Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 68

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Skyrtertur Kría kom hingað á Garðaholtið á afmæli bónda míns, 1. maí, segir Kristín Gestsdóttir. Það þótti honum besta afmælisg;jöfín enda mikill fuglaáhugamaður. FLESTIR íslendingar eiga af- mæli í maí og í minni fjölskyldu eru alls átta afmæli í þeim mán- uði, þar af afmæli þriggja barnabarna. Fyrsta og þriðja maí bjó ég til skyrtertur sem uppskriftir eru að í þessum þætti. Skyrtertum svipar til ostakaka en eru mun léttari í maga og talsvert fitusnauðari. Ég er stundum spurð að því hvort ég geti prófað allan mat- inn sem ég set í Moggann. Svar mitt er: Eg reyni að gera það og geri það oftst. Hugmyndir fæ ég úr ýmsu sem ég les, heyri talað um eða hugsa upp sjálf. Þegar ég sé eitthvert nýtt hrá- efni í búð fara heilasellurnar af stað og ef eitthvað ætilegt vex í kringum mig klæjar mig í lóf- ana eftir að prófa það. Skömmu fyrir mánaðamót var ég í af- mæli til að minnast 100 ára af- mælis konu sem lést fyrir fimm árum. Þessi kona var dönsk og hélt upp á afmæli sitt þar til hún var komin á tíræðisaldur og bakaði alltaf skyrtertu sjálf. 1 peli rjómi 3 eggjahvítur 2-3 kíví 1. Pikkið rúsínurnar, setjið í krukku með loki og hellið víni eða eplasafa yfír. Hristið öðru hverju í nokkrar klst. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 3 mínútur. Hitið sítrónusafann og leysið matar- limið upp í honum. 3. Þeytið saman eggjarauð- ur, sykur og sítrónubörk. Hrærið síðan smjör og skyr út í. Setjið matarlímsblönduna í. 4. Þeytið róma og eggjahvít- ur sér. Blandið varlega út í. 5. Setjið hringinn af spring- forminu utan um deigbotninn og hellið skyrkreminu ofan á. Látið stífna í kæliskáp. 6. Skerið niður með hringn- um og losið hann frá. Skreytið með kívísneiðum. Athugið: Fyrrnefnd kona notaði óhrært skyr, en það fæst ekki lengur. Ég blanda saman Askaskyri og dósaskyri. Uppskrift hennar er efst á blaði í dag. Ferskjuskyrterta Skyrterta Karen Louise Jónsson 1 pk. enqiferkex (ginger snap), nota má annað kex 1 dl brætt smjör Botninn: 1 heildós niðursoðnar 100 g hveiti ferskjur lyftiduft á hnífsoddi 1 pk. Toro-sítrónuhlaup 1 kúfuð msk. sykur 1 stór dós rjómaskyr 1 tsk. vanillusykur m/ferskjum og ástaraldinum 75 g mjúkt smjör 2 lítil egg 1. Setjið allt í skál og hnoðið saman. Klippið bökunarpappír eftir botni springmótsins og leggið á hann. Þrýstið deiginu niður á pappírinn. Hitið bak- arofn í 200°C, blástursofn í 180°C, bakið í 7-10 mínútur. Losið botninn af og setjið hann á fat. Skyrkremið: 1 dl rúsínur sérrí, romm eða eplasafi 8 blöð matarlím rifinn börkur af einni sítrónu 1 peli rjómi og safi úr hálfri 250 g sykur 3 eggjarauður 125 g mjúkt ósaltað smjör 'h stór dós Askaskyr og 1 stór dós hreint skyr 1. Setjið kexið í plastpoka og myljið með kökukefli, hrærið brætt smjör saman við kex- mylsnuna. Setjið hring af springformi á kökufat og þrýst- ið kexmylsnunni þétt inn í. 2. Hellið safanum af ferskj- unum í pott og hitið. Leysið hlaupduftið upp í heitum safan- um. Safínn á að vera 2-3 dl, u.þ.b. helmingi minni vökvi en gefinn er upp á umbúðum. Kælið að mestu en látið ekki hlaupa saman. 3. Hrærið eggin út í skyrið, setjið síðan kælt hlaupið út í. Þreytið ijómann og blandið varlega saman við. kælið þar til þetta er að stífna. Hellið þá var- lega inn í hringinn ofan á kex- mylsnuna. Skerið ferskjurnar í rif og raðið ofan á. Setjið í kæli- skáp og látið stífna vel. 4. Skerið niður með hringn- um af springforminu og losið í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Slæm þjónusta VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „UM miðjan sl. mánuð lá leið mín í Gallabuxna- búðina í Kringlunni þar sem ég keypti mér dökk- bláar gallabuxur sem mér leist á, enda var það mark- mið verslunarferðarinnar. Daginn eftir klæddist ég buxunum og fékk þá rjómaslettu beint framan á aðra skálmina. Eðileg við- brögð mín voru að þurrka slettuna af með Úút til þess að koma í veg fyrir að blettur myndaðist. Ég sá þá að horn klútsins hafði litast blátt og þar sem ég hafði þurrkað rjómann af var áberandi að litur buxn- anna hafði dofnað veru- lega. Þetta fannst mér skrítið enda hef ég átt margar ágætar gallabuxur, m.a. dökkbláar, sem hafa ekki verið svona viðkvæmar, þvert á móti hafa gallabux- ur alltaf verið harðgerð- ustu buxm'nar sem ég hef átt. Leið mín lá þvi aftur í verslunina og þar hitti ég fyrir karlmann, sennilega eiganda eða verslunar- stjóra, sem neitaði strax bón minni um að fá nýjar gallabuxur. Hann bauðst heldur ekki til að bæta mér skaðann á neinn ann- an hátt. Hans rök voru með miklum ævintýrablæ, en þau voni að ekki mætti strjúka af dökkbláaum gallabuxum heldur yrði strax að setja þær í þvotta- vél. Litur gallabuxnanna myndi svo dofna hvort sem er. Ég tek það fram að mér var ekki bent á þessa mjög svo sérstöku eiginleika buxnanna, þ.e. að þær myndu skipta litum við hið minnsta slys ef að þær væru ekki meðhöndlaðar á „réttan hátt“ og að innan árs gætu þær því hæglega orðið doppóttar. Eins og fyrr sagði fannst mér skýringar mannsins í búðinni með svo miklum ólíkindum að ég get ekki orða bundist. Gallabuxurn- ar sem ég keypti voru ein- faldlega lélegar og stóðu ekki undir þeim vænting- um sem eðlilegt var að gera til sambærilegra gallabuxna á sambærilegu verði. Dofni litur buxnanna eftir íyrsta þvott svo mikið að þær verði allar eins og bletturinn er núna, tel ég mig enn frekar svikna, því þá eru buxumar orðnar öðmvísi á litinn. Mér skilst að unglingar séu stærsti viðskiptavina- hópur Gallabuxnabúðar- innar. Vafalaust eru skýr- ingar þær sem ég fékk skýringar sem þeir gætu fengið. Ég vil því vara þá og aðra við þessu því þetta liggur engan veginn í aug- um uppi. Ég veit að ég hefði getað snúið mér til neytenda- samtakanna. Eflaust hefðu þeir skoðað mál mitt. Þeg- ar allt kom til alls ákvað ég að vera ekki að eyða mín- um dýrmæta tíma í það. Ég taldi það hins vegar áhrifameira að segja frá þessari slæmu rejmslu minni og vona að frásögnin verði öðrum víti til varnað- ar. Ekki þarf ég að taka það fram að viðskiptum mínum mun ég í framtíðinni beina annað. Sigríður Iljaltested, Granaskjóli 16, Rvík. Tapað/fundið Seðlaveski týndist SEÐLAVESKI, merkt Landsbankanum, týndist seinnipart sl. miðvikudags í eða við Austurstræti. Skilvís finnandi hafí sam- band í síma 551 9892. í fjörunni við Langasand á Akranesi. Morgunblaðið/Golli. Víkverji skrifar... IÞEIM víðtæku umræðum, sem fram hafa farið undanfarnar vik- ur um laxveiði, risnu og ferðakostn- að er alveg ljóst, að fólki finnst óeðlilegt að í svo mörgum tilvikum, sem raun ber vitni skuli ferðakostn- aður maka greiddur í ferðum full- trúa ríkis og ríkisfyrirtækja. í raun og veru ætti sú regla að gilda, að ferðakostnaður maka sé einungis greiddur, þegar ráðherrar eru í op- inberum heimsóknum eða í erinda- gjörðum, sem kalla á, að makar fylgi þeim. Frá þessari reglu ættu engar undantekningar að vera. Hvort sem um er að ræða bankastjóra, for- svarsmenn annarra ríkisstofnana eða fyrirtækja í eigu ríkisins, eru engin rök fyrir því, að ferðakostnað- ur maka sé greiddur. Þess vegna er eðlilegt að afnema þær kostnaðar- greiðslur alveg nema í ofangreind- um tilvikum. Samkvæmt skattalög- um sýnist augljóst, að þegar ferða- kostnaður maka er greiddur í öðr- um tilvikum en þeim, sem hér eru nefnd, beri að telja slíkan kostnað fram sem hlunnindi hjá þeim, sem þeirra njóta, þannig að þeir borgi a.m.k. skatt af þessum greiðslum. Annað sem fólki finnst augljós- lega óeðlilegt er, að hótelkostnaður sé greiddur ásamt fullum dagpen- ingum. Það hefur tíðkazt að ein- hverju leyti, þó ekki hjá ráðherrum, ef rétt er skilið. í þeim tilvikum þar sem ríkið eða ríkisfyrirtæki greiðir hótelkostnað hlýtur að vera eðlilegt að skerða dagpeninga til muna. x x x LÍKLEGT má telja, að í kjölfar umræðna um Landsbankamálið muni bæði ríkisfyrirtæki og einka- fyrirtæki takmarka mjög laxveiði- ferðir á þann veg, að það sé alger- lega ótvírætt, að um viðskiptahags- muni sé að tefla. í öðrum tilvikum er ljóst að telja ber slíkar ferðir fram sem hlunnindi til skatts. Sú regla hefur áreiðanlega ekki tíðkazt en búast má við í framhaldi af þessum umræðum, að hún verði tekin upp. Jafnframt fer ekki á milli mála, að í kjölfar þessa máls fara nú fram umræður í fjölmörgum fyrirtækjum um það hvað kallast megi eðlileg risna. Ríkisendurskoðandi virðist hafa þrengt þá skilgreiningu mjög í umfjöllun sinni um Landsbanka- málið. Það hlýtur að leiða til þess, að fyrirtæki endurskoði afstöðu til risnu. X X x AÐ ER svo önnur saga, að end- urskoðun á starfsreglum í fyrir- tækjum og hjá hinu opinbera um þessi efni verður til þess að fjöl- margir aðilar missa spón úr aski sínum. Saga-class farþegum með Flugleiðum fækkar. Samdráttur verður í viðskiptamálsverðum á veitingahúsum og leigutakar lax- veiðiáa standa allt í einu frammi fyrir því að beztu viðskiptavinir þeirra hverfa. Það gæti þá kannski leitt til þess að verð veiðileyfa í helztu lax- veiðiám lækki?!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.