Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Norðurál tekur formlega til starfa
Hugað að
stækkun
NORÐURÁL tók formlega til
starfa á laugardaginn og var tíma-
mótunum sérstaklega fagnað á
svæði fyrirtækisins á Grundartanga
í glampandi sólskini, þar sem saman
voru komnir starfsmenn fyrirtækis-
ins og fjölskyldur þeirra sem og
aðrir gestir. Eftir ræðuhöld, þar
sem m.a. kom fram að fyrirhugað
væri að stækka álverið strax á
næsta ári, var boðið upp á skoðun-
arferðir um álverið.
„Það má segja að það sé sól í
Hvalfirði nú,“ sagði Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra,
um leið og hún óskaði forystumönn-
um Norðuráls til hamingju með
daginn.
Framkvæmdir gengu vel
Að sögn Ragnars Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra fjármála- og
stjórnunarsviðs, gekk bygging ál-
versins í meginatriðum mjög vel.
Hann sagði að álið sem verið væri
að framleiða nú væri allt af þeim
gæðastuðli sem álverið hefði sett
sér í upphafí. Þá sagði hann að
framleiðslan hefði öll verið seld fyr-
irfram til tólf ára, þannig að í fyrir-
tækinu væri ekki starfandi nein
söludeild. Ragnar sagði að álverð
væri reyndar lágt um þessar mund-
ir, eða um 1.300 dollarar fyrir tonn-
ið, en verðið hefur farið í 2.800 doll-
ara tonnið.
Á svæði fyrirtækisins var reist
stórt hvítt tjald en inni í tjaldinu
fóru ræðuhöldin fram. Kenneth D.
Peterson Jr., forstjóri Columbia
Ventures Corporation, eigandi
Norðuráls, hóf ræðu sína með bæn,
sem hann fór með á ensku, en í
henni þakkaði hann guði almáttug-
um fyrir það hversu vel hefði tekist
til með framkvæmd álversins. Eftir
bænina þakkaði hann íslenskum
stjórnvöldum stuðninginn, en hann
sagði byggingu og starfsemi álvers-
ins, bera vitni um það hversu góðir
starfskraftar íslendingar væru, því
nú ynni í fyrirtækinu fólk sem
aldrei áður hefði komið nálægt ál-
vinnslu, en um 150 manns starfa hjá
fyrirtækinu.
Framleiðslan aukin í
180 þúsund tonn á ári
Peterson sagði að fyrirhugað
væri að stækka álverið og auka
framleiðsluna um helming á næsta
ári eða um leið og næg raforka verði
tiltæk. Álverið framleiðir nú um
60.000 tonn af áli á ári og notar til
þess um 100 megavött af rafmagni,
sem samsvarar um 12% af heildar-
framleiðslugetu raforku á Islandi.
í bæklingi frá fyrirtækinu kemur
fram að stefnt sé að því að auka
framleiðslugetu álversins í 180.000
tonn á ári og að það verði gert í
þremur áföngum. Annar áfanginn
var sá sem Peterson talaði um að
framkvæmdur yrði á næsta ári, en
þar er um að ræða aukningu um
30.000 tonn. Þriðji áfanginn er
aukning um 90.000 tonn, en ekki
liggur fyrir hvenær ráðist verður í
hann.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði að það hefði vakið sér-
staka athygli hversu hratt og vel
hefði verið unnið að framkvæmdum,
en hann sagði það staðfestingu á því
að vel hefði verið staðið að öllum
undirbúningi. Finnur sagði að nú
væri sagan rétt að hefjast því
framundan væri langur og farsæll
tími. Hann sagði að bygging álvers-
ins væri ekki bara mikilvæg fyrir
Peterson og fyrirtæki hans heldur
fyrir íslensku þjóðina alla, því út-
flutningstekjur af 60.000 tonnum af
áli næmu um 6,8 milljörðum króna,
og þá væru beinar og óbeinar tekjur
einnig miklar.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagðist vonast til
þess að landnám Petersons á Is-
landi yrði öðrum frumkvöðlum í at-
vinnulífi til eftirbreytni. Hann sagði
að Islendingar hefðu fundið Banda-
ríkin langt á undan Kólumbusi en
tekist að týna þeim aftur. Hann
sagðist aftur á móti vonast til þess
að Peterson myndi ekki týna Is-
landi aftur.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, óskaði Norðurálsmönnum
til hamingju, en bætti því við að
svæðið sunnan Skarðsheiðar væri
afar eftirsóknarvert og að hann
væri viss um að það yrði enn blóm-
legra en það væri nú.
Fyrsta skóflustungan
tekin í mars 1997
Álver Norðuráls, sem er um 50
km frá Reykjavík, hóf starfsemi
sína í júní 1998, um 14 mánuðum
eftir að fyrstu jarðvinnuvélar komu
á staðinn. Það var hins vegar í ágúst
árið 1995 að fréttir bárust um að
Columbia Ventures Corp. hefði
áhuga á að reisa hér álver og tveim-
ur mánuðum seinna hófst mat á um-
hverfisáhrifum.
í febrúar árið 1996 samþykkti
skipulagsstjóri ríkisins umhverfis-
matið og í mars 1997 gaf umhverfis-
VANDSfRÆGT ÚRVAH
í-r.OÞID ÚI'.VAIIÞ Á HflíITAÍ*ÍDVJ (^rr.AR,
WWW.HI r. I A.lí-
sölu VW Polo, ekinn 40.000 km. Nýskráður 24.10.97. 5 dyra,
5 gíra. 15“ álfelgur, spoiler, geislaspilari. Ásett verð kr. 1.150.000.
Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu í símum
569 5660 og 569 5500.
opnunartími:
mánud.- föstud. kl. 9-18,
II i icmu i oiimuiii j
BÍLAÞING HEKLU
N O T A Ð I R B I L A R
laugardagar kl. 12-16
LAUGAVEGI 174 • SÍMl 569 5660 • FAX 669 5662
Nokkur
hundruð
tölvur
óstarfhæfar
TÖLVUVEIRAN W32/CIH.1003
olli talsverðum usla í gær þegar
tugir tölvunotenda urðu fyrir
óþægindum af völdum hennar en
samkvæmt upplýsingum tölvufyrir-
tækja leituðu margir notendur,
bæði einkaaðilar og fyrirtæki, til
þeirra í gær eftir að tölvur urðu
óstarfhæfar.
Friðrik Skúlason tölvufræðingur
sagði að þeir sem lentu í vandræð-
um hafi ekki verið með vírusleitar-
forrit. „Miðað við það sem tölvufyr-
irtækin hafa sagt þá er ljóst að
fjöldi véla nemur einhverjum hund-
ruðum,“ sagði hann en að auki bár-
ust um fjörutíu fyrirspurnir til hans
í gær. „Flestir sem lenda í þessu
eru einstaklingar eða minni fyrir-
tæki með fáar tölvur. Stóru fyrir-
tækin eru vernduð af vírusleitarfor-
ritum.“
Jón Kristinn Jensson deildar-
stjóri hjá Nýherja sagði að nokkuð
hafi verið leitað til þeirra og sér-
staklega í gærmorgun áður en
menn áttuðu sig á því að kveikja
ekki á tölvunum. Nefndi hann sem
dæmi að eitt fyrirtæki hafi misst
allar tölvur nema fimm af tuttugu.
„Þetta hleypur á einhverjum tugum
í heildina,“ sagði hann. „Ef vírusinn
fer af stað þá er það þannig að í
besta falli getum við bjargað öllum
gögnum og sett vélina upp aftur og
það kostar um 30-40 þús. krónur
fyrir hverja vél. Ef gögnin eru ekki
merkileg þá er hægt að setja vélina
upp frá grunni og það kostar um 10
þús. krónur en síðan getur farið illa
og allt farið. Þetta fer allt eftir því
hvað viðskiptavinurinn vill.“
Hjá Tæknival fengust þær upp-
lýsingar að mikið hefði verið að
gera í gær og að fyrirtæki með allt
að 30-40 vélar hafi leitað eftir að-
stoð og svipaður fjöldi leitaði til
Einars J. Skúlasonar hf.
STARFSMENN Norðuráls og fjölskyldur þeirra fögnuðu því að álverið
skyldi formlega vera tekið til starfa, en boðið var upp á skemmtiatriði,
mat, drykk og skoðunarferðir um álverið.
Morgunblaðið/Arnaldur
KENNETH D. Peterson Jr., forstjóri Columbia Ventures Corp., eiganda
Norðuráls, spjallar við Friðrik Sopbusson, forsljóra Landsvirkjunar.
ráðuneytið út starfsleyfi til handa
álverinu og fyrsta skóflustungan
var tekin 29 mars. í ágúst 1998 var
fyrsta álið flutt út frá Grundar-
tangahöfn og í janúar 1999 var 120.
og síðasta kerið tekið í notkun.
Norðurál er dótturfyrirtæki
bandaríska álfyrirtækisins Col-
umbia Ventures Corp., sem rekið er
af Kenneth Peterson Jr. Columbia á
níu dótturfyrirtæki í álvinnslu víðs
vegar um Bandaríkin og Mexíkó,
sem fást m.a. við völsun, framleiðslu
og endurvinnslu.
Sala á tóbaki til 14-15 ára unglinga könnuð í Reykjavík
85 verslanir af 125
leyfðu sölu tóbaks
Morgunblaðið/Sverrir
REIKNAÐ hefur verið út að grunnskólanemar
kaupi tóbak fyrir um 100 milljónir króna árlega.
UNGLINGAR á aldrinum
14 og 15 ára gátu keypt tó-
bak í 85 verslunum í
Reykjavík af 125 sem það
var reynt í. Kom þetta fram
í athugun á vegum íþrótta-
og tómstundaráðs Reykja-
víkur, lögreglunnar og Tó-
baksvarnanefndar. Sam-
kvæmt lögum um tóbaks-
varnir má hvorki afhenda
né selja tóbak þeim sem
yngri eru en 18 ára.
Fulltrúar ofangreindra
aðila kynntu niðurstöður at-
hugunarinnar í gær en hún
fór þannig fram að dagana
29. og 30. mars fóru ung-
lingar í 125 verslanir ásamt
starfsmönnum ÍTR. Fengu
unglingarnir leyfi foreldra til að
taka þátt í þessu verkefni. Var bæði
farið í sölutuma og stærri verslanir.
Unglingamir freistuðu þess að fá
keypt tóbak og starfsmenn ÍTR
fylgdust með. Alls fengu þau af-
greiðslu í 85 verslunum af 125, eða
68% þeirra, en neitað var í 40 versl-
unum að selja þeim tóbak.
Nokkuð misjafnt var eftir hverf-
um hvort unglingarnir fengu tóbak
og þannig var hæst hlutfall þeirra
verslana sem neituðu í Seljahverfi,
Bústaðahverfi og í Grafarvogi. I
Seljahverfi gátu unglingarnir keypt
tóbak í einni verslun af 6 sem voru
heimsóttar, í Bústaðahverfi í 5 af 12
sem er 42% og í Grafarvogi fékkst
tóbak afgreitt í helmingi verslana
sem heimsóttar vom. í vesturbæn-
um var hlutfallið 61%, 76% í Breið-
holtshverfunum, 79% í Árbæ, 90% í
Sundunum og 92% í Hlíðunum.
Fram kom á fundinum að í hverf-
unum þremur sem unglingum gekk
verst að kaupa tóbak hefðu félags-
miðstöðvar ÍTR kynnt bannið fyrir
verslunareigendum og gert sam-
bærilega könnun áður. Soffía Páls-
dóttir og Gísli Árni Eggertsson, hjá
ÍTR, segja að í framhaldi af könn-
uninni fái þessir verslunareigendur
sent bréf, þeir sem ekki
seldu unglingunum tóbak fá
viðurkenningu en hinir
verða upplýstir um þessi
ákvæði tóbaksvarnalaganna
en samkvæmt þeim er refsi-
vert að afhenda eða selja
unglingum yngri en 18 ára
tóbak.
Eftirlit í molum
Þorgrímur Þráinsson,
framkvæmdastjóri Tóbaks-
vamanefndar, segir ljóst að
eftirlit með lögunum sé í
molum. Það sé á vegum heil-
brigðiseftirlits sveitarfélag-
anna og segir hann erfitt að
reka forvamir ef eftirlit
vanti með því að lögunum sé
framfylgt. Hann segist sjá það ráð til
úrbóta í þessum efnum að tóbakssala
verði háð leyfum eða færð inn í lyfja-
búðir úr þvi ekki sé hægt að treysta
almennum verslunum til þess. Þor-
grímur benti á að samkvæmt könn-
unum á reykingum grunnskólanema
væri ljóst að þeir keyptu tóbak fyrir
um 100 milljónir króna á ári.
Samkvæmt síðustu könnun hér-
aðslækna landsins og Krabbameins-
félagsins reyktu 7,8% 12 til 16 ára
grunnskólanema daglega árið 1998
en árið 1994 voru það 7,2%, en
kannanir þessar fara fram á fjög-
urra ára fresti.