Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, STEFÁN ÖRN KÁRASON fyrrverandi póstfulltrúi, Melgerði 26, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum að kvöldi föstu- dagsins 1. maí. Sigríður Magnúsdóttir, Kári Stefánsson, Bjarnheiður Elísdóttir, Björg Stefánsdóttir, Þorsteinn Steinþórsson, Ernir Kárason, Elísa Káradóttir, Sunna Þorsteinsdóttir, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir, Steinþór Örn Þorsteinsson, Kristjana Káradóttir. t Faðir okkar, JÓN MAGNÚSSON, Vesturbergi 78, andaðist á Borgarsjúkrahúsinu sunnudaginn 3. maí. Ingunn Ólafía Jónsdóttir, Ríkharð Örn Jónsson, Sólrún M. Jónsdóttir, Lárus H. Jónsson, Hilmar Þ. Jónsson, Jenný Jónsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSA HJARTARDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 4. maí. Gunnar Bjarnason, Hjörtur Gunnarsson, Lilja Guðlaugsdóttir, Atli Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Pétur Björnsson, og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, INGÓLFUR GfSLASON, Ysta-Skála Vestur-Eyjafjallahreppi, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON sölustjóri, Kötlufelli 9, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 8. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóð Oddfellowa st. 5 Þór- steinn. Birna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur unnusti minn, faöir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Hringbraut 72, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30. Elínborg Elísabet Magnúsdóttir, Örvar Sigurðsson, Erla K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Knútsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristín Pétursdóttir, Sig. Ómar Sigurðsson, Ágústa Hreinsdóttir, Davíð Art Sigurðsson, Greta Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HÁKON STEINDÓRSSON + Hákon Stein- dórsson fæddist á Akureyri 16. júlí 1942. Hann lést af slysförum í Vest- mannaeyjum 24. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 4. maí. Við þetta sviplega og ótímabæra fráfall vinar, spretta fram minningar frá kynnum mínum við Konna, einkum frá vori lífs hans, þegar allt blómstraði. Ég kynntist fljótt ýmsum eigin- leikum sem mér fannst áberandi í fari Konna. Hann var skapgóður og skemmtilegur, hafði gaman af því að umgangast fólk og var hrókur alls fagnaðar. Smekkvísi og snyrti- mennska var honum í blóð borin, allt varð að vera vandað og glæsi- legt. Hann var eldhugi sem smitaði út frá sér bjartsýni og lífsgleði og kom af stað skemmtilegum umræð- um um þjóðmáhn, var opinskár og hafði djarfar hugmyndir. Mikill at- hafnamaður, nákvæmur, vandvirk- ur og óhræddur að takast á við ný verkefni. Ég var á fermingaraldri þegar ég kynntist Konna. Hann var þá um tvítugt og í þann veginn að töfra til sín (og taka frá mér) uppáhalds- frænku mína, sem var nokkruin ár- um eldri en ég og mín fyrirmynd. Hann lagði sig fram við að heilla fjölskylduna. Hann sýndi mér að það væri engin ástæða til annars en að við þrjú yrðum bestu vinir. Hann bauð mér því oft með þeim í bíó og á hina ýmsu viðburði. Hann sann- færði mig endanlega um ágæti sitt þegar við fórum á sýningu í tilefni af afmæh Reykjavíkur og Konni með sinn takmarkalausa tækniá- huga sýndi okkur og útskýrði öll tækniundrin sem þar voru sýnd. Mér fannst ég mjög samfléttuð fyrstu árum Konna og Gerðu og það var mér dýrmæt lífsreynsla. Ég fylgdist með þeirra tilhugalífi og svo einnig þegar þau fóru að búa sér heimili og eignast bömin. Þau voru samtaka í því að gera heimilið sitt fallegt og notalegt. Þau eignuð- ust bömin fimm með stuttu millibili og alltaf þurfti að vera að flytja í nýtt og stærra húsnæði. Heimilið varð sífellt glæsilegra. Mér til mik- illar ánægju fékk ég að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Það var svo spennandi að mála með þeim og veggfóðra, leggja parkett og flísar, kynnast þeirra vönduðu vinnu- brögðum og góða smekk. Mér fannst ég eiga dálítinn part í þessu öllu og gerðist stoltur húsráðandi af og til, þegar þau bragðu sér frá og þurftu bamapössun. Þá komu mínir vinir og kunningj- ar í heimsókn og mínir vinir urðu einnig þeirra vinir. Þannig urðu mað- urinn minn og Konni mestu mátar og miklir sálufélagar. Þeir höfðu svipaðar skoðanir á þjóðmálum og höfðu gaman af því að ræða heimsmálin, um fjármál og framkvæmdir, byggja loftkastala og skýjaborgir. Það era til margar myndirnar af þeim úr fjöl- skylduboðum sem kallaðar voru dollaramyndir, þar sem þeir gleymdu sér í samræðum og sagðir vera að bjarga heiminum. Konni hafði mikinn metnað, var sífellt að setja sér ný markmið og ná þeim. Ég held að það hafi veitt honum mikla lífsfyllingu að leggja sig allan fram við sín verk og sjá ár- angur af starfi sínu. En lífið var ekki alltaf dans á rósum og fjöl- skyldan upplifði sorgina þegar einkasonurinn Tryggvi lést af slys- föram á unglingsáram. Konni og Gerða þroskuðust hvort frá öðra og tóku þá ákvörðun að fara hvort sína leiðina. En ahtaf stóð Konni tein- réttur í öllum vanda. Það er stundum sagt að enginn geti forðast elhna, en Konni náði aldrei að kynnast henni, hann kvaddi okkur í blóma hsins. Hann dó eins og hann lifði, mitt í miklum framkvæmdum. Hann náði ekki að upphfa rólegt ævikvöld, haustið þegar lífsblómið fölnar. Ég hef látið hugann reika um vor lífsins, þegar allt ilmar af gleði og bjartsýni. Minningin um Konna sem ungan mann með framtíðina fyrir sér, er mér mikils virði og ég vil öðra frem- ur heiðra þá minningu. Ættingjar og vinir sakna hans sárt, en mestur er missir dætranna og bamabamanna. Elsku Kristín, Ásgerður, Nanna og Kolbrún, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og vona að þið getið fengið huggun í þeim góðu gildum sem hann pabbi ykkar lagði áherslu á og vora hon- um svo mikilvæg. Guðrún Yngvadóttir. Góður maður er fallinn langt fyrir aldur fram. Mér brá þegar spumir bárast af hinu sviplega og ótíma- bæra fráfalh Konna. Mér er í fersku minni sá dagur þegar ég hitti Konna vin minn fyrst. Hann var lífsglaður maður, skemmtilegur en jafnframt ákafa- maður. Maður með sterkar tilfinn- ingar og tjáði hug sinn á opinskáan + Bróðir okkar, HAUKUR HERMÓÐSSON, Mánagötu 16, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 10.30. Systkinin. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR HALLDÓRSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 7. maí kl. 13.30. Margrét Pétursdóttir, Róbert Pétursson, Halldór Pétursson og fjölskyldur. hátt. Áhugi hans á þjóðmálum var mikill og við fengum ótal hugmynd- ir í veraldlegu brölti okkar. Stofnuð vora fyrirtæki, við sáum gull í nánd og umræða um heimsmálin rædd af eldmóði hinna ungu framamanna en hugmyndir okkar sameiginlegar urðu ekki að veraleika. Nú þegar ég kveð þig er mér efst í huga hvernig þú varst í hátt, um- gengni, vinnusemi þín, handlagni, góður faðir og ógleymanlegar sam- verustundir. Mér er vel kunnugt hið mikla áfall þitt er einkasonur þinn Tryggvi dó og það markaði djúp spor í sálu þína. Það veit engin hvenær kallið kemur. En ég þakka þér fyrir handleiðslu fyrstu ár okk- ar Guðrúnar í okkar búskap. Megi minningar um góðan fóður og afa veita birtu inn í líf ástvina. Góður drengur er fallinn. Jón Bjarni Þorsteinsson. Mér var bragðið er þau tíðindi bárast mér að gamall félagi hefði látist af slysföram. Hákon Stein- dórsson var lærimeistari minn í þeim merkilega skóla sem við í dag- legu tali köllum skóla lífsins. Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið og átti það svo sannarlega við í tilfelh okkar Hákonar. Haustið 1990 réðst ég til starfa sem sölumaður hjá fyrirtæki þar sem Hákon starfaði. Þrátt fyrir tveggja tuga aldursmun samdi okk- ur vel, þar sem hann var þeim kost- um gæddur að vera glaðlyndur, ræðinn og síðast en ekki síst kom hann fram við mig sem jafningja sinn. Hann átti einnig einstaklega auðvelt með að ná til viðskiptavinar- ins með léttu gríni og óskiptri at- hygli. Það var einmitt þá sem ég óreyndur sölumaðurinn tók hann mér til fyrirmyndar og lærði margt og mildð af þessum öðlingsmanni. Lærdómur sem seinna meir hefur nýst mér vel og þá sérstaklega í því starfi sem ég stunda í dag. Eins og oft vill verða tekur tíma fyrir unga menn að finna sér rétta starfið í skóla lífsins og varð það svo að leiðir okkar skildu en alltaf var jafn gaman að rekast á gamlan læri- meistara á fórnum vegi og rifja upp gömlu góðu dagana og kitla hlátur- taugarnar. Eg kveð þig, Hákon, vinur minn og lærimeistari, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Minningin um traustan, glaðværan vin mun lifa áfram í huga mér og hjarta. Ég votta ættingjum og vinum Hákonar mína dýpstu samúð. Jón Rafn Valdimarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. y £ £ % g Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.