Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 57

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 57 » MARKUS JÓNSSON + Markús Jónsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, var fæddur í Vestmanna- eyjum 3. apríl 1920. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- fírði 27. aprfl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Markúsdóttir og Jón Gíslason. Bróðir Markúsar var Þórarinn Gísli, fædd- ur 18. maí 1921, dá- inn 1987. Markús kvæntist Auði Ágústsdóttur 26. des. 1941, f. 24. júm 1922, en hún lést 1963. Börn þeirra: 1) Þórunn, f. 1941, gift Björgvini Magnússyni, hafnsögumanni í Vestmannaeyjum. 2) Eiríka, f. 1942, var gift Eirfld Gíslasyni, verkstjóra, sem lést 1995. 3) Ágúst Ármann, fæddur 1943, hann Iést af slysförum 1959. Markús kvæntist 1965 Önnu Friðbjamardóttur og eiga þau saman fósturdóttur- ina Önnu Margréti Bragadóttur, f. 1965. Hennar maður er Bh’gir Jóhannsson, vélstjóri. Stjúpsynir Markúsar, synir Önnu, em: 1) Atli Ás- mundsson, fæddur 1943, hans maki er Þrúður Helgadóttir. 2) Kjartan Asmunds- son, f. 1949, kona hans er Sigrún Ás- mundsdóttir. 3) Gísli Ásmundsson, f. 1950. Markús stundaði sjómennsku frá unga aldri, lauk vélstjóra- og skip- sljóraprófi og var skipstjóri á eigin bát. Síðustu 25 starfsár sín sá hann ásamt konu sinni um rekstur á umboði Olís í Vest- mannaeyjum. Árið 1987 fluttust Anna og Markús til Reykjavíkur og áttu þar heimili síðan. Útför Markúsar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Stundum verða þeir atburðir í lífi fólks, að allt breytist í einni svipan og fyrir grimma tilviljun hrynja bæði tilverugrundvöllur og framtíð- aráætlanir. Mig henti það, að missa marga af mínum nánustu í hörmu- legu slysi, meðan ég var enn bam að aldri. Markús Jónsson og k.ona hans Bíbí gerðu mér strax boð um að koma til dvalar til þeirra í Eyjum. Ekki vissi ég mikil deili á þeim, þótt um náinn skyldleika væri að ræða milli mín og Bíbíar, enda var ég enn barnung. Mér var strax þannig tekið að ég fann að ég var komin aftur heim og var ég þeirra barn upp frá því. Ég fékk hjá þeim atlæti eins og best gerist, um- hyggju. ást og elskulegan aga. Markús Jónsson, fóstri minn, sem í dag er lagður til hinstu hvílu, var óvenjulega heilsteyptur og traustur maður, þolinmóður og góður við börn. Næmur skilningur hans og þeirra beggja á umbrotum barns- sálar, fyrst minnar og svo barna minna, var ómetanlegur. Ung kynntist ég mannsefninu mínu og Birgir minn og Markús urðu vinir frá fyrsta degi og alltaf síðan, enda höfðu báðir það áhugamál helst að mér mætti líða sem best. Einn sona minna var skírður eftir Markúsi Jónssyni og kom ekkert annað til greina og öllum sonum mínum hafa þau Bíbí og Markús reynst ekki síður en mér. Markús fóstri varð fyrir nokkrum áföllum með heilsu sína síðustu árin og dvaldi á Hrafnistu undir lokin, þar sem starfsfólk lagði sig fram um að honum mætti líða vel. Höfð- ingslundin var þó lítt hamin af las- burða skrokknum og þótt hann væri ekki alltaf ræðinn undir það síðasta, þá hafði maður meira gagn af að þegja með honum en tala við aðra. Við krossgötur er kveðjustund. Markús fóstri er farinn, við hin göngum jarðlífsgötu betur sett eftir kjmnin við hann. Anna Margrét Bragadóttir. Markús Jónsson, fóstri okkar, er látinn, en heilsu hans hrakaði skyndilega daginn áður en hann lést. Fyrir nokkrum árum varð Markús fyrir alvarlegum áfóllum, fékk heilablóðfall, sem hann náði sér aldrei af til fulls, sömuleiðis ágerðist sykursýki sem hann hafði lengi barist við. Svo fór, að af hon- um varð að taka annan fótinn og var hann bundinn hjólastól upp frá því. Æðruleysi hans var af þeirri teg- und sem þeim einum er gefið sem aldrei hafa gert á nokkurs manns hlut og geta horfst í augu við allar sínar gerðir. Markús fór snemma til sjós og stundaði sjómennsku fram- an af ævi og átti lengi útgerð með föður sínum Jóni og bróður sínum Þórami. Var Markús skipstjóri á bát þeirra Þórunni VE. Samlyndi og traust einkenndu öll samskipti þeirra á milli og enginn tapaði á við- skiptum við þá feðgana, sem voru miklir reiðumenn. Markús missti son sinn Ágúst af slysförum, komungan mann, og var það þungbær reynsla fyrir fjöl- skylduna. Markús missti einnig fyrri eiginkonu sína, Auði Ágústs- dóttur, úr ólæknandi sjúkdómi, meðan hún var enn ung kona og má segja að stundum sé misskipt mót- lætinu. Móðir okkar, ung ekkja, og Markús felldu síðan hugi saman og mgluðu saman reytum. Var það mikið happ fyrir bæði og sömuleiðis farsælt fyi-ir aðra í fjölskyldunni, en heimili þeirra var griðastaður í mót- læti og samkomuhús fyrir gleði- stundir. Gestrisni mömmu og Mark- úsar var annáluð og hallaðist ekki á með höfðingsskapinn. Markús var mikið tryggðatröll og raungóður, eins og margir fengu að kynnast, bæði skyldir og óskyldir. Stórmannleg hjálpsemi hans létti mörgum róðurinn í mótbyr og ágjöf og taldi hann slíkt sjálfsagt, sem það sjaldnast var. Böm sóttust eftir félagsskap Markúsar, enda næm á innri mann. Eftir að þau hjónin lögðu af olíu- viðskipti í Eyjum og fluttust til Reykjavíkur komu þau sér upp glæsilegu heimili á Háaleitisbraut og bjuggu þar sama rausnarbúinu og í Eyjum áður. Nú var auðveldara en áður að skoða landið, sem þau unnu svo mjög, og voru flestar landsins sveitir sóttar heim. Mark- úsi þótti sömuleiðis gaman að renna fyrir silung og laxfisk með vini sín- um Haraldi Lúðvíkssyni, en ferða- lög og útivistarstundii’ urðu til muna færri eftir fyrsta heilsubrest- inn. Fyrir hálfu öðru ári var svo komið heilsu hans, að Markús þurfti á sérfræðilegri umönnun að halda og vistaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði, Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Undi hann hag sínum þar vel, enda gerir framúrskarandi starfsfólk heimilisins sitt besta til að vistmönnum líði vel. Vart eða ekki leið sá dagur að mamma legði ekki leið sína suður- eftir til að heilsa upp á höfðingjann, sömuleiðis voru aðrir ættingjar og vinir tíðir gestir. Dvölin á Hrafnistu var honum eins ánægjuleg og hægt er, þegar menn dvelja fjarri heimili sínu. Við leiðarlok viljum við þakka vináttu Markúsar og umhyggju fyr- ir okkur alla tíð. Ekki hafa aðrir menn reynst okkur betur. Vertu sæll, vinur. í Átli, Kjartan og Gísli. Elsku afi okkar er látinn 78 ára að aldri eftir langvarandi veikindi. Þegar við lítum til baka er margs að minnast. Sérstaklega eru okkur hugstæð æskuárin í Vestmannaeyj- um þar sem við áttum því láni að fagna að alast upp í návist við hann. Þegar við hugsum til baka gleðja okkur ljúfar minningar, bíltúrarnir á sunnudögum með viðkomu í ís- búðinni, rúnturinn niður að höfn eða ferðimar út í Stórhöfða þar sem við virtum fyrir okkur Surtseyjargosið. Mannkostir afa voru miklir. Hann var ávallt boðinn og búinn að hjálpa öðrum, bamgóður og örlátur. Hann sagði skemmtilegar sögur, í veislum var hann hrókur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. Minning- arnar um hann afa okkar munum við geyma um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Pað besta, sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín. Sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvíslar sitt Ijúfasta Ijóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvfldin góð. (DavíðStef.) Guð blessi þig, afi. Bamabörnin, Auður, Markús, Jón Magnús og Björgvin Þór. Þegar ég hitti Markús fyrst var ég rétt búin að kynnast eiginmanni mínum, Kjartani. Tilefnið var að Markús kom frá Vestmannaeyjum, þar sem hann bjó þá, til að mála íbúð þá í Reykjavík sem þau hjón, hann og Bíbí, vom um það bil að flytja í. Þau voru sem sagt að flytj- ast upp á land til að eyða ævikvöld- inu. Það sem ég tók fyrst eftir við Markús var hve verklag hans var vandað. Ibúðin skyldi verða tipp topp í hólf og gólf en það var nú ekki síst Bíbíar vegna, fyrir hana skyldi allt vera fullkomið. Með tím- anum komst ég svo að því að Mark- ús, þessi stóri og mikli maður, hafði alla sína ævi verið maður með mildð verksvit. Ef eitthvað bilaði þá lagaði hann það, ef eitthvað þurfti að gera, jafnvel búa til, þá gerði hann það. Bíbí og Markús fluttust upp á land árið 1987 og hófu bæði störf hjá Olís þar sem þau luku starfsævinni. Tíminn sem fólki gefst saman nú til dags er aldrei nægur. Þó var það þannig að þegar þau fluttust til Reykjavíkur voru fleiri tækifæri til samskipta. Við Kjartan fómm ófáar sumarbústaðaferðimar með þeim hjónum og í þeim ferðum kom ann- ar leyndur hæfileiki Markúsar í ljós. Hann var snillingur með myndavélina. Þegar bömin okkar Kjartans fæddust vom þær margar myndimar sem hann tók af þeim og í þessum myndum náði hann fram persónuleika sem ekki margir sjá í svo litlum bömum. Það var nú reyndar ekkert skrítið því að Mark- ús hafði einstakt lag á öllum börn- um. Öll hændust þau að Markúsi. Markús hafði á sér yfirbragð manns sem hafði lifað tímana tvenna og ekki lét sér bregða við smámuni og krakkarnir fundu leiðina að hjarta hans. Oft var það sem maður sá litla hönd læða sér í stóra og svo sátu stór maður og lítill maður og jafnvel þögðu bara saman. Orð vom óþörf. Fyrir nokkrum árum fékk Mark- ús fyrsta áfallið. Við það hægði hann svolítið á sér en persónuleik- inn var samur við sig. Hann var ennþá sami húmoristinn og sami blíðlyndi karlinn. Veikindi Markúsar ágerðust smám saman og að lokum var svo komið að hann dvaldist langdvölum á Landakotsspítala. Þegar heilsa hans var orðin stöðug fékk hann pláss á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hann var á sjúkradeild. Alltaf lifnaði yfir gamla manninum þegar við komum til hans og það kom glampi í augun þegar litlar hendur læddu sér í stórar. Með miklum söknuði kveð ég tengdaföður minn, Markús Jónsson. Sigrún Ásmundar. Mágur minn, Markús Jónsson skipstjóri frá Vestmannaeyjum, er allur. Það rís hæst í huga mínum á kveðjustundu, hve traustur hann var, heill og áreiðanlegur. Sá, sem átti hann að bakhjarli, stóð ekki einn í tilverunni. Hann gat að vísu verið fastur fyrir þegar þess þurfti með en hjálpsamur og hugull við flesta menn. Það var metnaður hans að skila öllum störfum, smáum sem stórum, er honum var trúað fyrir, vel unnum. Hann var og maður orða sinna; þau stóðu eins og þinglesinn samningur. Það fór aldrei á milli mála að Markús heitinn var maður hinna gömlu gilda, drengskapar og dugn- aðar, framtakssemi og fyrirhyggju. Hann var íheldinn á þær grunnhug- myndir, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggði stefnu sína í upphafi á. Hann fylgdi á hinn bóginn engu og engum í blindni. Skynsemi og samvizka, sem eru ráðgjafar allra heiðvirðra manna, mótuðu afstöðu hans til sér- hvers máls. Hin gömlu gildi vóru áttaviti þessa gegna skipstjóra í lífsins ólgu- sjó. Sá áttaviti vísaði honum farsæl- an lífsveg og greiddi götu hans'í erf- iðum veikindum síðustu æviárin. Það er trú mín að hann hafi nú siglt ævifleyi sínu heilu í friðarhöfn. Ég og fjölskylda mín kveðjum Markús heitinn Jónsson með virð- ingu og þakklæti - og sendum syst- ur minni og öðrum nákomnum hon- um innilegar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Við Markús Jónsson vorum tengd fjölskylduböndum í mörg ár og þótt þau bönd hafi brostið að lokum voru vináttuböndin við þau Bíbí og Markús alltaf jafn sterk. Barn- gæska hans var alveg sérstök og löðuðust synir mínir mjög að honum og sóttust eftir félagsskap við hann, enda heitir yngri sonur minn Ágúst eftir syninum sem Markús missti ungan. Hann var í senn fullur gáska og leiks, en sömuleiðis örugg höfn " og skjól, þegar litlum mönnum óx tilveran í augum. Okkur reyndist hann eins og vel- ferð okkar væri honum sérstakt áhugamál, alltaf nægur tími og ekk- ert mál of smátt til að sinna. Hrók- ur alls fagnaðar, þegar tilefnið var þannig, og höfðingi heim að sækja og var gestrisni og höfðingslund þeirra hjóna við brugðið. Ónnur eins veisluborð hef ég hvergi séð og voru veislur þeirra hjóna mikið fagnaðarefni matgoggum fjölskyld- unnar, enda jafnan vel mætt. Nú er Markús farinn til þess heims, þar sem menn eins og hann sitja í öndvegi, og er sá hópur ekki lakari eftir. Ég og synir mínir, Jón Heiðar og Ágúst, kveðjum Markús með söknuði og þakklæti. Guð styrki Bíbí og okkur hin, sem eigum eftir að sakna hans. Guðrún Emelía Jónsdóttir. Komið er að leiðarlokum, er við kveðjum Markús Jónsson frá Ár- móti í Eyjum. Við flokkssystkini hans í Sjálfstæðisflokknum kveðj- um góðan liðsmann, sem um árabil var í forustusveit, og minnumst við og þökkum áhuga hans og atorku. Markús var hreinn og beinn, allir vissu hvar þeir höfðu hann, og fylgdi honum jafnan hressilegur gustur. Lengi vel var hann aðaldriffjöður á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, og stjórnaði smölun kjós- enda, er sóttir voru á bifreiðum. Mörgum þótti sport að láta aka sér til og frá kjörstað, þótt vegalengdir væru ekki langar, enda fæstir komnir á eigin bifreiðar eins og nú. Markús lét sér sjaldan bregða, en ýmislegt bar auðvitað á góma, þeg- ar óákveðnir kjósendur voru að ’ hugsa sig um. Lengst fannst honum gengið, er hann eitt sinn var beðinn að lofa því gegn fjói-um atkvæðum, að ákveðinn frambjóðandi kæmist ekki í æðstu stöðu, þótt flokkurinn fengi meirihluta. Já, margs er að minnast, og upp úr stendur minning um traustan samferðamann, sem unni sinni æskubyggð, en bar fyrst og fremst fyrir brjósti hag fjölskyldu sinnar og ástvina. Á kveðjustund eru mætri eigin- konu Markúsar, Önnu Friðbjarnar- dóttur, og afkomendum þeirra sendar innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Friðfinnsson. A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Graníl Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 Opið mán-fimmtud. frá kl. 9-12 og 13-18 og föstud. frá kl. 9-12 og 13-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.