Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 67
Börn á bekk með
gæludýrum
ÞAÐ getur verið þroskandi fyrir unglinga að kynnast menningu annarra þjóða.
Ef aðeins væru fleiri Emmur
Frá Jónu B. Gestsdóttur:
ALLT í einu voru við komin upp á
Keflavíkurflugvöll og horfðum á Gest
og Freyju fjai'lægjast upp rúllustig-
ann. Það var ekki hægt að leyna því
að það perlaði lítillega tár á kinnum
okkar við að sjá þau hverfa hægt og
sígandi. Þessi mynd mun aldrei
gleymast mér. Þau svo kát að spjalla
saman en framundan langt og strangt
skiptinemaár á vegum AUS í Hond-
m'as. Ég segi stundum að þarna hafi
ég endanlega klippt á naflastrenginn.
Þetta voru tímamót í lífi mínu og ekki
í mínum höndum lengur að hafa áhrif
á gang mála eins og fram til þessa.
Ég yrði ekki til staðar í veikindum
eða til að leggja á ráðin. Það yrðu
aðrir að gera í minn stað.
Það skal enginn ímynda sér að það
sé alltaf auðvelt að vera foreldri
skiptinema úti í heimi. Það vissum við
í upphafi og vorum því viðbúin að taka
því sem að höndum bar og ákveðin í
að vinna úr því á besta veg. Við vorum
svo lánsöm, svo ekki sé talað um hann
son okkar, að úti í Honduras var hún
Emma með sitt taktfasta hjarta, tilbú-
in til að hafa skiptinema á heimilinu í
heilt ár. Deila honum af sinni hjarta-
gæsku og gefa honum mikið og gott
að borða. Taka þátt í daglegu amstri
hans og áhyggjum. Það var þó ekki
svo að Emma og hennar fjölskylda
hafi haft nóg af öllum veraldlegum
gæðum. Það veit ég fyrir víst að lífs-
barátta þein-a er harðari heldur en
gerist hér heima.
Mér verður oft hugsað til þessarar
góðu konu og þá hversu misgjöful
mannskepnan er. Ég heyrði nefnin-
lega eitt sinn af því að hér á landi,
þar sem við höfum allt til alls, væri
ansi erfitt að koma skiptinemum fyr-
ir á heimilum. Hefur jafnvel þurft að
hýsa þá í ópersónulegum gistingum
úti 1 bæ og þar er auðvelt að einangr-
ast í framandi landi. Þá kemur mér í
hug að við þyrftum að hefja innflutn-
ing á svona Emmum ef við getum
ekki tekið okkur á og gefið meira af
okkur til ungmenna sem glöð og
bjartsýn halda að heiman og hafna á
okkai' kalda klaka. Það er eitt og
annað sem kemur upp í hugann er ég
horfi til baka. Það var t,d. Iærdóms-
ríkt að standa í þeim sporum að son-
ur minn var litinn hornauga og jafn-
vel hreytt í hann ónotum af því hann
var hvítur með blá augu eða af öðru
þjóðerni. Ég hafði aldrei leitt hug-
ann að þessu fyrr nema lítillega og
þá alltaf í sambandi við yfirgang
hvita mannsins gagnvart hörunds-
dökku fólki. Efth- þessa reynslu vor-
kenni ég sannarlega því fólki sem
finnur sér ástæðu til að líta niður á
annan litarhátt eða annað þjóðemi
en sitt eigið.
Ef við lítum í eigin barm, sem for-
eldrar íyrrverandi eða núverandi
skiptinema, þá spyr ég: Hvaða mót-
tökur viljum við að sonur okkar eða
dóttir fái í framandi landi? Ég efa
það ekki að við setjum flest okkar
hjartahlýjuna og manngæskuna efst
á blað. Þá kemur sú staða að ef við
væntum þessa af manneskju í fjar-
lægu landi, þá hljótum við að ætla
sjálfum okkur það sama. Ég geri mér
fulla grein fyrir því að oft á tíðum er
það allnokkur röskun á hefðbundnu
heimilislífi að taka ókunnuga inn á
heimilið. En gerh' það nokkuð til?
Einn skemtilegasti dagur sem ég
hef upplifað er dagurinn er við vor-
um aftur komin á flugstöðina til að
taka á móti þeim Gesti og Freyju.
Við biðum við gluggann, ásamt for-
eldrum Freyju, sem við höfðum ver-
ið í símasambandi við þetta árið.
Farþegarnir komu niður rúllustig-
ann og eftirvæntingin var mikil. Allt
í einu bhdust þau og hvílíkur fögnuð-
ur,- hoppandi, veifandi, hlæjandi. En
hvert þó í logandi, hann var í rauð-
röndóttum gömlum bómullarbuxum
sem hann hafði keypt notaðai- af
manni er hann ferðaðist um
Guatemala. Ekki leyndi sér heldur
að hún Emma hafði nært hann vel.
Hann var kominn með ístrubelg. Það
besta við buxurnar, fannst honum,
vai- að hann þurfti að spretta upp
faldinum og síkka þær. Þetta var al-
veg ný upplifun. Hingað til hafði
hann alltaf þurft að stytta buxur.
Engin furða að hann félli marflatur
fyrir þessari einstöku flík. Það þarf
stundum að fara langt til að í'eyna
eitthvað nýtt í buxnakaupum.
JÓNA B. GESTSDÓTTIR,
Laugarvatni.
Frá Guðvarði Jónssyni:
YFIRLEITT þegar pólitískir full-
trúar taka ákvarðanir sem varða
persónulega hagsmuni fólks, gera
þeir það út frá pólitískum hags-
munum, eða pólitískri stefnumörk-
un, og skeyta engu um rétt ein-
staklingsins, eða hans persónulegu
hagsmuni. Þetta kom skýrt fram í
málfiutningi borgarstjóra í sjón-
varpinu nú fyrir stuttu. Þar lagði
hann mikla áherslu á það, að R-list-
inn ætlaði að tryggja öllum eins árs
börnum pláss á barnaheimilum.
Þarna var borgarstjóri að vonast
eftir að framkvæmdin við upp-
byggingu þjónustustöðvanna, muni
færa R-listanum atkvæði. Barnið
sem slíkt, er bara hlutur sem þarf
að skaffa geymslupláss, vegna
þarfa annarra en bamsins. Barnið
er málleysingi, þess vegna sett á
bekk með öðrum málleysingjum,
svo ráðstafað á sama hátt og gælu-
dýrum, með þarfir annarra í huga.
Þetta kalla stjórnmálamenn að
hafa hagsmuni barnsins í fyrir-
rúmi.
Borgarstjóri sagði líka, að R-list-
inn legði áherslu á heilsdagsvistun
í leikskólum, en ekki hálfsdagsvist-
un. Varla er þarna verið að tala um
hagsmuni barna. Þau em flest orð-
in þreytt eftir 4 tíma og of þreytt
eftir 8 tíma. Þessi tími er líka snið-
inn eftir þörfum annarra en bams-
ins. Bamið er enn ekki komið með
mannréttindi, þó komið sé í leik-
skóla.
Það að stía baminu frá móður-
inni á þessum aldri er bæði borg-
inni og þjóðfélaginu til skaða. Það
er löngu sannað að börn sem alast
upp á stofnunum að stómm hluta,
bíða af því andlegan skaða, og veld-
ur því að stærra hlutfall þeirra
leiðist út í afbrot af ýmsu tagi,
heldur en börn sem njóta um-
hyggju móður á fyrstu æviárunum.
Það er líka ljóst að það kostar ekki
minni fjárhæð að byggja upp allar
þessar stofnanir og reka þær, en
borga mæðram laun fyrir að sinna
börnum sínum fyrstu þrjú til fjög-
ur árin.
I pólitískri hugmyndafræði er 3-
4% atvinnuleysi talið nauðsynlegt,
svo hægt sé að halda niðri launa-
töxtum verkamanna. Þessu fólki
eru borgaðar atvinnuleysisbætur í
pólitískum tilgangi, en ekki mæðr-
um til uppeldis barna sinna. Þó
verður það að teljast verðugra
hlutverk og þjóðfélagslega upp-
byggilegra, en að þiggja bætur at-
vinnulaus. Aftur á móti vill enginn
verja rétt þeima, sem pólitíkusar
ætlast ekki til að hafi neinn rétt.
Þess vegna hafa börn engin mann-
réttindi og verða áfram að vera í
gæludýraflokknum, í stjómsýslu-
kerfi pólitíkusa.
Það er aftur á móti spurning
hvort pólitískir forystumenn gætu
talist stunda andlegt ofbeldi á
börnum með svona vistunarkerfi.
Ef svo væri, gæti farið svo að ein-
hverjir þyrftu að labba út með pok-
ann sinn.
Kannski eignast börn málsvara
meðal dýravemdunarsinna. Þeir
eru þekktir fyrir það, að halda uppi
vörnum fyrir málleysingja. Aftur á
móti er nokkuð ljóst að þau eiga
engan málsvara hjá samtökum
kvenna.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Þeir sem reykja
- ekki annars flokks!
Frá Guðmundi Rafni Geirdal:
ÁHUGAVERÐ grein bh'tist í Bréf-
um til blaðsins fóstudaginn 17. apríl
síðastliðinn sem bar yfirskriftina
Rristur og sph'itisminn og var eftir
Þórð Sigui'ðsson. Minntist hann þar
á helstu deilumálin í þessum efnum á
undanförnum árum. Þessar deilur
hafa myndast annars vegai' á milli
þeirra sem kjósa fremur að túlka Bi-
blíuna með beinum hætti og hins
vegar þeirra sem kjósa að líta á Guð
sem hið góða í lífinu, sem alheimsvit-
und, orku eða setja jafnvel spurn-
ingamerki hvort Guð sé til og hvort
það séu til aðrar leiðir til að komast
að æðsta sannleika lífsins.
Tilfellið er nefnilega að það þarf
að taka Biblíunni með miklum fyrir-
vara. Hún er skrifuð á löngum tíma
sem spannar árþúsundir þar sem
þjóðfélagsgerð gyðinga var töluvert
ólík á milli tímaskeiða. Þetta skipth'
máli því sjá má tengsl á milli eðlis
trúarbragða og þjóðfélagsgerðar.
Um þetta hafa verið kenningar sem
lesnar eru meðal annars innan guð-
fræði. í öðru lagi sat ég fyrirlestra
Þóris Kr. Þórðarsonai' sem þá var
prófessor í guðfræði og hann sagði
að gamla testamentið væri sam-
blanda af trúarriti, spámannsriti,
lögbók og sagnfræði gyðinga. Því tel
ég að það beri að varast að líta á það
sem heilagt rit frá byrjun til enda. í
þriðja lagi era guðspjöll Nýja testa-
mentisins talin vera ski'ifuð um 40-60
árum eftir dauða Jesú Krists sem er
bróðui-parturinn af æviskeiði venju-
legs manns og mildð vandamál að
ttieta hversu áreiðanlegur vitnis-
burður getur verið eftir svo langt
tímaskeið. Til er háskólagrein, rétt-
arfarssálarfræði sem fjallai' um
áreiðanleika vitna. Dr. Erlendur
Haraldsson prófessor beitti þeim
fræðum á rannsókn sína á frásögn
um að maður nokkur hefði dáið og
verið reistur upp frá dauðum af Sai
A hvað
trúum
við?
Baba, þekktum trúarleiðtoga og
kraftaverkamanni í Indlandi. þó svo
að þetta hafi átt að eiga sér stað
miklu nær í tíma, eða 1972 (Erlendur
rannsakaði þetta um 10 árum síðar),
hafi átt sér stað á sjúkrahúsi innan
um lækna og hjúkranarfólk, og hægt
hafi verið að ræða við allmörg vitni,
var mjög erfitt að staðfesta þetta
(eða hafna) þegar á reyndi. Slíkar
sögur hafa gjarnan farið af stað í
kringum trúarleiðtoga, hvar sem er í
heiminum og frá örófi alda. Að þessu
þarf að gæta þegar verið er að túlka
Nýja testamentið.
Enn annað vandamál er að það
eina sem talið er vera til af frumrit-
um guðspjallanna er hluti af einni
blaðsíðu úr Jóhannesarguðspjalli og
hugsanlega tvö orð úr Matteusar-
guðspjalli. Samkvæmt Sögu mann-
kynsins, 3. bindi er elsta afritið (af
afriti af afriti) frá um 900. Það hefur
sést ákveðinn munur á milli slíki'a af-
rita og hann kemur til dæmis fram í
nýjustu útgáfum Nýja testamentis-
ins en er talinn smávægilegur af
Hinu íslenska biblíufélagi. Ymsir,
meðal annai's geðlæknir sem tók
námskeið í trúarbragðasögu við há-
skóla, hafa þó sííti’ekað að það eru
vísbendingai- um að heilu setning-
arnar hafi verið látnar hverfa úr
guðspjöllunum þegar kristin trú
varð ríkistrú Rómaveldis og þá eink-
um um endurholdgun til að fólk færi
ekki að leiða hugann að þeim mögu-
leika að keisarinn kynni að hafa ver-
ið svínahirðir í fyrra lífi. Þessu hafa
kh-kjunnar menn mótmælt til baka,
en meginmálið er að þetta er um-
deilt.
Þá kemur að því sem var eins kon-
ar rothögg fyrir mig þegar ég las
það en það var grein fyrir um tveim-
ur árum í Times þai' sem fjallað var
um niðurstöðu guðfræðiprófessora í
Bandaríkjunum sem tóku sig til og
lögðu mat á áreiðanleika guðspjall-
anna eftir nútímaki'öfum sagnfræð-
innar. Niðurstaðan var að um 1%
stæðist kröfurnar! Þetta er svo lítið
að það er ráðlegt að taka guðspjöllin
með vissum fyrirvara og lesa þau
fremur sem vitnisburð um mann sem
kann að hafa verið til og gert margt
af því sem þar er lýst. Én það er
óvarlegt að fara nokkuð út fyrir það.
Afgangurinn yrði að byggjast á
þeh-ri tilfinningu sem fólk fær af
lestrinum.
í ljósi þessa tel ég gagnlegt að
ræða um deilurnai' sem hafa verið á
undanfornum árum. Mér hefur virst
sem þær hafi oft stoppað á oftrú
sumra á texta Biblíunnar. Ef við vilj-
um telja okkur þokkalega upplýsta
og lýðræðislega þjóð þá myndi ég
telja að það gagnist hvað best að
spyrja þessara ei'fiðu spurninga eins
og hvort Guð sé tii, og ef svo er, í
hvaða mynd, og hvaða aðilar eða trú-
arbrögð hafa náð hvað réttastri
mynd af guðdómnum. Einnig hvers
eðlis sálin sé, hvort hún lifi af líkams-
dauðann og hvort hún fæðist jafnvel
að nýju í annan mannslíkama seinna
meir. Þetta eru hinar brennandi
spm-ningar sem hafa hvílt á sálum
mai'gra undanfarin ár og ljóst er að
svörin eru ekki einfóld. En ég tel að
það sé þroskandi að glíma við spurn-
ingarnar og ef til vill fáum við svörin
seinna.
GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL,
skólastjóri.
Frá Guðjóni Bergmann:
SEM FYRRUM reykingamanni ber
mér skylda til að miðla upplýsingum
um tóbak og það geri ég í gegnum
námskeiðahald. Það þýðir ekki að ég
sé á móti þeim sem reykja. Ekki eru
allir tilbúnir að sjá muninn þarna á
milli. Reykingamenn segja oft: „Ef
þér er illa við tóbak, þá er þér illa við
mig.“
Ég spyr: „Hvers vegna? Ert þú
ekki manneskja eins og ég? Mér er
kannski illa við hvítlaukslykt, en það
þýðir ekki að mér sé illa við þá sem
borða hvítlauk. Á mér að vera illa við
tengaforeldra mína, bróður minn og
mágkonu og frændur mína og
frænkur bara vegna þess að þau
reykja? Ég set ekki samasemmerki
mÓli mannskepnunnar og þess sem
hún gerir, afhverju gerir þú það?“
Það er nefnilega vandamálið. Þeir
sem reykja hafa ákveðið að þeir og
tóbakið séu eitt og hið sama, því
kemur röksemdafærslan - ef þér er
illa við tóbak, er þér illa við mig. Ef
ég hinsvegar kemst að sláandi stað-
reyndum um skaðsemi matvæla,
heilsudrykkja, áfengis, eiturlyfja eða
vítamína þá er mér boðið að hi'ópa
þær staðreyndir af húsþökum og
fólk kemur til mín og segir: „Þakka
þér fyrir að vara mig við.“
Staðreyndum um sígarettuna er
hinsvegar tekið sem persónulegri
árás. Reykingamenn eru engu að
síður flesth' sammála um að hvetja
unga fólkið til að byrja ekki að
reykja. Hvað veldur? Ég býst við að
svarið sé hið sama og svarið við því
hvers vegna börn eru sífellt
„þrasandi" í foreldrum sínum um að
hætta að reykja. Væntumþykja veld-
ur því að fólk reynir að vara við. Það
er hinsvegar oftast tilgangslítið og
stundum beti’a að láta eins og ekkert
sé og halda áfram að sýna væntum-
þykjuna - án tillits til þess hvort ein-
staklingurinn reykir, drekkur, borð-
ar of mikið, tekm- inn eiturlyf eða
annað það sem þjóðfélagið lítur
hornauga. Ef tækifæri gefst má
miðla upplýsingum án fordóma. Mér
þykir ástæða til að benda þeim sem
reykja á að miðlun staðreynda um
tóbak er ekki persónuleg árás.
Á móti vil ég benda þeim sem ekki
reykja og eiga það til að vera for-
dómafullir á að kasta ekki steinum úr
glerhúsi, vera málefnalegir og gera
sér strax grein fyrir að þeir sem
reykja eru ekki annars fiokks. Sýnum
skynsemi, tillitssemi og þolinmæði -
það borgar sig alltaf að lokum.
GUÐJÓN BERGMANN,
námskeiðahaldai'i.
Kentruck
STAFLARI
HAGKVÆM LAUSN
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295