólks í fasteignaleit