Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 80
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Krían
komin frá
Afríku
Breiðþotur Atlanta og British Airways í 37 þúsund feta hæð yfír Súdan
Stefndu hvor á aðra
í sömu flughæð
FLUGMENN B747-þotu Atlanta-
flugfélagsins urðu að lækka flugið
um 500 fet og flugmenn sams konar
þotu frá British Airways að hækka
flugið um 500 fet til að koma í veg
fyrir árekstur þar sem vélamar
stefndu hvor á aðra í sömu flughæð.
Þetta gerðist yfir Súdan í síðasta
mánuði. Ekki er ljóst hver fjarlægð-
—dn milli vélanna var.
Ein af B747-þotum Atlanta var á
leið frá Dakar í Senegal til Jeddah í
Saudi-Arabíu og var einungis áhöfn-
in, 16 manns, um borð. Flogið var í
37 þúsund feta hæð að næturlagi og
var skyggni gott. Þegar þota Atl-
anta nálgaðist Khartoum í Súdan,
sem er einn af svokölluðum leiðar-
punktum, heyrði áhöfnin tilkynn-
ingu frá þotu British Airways um
áætlaðan komutíma á sama leiðar-
punkt. Kom sú vél úr gagnstæðri
átt og var í sömu flughæð. Var
áhöfn Atlanta-vélarinnar ljóst að
miðað við eigin áætlaðan komutíma
yrðu vélarnar yfir leiðarpunktinum
á sama tíma. Áhöfnin kallaði þá á
talbylgju til áhafnar British Air-
ways-þotunnar og tilkynnti að þeir
væru að lækka flugið um 500 fet til
að forðast árekstrarhættu. Þota
British Airways hækkaði flugið um
500 fet og á sama tíma gerði
árekstravari Atlanta-þotunnar við-
vart um of litla fjarlægð á milli véla.
Hafþór Hafsteinsson, flugrekstr-
arstjóri Atlanta, tjáði Morgunblað-
inu að skyggni hefði verið gott og
hvor áhöfn um sig séð siglingaljós
hinnar. Hann kvaðst ekki vita um
farþegafjölda um borð í bresku þot-
unni. Hafþór sagði hættu á atvikum
sem þessu löngum hafa verið fyrir
hendi í flugi yfir ríkjum Afríku sök-
um ófullnægjandi búnaðar flugum-
ferðarstjórna þar í álfu og því yrðu
áhafnir að treysta á tilkynninga-
kerfi á talbylgju milli véla.
Hætt við fiugtak
Þá segir hann árekstravara hafa
aukið öryggi til muna á síðari árum.
Allar B747-þotur Atlanta eru búnar
árekstravara.
Þá varð það óhapp 23. apríl sl. að
hætt var við flugtak af öryggis-
ástæðum á einni B747-þotna félags-
ins sem var í flugtaksbruni í Medina
í Saudi-Arabíu. Flugmenn tóku eftir
misvísandi upplýsingum hraðamæl-
is og hættu við flugtakið. Sakir mik-
ils hita við flugvöllinn og hitaálags á
hemla vélarinnar lak úr hjólbörðun-
um þegar vélin hafði verið stöðvuð.
Um borð voru 444 pílagrímar og 16
manna áhöfn en engan sakaði. Skipt
var um hjólbarðana og hluta af
hemlakerfi þotunnar, en 16 hjól-
barðar eru í aðalhjólastelli B747-
þotna. Eftir viðgerðirnar og skoðun
voru gerðar akstursprófanir og
haldið til Frankfurt í Þýskalandi.
KRÍAN er komin til landsins eftir
langt ferðalag frá suðurhveli jarð-
ar. Hún kemur vanalega til íslands
síðustu dagana í aprfl, og í ár sást
fyrst til hennar í kringum 25. apr-
fl, að sögn Ævars Petersen fugla-
fræðings.
Krían heldur sig í Suður-Afríku
og við Suðurheimskautið á vet- _
urna og heldur síðan norður til ís-
lands, Grænlands og Norðurland-
anna á sumrin. Varptími kríunnar
hefst um mánaðamótin maí-júní
og er eins gott að verja höfuð sitt
álpist maður inn í varpland henn-
ar.
Ævar sagði að líklega kæmu um
400 þúsund kríupör hingað til
lands á ári hveiju. Krían er einn
helsti ferðalangur meðal fugla og
getur ferðin frá norðri til suðurs
verið allt að 16 þúsund kflómetrar.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
hitti fyrir þennan kríuflokk þar
sem hann var að „kanna aðstæð-
ur“ á Seltjamarnesinu um helg-
ina.
Tal hf.
Mínútan á
21 krónu í
dagftaxta
FARSÍMAFÉLAGIÐ Tal hf.
hefur formlega starfsemi í
dag. Þar með er samkeppni í
símaþjónustu orðin að raun-
veruleika hér á landi.
Símakort hjá fyrirtækinu
kostar 2.000 kr., en félagið
býður upp á þrjár ólíkar þjón-
ustulínur með alls tíu gjald-
taxta. Almennur dagtaxti á
grunnþjónustunni er nefnist
„altal“ er 21 króna á mínútuna
en kvöld- og helgartaxti er 14
krónur. Þeim sem nota síma
aðallega um kvöld og helgar
gefst kostur á svokölluðum
frítalstaxta þar sem mínútu-
gjaldið á daginn er 25 krónur
en 10 krónur um kvöld og
helgar.
Þjónusta fyrirtækisins mun
fyrst í stað einskorðast við
suðvesturhom landsins auk
þess sem hægt verður að nota
kerfið í Evrópu og víðar.
■ Samkeppni/22
Kennslustund
í mannúð
Mjög góður afli frystitogara Samherja síðustu daga
Aflaverðmæti 5 skipa
um 370 milljónir króna
FRYSTITOGARAR Samherja hf.
hafa verið að koma með mikinn
‘afla að landi síðustu daga og er
aflaverðmæti fjögurra togara fé-
lagsins, sem komu inn til löndunar
í síðustu viku, samtals tæpar 300
milljónir króna. Þá kemur nóta-
skipið Þorsteinn EA inn til löndun-
ar í vikunni með aflaverðmæti upp
á rúmar 80 milljónir króna.
Baldvin Þorsteinsson EA kom til
hafnar sl. laugardag og var afla-
verðmæti skipsins um 97 milljónir
króna. Nokkur hluti aflans var út-
hafskarfi af Reykjaneshrygg.
Guðbjörg úr leigu
Fyrr í vikunni kom Akureyrin
EA með 65 milljóna króna afla-
verðmæti, Víðir EA með 77 millj-
óna króna aflaverðmæti og Guð-
björgin með 50 milljóna króna
aflaverðmæti.
Guðbjörg var í leigu í Þýska-
landi og var að veiða úr þýskum
kvóta við Noreg og Grænland en
skipinu hefur nú verið flaggað
heim til íslands á ný. Akureyrin og
Víðir voru við veiðar á heimamið-
um en eru nú bæði komin til veiða
á Reykjaneshrygg. Þá er Þor-
steinn EA að koma úr grálúðutúr.
Öll eru skipin að koma úr um og
yfir 30 daga túrum.
■ Næstlengsta/14
TYRKNESKA blaðið Sabah fjall-
aði í gær um mál Miiruvet Basar-
an, tyrknesku konunnar, sem ut-
anríkisráðuneytið bauð að koma
hingað til lands frá Tyrklandi
ásamt Martin, syni sinum, í Qór-
dálka frétt á forsíðu og segir að
Islendingar hafi veitt Tyrlqum
kennslustund í mannúð.
Fréttina skrifar Ahmet Özay,
tyrkneskur blaðamaður, sem
kom hingað til lands í síðustu
viku, og sagði hann í gær að
hann hefði viljað bera saman að
meðan sjö ára barátta Sophiu
Hansen fyrir því að fá dætur sín-
ar stóð yfir hefðu tyrknesk
stjórnvöld engan stuðning veitt,
en Miiruvet Basaran hefði verið
boðið að koma til Islands eftir að
hafa skrifað eitt lesandabréf.
Miiruvet eignaðist son, Martin,
með Þráni Meyer, sem hún gekk
að eiga um helgina, í Þýskalandi
og flutti með hann til Tyrklands
þegar þýskt dvalarleyfi hennar
rann út.
f blaðinu Sabah, sem kemur út
í 550 þúsund eintökum, er einnig
fjallað um málið á innsíðum og
þar er að auki frásögn af máli
Sophiu Hansen.
■ íslendingar sagðir/6