Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 1
93. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjármálaráðherrar G-7 ríkjanna funda Blásið verði lífí í efnahag1 Japans og Evrópuríkja Reuters Washington. Reuters. BANDARIKJASTJORN þiýsti í gær á stjórnvöld í Japan og Evr- ópuríkjunum að blása lífí í efnahag sinn en fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, hinna svokölluðu G-7 ríkja, hittust í gær í Washington til að ræða um stöðu efnahagsmála í heiminum. I yfirlýs- ingu fundarins var tekið undir kröf- ur Bandaríkjamanna og jafnframt staðhæft að efnahagsvandinn, sem hófst með hruninu í Asíu fyrir tveimur árum, væri i rénun. Mikill hagvöxtur í Bandaríkjun- um hefur tryggt viðunandi stöðu efnahagsmála í heiminum undan- farin misseri en Lawrence Sum- mers, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði íyrir fundinn í gær að Bandaríkjamenn gætu ekki til lengdar haldið efnahag heimsins á floti, Japanir og Evr- ópumenn yrðu að leggja sín lóð á vogarskálarnar og reyna að auka hagvöxt í ríkjum sínum. Fulltrúar Evrópuríkjanna kváðust hins vegar vera að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að auka hagvöxt og full- yrtu að staða mála í Evrópu væri alls ekki eins slæm og af væri látið. Embættismenn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (IMF) og Alþjóðabank- ans höfðu á sunnudag sagt að svo virtist sem fjármálakreppunni í heiminum væri að ljúka en spáðu því að félagslegra afleiðinga hennar myndi gæta næstu árin. Betri andi á fundi IMF en fyrir hálfu ári Michel Camdessus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði á blaðamannafundi í tilefni af vorfundi IMF og Alþjóða- bankans í Washington að það myndi taka langan tíma að bæta lífskjör þeirra sem fjármálakrepp- an hefur einkum bitnað á. Andinn á fundinum var mun betri en fyrir hálfu ári þegar svo virtist sem ekkert lát yrði á út- breiðslu fjármálakreppunnar sem hófst í Asíu sumarið 1997. Sérfræð- ingar IMF, sem höfðu varað við hættunni á heimskreppu, spá því nú að hagvöxturinn í heiminum aukist verulega á næsta ári. Peter Stephens, embættismaður hjá Alþjóðabankanum, sagði að hættan á efnahagshruni í heiminum væri afstaðin en kreppunni væri ekki lokið að því er varðar lífskjara- skerðinguna sem hún hefur valdið í mörgum löndum. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna til viðræðna við rússneska ráðamenn NATO segir vaxandi sund- urlyndi ríkja í Belgrad Bjargar Connery þjóðern- issinnum? „SKOTLAND á að Standa jafn- fætis öllum öðrum þjóðum í heiminum," sagði skoski leikar- inn Sean Connery í ræðu sem hann hélt f gær á fundi Skoska þjóðarflokksins (SNP) í Edin- borg í gær og hvatti Connery skoskan almenning til að greiða SNP atkvæði sitt í kosningum til nýs heimastjórnarþings, en þær fara fram 6. maí næstkomandi. Connery er síðasta hálmstrá þjóðernissinna í SNP, sem berst fyrir sjálfstæði Skotlands, því skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýndi að maðurinn sem varð frægur fyrir túlkun sína á James Bond yrði að vinna kraftaverk ætti SNP að takast að saxa á forskot Verkamanna- flokksins. Skoðanakönnun The Scotsman sýndi að Verka- mannaflokkurinn hefur átján prósenta forskot á SNP og er einungis hársbreidd frá því að tryggja sér hreinan þingmeiri- hluta, hefur 47% fylgi á meðan SNP hefur aðeins 29%. Fylgi flokkanna var svipað fyrir að- eins tveimur mánuðum og segja fréttaskýrendur að fylgistap SNP valdi því að Alex Salmond, leiðtogi flokksins, sé orðinn valtur í sessi. Bann við hvalveiðum framlengl? Óslcí. Reuters. ALLAR líkur eru á því að Al- þjóða hvalveiðiráðið (IWC) íramlengi bann við hvalveiðum á fundi sínum í næsta mánuði þrátt fyrir minnkandi andstöðu við veiðar Norðmanna og Japana, að sögn norskra stjórn- arerindreka. „Ég held ekki að við munum ná sáttum um að veiðar verði leyfðar á fundi okk- ar nú í ár,“ sagði Halvard Jo- hansen, fulltrúi Noregs í IWC, í Ósló í gær. Ársfundur IWC fer fram á Grenada 24.-29. maí. Johansen sagði að norsk stjórnvöld sæju merki um að fleiri og fleiri þjóðir, sem aðild eiga að IWC, væru að sættast á þau rök hvalveiðimanna að hrefnustofninn sé nægilega stór til að hefja megi veiðar að nýju. En hann bætti við að stórþjóðir eins og Bandaríkin væru enn mótfallnar veiðunum. Skopje, London, Belgrad. Reutere, AP. FLOTTAFÓLK hélt í gær áfram að streyma frá Kosovo á meðan Atl- antshafsbandalagið (NATO) herti enn sóknina gegn stjórnvöldum í Belgrad og gerði nýjar tilraunir til að draga úr hættu á beinum átökum við Rússa vegna aðgerðanna í Júgó- slavíu. A sama tíma tók júgóslav- neska stjórnarandstaðan að gagn- rýna stefnu stjórnvalda og fulltrúar NATO sögðu að vaxandi sundur- lyndi einkenndi samskipti ráða- manna í Belgrad. Seint í gærkvöld bárust síðan fregnir um að loftárás- ir NATO á skotmörk í Júgóslavíu væru hafnar á ný. Fjölmiðlar í Makedóníu sögðu í gær að von væri á allt að þrjátíu þúsund flóttamönnum frá Kosovo til viðbótar á næstu dögum. Kiro Gligorov, forseti Makedóníu, sakaði Evrópuþjóðir um að hafa ekki stað- ið við gefín loforð um að taka við flóttafólki og Zanko Cado, efna- hagsmálaráðheira Makedóníu, sagði af sér í gærkvöldi, m.a. vegna þess ástands sem myndast hefur í landinu vegna fjölda flóttafólks. Tanjug-fréttastofan júgóslavneska hélt því fram að a.m.k. sautján manns, þ.á m. ellefu mánaða gamalt bam, hefðu fallið í loftárásum NATO sem eyðilögðu brú yfir Dóná við borgina Novi Sad í gærmorgun. Á sama tíma lýsti NATO því yfir að herskip þess myndu ekki beita valdi í þeirri viðleitni bandalagsins að koma í veg fyrir olíuflutninga til Jú- góslavíu. Virtist þessi yfirlýsing draga úr líkum á átökum við Rússa sem hafa sagt að þeir muni ekki hætta olíuflutningum til slavneskra bandamanna sinna á Balkanskaga. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöld til Moskvu til viðræðna við rússneska ráðamenn um ástand- ið í Kosovo. Fyrr um daginn hafði Viktor Tsjernómýrdin, ráðgjafi Moskvustjómar í málefnum Balkanskaga, látið hafa eftir sér að Rússar hefðu nýjar hugmyndir fram að færa í málinu. Vuk Draskovic harðorður Bresk stjórnvöld sögðu að engar áætlanir væru uppi um að gera alls- herjar innrás í Kosovo og Tony Blair forsætisráðherra sagði land- hernað gegn Serbum varasaman nema búið væri að draga verulega úr hemaðarmætti þeirra. Á hinn bóginn ítrekaði Blair að allir kostir, þ.m.t. landhernaður, væm enn uppi á borðinu, Milosevic hefði ekki neitunarvald á aðgerðir NATO. Stjómarandstaðan í Júgóslavíu hefur ekki haft sig mikið í frammi undanfarna mánuði en fulltrúar hennar lýstu sig í gær sammála málflutningi Vuks Draskovics, að- stoðarforsætisráðherra Júgóslavíu. Draskovic sagði í samtali við þýska sjónvarpsstöð í gærkvöld að e.t.v. væri óhjákvæmilegt að hersveitir NATO kæmu til Kosovo til að standa vörð um frið í héraðinu. Draskovic, sem var áður leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belgrad en gekk til liðs við stjóm Milosevics fyrr á þessu ári, sakaði tiltekna stjórnmálaleiðtoga í Belgrad um að ljúga að þjóð sinni um framgang mála í stríðinu við NATO. Stað- reyndin væri sú að Serbar gætu ekki unnið sigur á NATO, eins og stjórnvöld hafa fullyrt í þarlendum fjölmiðlum, og að engar líkur væru á að Rússar myndu veita Serbum hjálparhönd. Sögðu fulltrúar NATO að ummæh Draskovics væm vís- bending um að glufur væm farnar að myndast í samstöðu æðstu valda- manna í Belgrad. ■ Sjá umfjölhiu bls. 28-30 Vinsæl sjón- varpskona myrt í London London. Reutere. BRESKA sjónvarpskonan Jill Dando, sem unnið hafði um árabil hjá BBC, var myrt í gær fyrir fram- an heimili sitt í Vestur-London. Morðið vakti sterk viðbrögð í Bret- landi enda Dando meðal þekktari andlita á sjónvarpsskjánum. Lík Dando fannst á tröppum íbúðarhúsnæðis hennar í Fulham- hverfi London um hádegisbil í gær og hafði hún verið barin ítrekað í höf- uðið. Áverkar Dando vora svo slæmir að það tók lögreglu dágóðan tíma að kveða úr um að hún hefði látist af völdum byssukúlu í höfuðið. Ódæðismaðui-- inn var enn ófundinn og lögregla gat lítið fullyrt um ástæður morðsins en Sky-sjónvarpsstöðin sagði í gær- kvöldi að lögregla teldi ýmislegt benda til að atvinnumorðingi hefði hér verið á ferð. Vitni höfðu séð mann á fimmtugsaldri yfirgefa morðstaðinn og er hans nú leitað. Dando var þrjátíu og sjö ára göm- ul og á hátindi frægðar sinnar í breskum fjölmiðlaheimi. Hún hafði m.a. verið einn helsti fréttalesari BBC, kynnt mánaðarlega sjónvarps- þætti, „Crimewatch“, um óleyst glæpaverk, séð um vinsæla ferða- þætti og í síðustu viku prýddi hún forsíðu nýjasta tölublaðs vikuritsins Radio Times. Jill Dando

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.