Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 55 i I J I J I I I i 1 1 MINNINGAR SIGRÍÐURI. GUÐMUNDSDÓTTIR + SigTÍður I. Guð- mundsdóttir fæddist í Berserkja- hrauni í Helgafells- sveit 23. október 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 25. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Sig- urðsson, bóndi, f. 23. ágúst 1887, d. 30. september 1946, og Kristín Péturs- dóttir, f. 24. ágúst 1887, d. 6. desember 1976. Sigríður átti 10 systkini. Sigríður giftist 24. apríl 1936 Hún amma er dáin, okkur langar í örfáum orðum að minnast ömmu Siggu sem nú hefur fengið hvfldina eftir erfíða sjúkdómslegu. Amma var einstök manneskja, hún var alltaf svo hlý og góð við okkur bræð- uma og tfl hennar var alltaf gott að leita. Fyrir tæpum fímm árum dó afi, Karl Petersen, og var söknuður ömmu og okkar mikill því afi var mjög skemmtilegur maður. Þar sem við eigum heima í Vestmannaeyjum voum við ekki í daglegum samskipt- um við afa og ömmu, en þeim mun skemmtilegri og ánægjulegri voru samverustundirnar þegar við hitt- umst. Skemmtilegast þótti okkur að fá þau heim til Eyja og eftir að afi kvaddi kom amma heldur oftar til okkar og dvaldi lengur og alltaf var jafngott að vera í návist hennar. Afi og amma bjuggu á Hringbraut 91 og var heimili þeirra hlýtt og notalegt og þar höfum við bræðumir átt margar ánægjulegar stundir. Það verða því mikil viðbrigði og tómleiki sem því fylgir að koma til Reykjavík- ur og geta ekki hitt þá bestu vini sem við höfum eignast, en það voru þau amma og afi svo sannarlega. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fýrir okkur. Nú hefur þú fengið hvfldina og þið afi sameinast á ný. Eftir sitjum við með góðar og dýrmætar minningar um ykkur. Guð blessi ykkur. Óskar og Karl. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar Siggu, eða Sigríðar Guðmundsdóttur, sem lést eftir nokkur veikindi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. aprfl sl. Karli Petersen bíl- sfjóra og síðar brunaverði hjá Flugmálastjórn, f. 8. ágúst 1914, d. 3. nóvember 1993. Þau eignuðust fjögur börn, Þóri K., f. 12. ágúst 1936, Guð- mund, f. 18. nóvem- ber 1940, Jónínu, f. 25. maí 1945, og Guðbjörgu, f. 8. maí 1956. Utför Sigríðar fer fram frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Siggu kynntist ég fyrir um þrem- ur áratugum þegar hún ásamt hon- um Kalla sínum bjó í Fossvoginum í sömu raðhúsalengju og frænka mín. Síðar flutti hún á Hringbraut 91 þar sem hún bjó alla tíð síðan. Gosárið 1973 flutti fjölskylda mín til Reykjavíkur og bjuggum við um skamman tíma skammt frá heimili Kalla og Siggu og efldust kynni okk- ar á þeim tíma. Tengsl fjölskyldna okkar urðu síðan enn nánari eftir að Haraldur bróðir minn og Guðbjörg yngsta dóttir þeirra gengu í hjóna- band árið 1976. Á árunum 1977-1981 stundaði ég háskólanám í Reykjavík og um tveggja ára skeið leigði ég herbergi í kjallaranum á Hringbraut 91. Þann tíma naut ég daglegrar gestrisni þeirra Kalla og Siggu og voru þau mér mjög hjálpleg og vin- gjamleg í alla staði. Sigga var góður gestgjafi og skemmtilegt að spjalla við hana yfir kaffibolla og oft var talað tæpitungulaust. Því hefur það verið nánast ófrávíkjanleg regla að koma við á Hringbrautinni þegar leiðin lá til Reykjavíkur og var sama hver í fjölskyldunni átti í hlut. Sigga var gift Karli Petersen sem lést árið 1993 og eignuðust þau fjög- ur börn. Tvö þeirra, Þórir og Jónína, búa í Bandaríkjunum, Guðmundur býr í Reykjavík og yngst er Guð- björg, mágkona mín, sem býr í Eyj- um. Sigga kom því oft í heimsókn í Eyjarnar og var því hægt að endur- gjalda henni gestrisnina hér á heimaslóð. Siggu þótti einkar vænt um ömmustrákana sína hér í Eyj- um, þá Óskar og Kalla, og er missir þeiiTa mikill að sjá á bak Ömmu Siggu eins og hún var ávallt kölluð. Ég og fjölskylda mín viljum að lokum senda aðstandendum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og vemda um ókomin ár. Hörður Óskarsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast móðursystur minnar, Sig- ríðar Guðmundsdóttur. Það er af mörgu að taka, en ég man hvað okkur krökkunum á Hömram þótti gaman þegar Sigga og Kalli komu í heimsókn. Þá var líf og fjör og ekki brást að þau höfðu komið við í lakkrísgerð og færðu okkur glænýjan lakkrís. Þegar ég kom til Reykjavíkur, þá útvegaði Sigga mér vinnu á Landa- koti. Það var oft mikið fjör í kring- um Siggu enda talaði hún ekkert rósamál, heldur lét hlutina flakka á sinn skemmtilega hátt. Oft er sagt að aldurinn sé afstætt hugtak og átti það vel við í okkar sambandi, þvi hún Sigga var mér miklu meira en frænka, hún var mér góð vinkona. Þó nærri hálf öld skildi okkur að, þá kom aldursmun- ur aldrei upp í hugann. Það var alltaf svo gaman að koma til Siggu, við gátum setið lengi yfir kaffibolla og rætt allt milli himins og jarðar. Hún tók svo vel á móti öllum og átti alltaf eitthvað gott með kaffmu og það þýddi ekkert að malda í móinn, alltaf var það besta borið á borð. Nú er hún lögð af stað í ferðalagið langa og eflaust búin að hitta Kalla sinn. Ég veit að hennar verður sárt saknað af mörgum og ég sendi böm- um hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glað- an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Takk fyrir allt, elsku Sigga mín. Þín Hrönn. Það verður tómlegt í húsinu núna þegar Sigga er dáin. Okkur fannst svo gott að koma upp til þín og spjalla við þig smástund. Þú varst okkur alltaf svo góð. Það var líka svo gaman að gera þér greiða því þú tókst alltaf eftir því sem við gerðum og við vissum líka að þú yrðir svo glöð. Við þurftum ekki að fá önnur laun fyrir greiðann en „takk“ þó að þú gæfir okkur oftast líka eitthvað gott í poka. Við vorum alltaf vanar, og mamma og pabbi líka, að kíkja upp í eldhúsgluggann þinn þegar við komum heim og oftar en ekki vink- aðir þú til okkar og við vissum að þér liði vel. Við horfum ennþá af gömlum vana upp í eldhúsgluggann þinn þegar við komum heim og söknum þess að fá ekki vink frá þér. Við söknum þín mikið og vonum að þér líði vel núna hjá Guði. Steinunn, Heiðrún og Árdís. Aftur er komið að því að kveðja góðan nágranna. í tæp 10 ár höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í húsi þar sem aldrei hafa orðið árekstrar né illdeilur milli sambýl- inga. Við fluttum inn í kjallarann að húsinu á Hringbraut og kynntumst strax fólkinu sem fyrir var í húsinu. Sigga og Kalli höfðu búið lengi á efstu hæðinni og voru bæði hætt störfum. Kalli var öllum stundum að dytta að húsinu og lagði mikið upp úr því að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þau voru bæði svo hlý og góð og höfðu gaman af því að fá meira líf í húsið, sem óneitanlega fylgdi dætr- um okkar. Garðurinn sem hafði ver- ið lítið nýttur um árabil fylltist oft af fjörugum krökkum, en aldrei truflaði það nágranna okkar - frek- ar var það að litlum pokum með margsháttar góðgæti væri skutlað til þeirra út um gluggann á efstu hæðinni. Enda fór það svo að stelp- uraar okkar fóra að sækja upp að heimsækja gömlu hjónin og vora ávallt velkomnar svo fremi sem heilsan leyfði. Þegar Kalli dó fyrir nokkram áram var missir Siggu mikill. Þrátt fyrir heilsubresti gafst Sigga aldrei upp, hún fann alltaf fyrir návist Kalla og vissi að hann fylgdist með henni og biði hennar þegar hún færi til hans, enda var hún alltaf ákveðin í að úr húsinu flytti hún ekki. Við dáðumst oft að dugnaði hennar og sjálfstæði og með dyggri aðstoð barna hennar og bamabarna var henni gert kleift að búa áfram í húsinu sem henni var svo kært. Það er ekki síst vegna þessara góðu granna sem við búum ennþá í húsinu, í íbúðinni okkar sem við eram löngu búin að sprengja ut- an af okkur - það hefur bara verið svo góður andi í húsinu og svo mildll velvilji í okkar garð þrátt fyrir út- þenslustefnu okkar í kjallaranum. Okkar góðu grannar hafa liðið okk- ur að leggja undir okkur ýmis horn og afkima í sameigninni, vitandi það að við þurftum með stækkandi fjöl- skyldu meira rými en íbúðin okkar býður upp á. Við viljum þakka samfylgd þeirra heiðurshjóna í þessi góðu ár - minn- ing þeirra mun ávallt lifa í hugum okkar og einkennast af þakklæti fyrir alla þeirra góðvild og greið- vikni. Bömum og barnabömum Siggu og Kalla viljum við þakka góð kynni á undanfömum árum, við vottum ykkur samúð okkar, ykkar missir er mestur. Þorgerður og Óttarr Magni. Kveðja frá starfsmannafélaginu Sókn Nú þegar okkar ágæti heiðursfé- lagi í Starfsmannafélaginu Sókn er fallinn frá langar okkur að minnast hennar sérstaklega. Sigríður Guð- mundsdóttir vann á Elli- og hjúkr- unaheimilinu Grand í fjögur ár og síðar á Landakoti eða frá 1981 til starfsloka. Sigríður fór að hafa af- skipti af félagsmálum hjá Sókn og mætti vel á fundi en hún ásamt Bjarney Guðmundsdóttur og Huldu Snæbjömsdóttur sáu um félagsvist fyrir félagið fyrst á Freyjugötunni og síðar í Sóknarhúsinu. Éyrstu ár- in var spilað á örfáum borðum en þegar starfsemin var flutt inn í Skipholtið var hafin samvinna við Verkakvennafélagið Framsókn og stofnuðu félögin spilanefndir sem sáu um félagsvistina. Mest var spil- að á 36 borðum. Þær stöllur sáu um allan undirbúning fyrir spilakvöldin og áttum við oft afar ánægjulegar stundir saman og er mér minnis- stætt hve hrein og bein Sigríður var og sagði alla tíð það sem henni bjó í brjósti. Sigríður var sérlega traust- ur félagi og sinnti sínum trúnaðar- störfum af mikilli samviskusemi. Mér er líka minnisstætt þegar Karl maðurinn hennar kom að sækja þær á kvöldin hversu elskuleg þau hjón vora í alla staði. Sigríður var kosin heiðursfélagi Sóknar á 60 ára afmæli félagsins 20. júlí 1994 fyrir vel unnin störf að félagsmálum. Sig- ríður var merkisberi þeirra tíma þar sem samviskusemi og áreiðan- leiki vora sett ofar öllu, virðing fyrir því að það er manneskjan sem skiptir máli og með framkomu sinni ávann hún sér traust og virðingu þeirra sem hana þekktu. Við hjá St- arfsmannafélaginu Sókn vottum fjölskyldu hennar samúð um leið og við þökkum góðri konu fyrir sam- fylgdina á undanfömum árum. Þórunn Sveinbjömsdóttir. J 0 0 ; 0 O 0 0 AUÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR + Auður Þorbjarn- ardóttir fæddist í Grímstungu í Vatns- dal 3. desember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- bjöm Kristján Jóns- son og Sigrún Una Karlsdóttir, þau em bæði látin. Auður ólst upp á Brúsastöð- um í Vatnsdal hjá föðursystur sinni Sveinbjörgu Jóns- dóttur og manni hennar Benedikt Blöndal. Árið 1942 fluttist Auður að Snæringsstöðum í Svínadal og kynntist þar sambýlismanni sín- um Steingrími Guðmannssyni, f. 5.8. 1912, d. 19.12. 1992. Þau bjuggu á Snæringsstöðum til 1971 en fluttust þá til Reykjavík- ur. 1994 flyst Auður á Blönduós og bjó hún þar til dauðadags. Auður og Steingrímur eignuðust Qögur börn. Þau em: 1) Guðrún, f. 16.8. 1943, búsett á Blönduósi. Maður hennar var Grétar Sveinbergsson, f. 13.10. 1938, d. 2.10. 1992. áttu þau þrjú börn. Seinni maður Guðrúnar er Bjarni Hólm Jónsson. 2) Benedikt Sveinberg, f. 12.2. 1947, bóndi á Snæringsstöðum. Kona hans er Hjör- dís Þórarinsdóttir og eiga þau þrjú böm. 3) Guðmann, f. 20.7. 1953, búsett- ur á Blönduósi. Kona hans er Konkordia Svandís Guðmanns- dóttir. Eiga þau þrjár dætur. 4) Þorbjörn Ragnar, f. 25.9. 1965, bóndi í Enni í Unadal. Kona hans er Hrefna Óttarsdóttir. Barna- börn Auðar eru níu og barna- barnabörnin sex. títför Auðar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. _L Elsku amma mín. Þá er dagsverki þínu lokið og þú hefur fengið hvfld- ina. Þegar ég sit hér og minnist þín kemur margt upp í hugann. Ég man þegar ég var lítil stelpa og var að fara suður með pabba þegar hann keyrði flutningabíl frá Blönduósi til Reykjavíkur, alltaf var jafn gaman að fara að hitta ömmu og afa í Tunguselinu. Spenningurinn var því- líkur að manni fannst maður vera heila eilífð suður. Við feðginin voram varla komin inn þegar þið afi voruð búin að fylla eldhúsborðið af ýmis- konar kræsingum og yfirleitt varst þú búin að elda eitthvað. En þú elsku amma, varst alla tíð mikið gefin fyrir matseld og þegar þú eldaðir var það svo mikið að við gerðum oft grín að því að þú værir að elda fyrir alla blokkina sem þú bjóst í. Margar fleh-i minningar á ég um ykkur afa sem alla tíð eiga eftir að verða mér ofarlega í huga. Kaflaskipti urðu í lífi ömmu þegar hún missti mann sinn eftir erfið veik- indi á jólafóstu 1992. En aðeins tveimur mánuðum áður hafði ástkær faðir minn látist snögglega, en hann hafði verið á ferðalagi með móður minni að heimsækja ykkur afa. En pabbi hafði verið heimagangur á heimili ykkar öll þau ár er hann stundaði keyrslu milli Blönduóss og Reykjavíkur. Varð ömmu oft tíðrætt um hversu mikilvægar og hressandi þessar heimsóknir hefðu verið þeim. Amma fluttist norður á Blönduós sumarið 1994 til að eyða ævikvöldinu nærri fjölskyldu sinni. Stutt var fyrir mig að fara yfir til ömmu meðan ég bjó á Blönduósi því þegar hún kom norður fluttist hún í parhús við end- ann á raðhúsinu okkar mömmu. Svo um haustið 1995 fluttist ég til Skaga- strandar til unnusta míns Óla Hjörv- ars, en honum tókstu alltaf vel frá fyrstu kynnum. Þú komst nokkrum sinnum til okkar og vai- mjög gaman að fá þig í heimsókn, en þér fannst alltaf gaman að skreppa og hitta fólk, og það var einmitt það sem þú gerðir um páskana, er þú dreifst þig suður að hitta ættingja og vini, en elsku amma, ekki komst þú norður aftur því þú veiktist á fóstudaginn langa og fórst á sjúkrahús. Þú hresstist svo aðeins aftur og á sum- ardaginn fyrsta drifum við okkur, við Óli og mamma, suður að hitta þig og óskuðum þér gleðilegs sumars. Þú varst svo ánægð að hitta okkur og spurðir hvort þú gætir ekki fengið far með okkur norður og brostir. En elsku amma, daginn eftir hrakaði þér mjög og að morgni sunnudagsins 26. aprfl fékkstu hvfldina. Ég kveð þig, elsku amma mín, með miklum söknuði um leið og ég vil þakka þér fyrir árin sem við átt- um saman. Ég veit að þér á eftir að líða vel þarna hinum megin og þér verður vel tekið af þeim félögum afa og pabba. Þú munt ávallt eiga stóran hlut í hjarta okkar Óla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi Guð geyma þig, elsku amma mín. Þ£n Auður Sandra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.