Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 61
MINNINGAR
GUÐRÚN
FRÍMANNSDÓTTIR
+ Guðrún Frímannsdóttir
fæddist í Reykjavík 15. jan-
úar 1943. Hún lést á Landspítal-
anuin 18. apríl síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Foss-
vogskirkju 28. apríl.
Ég var að ljúka kennslu laugar-
daginn 18. apríl þegar konan mín
sagði mér að einkasystir hennar,
Guðrún, hefði látist þá um morgun-
inn. Öll vissum við að Guðrún átti að
öllum líkindum ekki langt eftir, því
þegar krabbinn sækir mann heim
veit maður aldrei hversu langt er í
lokin. Samt kom þetta okkur öllum á
óvart. Við hjónin höfðum einmitt
ákveðið að fá Rúnu og Fedda í mat
um þessa helgi, en ákváðum að
fresta því aðeins vegna anna. En
svona er lífið, maður veit sjaldan
hvenær endalokin koma.
Guðrún mágkona mín var sérlega
glæsileg kona og hafði til að bera
þessa rólegu og glæsilegu framkomu
sem einkennir vel menntaða og vel
gefna konu, svo ekki sé minnst á
góða kímnigáfu.
Ég veit að Guðrún vissi hvað var í
vændum og róleg og yfírveguð gekk
hún sín síðustu skref vitandi það að
ekkert var að óttast og sjálfsagt hef-
ur hún gert eins og ég, að kenna í
brjósti um Fedda, móður sína og
börnin sem eftir voru.
Það er vissulega skarð fyrir skildi
þegar Rúna hverfur af sjónvarsviði
lífsins, en minning um glæsilega
konu mun ávallt fylgja mér.
Ég votta Ferdinand, Margi'éti,
börnum Guðrúnar og systkinum
samúð mína og bið þeim öllum guðs
blessunar.
Heiðar R. Astvaldsson.
Fátt er foreldrum mikilvægara en
velferð þeiira bama sem þeir fá að
annast og þar skipa góðir kennarar
háan sess. Guðrún Frímannsdóttir
var mjög góður kennari. Hennar fag
var píanóleikur og hún miðlaði nem-
endum sínum miklu í þekkingu,
gleði, sjálfstrausti og sveigjanleika.
Þeim börnum var sannarlega ekki í
kot vísað sem nutu þess að læra hjá
henni í Tónmenntaskóla Reykjavík-
ur.
Okkur er minnisstæður fyrsti pía-
nótími sonar okkar. Drengurinn
hafði bæði séð píanó og heyrt í því
heima og heiman áður, en þegar
Guðrún spjallaði um hljóðfærið,
brosmild, hlý og elskuleg, og sýndi
honum hvernig það virkar utan og
innan var eins og opnaðist fyrh' hon-
um nýr heimur. Verkefnin valdi Guð-
rún af kostgæfni, og það var ótrúlegt
hvað það var hægt að æfa sig stutta
stund í einu, samt kom fljótlega
áheyrilegt lag út úr nótnaheftinu og
hljóðfærinu. Það jók áhugann og
meðan sá stutti fagnaði nýjum lög-
um, glöddust foreldrarnir yfir verk-
efninu í sjálfu sér og góðri þjálfun
hugar og handa.
Píanótímar hjá Guðrúnu
Frímanns voru fastur liður á vetrar-
dagskránni hjá okkur í sjö ár.
Tvisvar til þrisvar á vetri voru nem-
endatónleikar sem foreldrar fengu
að hlýða á, þess á milli samspil nem-
enda þar sem bara þau og hún hitt-
ust. Það var augljóst á þessum tón-
leikum að Guðrún var mjög hæfur
kennari. Það var ekki bara eitt barn
sem stóð sig vel, heldur öll. Þau sátu
vel við hljóðfærið, áslátturinn var
skýr og jafn, hendingamótun meðvit-
uð, framkoman hæfílega öguð og
sjálfstraustið og spilagleðin fóru vax-
andi. Hvert barn hafði fengið verk-
efni sem það réð vel við, spilaði lagið
sitt fyrir alla hina nemendurna og
foreldrana og kom út sem sigurveg-
ari. Guðrún kynnti þau hvetjandi
með bros á vör og var fljót að koma
til aðstoðar ef eitthvað fór úrskeiðis.
Það var auðvelt fyrir alla foreldrana
að gleðjast yfir góðu verki nemend-
anna og kennarans.
Við eigum skemmtilega mynd af
Guðrúnu með þremur nemendum
sínum, strákum sem fylgdust að í
nokkur ár og æfðu saman sexhent á
píanó. Það eru ekki margir píanó-
kennarar sem geta státað af því að
hafa venjulega fótboltastráka í námi
hjá sér fram yfir fermingu. En hún
kunni á unglingamálin. „Ef við erum
ekki sveigjanleg núna hætta strák-
arnir,“ sagði hún brosandi og færði
píanótímana til, svo að útiæfingar i
fótbolta yrði ekki til þess að strák-
arnir segðu skilið við hljóðfærið.
Þessar tilfærslur stóðu í nokkrar
vikur seinni hluta vetrar í þrjú ár.
Okkur fannst það sannarlega ekki
sjálfsagt og finnst enn við standa í
ómetanlegri þakkarskuld við Guð-
rúnu.
Þegar Guðrún Frímanns hvarf
tímabundið frá störfum vegna veik-
inda nokkra vormánuði fyrir tveimur
árum, kom góður kennari í hennar
stað, en það var mikill fögnuður að fá
hana aftur brosandi og bjartsýna um
haustið. Við nutum handleiðslu
hennar þann vetur, en þegar veikindi
hennar ágerðust ráðstafaði hún nem-
endum sínum í aðrar góðai' „frí-
mennskar" hendur.
Sumir virðast halda að hljóðfæra-
nám sé til þess að búa til tónlistar-
fólk. Flestir hallast hins vegar að því
að hljóðfæranám þjálfi jafnvel þá
sem eru „ekki músíkalskir" (hvað
sem það nú er) í samhæfmgu hugar
og handa, sjálfsaga, einbeitingu og
lesti'i ásamt ýmsu öðro. Að tónlist
auðgi og fegri tilveruna er auk þess
skoðun margra. Þessarar afstöðu til
tónlistarkennslu barna finnst okkur
við hafa notið ríkulega í frábæru
dagsverki Guðrúnar Frímannsdótt-
ur.
Við vonum að okkur hafi á þessum
góðu ái'um tekist að tjá Guðrúnu
sjálfri þakklæti okkar að einhverju
leyti, en við stöndum áfram í mikilli
þakkarskuld við hana og hörmum
ótímabært fráfall hennar. Eigin-
manni, börnum og öðrum ástvinum
Guðrúnar Frímannsdóttur vottum
við okkar innilegustu samúð.
Sesselja Halldórsdóttir og
Daði Kolbeinsson.
Látin er Guðrún Frímannsdóttir
píanókennari. Er þar skarð fyrir
skildi, þar sem vart má ímynda sér
hvernig kenna megi ungu fólki betur
á hljóðfæri en hún gerði. Ekki minn-
ist undirritaður að nokkurn tímann
vantaði lof á það sem vel var gert, né
oflofað væri þegar lítið var gert,
hvað þá að hafa fundið fyrir óánægju
með ábendingar og leiðréttingar.
Framfarir fylgdu dug og hæfileikum
nemandans, og útkoman var traust-
ur gi-unnur sem stóðst misjafna út-
reið síðari tíma.
Ég naut leiðsagnar hjá Guðrúnu í
fjögur ár að 11 ára aldri, en aldrei
stóð síðar á að fá aukatíma við ýmis
tilefni svo sem stigapróf. Tímarnh'
voru ekki einungis æfingar, spilun og
ábendingar, heldur var maður að
hitta vin, og tími vannst alltaf til að
rabba. Það var ekki fullorðinn að tala
til barns, heldur tvær persónur að
ræða - ein lítil og önnur stór. Eftir á
að hyggja var þetta merkilega
fólskvalaust; slíkt gerist, en sjaldan
eins vel heppnað og hér. Það sem
mér er efst í huga nú er hversu mik-
ið ég á persónunni Guðrúnu
Frímannsdóttur að þakka fremur en
píanókennaranum.
Guðrún var ein glaðlyndasta
manneskja sem ég hef þekkt og af-
skaplega stutt var í innilegan hlátur.
Yfirleitt var nóg af honum, ekki síst
við fremur spaugilegar óboðnar
komur eins samkennara hennar inn í
tírna. Kímnin var svo undantekning-
arlaus að ég minnist sterklega þessa
eina skiptis sem hana vantaði. Á
þeim tíma skildi ég það lítið, en það
vai' daginn eftir jarðai-fór föður
hennar.
Langt var síðan við hittumst síð-
ast, en alltaf var meiningin að taka
þráðinn upp að nýju (helst eftir að
hafa byrjað aftur að æfa sig í minnst
klukkutíma á dag). Af því varð aldrei
og er mér mikil eftirsjá í því. Ég
vona að þessar lítilmótlegu þakkh'
fyrir kennsluna og fyrir samveruna
komist til skila. Fjölskyldu hennar
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Magnús M. Halldórsson.
JÓHANNA ÞÓRUNN
ÞORS TEINSDÓTTIR
+ Jólianna Þórunn Þorsteins-
dóttir fæddist á Helgafelli í
Helgafellssveit 11. maí 1913.
Hún lést á Garðvangi í Garði 24.
apríl síðastliðinn og fór útfór
hennar fram frá Keflavíkur-
kirkju 2. maí.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegæ' ég sólfagra landinu á,
lfii og verð mínum lausnai'a hjá.
Það verður dásamleg dýrð handa mér.
Astvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér:
blessaði frelsari, brosið frá þér.
Það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson.)
Elsku amma, nú ertu loksins búin
að fá hvíldina sem þú hafðir þráð
svo lengi, en söknuður okkar hinna
sem eftir lifa er mikill. Þú varst
fasti punkturinn í lífi okkar systkin-
anna, og var gott að leita til þín ef
eitthvað bjátaði á. Sjálfur flutti ég
til þín á Heiðarveginn 1986 og
bjuggum við þar saman til ársins
1992 þegar þú flutth- á Hlévang.
Þessi sambúð okkar var mér ómet-
anleg og á ég margar góðar minn-
ingar frá þeim árum. Og ekki síst vil
ég þakka þér hve vinir mínir voru
alltaf velkomnir inn á heimilið.
Árið 1991 kynntist ég Ernu og
flutti hún til okkar. Við þrjú bjugg-
um svo saman einn vetur. Það var
oft glatt á hjalia hjá okkur og það
brást vai’la að fjölskyldan í Eyja-
byggðinni og fjölskyldan á Máva-
brautinni kíktu í kaffi um helgar.
En svo fór að heilsa þín var orðin
svo slæm að þú þurftir að flytjast af
Heiðarveginum á Hlévang. Á Hlé-
vangi fékkstu bjart og fallegt her-
bergi og þar leið þér vel, sérstak-
lega þegar þú fékkst heimsóknir.
Þér leið best innan um fjölskylduna
og þú varst alltaf ung í anda og gott
að tala við þig um daginn og veginn.
Helgafellssveitin og ættfræðin var
umræðuefni sem oft bar á góma, og
þar kom svo sannarlega enginn að
tómum kofanum.
Ái'ið 1994 var svo komið að þú
þurftir enn meiri umönnun en í boði
var á Hlévangi, svo þú varðst að
flytjast á Garðvang og þar dvaldir
þú síðustu árin.
Við Ema höfum oft velt því fyrir
okkur hvað sumir þurfa að reyna í
lífinu, en við trúum því að allt sem
þú gekkst í gegnum hafi tilgang
sem við þó ekki skiljum núna. Nú
muntu hitta ástvinina sem fóru á
undan þér og þrautum þínum hefur
nú loksins linnt.
Elsku amma, við sem eftir lifum
minnumst þín með virðingu og
þakklæti fyrir allt sem þú gafst okk-
ur.
Kristinn Þór og Erna Margrét.
Þökkum ykkur af heilum hug, kæru vinir, þann mikla hlýhug og tryggu vi-
náttu sem þið sýnduð okkur með margvíslegum hætti við andlát og útför
bróður okkar og mágs,
HALLGRÍMS EYLEIFS GUÐNASONAR,
Jórufelli 12.
Fjóla Bærings og Gunnar Þorsteinsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og jarðarför ástkærrar eiginkonu minnar,
dóttur okkar, móður og ömmu,
KATRÍNAR SVERRISDÓTTUR,
Aðalstræti 38,
Akureyri.
Starfsfólk deildar 11E á Landspítalanum og
heimahlynningar á Akureyri fær sérstakar
þakkir fyrir góða umönnun.
Jón Ásmundsson,
Sverrir Hermannsson, Auður Jónsdóttir,
Auður Elva Jónsdóttir,
Guðrún Lilja Jónsdóttir,
Sverrir Már Jónsson,
Birkir Már Viðarsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, sonar, föður, tengdaföður og
afa,
HERMANNS SAMÚELSSONAR,
pípulagningarmeistara,
Hraunbæ 78,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Sigrún Garðarsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
Helga Björg Hermannsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundssson,
Páll Þórir Hermannsson, Ásta Mósesdóttir,
Samúel Hermannsson
og barnabörn.
+
Öllum þeim fjölmörgu ættingjum og vinum,
sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför,
HELGA HINRIKS SCHIÖTH,
Akureyri,
sendum við okkar innilegustu þakkir og bless-
unaróskir. Sérlegar þakkir sendum við hjúkr-
unar- og starfsliði á Seli og Kristnesspítala
fyrir kærleiksríka umönnun í veikindum hans.
Sigríður Schiöth,
Reynir H. Schiöth,
Margrét A. Schiöth,
Valgerður G. Schiöth,
og fjölskyldur.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LAUFEYAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Háagerði 91,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimilishjálpar/heima-
hjúkrunar Reykjavíkurborgar og starfsfólks
Hrafnistu Reykjavík.
Lilja Sigurðardóttir, Gísli H. Friðgeirsson,
Þórir Sigurðsson,
Anna Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför systur okkar,
ÞORGERÐAR SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Vopnafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar-
staða.
Guð blessi ykkur öll.
Einar Jónsson,
Gísli Jónsson.